Ísland orðið rautt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu

Þrátt fyrir rauða litinn þýðir það ekki sjálfkrafa að Ísland sé komið á rauða lista einstakra ríkja, samkvæmt utanríkisráðuneytinu. Litur Íslands er appelsínugulur á korti bandarískra yfirvalda en grænn hjá breskum.

Nýuppfært kort Sóttvarnastofnunar Evrópu
Nýuppfært kort Sóttvarnastofnunar Evrópu
Auglýsing

Ísland er orðið rautt á korti Sótt­varna­stofn­unar Evr­ópu (ECDC) um þróun kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins í álf­unni en kortið var upp­fært í dag. Lönd fá rauðan lit á kort­inu ef nýgengi smita er á bil­inu 200 til 500 en ef hlut­fall jákvæðra sýna af fjölda sýna er yfir fjögur pró­sent nægir nýgengi á bil­inu 75 til 200 til þess að fá rauðan lit.

Kort ECDC er upp­fært á fimmtu­dögum en stofn­unin styðst við gögn frá því á mið­nætti á þriðju­dags­kvöldi. Nýgengi smita hér inn­an­lands er nú 414,5 en á þriðju­dag var nýgengi inn­an­lands 378,2 inn­an­lands. Dökk­rauður litur er gef­inn þeim svæðum þar sem nýgengi er yfir 500.

Aðild­ar­ríki Evr­ópu­sam­bands­ins eru sér­stak­lega hvött til þess að beita sam­bæri­legum tak­mörk­unum á landa­mærum sínum sem taka mið af korti ECDC. Í sér­stökum til­mælum sam­bands­ins segir að aðild­ar­ríki skulu mæla gegn ferða­lögum til og frá rauðum svæðum og mæla harð­lega gegn ferða­lögum frá dökk­rauðum svæð­um. Sé það talið nauð­syn­legt að beita aðgerðum á landa­mærum gagn­vart ferða­fólki frá svæðum sem ekki eru græn á kort­inu þá er mælt með því að fólk skuli sæta sótt­kví eða fara í skimun fyrir eða eftir brott­för. Það er þó í höndum hvers ríkis fyrir sig að ákveða hvaða tak­mark­anir gilda hverju sinni.

Auglýsing

Reglur gagn­vart íslensku ferða­fólki breyt­ast ekki endi­lega strax

Í færslu á Face­book-­síðu utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins segir að reglur gagn­vart Íslandi breyt­ist ekki endi­lega strax. „Þó Ísland verði rautt á korti Sótt­varn­ar­stofn­unar Evr­ópu vegna COVID-19 í dag þýðir það ekki sjálf­krafa að Ísland sé komið á rauða lista ein­stakra ríkja eða að reglur gagn­vart Íslandi breyt­ist strax í dag. Mörg ríki styðj­ast við sínar eigin skil­grein­ingar og flokka og því er afar mik­il­vægt að kynna sér vel þær reglur sem gilda á áfanga­stað.“

Þar er einnig bent á að víða séu und­an­þágur í gildi fyrir bólu­setta. Á vef utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins má finna upp­lýs­ingar um gild­andi tak­mark­anir á helstu áfanga­stöðum Íslend­inga erlend­is. Þar segir að sótt­varna­læknir ráð­leggi íbúum Íslands frá ferða­lögum á áhættu­svæði, sem í dag eru öll lönd og svæði heims nema Græn­land.

✈️ Þó Ísland verði rautt á korti Sótt­varn­ar­stofn­unar Evr­ópu vegna COVID-19 í dag þýðir það ekki sjálf­krafa að Ísland sé...

Posted by Utan­rík­is­ráðu­neytið - utan­rík­is­þjón­usta Íslands on Thurs­day, Aug­ust 5, 2021

App­el­sínugul í Banda­ríkj­unum en græn í Bret­landi

Á korti Sótt­varna­stofn­unar Banda­ríkj­anna (CDC) sem upp­fært var á mánu­dag er Ísland app­el­sínugult, sem þýðir að hættu­stig vegna ferða­laga hingað til lands er metið hátt af stofn­un­inni. Á vef stofn­un­ar­innar eru ferða­menn hvattir til þess að ferð­ast ekki hingað til lands óbólu­sett­ir. Ferða­lög til Banda­ríkj­anna hafa verið miklum tak­mörk­unum háð um langa hríð og er ferða­bann í gildi gagn­vart rík­is­borg­urum Schen­gen-­ríkj­anna. Þangað kemst því eng­inn án sér­stakrar und­an­þágu.

Á lista Bret­lands er Ísland enn grænt en sá listi var upp­færður í gær. Ferða­fólk frá grænum löndum sem hyggur á ferðir til Bret­lands þarf að for­skrá sig með því að fylla út sér­stakt eyðu­blað fyrir brott­för og taka COVID-­próf áður en haldið er af stað. Þá þarf að taka COVID-­próf aftur á öðrum degi eftir kom­una til Bret­lands.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðrún Johnsen, hagfræðingur og stjórnarmaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna.
Aukinn þrýstingur á að lífeyrissjóðir verði virkir hluthafar
Hagfræðingur segir vaxandi ójöfnuð og aukna loftslagsáhættu hafa leitt til ákalls um að lífeyrissjóðir sinni sínum upprunalegum tilgangi sem virkir hluthafar í skráðum og óskráðum félögum.
Kjarninn 16. janúar 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skipar starfshóp sem á að vinna grænbók um stöðu og áskoranir Íslands í orkumálum
Í nýjum starfshóp umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sitja þau Vilhjálmur Egilsson, Ari Trausti Guðmundsson og Sigríður Mogensen.
Kjarninn 16. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Þáttur ársins 2021
Kjarninn 16. janúar 2022
Þeim peningum sem Íslendingar geyma á innstæðureikningum fjölgaði umtalsvert á árinu 2020.
5.605 íslenskar fjölskyldur áttu 29,2 milljarða króna á erlendum reikningum
Innstæður landsmanna jukust um 84 milljarða króna á árinu 2020. Í lok þess árs voru þær ekki langt frá því sem innistæður voru árið 2008, fyrir bankahrun, þegar þær voru mestar í Íslandssögunni.
Kjarninn 16. janúar 2022
Sunna Ósk Logadóttir
Taugar til tveggja heima
Kjarninn 16. janúar 2022
Er Michael Jackson of stór fyrir slaufunarmenningu?
Forsýningar á söngleik um Michael Jackson hófust á Broadway í desember. Handrit söngleiksins var samið eftir að tveir menn stigu fram og sögðu frá hvernig Jackson misnotaði þá sem börn. Ekki er hins vegar minnst einu orði á barnaníð í söngleiknum.
Kjarninn 16. janúar 2022
Ásgeir Haraldsson og Valtý Stefánsson Thors
COVID, Ísland og bólusetningar
Kjarninn 16. janúar 2022
Lars Findsen
Ótrúlegra en lygasaga
Yfirmaður leyniþjónustu danska hersins situr nú í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa lekið upplýsingum, sem varða öryggi Danmerkur, til fjölmiðla. Slíkt getur kostað tólf ára fangelsi.
Kjarninn 16. janúar 2022
Meira úr sama flokkiErlent