Fjárlaganefnd dregur í land með 100 milljóna styrk til N4 „í ljósi umræðu í fjölmiðlum“

„Í ljósi umræðu í fjölmiðlum beinir meiri hlutinn því til ráðherra að endurskoða þær reglur sem gilda um rekstrarstuðning við einkarekna fjölmiðla á landsbyggðinni þannig að aukið tillit verði tekið til þeirra sem framleiða efni fyrir sjónvarp.“

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, er formaður fjárlaganefndar.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, er formaður fjárlaganefndar.
Auglýsing

Styrkur upp á 100 millj­ónir króna, sem meiri­hluti fjár­laga­nefndar ætl­aði að úthluta „vegna rekst­­­­urs fjöl­miðla á lands­­­­byggð­inni sem fram­­­­leiða eigið efni fyrir sjón­­­­varps­­­­stöð“ mun ekki verða ráð­stafað með þeim hætti sem nefnd­ar­meiri­hlut­inn ætl­aði. Styrknum var bætt á fjár­lög eftir að beiðni þar um kom frá Maríu Björk Ingva­dótt­­ur, fram­­kvæmda­­stjóra fjöl­miðla­­fyr­ir­tæk­is­ins N4 á Akur­eyri. Í beiðn­inni bað hún um að 100 millj­ónir króna myndu verða látnir renna úr rík­is­sjóði til mið­ils­ins. ­Full­­trúar stjórn­­­ar­­flokk­anna í nefnd­inni sam­­þykktu fjár­­heim­ild­ina. Þeirra á meðal var Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins. Hann er mágur fram­kvæmda­stjór­ans.

Í nefnd­ar­á­liti sem meiri­hlut­inn birti í kvöld segir að við aðra umræðu um fjár­laga­frum­varpið hafi verið sam­þykkt til­laga um tíma­bundið fram­lag til rekst­urs fjöl­miðla á lands­byggð­inni sem fram­leiða eigið efni fyrir sjón­varps­stöð. „Í ljósi umræðu í fjöl­miðlum beinir meiri hlut­inn því til ráð­herra að end­ur­skoða þær reglur sem gilda um rekstr­ar­stuðn­ing við einka­rekna fjöl­miðla á lands­byggð­inni þannig að aukið til­lit verði tekið til þeirra sem fram­leiða efni fyrir sjón­varp.“

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans mun fjár­fram­lagið renna inn í styrkja­kerfi fyrir einka­rekna fjöl­miðla og hækka þá upp­hæð sem þar verður til úthlut­unar úr 377 millj­ónum króna á næsta ári, í 477 millj­ónir króna. Það mun koma í hlut Lilju D. Alfreðs­dótt­ur, menn­ing­ar- og við­skipta­ráð­herra, að útfæra hvernig hið aukna til­lit til þeirra lands­byggð­ar­miðla sem fram­leiða sjón­varp verður tekið við úthlutun á næsta ári. 

Vakti hörð við­brögð

Kjarn­inn greindi frá beiðn­inni frá N4 í morg­un. Fréttin vakti mikla athygli og málið var til umfjöll­unar á flestum helstu frétta­miðlum lands­ins í dag. Heim­ildir Kjarn­ans herma að ráð­herrar í rík­is­stjórn hafi látið sig málið varða, enda þótti afar slæmur bragur á því þegar stjórn­ar­þing­menn af lands­byggð­inni ákveðna án rök­stuðn­ings að láta almannafé renna til fyr­ir­tækis í sínu kjör­dæmi, eða sem er stýrt af ein­stak­lingum í þeirra fjöl­skyldu.

Auglýsing
N4 er meðal ann­­­ars í eigu KEA, Kaup­­­fé­lags Skag­­­firð­inga og Síld­­­ar­vinnsl­unn­­­ar, sem á hlut í gegnum Fjár­­­­­fest­ing­­­ar­­­fé­lagið Vör. Stærsti eig­andi Síld­­­ar­vinnsl­unnar er Sam­herji, eitt stærsta fyr­ir­tæki lands­ins sem er með höf­uð­­­stöðvar á Akur­eyr­i. 

N4 hefur fram­­­leitt kostað efni fyrir ýmsa aðila, meðal ann­­­ars Sam­herja, og í fyrra var helsti dag­­­skrár­­­gerð­­­ar­­­maður N4, Karl Eskill Páls­­­son, ráð­inn í starf upp­­­lýs­inga­­­full­­­trúa Sam­herja. Í við­tali við Stund­ina í fyrra, áður en hann réð sig til Sam­herja, tók Karl Eskill það sér­­stak­­lega fram að N4 væri ekki frétta­­stöð.

Fyrir þing­­­kosn­­­ing­­­arnar í fyrra­haust var svo greint frá því að N4 hafi ætlað að rukka fram­­­boð fyrir að fá að vera með í kosn­­­inga­um­­­fjöllun sem stöðin ætl­­­aði að vera með. Eftir að málið varð opin­bert var hætt við umfjöll­un­ina. 

Í sam­tali við mbl.is í dag kom fram að eng­inn starfs­maður N4 er titl­aður sem rit­­stjóri og eng­inn er titl­aður frétta­mað­ur. Aðspurður hvort N4 liti á sig sem frétta­miðil sagði Jón Stein­­dór Árna­­son, stjórn­­­ar­­for­maður N4, að það væri „svo­­lítið erfitt að svara fyr­ir það nema þú skil­­grein­ir fyr­ir mig hvað er frétt.“

Rök­­stuðn­­ingur byggður á röngum upp­­lýs­ingum

Í beiðni Mar­íu, fram­kvæmda­stjóra N4,  um 100 milljón króna styrk fyrir N4 var settur fram fjór­þættur rök­­stuðn­­ingur fyrir því að N4 ætti að fá sér­­stakan rekstr­­ar­­styrk úr rík­­is­­sjóði. Í fyrsta lagi að skil­yrði fyrir rekstr­­ar­­styrk úr rík­­is­­sjóði á und­an­­förnum árum hafi verið að N4 fram­­leiddi eða sýndi 365 þætti á ári, eða að með­­al­tali einn nýjan þátt á dag. Þetta er ekki rétt. Í lögum um fjöl­miðla segir að skil­yrði fyrir styrk séu að prent­miðlar komi út að lág­­marki 20 sinnum á ári og að net­miðl­ar,  hljóð- og mynd­miðlar og aðrir sam­­bæri­­legir miðlar skuli miðla nýju efni á virkum dögum í 20 vikur á ári.

Í öðru lagi til­­tók María að mörg sveit­­ar­­fé­lög hafi verið til­­­búin að styrkja þátta­­gerð af sínum svæð­um, ýmist með beinum styrkjum til þátta­­gerðar eða kaupum á þjón­­ustu. „Nú bregður svo við að aðal­­bakland­ið, Norð­­ur­land allt, hvarf frá þessu 2022 en hélt okkur volgum fram eftir ári. Það komu að lokum rúmar 4 millj­­ónir sam­tals í þjón­ust­u­­kaup frá 12 sveit­­ar­­fé­lögum á Norð­­ur­landi eystra nú í lok árs. ( ca 26.000.- að með­­al­tali á mán­uði frá hverju þeirra ). Þetta hefur sett rekstur stöðv­­­ar­innar í algjört upp­­­nám.“

Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er mágur framkvæmdastjóra N4. Mynd: Eyþór Árnason

Þá sagði hún aug­lýs­inga­­tekjur hefðu stór­minnkað á þessu ári. Þar komi tvennt til, ann­­ars vegar stór­­aukið hlut­­fall aug­lýs­inga sem fari til erlendra sam­­fé­lags­miðla, sem María segir í beiðn­­inni að taki til sín 55 pró­­sent aug­lýs­inga­fjár. Hið rétta er að 43,2 pró­­sent, eða 9,5 af 22 millj­­örðum króna sem varið var til aug­lýs­inga­­kaupa í fyrra, fór til erlendra aðila. Hitt sé að stærstur hluti þess sem eftir verði í land­inu fari til RÚV „ þar sem með­­al­­laun sölu­­manna eru 1,2 millj­­ónir á mán­uð­i“. Aug­lýs­inga­­tekjur RÚV í fyrra voru rúm­­lega tveir millj­­arðar króna, sem er undir 20 pró­­sent þeirra aug­lýs­inga­­tekna sem fóru til inn­­­lendra aðila í fyrra. Þess utan juk­ust aug­lýs­inga­tekjur inn­lendra fjöl­miðla á síð­asta ári og flestir miðlar gera ráð fyrir því að kakan hafi stækkað aftur í ár. 

Fjórða og síð­­asta atriðið sem María nefndi til stuðn­­ings þess að N4 eigi að fá sér­­stakan rekstr­­ar­­stuðn­­ing er að fyr­ir­tæki séu ekki lengur jafn áfjáð í að kosta þætti eftir að kór­ón­u­veiru­far­aldr­inum lauk og þau voru áður. Það’ hafi orsakað mik­inn tekju­­sam­­drátt.

Bannað að nýta opin­bera stöðu til per­sónu­legs ávinn­ings

Á grund­velli þessa rök­­stuðn­­ings ákvað meiri­hluti fjár­­laga­­nefndar að veita N4 100 millj­­ónum króna úr rík­­is­­sjóði. Meiri­hlut­ann skipa Bjarkey Olsen Gunn­­ar­s­dótt­ir, for­­maður fjár­­laga­­nefndar og þing­­maður Vinstri grænna, Har­aldur Bene­dikts­­son, Bryn­­dís Har­alds­dóttir og Vil­hjálmur Árna­­son úr Sjálf­­stæð­is­­flokki og Þór­­ar­inn Ingi Pét­­ur­s­­son og áður­nefndur Stefán Vagn.

Allir þessir þing­­menn utan Bryn­­dís­­ar, sem kemur úr Suð­vest­ur­kjör­dæmi, eru þing­­menn lands­­byggð­­ar­­kjör­­dæma. Þeir Stefán Vagn og Har­aldur eru úr Norð­vest­­ur­­kjör­­dæmi, en fram­­kvæmda­­stjóri N4 og mág­kona Stef­áns Vagns er búsett á Sauð­ár­­króki sem er í því kjör­­dæmi. Þau Bjarkey og Þór­­ar­inn Ingi eru úr Norð­aust­­ur­­kjör­­dæmi, þar sem höf­uð­­stöðvar N4 eru.

Í siða­­reglum fyrir alþing­is­­menn segir í 5. grein að þing­­menn skuli „ekki nýta opin­bera stöðu sína til per­­són­u­­legs ávinn­ings fyrir sig eða aðra“. Í 11. grein segir svo að þing­­menn skuli við störf sín forð­­ast árekstra milli almanna­hags­muna ann­­ars vegar og fjár­­hags­­legra eða ann­­arra per­­són­u­­legra hags­muna sinna eða fjöl­­skyldu sinnar hins veg­­ar. „Tak­ist þing­­manni ekki að koma í veg fyrir hags­muna­á­­rekstra af þessu tagi skal hann upp­­lýsa um þá.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent