Fjárfestar í Bandaríkjunum hafa ekki tekið fréttum af nýjum forstjóra Twitter vel, og hefur gengi hlutabréfa félagsins fallið í dag um 7,5 prósent. Nýr forstjóri Twitter verður einn stofnenda félagsins, Jack Dorsey. Hann er einnig starfandi forstjóri félagsins Square sem er að undirbúa skráningu á markað, en hann tók þátt í að stofna félagið, ásamt fleirum, árið 2009.
Í umfjöllun Wall Street Journal kemur fram að rekstur Twitter hafi alltaf verið krefjandi og hluthafar séu ekki með traustar upplýsingar um að samfélagsmiðillinn sé búinn að finna viðskiptamódel sem henti miðlinum vel. Til þessa hefur Twitter tapað fjármunum á hverju ári, og hefur gengið bréfa félagsins lækkað um 30 prósent á þessu ári.
Jack Dorsey, Twitter cofounder & interim CEO, is expected to be officially named as the company’s permanent CEO: http://t.co/drAovSmajL
Auglýsing
— Forbes (@Forbes) September 30, 2015
Þá eru fjárfestar sagðir hafa efasemdir um að Dorsey geti stýrt tveimur félögum í einu, enda sé það krefjandi verkefni að byggja upp fyrirtæki og skrá það á markað, eins og til stendur að gera með Square.