Lýstu yfir áhyggjum af því að kerfin gætu farið að bresta

Þrír talsmenn almannavarna og heilbrigðisyfirvalda voru ómyrk í máli á upplýsingafundi dagsins, er þau voru spurð í það hver staðan gæti orðið á næstu vikum ef fjöldi kórónuveirusmita og þeirra sem veikjast vegna þeirra héldi áfram að vaxa innanlands.

Víðir, Kamilla og Páll á upplýsingafundinum í dag.
Víðir, Kamilla og Páll á upplýsingafundinum í dag.
Auglýsing

Það var ansi þungt hljóð í tals­mönnum almanna­varna og heil­brigð­is­yf­ir­valda sem sátu fyrir svörum á upp­lýs­inga­fundi dags­ins, vegna stöðu mála í kór­ónu­veiru­far­aldr­in­um. „Við færumst nær þol­mörkum ýmissa kerfa,“ sagði Víðir Reyn­is­son yfir­lög­reglu­þjónn og Kamilla S. Jós­efs­dóttir stað­geng­ill sótt­varna­læknis var nokkuð afdrátt­ar­laus er hún var spurð að því hver staðan gæti orðið ef smitum á Íslandi myndi halda áfram að fjölga veru­lega næstu vik­urnar og ekki yrði gripið í taumana með enn harð­ari sótt­varna­ráð­stöf­un­um.

Hún sagði lík­legt að þá yrði smitrakn­ing ómögu­leg, með þeim leiðum sem hefðu verið not­að­ar, en smitrakn­ingin er eitt helsta tólið til þess að hefta útbreiðslu smita í sam­fé­lag­inu.

„Ef rakn­ing er ómögu­leg mun smitum fjölga áfram því þá verður fólk ekki lengur sett í sótt­kví sem þarf að vera í sótt­kví, þá verða fleiri sem enda í ein­angr­un, fleiri sem veikj­ast alvar­lega og fleiri sem þurfa á Land­spít­al­ann. Það eru tak­mörk fyrir því hvað Land­spít­al­inn getur tekið við [...] Á ein­hverjum tíma­punkti gætum við mögu­lega lent í því sem aðrir hafa lent í, í þessum heims­far­aldri, að spít­al­arnir taki ekki við og fólk fái ekki gjör­gæslu­inn­lögn, þó að það þurfi hana. Og það er ekki ástand sem við viljum að verð­i,“ sagði Kamilla.

Um helm­ingur inn­lagna í þess­ari bylgju hjá óbólu­settum

Auk þeirra Víðis og Kamillu var Páll Matth­í­as­son for­stjóri Land­spít­ala til svara á upp­lýs­inga­fund­inum og ræddi hann stöðu spít­al­ans nú þegar 18 manns eru inniliggj­andi með COVID-19. Fram kom í máli hans að af þeim rúm­lega 30 ein­stak­lingum sem hefðu þurft inn­lögn á spít­al­ann vegna veik­inda sinna í þess­ari nýju bylgju far­ald­urs­ins hefði um helm­ingur verið bólu­sett­ur.

Vegna per­sónu­vernd­ar­sjón­ar­miða hafa litlar upp­lýs­ingar verið veittar um þann hóp sem liggur inni, með til­liti til ald­urs, und­ir­liggj­andi sjúk­dóma eða bólu­setn­ing­ar­stöðu.

Í umræðu und­an­far­inna vikna og daga hafa ýmsir velt því upp hvernig það geti verið jafn mik­ill vandi fyrir Land­spít­ala og raunin virð­ist, að taka á móti þeim sjúk­lingum með COVID-19 sem nú þurfa á inn­lögn að halda. Páll lýsti því þannig að spít­al­inn væri við það að fær­ast á neyð­ar­stig, eftir að hafa verið á hættu­stigi frá því að fyrstu sjúk­ling­arnir fóru að legga­jst inn.

Auglýsing

Hann sagði þó að það mætti alveg velta því fyrir sér hvers vegna það gæti verið vandi fyrir spít­ala með 600 rúm þegar 20 manns leggj­ast inn. For­stjór­inn sagði að hinn eig­in­legi bráða­spít­ali“ hefði um 400 rúm og það væri í raun­inni það sem skipti máli í þessu sam­hengi. Almennt séð væri Land­spít­ali með 95-105 pró­sent nýt­ingu leg­u­rýma á þessum bráða­deildum þegar alþjóð­leg við­mið gerðu ráð fyrir 85 pró­sent nýt­ingu. Því væri það vandi að fá þessa tutt­ugu ein­stak­linga inn með COVID-19.

Staðan væri líka sú núna, öfugt við fyrri bylgjur far­ald­urs­ins, að sam­fé­lagið væri á fullu og spít­al­inn hefði því „tölu­vert af veiku fólki og slös­uðu“ sem þyrfti að sinna og síðan væri frá­flæð­is­vandi á spít­al­anum enn til stað­ar, en á bil­inu 30-40 manns eru núna inniliggj­andi að bíða þess að geta útskrif­ast yfir á hjúkr­un­ar­rými, að sögn for­stjór­ans.

Páll Matthíasson ræddi stöðu Landspítalans á fundinum. Mynd: Almannavarnir

Ofan á þetta sagði Páll stöð­una erf­iða vegna sum­ar­fría, sem spít­al­inn hefði hvatt starfs­fólk til þess að taka sér. „Það skiptir máli líka, því þá höfum við færri upp á að hlaupa,“ sagði hann, en spít­al­inn er byrj­aður að biðla til fólks um að koma fyrr til baka úr fríi en það hafði áætl­að.

Hann setti fram sitt mat á stöðu mála og sagði ljóst að sam­fé­lagið þyrfti að huga að því að reyna að toga niður smit­kúrv­una, ef Land­spít­al­inn ætti að ráða við ástand­ið. „Það þarf að ná valdi á þess­ari bylgju,“ sagði Páll og bætti því við að áfram þyrfti að vinna að því að efla sótt­varna­við­bragð og burð­ar­þol heil­brigð­is­kerf­is­ins og Land­spít­al­ans.

Þurfi að taka ákvörðun um nán­ustu fram­tíð

Víðir Reyn­is­son lýsti yfir áhrifum af lang­tíma­á­hrifum þess á sam­fé­lagið ef að kerfin í sam­fé­lag­inu færu að bresta, þá með þeim hætti að Land­spít­al­inn gæti ekki sinnt öllum sem þyrftu á bráða­hjálp að halda.

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Mynd: Almannavarnir

„Kerfin hafa ekki brostið eða brugð­ist og traust fólks á þeim því enn til stað­ar. Ef að kerfin okkar fara að bresta og við getum veitt þá þjón­ustu sem við viljum gera, getum ekki haldið uppi því örygg­is­stigi sem við viljum í sam­fé­lagi eins og okk­ar, þá geta lang­tíma­á­hrifin verið af ein­hverjum allt öðrum toga en við höfum áður séð í þessu. Það er ansi þekkt í krísum í sam­fé­lögum þar sem upp koma atvik þar sem menn telja að kerfin hafi brugð­ist, það hefur gríð­ar­leg áhrif á sam­fé­lagið sem slíkt í langan tíma á eft­ir. Þetta er eitt af því sem stjórn­völd eru að horfa til þessu öllu sam­an,“ sagði Víð­ir.

Hann sagði að beðið væri eftir því að afrakstur vinnu við lang­tíma­stefnu um hvernig takast ætti á við veiru­far­ald­ur­inn í bólu­settu sam­fé­lagi færi að koma fram og sagði mik­il­vægt að hugsa bæði til fram­tíð­ar, en einnig að taka þyrfti ákvarð­anir um hvernig skyldi bregð­ast við því sem væri að ger­ast þessa dag­ana.

„Það er ekki í boði í krísum að taka ekki ákvörð­un,“ sagði Víð­ir.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðrún Johnsen, hagfræðingur og stjórnarmaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna.
Aukinn þrýstingur á að lífeyrissjóðir verði virkir hluthafar
Hagfræðingur segir vaxandi ójöfnuð og aukna loftslagsáhættu hafa leitt til ákalls um að lífeyrissjóðir sinni sínum upprunalegum tilgangi sem virkir hluthafar í skráðum og óskráðum félögum.
Kjarninn 16. janúar 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skipar starfshóp sem á að vinna grænbók um stöðu og áskoranir Íslands í orkumálum
Í nýjum starfshóp umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sitja þau Vilhjálmur Egilsson, Ari Trausti Guðmundsson og Sigríður Mogensen.
Kjarninn 16. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Þáttur ársins 2021
Kjarninn 16. janúar 2022
Þeim peningum sem Íslendingar geyma á innstæðureikningum fjölgaði umtalsvert á árinu 2020.
5.605 íslenskar fjölskyldur áttu 29,2 milljarða króna á erlendum reikningum
Innstæður landsmanna jukust um 84 milljarða króna á árinu 2020. Í lok þess árs voru þær ekki langt frá því sem innistæður voru árið 2008, fyrir bankahrun, þegar þær voru mestar í Íslandssögunni.
Kjarninn 16. janúar 2022
Sunna Ósk Logadóttir
Taugar til tveggja heima
Kjarninn 16. janúar 2022
Er Michael Jackson of stór fyrir slaufunarmenningu?
Forsýningar á söngleik um Michael Jackson hófust á Broadway í desember. Handrit söngleiksins var samið eftir að tveir menn stigu fram og sögðu frá hvernig Jackson misnotaði þá sem börn. Ekki er hins vegar minnst einu orði á barnaníð í söngleiknum.
Kjarninn 16. janúar 2022
Ásgeir Haraldsson og Valtý Stefánsson Thors
COVID, Ísland og bólusetningar
Kjarninn 16. janúar 2022
Lars Findsen
Ótrúlegra en lygasaga
Yfirmaður leyniþjónustu danska hersins situr nú í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa lekið upplýsingum, sem varða öryggi Danmerkur, til fjölmiðla. Slíkt getur kostað tólf ára fangelsi.
Kjarninn 16. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent