Lýstu yfir áhyggjum af því að kerfin gætu farið að bresta

Þrír talsmenn almannavarna og heilbrigðisyfirvalda voru ómyrk í máli á upplýsingafundi dagsins, er þau voru spurð í það hver staðan gæti orðið á næstu vikum ef fjöldi kórónuveirusmita og þeirra sem veikjast vegna þeirra héldi áfram að vaxa innanlands.

Víðir, Kamilla og Páll á upplýsingafundinum í dag.
Víðir, Kamilla og Páll á upplýsingafundinum í dag.
Auglýsing

Það var ansi þungt hljóð í tals­mönnum almanna­varna og heil­brigð­is­yf­ir­valda sem sátu fyrir svörum á upp­lýs­inga­fundi dags­ins, vegna stöðu mála í kór­ónu­veiru­far­aldr­in­um. „Við færumst nær þol­mörkum ýmissa kerfa,“ sagði Víðir Reyn­is­son yfir­lög­reglu­þjónn og Kamilla S. Jós­efs­dóttir stað­geng­ill sótt­varna­læknis var nokkuð afdrátt­ar­laus er hún var spurð að því hver staðan gæti orðið ef smitum á Íslandi myndi halda áfram að fjölga veru­lega næstu vik­urnar og ekki yrði gripið í taumana með enn harð­ari sótt­varna­ráð­stöf­un­um.

Hún sagði lík­legt að þá yrði smitrakn­ing ómögu­leg, með þeim leiðum sem hefðu verið not­að­ar, en smitrakn­ingin er eitt helsta tólið til þess að hefta útbreiðslu smita í sam­fé­lag­inu.

„Ef rakn­ing er ómögu­leg mun smitum fjölga áfram því þá verður fólk ekki lengur sett í sótt­kví sem þarf að vera í sótt­kví, þá verða fleiri sem enda í ein­angr­un, fleiri sem veikj­ast alvar­lega og fleiri sem þurfa á Land­spít­al­ann. Það eru tak­mörk fyrir því hvað Land­spít­al­inn getur tekið við [...] Á ein­hverjum tíma­punkti gætum við mögu­lega lent í því sem aðrir hafa lent í, í þessum heims­far­aldri, að spít­al­arnir taki ekki við og fólk fái ekki gjör­gæslu­inn­lögn, þó að það þurfi hana. Og það er ekki ástand sem við viljum að verð­i,“ sagði Kamilla.

Um helm­ingur inn­lagna í þess­ari bylgju hjá óbólu­settum

Auk þeirra Víðis og Kamillu var Páll Matth­í­as­son for­stjóri Land­spít­ala til svara á upp­lýs­inga­fund­inum og ræddi hann stöðu spít­al­ans nú þegar 18 manns eru inniliggj­andi með COVID-19. Fram kom í máli hans að af þeim rúm­lega 30 ein­stak­lingum sem hefðu þurft inn­lögn á spít­al­ann vegna veik­inda sinna í þess­ari nýju bylgju far­ald­urs­ins hefði um helm­ingur verið bólu­sett­ur.

Vegna per­sónu­vernd­ar­sjón­ar­miða hafa litlar upp­lýs­ingar verið veittar um þann hóp sem liggur inni, með til­liti til ald­urs, und­ir­liggj­andi sjúk­dóma eða bólu­setn­ing­ar­stöðu.

Í umræðu und­an­far­inna vikna og daga hafa ýmsir velt því upp hvernig það geti verið jafn mik­ill vandi fyrir Land­spít­ala og raunin virð­ist, að taka á móti þeim sjúk­lingum með COVID-19 sem nú þurfa á inn­lögn að halda. Páll lýsti því þannig að spít­al­inn væri við það að fær­ast á neyð­ar­stig, eftir að hafa verið á hættu­stigi frá því að fyrstu sjúk­ling­arnir fóru að legga­jst inn.

Auglýsing

Hann sagði þó að það mætti alveg velta því fyrir sér hvers vegna það gæti verið vandi fyrir spít­ala með 600 rúm þegar 20 manns leggj­ast inn. For­stjór­inn sagði að hinn eig­in­legi bráða­spít­ali“ hefði um 400 rúm og það væri í raun­inni það sem skipti máli í þessu sam­hengi. Almennt séð væri Land­spít­ali með 95-105 pró­sent nýt­ingu leg­u­rýma á þessum bráða­deildum þegar alþjóð­leg við­mið gerðu ráð fyrir 85 pró­sent nýt­ingu. Því væri það vandi að fá þessa tutt­ugu ein­stak­linga inn með COVID-19.

Staðan væri líka sú núna, öfugt við fyrri bylgjur far­ald­urs­ins, að sam­fé­lagið væri á fullu og spít­al­inn hefði því „tölu­vert af veiku fólki og slös­uðu“ sem þyrfti að sinna og síðan væri frá­flæð­is­vandi á spít­al­anum enn til stað­ar, en á bil­inu 30-40 manns eru núna inniliggj­andi að bíða þess að geta útskrif­ast yfir á hjúkr­un­ar­rými, að sögn for­stjór­ans.

Páll Matthíasson ræddi stöðu Landspítalans á fundinum. Mynd: Almannavarnir

Ofan á þetta sagði Páll stöð­una erf­iða vegna sum­ar­fría, sem spít­al­inn hefði hvatt starfs­fólk til þess að taka sér. „Það skiptir máli líka, því þá höfum við færri upp á að hlaupa,“ sagði hann, en spít­al­inn er byrj­aður að biðla til fólks um að koma fyrr til baka úr fríi en það hafði áætl­að.

Hann setti fram sitt mat á stöðu mála og sagði ljóst að sam­fé­lagið þyrfti að huga að því að reyna að toga niður smit­kúrv­una, ef Land­spít­al­inn ætti að ráða við ástand­ið. „Það þarf að ná valdi á þess­ari bylgju,“ sagði Páll og bætti því við að áfram þyrfti að vinna að því að efla sótt­varna­við­bragð og burð­ar­þol heil­brigð­is­kerf­is­ins og Land­spít­al­ans.

Þurfi að taka ákvörðun um nán­ustu fram­tíð

Víðir Reyn­is­son lýsti yfir áhrifum af lang­tíma­á­hrifum þess á sam­fé­lagið ef að kerfin í sam­fé­lag­inu færu að bresta, þá með þeim hætti að Land­spít­al­inn gæti ekki sinnt öllum sem þyrftu á bráða­hjálp að halda.

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Mynd: Almannavarnir

„Kerfin hafa ekki brostið eða brugð­ist og traust fólks á þeim því enn til stað­ar. Ef að kerfin okkar fara að bresta og við getum veitt þá þjón­ustu sem við viljum gera, getum ekki haldið uppi því örygg­is­stigi sem við viljum í sam­fé­lagi eins og okk­ar, þá geta lang­tíma­á­hrifin verið af ein­hverjum allt öðrum toga en við höfum áður séð í þessu. Það er ansi þekkt í krísum í sam­fé­lögum þar sem upp koma atvik þar sem menn telja að kerfin hafi brugð­ist, það hefur gríð­ar­leg áhrif á sam­fé­lagið sem slíkt í langan tíma á eft­ir. Þetta er eitt af því sem stjórn­völd eru að horfa til þessu öllu sam­an,“ sagði Víð­ir.

Hann sagði að beðið væri eftir því að afrakstur vinnu við lang­tíma­stefnu um hvernig takast ætti á við veiru­far­ald­ur­inn í bólu­settu sam­fé­lagi færi að koma fram og sagði mik­il­vægt að hugsa bæði til fram­tíð­ar, en einnig að taka þyrfti ákvarð­anir um hvernig skyldi bregð­ast við því sem væri að ger­ast þessa dag­ana.

„Það er ekki í boði í krísum að taka ekki ákvörð­un,“ sagði Víð­ir.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Kornótta ljósmyndin sem vakti athygli á kjarabaráttu
Verkafólk hjá morgunkornsframleiðandanum Kelloggs segist ekki ætla að láta bjóða sér kjaraskerðingar og er komið í verkfall. Einn verkfallsvörðurinn varð nokkuð óvænt andlit baráttunnar.
Kjarninn 16. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent