Tveir starfsmenn RÚV eru meðal umsækjenda um stöðu fréttastjóra Ríkisúvarpsins, Heiðar Örn Sigurfinnsson varafréttastjóri og Valgeir Örn Ragnarsson fréttamaður. Auk þess sækja Þór Jónsson sviðsstjóri og Þórir Guðmundsson, fyrrverandi ritstjóri fréttastofu Stövar 2, Vísis og Bylgjunnar, um starfið. Síðast þegar starfið var auglýst voru umsækjendurnir tólf.
Fréttastjóri er æðsti yfirmaður fréttastofu RÚV, sem er stærsta fréttastofa landsins. Rakel Þrbergsdóttir var ráðin fréttastjóri á RÚV í apríl 2014. Hún hafði þá gegnt stöðu varafréttastjóra á fréttastofu RÚV um hríð, en hún tók við fréttastjórastöðunni af Óðni Jónssyni. Rakel greindi frá uppsögn sinni í nóvember og lét af störfum um áramótin. Heiðar Örn hefur verið starfandi fréttastjóri frá því að Rakel lét af störfum.
Þórir starfaði sem ritstjóri réttastofu Stövar 2, Vísis og Bylgjunnar, frá 2018-2021. Erla Björg Gunnarsdóttir tók við af Þóri þegar skipulagsbreytingar voru gerðar hjá miðlum Sýnar.
Starf fréttatjóra var auglýst í janúar, auk starfs dagskrárstjóra Rásar 2. Fimm sóttu um þá stöðu og eru þau eftirfarandi:
Ágúst Héðinsson, verkefnastjóri.
Guðmundur Gunnarsson, breytingastjóri.
Jóna Valborg Árnadóttir, sérfræðingur.
Matthías Már Magnússon, aðstoðardagskrárstjóri Rásar 2.
Sigurður Ragnarsson, framkvæmdastjóri.