Fellst ekki á að landinu sé stjórnað af hagsmunaöflum

Forsætisráðherra segist hafa þá trú að flokkarnir á Alþingi séu vandari að virðingu sinni en svo að þeir láti eingöngu stjórnast af hagsmunaöflum.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Auglýsing

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist hafa þá trú á stjórnmálum og stjórnmálamönnum að þeir láti ekki allir stjórnast af hagsmunum. „Það væri auðvitað verulega illa fyrir okkur komið ef svo væri.“

Þetta kom fram í máli hennar í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Formaður Samfylkingarinnar, Logi Einarsson, spurði ráðherrann meðal annars út í það hvort hún hefði kallað eftir dæmum hvernig landinu væri stjórnað af hagsmunaaðilum og vísaði í orð ráðherrans síðan í síðustu viku þar sem hún sagði að hún vildi að seðlabankastjóri nefndi dæmi um slíkt.

Logi hóf mál sitt á því að minnast á fréttir sem birtust í morgun varðandi það að norska fjármálaeftirlitið hefði sagt bankann DNB hafa staðið sig illa í að framfylgja lögum um peningaþvætti árum saman. Kjarninn fjallaði um málið í morgun en þar kemur fram að í skýrslu fjármálaeftirlitsins um Samherjamálið fái bankinn ákúrur fyrir að skoða ekki sérstaklega millifærslur fyrir og eftir að Samherjamálið kom upp.

Auglýsing

„Þetta þykir mjög stórt og alvarlegt mál í Noregi núna og er þungur áfellisdómur yfir þeirra helstu fjármálastofnun. Fyrir tveimur árum áttum við forsætisráðherra orðastað um aðgerðir ríkisstjórnarinnar í kjölfar sláandi birtingar gagna um starfsemi Samherja í Namibíu og þá áhættu sem skapast gæti fyrir orðspor Íslands þar sem Samherji er stórt og öflugt fyrirtæki í íslensku samhengi, fyrirtæki sem hefur áhrif í alla kima samfélagsins. Þá svaraði forsætisráðherra því að verið væri að fara yfir hvað hægt væri að gera til að standa betur að laga- og regluverki til að koma í veg fyrir að slík mál endurtækju sig,“ sagði Logi.

Logi Einarsson Mynd: Bára Huld Beck

Spurði hann í framhaldinu hvað hefði verið gert síðan þá. „Hvernig hafa íslensk stjórnvöld tryggt að eftirlitsstofnanir hafi styrk og getu til að takast á við svo yfirgripsmiklar rannsóknir? Hefur embætti héraðssaksóknara, sem hefur Samherjamálið til rannsóknar, nægilegar fjárheimildir og bolmagn? Er Fjármálaeftirlitið hér á landi nægilega vel fjármagnað til að standa í sambærilegum athugunum og það norska? Og hefur verið gengið úr skugga um að íslenskir bankar hafi ekki verið seldir undir sams konar áhættu og nú er að afhjúpast í Noregi?“

Íslensk stjórnvöld gripið til margháttaðra aðgerða

Katrín svaraði og sagðist vilja í fyrsta lagi nefna að úrskurðurinn sem Logi vísaði í, gagnvart norska bankanum DNB, varðaði slælega framkvæmd laga um peningaþvætti.

„Íslensk stjórnvöld hafa gripið til margháttaðra aðgerða til að tryggja betur varnir gegn peningaþvætti. Þau mál höfðu allt of lengi verið látin reka á reiðanum og þó að gripið hafi verið til aðgerða var ekki nógu hratt brugðist við þannig að Ísland lenti um tíma á hinum gráa lista FATF, sem við ræddum hér í þessum sal. Við vorum um leið mjög fljót af honum aftur vegna þess að við höfum verið að grípa til ráðstafana til að hafa betra eftirlit með peningaþvætti sem þetta mál, sem hv. þingmaður nefnir, snerist um, en líka til að tryggja betur gagnsæi í íslensku atvinnulífi, m.a. með skráningu raunverulegra eigenda. Það var líka þjóðþrifamál sem of langan tíma hafði tekið að breyta til batnaðar. Það hefur því ýmislegt verið gert á þessu sviði,“ sagði hún.

Varðandi Fjármálaeftirlitið þá benti ráðherrann á að Alþingi hefði samþykkt lög um sameiningu Seðlabanka og Fjármálaeftirlits og væri það hennar mat og mat margra annarra, þar á meðal seðlabankastjóra, að sú sameining hefði orðið til þess að styrkja þessar tvær stofnanir og gera þeim betur kleift að takast á við eftirlitshlutverk sitt.

„Raunar kom það líka fram, í þeirri vinnu sem unnin var við gerð þeirra laga, að það myndi styrkja betur hefðbundið fjármálaeftirlit, og líka annars konar eftirlitsverkefni eins og nefnd hafa verið í tengslum við Samherja, og er ég þá að vitna til gjaldeyriseftirlitsins, að hafa þarna sterka stofnun á þessu sviði. Ég tel því að ýmislegt hafi verið gert og ég tel að þessi sameining hafi verið til að styrkja hið mikilvæga eftirlitshlutverk sem um ræðir.“

Ósammála ráðherranum

Logi steig aftur í pontu og sagðist vera ósammála ráðherra um það. „Héraðssaksóknari hefur auk þess sagt að þau hefðu ekki nægt fjármagn. Geta Samkeppniseftirlitsins hefur og verið takmörkuð með lagabreytingum ríkisstjórnarinnar. Nú síðast lagði ríkisstjórnin niður embætti skattrannsóknarstjóra í núverandi mynd og veikti neytendavernd svo um munar.“

Benti hann á að seðlabankastjóri hefði stigið fram og talað um að landinu væri stýrt af hagsmunaöflum. „Undir það hafa helstu hagfræðingar landsins tekið og forystufólk verkalýðshreyfingarinnar. Forsætisráðherra gerði heldur lítið úr þessum orðum í síðustu viku og brást við með því að kalla eftir dæmum.“ Spurði Logi hvort Katrín hefði fengið slík dæmi einhvers staðar og kallað eftir þeim.

Héraðssaksóknara tryggðar fjárheimildir

Katrín svaraði í annað sinn og sagði að það lægi alveg skýrt fyrir að héraðssaksóknara yrðu tryggðar þær fjárheimildir sem þarf til að ljúka rannsókn þessa máls. Benti hún á að málið væri enn til meðferðar hjá héraðssaksóknara og sagðist hún hafa fulla trú á því að embættið myndi sinna verkefni sínu af heilindum og eins vel og hægt er.

„Já, ég kallaði eftir dæmum vegna þess að ég held að við höfum dæmi um það að hagsmunaaðilar beiti sér með ótæpilegum og óhóflegum hætti. En ég hef líka þá trú að flokkarnir hér á Alþingi séu vandari að virðingu sinni en svo að þeir láti eingöngu stjórnast af hagsmunaöflum. Þess vegna segi ég að þegar sagt er að landinu sé stjórnað af hagsmunaöflum sé væntanlega verið að segja að stjórnmálaflokkarnir hér séu allir undir stjórn hagsmunaafla. Ég fellst ekki á það,“ sagði forsætisráðherra.

Sagðist hún hins vegar vita að hagsmunaöfl reyndu mjög oft að beita sér óhóflega fyrir ýmsum breytingum og málum. „Þess vegna hef ég beitt mér fyrir því og meðal annars fengið samþykkt hér á Alþingi lög um varnir gegn hagsmunaárekstrum af því að mér finnst svo mikilvægt að við tryggjum aukið gagnsæi um þessi mál. En ég hef þá trú á stjórnmálum og stjórnmálamönnum að þeir láti ekki allir stjórnast af hagsmunum. Það væri auðvitað verulega illa fyrir okkur komið ef svo væri,“ sagði hún að lokum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent