Lýstu yfir áhyggjum af því að kerfin gætu farið að bresta

Þrír talsmenn almannavarna og heilbrigðisyfirvalda voru ómyrk í máli á upplýsingafundi dagsins, er þau voru spurð í það hver staðan gæti orðið á næstu vikum ef fjöldi kórónuveirusmita og þeirra sem veikjast vegna þeirra héldi áfram að vaxa innanlands.

Víðir, Kamilla og Páll á upplýsingafundinum í dag.
Víðir, Kamilla og Páll á upplýsingafundinum í dag.
Auglýsing

Það var ansi þungt hljóð í tals­mönnum almanna­varna og heil­brigð­is­yf­ir­valda sem sátu fyrir svörum á upp­lýs­inga­fundi dags­ins, vegna stöðu mála í kór­ónu­veiru­far­aldr­in­um. „Við færumst nær þol­mörkum ýmissa kerfa,“ sagði Víðir Reyn­is­son yfir­lög­reglu­þjónn og Kamilla S. Jós­efs­dóttir stað­geng­ill sótt­varna­læknis var nokkuð afdrátt­ar­laus er hún var spurð að því hver staðan gæti orðið ef smitum á Íslandi myndi halda áfram að fjölga veru­lega næstu vik­urnar og ekki yrði gripið í taumana með enn harð­ari sótt­varna­ráð­stöf­un­um.

Hún sagði lík­legt að þá yrði smitrakn­ing ómögu­leg, með þeim leiðum sem hefðu verið not­að­ar, en smitrakn­ingin er eitt helsta tólið til þess að hefta útbreiðslu smita í sam­fé­lag­inu.

„Ef rakn­ing er ómögu­leg mun smitum fjölga áfram því þá verður fólk ekki lengur sett í sótt­kví sem þarf að vera í sótt­kví, þá verða fleiri sem enda í ein­angr­un, fleiri sem veikj­ast alvar­lega og fleiri sem þurfa á Land­spít­al­ann. Það eru tak­mörk fyrir því hvað Land­spít­al­inn getur tekið við [...] Á ein­hverjum tíma­punkti gætum við mögu­lega lent í því sem aðrir hafa lent í, í þessum heims­far­aldri, að spít­al­arnir taki ekki við og fólk fái ekki gjör­gæslu­inn­lögn, þó að það þurfi hana. Og það er ekki ástand sem við viljum að verð­i,“ sagði Kamilla.

Um helm­ingur inn­lagna í þess­ari bylgju hjá óbólu­settum

Auk þeirra Víðis og Kamillu var Páll Matth­í­as­son for­stjóri Land­spít­ala til svara á upp­lýs­inga­fund­inum og ræddi hann stöðu spít­al­ans nú þegar 18 manns eru inniliggj­andi með COVID-19. Fram kom í máli hans að af þeim rúm­lega 30 ein­stak­lingum sem hefðu þurft inn­lögn á spít­al­ann vegna veik­inda sinna í þess­ari nýju bylgju far­ald­urs­ins hefði um helm­ingur verið bólu­sett­ur.

Vegna per­sónu­vernd­ar­sjón­ar­miða hafa litlar upp­lýs­ingar verið veittar um þann hóp sem liggur inni, með til­liti til ald­urs, und­ir­liggj­andi sjúk­dóma eða bólu­setn­ing­ar­stöðu.

Í umræðu und­an­far­inna vikna og daga hafa ýmsir velt því upp hvernig það geti verið jafn mik­ill vandi fyrir Land­spít­ala og raunin virð­ist, að taka á móti þeim sjúk­lingum með COVID-19 sem nú þurfa á inn­lögn að halda. Páll lýsti því þannig að spít­al­inn væri við það að fær­ast á neyð­ar­stig, eftir að hafa verið á hættu­stigi frá því að fyrstu sjúk­ling­arnir fóru að legga­jst inn.

Auglýsing

Hann sagði þó að það mætti alveg velta því fyrir sér hvers vegna það gæti verið vandi fyrir spít­ala með 600 rúm þegar 20 manns leggj­ast inn. For­stjór­inn sagði að hinn eig­in­legi bráða­spít­ali“ hefði um 400 rúm og það væri í raun­inni það sem skipti máli í þessu sam­hengi. Almennt séð væri Land­spít­ali með 95-105 pró­sent nýt­ingu leg­u­rýma á þessum bráða­deildum þegar alþjóð­leg við­mið gerðu ráð fyrir 85 pró­sent nýt­ingu. Því væri það vandi að fá þessa tutt­ugu ein­stak­linga inn með COVID-19.

Staðan væri líka sú núna, öfugt við fyrri bylgjur far­ald­urs­ins, að sam­fé­lagið væri á fullu og spít­al­inn hefði því „tölu­vert af veiku fólki og slös­uðu“ sem þyrfti að sinna og síðan væri frá­flæð­is­vandi á spít­al­anum enn til stað­ar, en á bil­inu 30-40 manns eru núna inniliggj­andi að bíða þess að geta útskrif­ast yfir á hjúkr­un­ar­rými, að sögn for­stjór­ans.

Páll Matthíasson ræddi stöðu Landspítalans á fundinum. Mynd: Almannavarnir

Ofan á þetta sagði Páll stöð­una erf­iða vegna sum­ar­fría, sem spít­al­inn hefði hvatt starfs­fólk til þess að taka sér. „Það skiptir máli líka, því þá höfum við færri upp á að hlaupa,“ sagði hann, en spít­al­inn er byrj­aður að biðla til fólks um að koma fyrr til baka úr fríi en það hafði áætl­að.

Hann setti fram sitt mat á stöðu mála og sagði ljóst að sam­fé­lagið þyrfti að huga að því að reyna að toga niður smit­kúrv­una, ef Land­spít­al­inn ætti að ráða við ástand­ið. „Það þarf að ná valdi á þess­ari bylgju,“ sagði Páll og bætti því við að áfram þyrfti að vinna að því að efla sótt­varna­við­bragð og burð­ar­þol heil­brigð­is­kerf­is­ins og Land­spít­al­ans.

Þurfi að taka ákvörðun um nán­ustu fram­tíð

Víðir Reyn­is­son lýsti yfir áhrifum af lang­tíma­á­hrifum þess á sam­fé­lagið ef að kerfin í sam­fé­lag­inu færu að bresta, þá með þeim hætti að Land­spít­al­inn gæti ekki sinnt öllum sem þyrftu á bráða­hjálp að halda.

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Mynd: Almannavarnir

„Kerfin hafa ekki brostið eða brugð­ist og traust fólks á þeim því enn til stað­ar. Ef að kerfin okkar fara að bresta og við getum veitt þá þjón­ustu sem við viljum gera, getum ekki haldið uppi því örygg­is­stigi sem við viljum í sam­fé­lagi eins og okk­ar, þá geta lang­tíma­á­hrifin verið af ein­hverjum allt öðrum toga en við höfum áður séð í þessu. Það er ansi þekkt í krísum í sam­fé­lögum þar sem upp koma atvik þar sem menn telja að kerfin hafi brugð­ist, það hefur gríð­ar­leg áhrif á sam­fé­lagið sem slíkt í langan tíma á eft­ir. Þetta er eitt af því sem stjórn­völd eru að horfa til þessu öllu sam­an,“ sagði Víð­ir.

Hann sagði að beðið væri eftir því að afrakstur vinnu við lang­tíma­stefnu um hvernig takast ætti á við veiru­far­ald­ur­inn í bólu­settu sam­fé­lagi færi að koma fram og sagði mik­il­vægt að hugsa bæði til fram­tíð­ar, en einnig að taka þyrfti ákvarð­anir um hvernig skyldi bregð­ast við því sem væri að ger­ast þessa dag­ana.

„Það er ekki í boði í krísum að taka ekki ákvörð­un,“ sagði Víð­ir.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent