Fjalar Sigurðarson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi í dómsmálaráðuneytinu úr hópi 34 umsækjenda. Hann hefur nú þegar hafið störf. Fjalar gegndi áður starfi markaðsstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar en hún var lögð niður þann 1. júlí síðastliðinn. Fjalar hafði áður starfað sem ráðgjafi í markaðs- og kynningarmálum um árabil en hann lauk MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2010. Þar að auki hefur Fjalar starfað hjá hinum ýmsu fjölmiðlum, meðal annars á RÚV, Stöð 2 og Skjá einum.
Staða upplýsingafulltrúa var auglýst fyrr á á þessu ári, en umsóknarfrestur rann út þann 25. maí síðastliðinn. Í hópi umsækjenda voru nokkrir blaðamenn, bæði núverandi og fyrrverandi, kynningarfulltrúar, upplýsingafulltrúar og markaðsstjórar fyrirtækja og stofnanna.
Í hópnum voru meðal annars fyrrverandi ritstjórar Fréttablaðsins og DV, þær Kristín Þorsteinsdóttir og Lilja Katrín Gunnarsdóttir. Þá sótti Haraldur L. Haraldsson einnig um stöðu upplýsingafulltrúa ráðuneytisins en hann hefur gegnt embætti bæjarstjóra í Hafnarfirði og á Ísafirði.
Í seinna skiptið var krafa um að umsækjendur hefðu hæfni til að koma fram fyrir hönd ráðuneytisins og hæfni í að miðla upplýsingum, það hafði ekki verið gert í fyrra skiptið.