Af hverju að lesa fréttir þegar það er hægt að fara til Tene?

Tekjustoðir fjölmiðla gefa eftir í samkeppni við tæknirisa og samkeppnin um tíma fólks harðnar sífellt. Meira en helmingi færri eru starfandi á fjölmiðlum nú en fyrir áratug. Auglýsingakakan hefur aldrei verið stærri, en innlendir miðlar njóta þess ekki.

Auglýsing

Sífellt færri fá þann draum upp­fylltan að verða blaða­menn og starfa á fjöl­miðli. Það að segja frétt­ir, skýra út mál­efni sem brenna á fólki, kafa djúpt í orð og gjörðir vald­hafa og setja í sam­hengi er á herðum færri og færri ein­stak­linga. Blaða- og frétta­mönnum fækkar og fáar lausnir eru í sjón­máli til að sporna við þró­un­inni.

Þessi afleita þróun á sér ekki aðeins stað hér á landi, en meira en helm­ingi færri eru starf­andi á fjöl­miðlum nú en voru fyrir um ára­tug sam­kvæmt Menn­ing­ar­vísum Hag­stof­unn­ar, heldur er staðan svipuð víða um heim. Frétta­miðlar sem taka hlut­verk sitt alvar­lega og leit­ast við að rækja hlut­verk sitt um að veita vald­höfum aðhald, eiga sér­lega erfitt upp­drátt­ar. Frétt­ir, frétta­skýr­ingar og hvers kyns dýpri grein­ingar fjöl­miðla og rann­sókn­ar­vinna kostar veru­lega fjár­muni, hver svo sem mið­ill­inn er, en gjarnan hriktir í tekju­stoð­um, sem setur ákveðið strik í reikn­ing­inn.

Starfandi á fjölmiðlum og öðrum menningargreinum. Heimild: Hagstofa Íslands.

Fag­mennska kostar

Fag­leg og vönduð blaða­mennska kostar tíma og þekk­ingu. Fjár­fest­ing í menntun og upp­bygg­ingu blaða­manna sem þroskast yfir í að skila af sér mik­il­vægum grein­um, frétt­um, við­töl­um, frétta­skýr­ing­um, þáttum eða öðru sem hjálpar okkur að skilja ver­öld­ina kemur marg­falt til baka til sam­fé­lags­ins.

Auglýsing
En hvar innan sam­fé­lags­ins á að greiða fyrir efn­ið? Hvaðan eiga pen­ing­arn­ir, sem fjöl­miðlar þurfa að nota til að geta alið af sér öfl­uga blaða­menn með bein í nef­inu, að koma? Það er ekk­ert leynd­ar­mál að lít­ill fjöl­mið­ill með stórt blaða­mennsku­hjarta eins og Kjarn­inn á oft erfitt með að ná endum sam­an. Stærri miðlar streða líka og þegar rætt er við kollega í öðrum löndum kemur í ljós að vanda­málin eru alls staðar svip­uð. Tekju­stoðir gefa eftir í sam­keppni við tæknirisa og sam­keppnin um tíma fólks harðnar sífellt.

Inn­lendir miðlar fá ekki hluta af auknu aug­lýs­ingafé

Aug­lýs­ingar eru ein af þeim tekju­stoðum sem flestir fjöl­miðlar reiða sig á upp að vissu marki. Eng­inn vill þó vera alveg háður aug­lýs­ing­um, það hafa til að mynda frí­blöð rekið sig á. Tekjur af aug­lýs­ingum sveifl­ast gjarnan hressi­lega eftir árs­tíðum og mán­uðum þannig að erfitt getur reynst að sjá fram í tím­ann.

Eins og fram kom í nýlegri sam­an­tekt Hag­stof­unnar um skipt­ingu aug­lýs­inga­fjár sem greint var frá í frétt Kjarn­ans þá hafa erlendir miðlar aldrei tekið til sín stærri hluta af íslensku aug­lýs­inga­kök­unni. Í sömu tölum kem fram að kakan hefur aldrei verið stærri, en inn­lendir fjöl­miðlar njóta þess ekki heldur tækni­fyr­ir­tæki á borð við Face­book og Google.

Skipting auglýsingafjár. Hlutdeild erlendra miðla nemur nú tæpum helmingi alls fjár sem varið er til auglýsinga hér á landi.

Fyrir fram­kvæmda­stjóra á fjöl­miðli er þetta graf afskap­lega sorg­leg sjón. Við vitum vel að það er ekki hægt að keppa um dekkun og birt­ingar við Mark Zucker­berg eða Goog­le, það verður aldrei hægt. En það er hægt að gera ýmis­legt til að tryggja að inn­lendir fjöl­miðlar geti keppt á sann­gjarnan hátt við tækniris­ana. Til dæmis mætti hlusta á til­lögur sem Blaða­manna­fé­lag Íslands hefur lagt fram, en félagið hefur ítrekað skorað á stjórn­völd að grípa til aðgerða til að styðja við einka­rekna fjöl­miðla.

Það telur félagið meðal ann­ars hægt að gera með því að skatt­leggja þessi erlendu fyr­ir­tæki. Þannig myndi sam­keppn­is­staðan skána en lagt er til að gengið sé enn lengra til stuðn­ings íslenskum fjöl­miðlum og láta það fjár­magn sem skatt­lagn­ing erlendu tæknirisanna skilar renna í sér­stakan sjóð sem væri úthlutað óskert til íslenskra einka­rek­inna miðla, líkt og segir í til­lög­un­um.

Engin stefna hjá hinu opin­bera um aug­lýs­inga­kaup

Önnur til­laga snýr að því að hið opin­bera setji sér stefnu um aug­lýs­inga­kaup. Ríki, stofn­anir og sveit­ar­fé­lög myndu fara fram með góðu for­dæmi og taka ákvörðun um að beina sínu aug­lýs­inga­fé, sem er umtals­vert, til inn­lendra miðla í stað þess að styrkja í rauknum mæli erlenda tæknirisa sem ekk­ert leggja til sam­fé­lags­ins. Í raun er furðu­legt að þessi stefna hafi enn ekki litið dags­ins ljós, ekki síst í ljósi auk­innar vit­undar um mik­il­vægi þess að sýna sam­fé­lags­lega ábyrgð.

Fjöl­miðlar skipta sköpum fyrir sam­fé­lag­ið, þeir hafa hlut­verk í lýð­ræð­is­ríki og það skiptir máli að þeir séu til. Og fjöl­miðlar lifa ekki án pen­inga, ekki frekar en önnur fyr­ir­tæki. Blaða­mönnum fjölgar heldur ekki án þess að fjöl­miðlar styrk­ist.

Varð­andi aðra aug­lýsendur en hið opin­bera, venju­leg fyr­ir­tæki sem eru að reyna að ná athygli á sínar vörur og þjón­ustu, þá er auð­vitað skilj­an­legt að þau nýti sér öfl­ugar aug­lýs­inga­vélar Face­book og Google. En inn­lendir miðlar þurfa kannski, auk þess að sýna fram á töl­fræði um birt­ing­ar, að höfða til þess í auknum mæli að aug­lýsendur sýni sam­fé­lags­lega ábyrgð og beini aug­lýs­ingafé sínu til inn­lendra fjöl­miðla.

Fjölmiðlar sinna mikilvægu hlutverki og þeir mega ekki verða útundan.

Les­endur sýna sam­fé­lags­lega ábyrgð

Áskriftir eða styrkir eru önnur leið til að afla fjár fyrir fjöl­miðla. Þá eru það les­end­ur, áhorf­end­ur, neyt­endur sem greiða fyrir efn­ið. Þeir sem hafa áhuga greiða fyrir lest­ur­inn, áhorfið eða hlust­un­ina. Þetta er góð leið að því leyti að um er að ræða fjölda smærri upp­hæða, og sveifl­urnar því gjarnan mun minni milli mán­aða heldur en í aug­lýs­ing­um. Þótt nokkrir detti út milli mán­aða hefur það ekki eins mikil áhrif á tekjur eins og ef aug­lýs­inga­samn­ingur dettur út.

Hjá Kjarn­anum eru styrkir frá les­endum um helm­ingur tekna, fólkið tekur þannig virkan þátt í að halda miðl­inum úti og má segja að les­endur sýni þannig sam­fé­lags­lega ábyrgð í verki.

Sam­keppnin í heimi fjöl­miðla snýst þó ekki endi­lega bara um að keppa um aug­lýs­ingafé og áskrif­endur eða styrkj­end­ur. Hún snýst um tíma fólks.

Keppnin sem við á Kjarn­anum tökum þátt í á hverjum degi gengur út á að fá fólk til að setja tíma sinn í að lesa okkar frétt­ir, að lesa okkar frétta­skýr­ing­ar. Hún snýst um að fá fólk til að setja tíma sinn (og helst pen­inga líka) í Kjarn­ann frekar en að horfa á Net­fl­ix, frekar en að ryk­suga stof­una, frekar en að lesa dag­blað, frekar en að skrolla á TikTok eða Face­book.

Stjórn­mála­menn hafa gengið of skammt

En þarna leyn­ist einmitt kjarni máls­ins - það er svo margt sem er hægt að verja tíma sínum í, annað en að lesa frétt­ir. Margt annað hægt að gera en að lesa fréttir um vaxta­á­kvarð­an­ir, vind­virkj­anir eða verð­bólgu­þrýst­ing. Af hverju ekki að fara bara til Tene? Það er hægt að safna fyrir því með því að leggja fyrir and­virði þess sem ann­ars væri varið í styrk til Kjarn­ans eða áskrift að ein­hverjum fjöl­miðli mán­að­ar­lega. Og það er hægt að nota tím­ann sem færi í að lesa Kjarn­ann í að vinna fyrir pen­ingum sem geta gengið upp í ferð­ina til Tene.

Kjarnafólk fékk Blaðamannaverðlaunin fyrir umfjöllun ársins árið 2020, en Kjarninn hefur verið tilnefndur á hverju ári frá því miðilinn tók til starfa.

Það er mikið lagt á almenn­ing að eiga að halda uppi fjöl­miðl­um, en stjórn­mála­menn hafa hingað til viljað ganga mjög skammt í að styðja við einka­rekna fjöl­miðla. Miðað við nýj­ustu fréttir sýn­ist okkur að enn eigi að skipa nefnd til að ræða um hvernig megi styðja við fjöl­miðla. Les­endur okkar eru sú nefnd sem skiptir mestu og við erum ákaf­lega þakk­lát þeirri nefnd fyrir að kjósa Kjarn­ann. Draum­ur­inn væri þó auð­vitað að stækka, eflast, ráða fleiri blaða­menn og geta stundað enn meira af fag­legri og vand­aðri blaða­mennsku, því við trúum því að það skipti sköpum fyrir sam­fé­lag­ið.

Fækkun blaða­manna, veikar tekju­stoðir og ósann­gjörn sam­keppni við erlenda miðla eru ekki ný sann­indi fyrir okkur sem stýrum fjöl­miðlum heldur óheilla­þróun sem stjórn­mála­menn hafa verið minntir á margoft síð­ustu ár að þurfi að snúa við. Almenn­ingur getur gert sitt með því að styrkja eða ger­ast áskrif­endur af þeim fjöl­miðlum sem þeim líkar við og aug­lýsendur geta sýnt sam­fé­lags­lega ábyrgð, en það eru þó fyrst og fremst ráða­menn sem þurfa að taka við sér.

Það er ekk­ert að því að fara til Tene, en við þurfum líka frétt­ir.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Kjarn­ans miðla ehf.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit