Ísland orðið rautt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu

Þrátt fyrir rauða litinn þýðir það ekki sjálfkrafa að Ísland sé komið á rauða lista einstakra ríkja, samkvæmt utanríkisráðuneytinu. Litur Íslands er appelsínugulur á korti bandarískra yfirvalda en grænn hjá breskum.

Nýuppfært kort Sóttvarnastofnunar Evrópu
Nýuppfært kort Sóttvarnastofnunar Evrópu
Auglýsing

Ísland er orðið rautt á korti Sótt­varna­stofn­unar Evr­ópu (ECDC) um þróun kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins í álf­unni en kortið var upp­fært í dag. Lönd fá rauðan lit á kort­inu ef nýgengi smita er á bil­inu 200 til 500 en ef hlut­fall jákvæðra sýna af fjölda sýna er yfir fjögur pró­sent nægir nýgengi á bil­inu 75 til 200 til þess að fá rauðan lit.

Kort ECDC er upp­fært á fimmtu­dögum en stofn­unin styðst við gögn frá því á mið­nætti á þriðju­dags­kvöldi. Nýgengi smita hér inn­an­lands er nú 414,5 en á þriðju­dag var nýgengi inn­an­lands 378,2 inn­an­lands. Dökk­rauður litur er gef­inn þeim svæðum þar sem nýgengi er yfir 500.

Aðild­ar­ríki Evr­ópu­sam­bands­ins eru sér­stak­lega hvött til þess að beita sam­bæri­legum tak­mörk­unum á landa­mærum sínum sem taka mið af korti ECDC. Í sér­stökum til­mælum sam­bands­ins segir að aðild­ar­ríki skulu mæla gegn ferða­lögum til og frá rauðum svæðum og mæla harð­lega gegn ferða­lögum frá dökk­rauðum svæð­um. Sé það talið nauð­syn­legt að beita aðgerðum á landa­mærum gagn­vart ferða­fólki frá svæðum sem ekki eru græn á kort­inu þá er mælt með því að fólk skuli sæta sótt­kví eða fara í skimun fyrir eða eftir brott­för. Það er þó í höndum hvers ríkis fyrir sig að ákveða hvaða tak­mark­anir gilda hverju sinni.

Auglýsing

Reglur gagn­vart íslensku ferða­fólki breyt­ast ekki endi­lega strax

Í færslu á Face­book-­síðu utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins segir að reglur gagn­vart Íslandi breyt­ist ekki endi­lega strax. „Þó Ísland verði rautt á korti Sótt­varn­ar­stofn­unar Evr­ópu vegna COVID-19 í dag þýðir það ekki sjálf­krafa að Ísland sé komið á rauða lista ein­stakra ríkja eða að reglur gagn­vart Íslandi breyt­ist strax í dag. Mörg ríki styðj­ast við sínar eigin skil­grein­ingar og flokka og því er afar mik­il­vægt að kynna sér vel þær reglur sem gilda á áfanga­stað.“

Þar er einnig bent á að víða séu und­an­þágur í gildi fyrir bólu­setta. Á vef utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins má finna upp­lýs­ingar um gild­andi tak­mark­anir á helstu áfanga­stöðum Íslend­inga erlend­is. Þar segir að sótt­varna­læknir ráð­leggi íbúum Íslands frá ferða­lögum á áhættu­svæði, sem í dag eru öll lönd og svæði heims nema Græn­land.

✈️ Þó Ísland verði rautt á korti Sótt­varn­ar­stofn­unar Evr­ópu vegna COVID-19 í dag þýðir það ekki sjálf­krafa að Ísland sé...

Posted by Utan­rík­is­ráðu­neytið - utan­rík­is­þjón­usta Íslands on Thurs­day, Aug­ust 5, 2021

App­el­sínugul í Banda­ríkj­unum en græn í Bret­landi

Á korti Sótt­varna­stofn­unar Banda­ríkj­anna (CDC) sem upp­fært var á mánu­dag er Ísland app­el­sínugult, sem þýðir að hættu­stig vegna ferða­laga hingað til lands er metið hátt af stofn­un­inni. Á vef stofn­un­ar­innar eru ferða­menn hvattir til þess að ferð­ast ekki hingað til lands óbólu­sett­ir. Ferða­lög til Banda­ríkj­anna hafa verið miklum tak­mörk­unum háð um langa hríð og er ferða­bann í gildi gagn­vart rík­is­borg­urum Schen­gen-­ríkj­anna. Þangað kemst því eng­inn án sér­stakrar und­an­þágu.

Á lista Bret­lands er Ísland enn grænt en sá listi var upp­færður í gær. Ferða­fólk frá grænum löndum sem hyggur á ferðir til Bret­lands þarf að for­skrá sig með því að fylla út sér­stakt eyðu­blað fyrir brott­för og taka COVID-­próf áður en haldið er af stað. Þá þarf að taka COVID-­próf aftur á öðrum degi eftir kom­una til Bret­lands.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Kornótta ljósmyndin sem vakti athygli á kjarabaráttu
Verkafólk hjá morgunkornsframleiðandanum Kelloggs segist ekki ætla að láta bjóða sér kjaraskerðingar og er komið í verkfall. Einn verkfallsvörðurinn varð nokkuð óvænt andlit baráttunnar.
Kjarninn 16. október 2021
Meira úr sama flokkiErlent