Helgi Seljan búinn að segja upp – RÚV á ekki að þurfa að stilla upp í vörn

Einn þekktasti fréttamaður landsins, sem hefur hlotið þrenn blaðamannaverðlaun og fjórum sinnum verið valinn sjónvarpsmaður ársins, hefur sagt upp störfum hjá RÚV.

Helgi Seljan
Auglýsing

Helgi Selj­an, sem hefur starfað hjá frétta­skýr­inga­þætt­inum Kveik hjá RÚV á und­an­förnum árum og þar áður hjá Kast­ljósi, hefur sagt upp störf­um.

Helgi hefur verið í leyfi frá störfum um hríð en mun ekki snúa aftur til RÚV, þar sem hann hefur starfað frá árinu 2006, þegar því lýk­ur.

Stundin til­kynnti skömmu eftir að þessi frétt fór fyrst í loftið að Helgi hefði verið ráð­inn til starfa hjá fjöl­miðl­in­um, í hlut­verk rann­sókn­ar­rit­stjóra.

Í stöðu­upp­færslu sem Helgi birti inni lok­uðu vef­svæði starfs­manna RÚV, þar sem hann greindi frá ákvörð­un­inni, segir hann að hún hafi hvorki tekin í skyndi eða af neinni vonsku. „Ég mat það bara sem svo að nú væri rétti tím­inn til að takast á við nýjar áskor­anir á nýjum stað. Ég ætla þó ekki að halda því fram að atburð­ar­rás und­an­far­inna miss­era hafi ekki haft nein áhrif á að ég yfir­leitt fór að velta þessum mögu­leika fyrir mér. Ég skil þó við RÚV sáttur við allt og alla, vit­andi það að öll höfum við lært og munum draga lær­dóm af því sem gengið hefur á.“

Atburð­ar­rásin sem Helgi vísar í er sú sem átt hefur sér stað eftir umfjöllun Kveiks um Sam­herj­a­skölin í nóv­em­ber. Hún hefur meðal ann­ars falist í því að starfs­maður Sam­herja elti og áreitti Helga mán­uðum saman, „Skæru­liða­deild Sam­herja“ vann skipu­lega að því að reyna að draga úr trú­verð­ug­leika hans, Sam­herji kærði hann fyrir siða­nefnd RÚV og ýmis konar aðdrótt­anir voru settar fram gegn honum í þáttum sem Sam­herji lét fram­leiða og sýna á net­inu. Stefán Eiríks­son, útvarps­stjóri RÚV, sagði í yfir­lýs­ingu sem send var út í mars í fyrra, að Helgi hefði búið við „for­dæma­lausar árás­ir“ af hálfu Sam­herj­a“.

Helgi hefur hlotið fjöl­margar við­ur­kenn­ingar fyrir störf sín, þar á meðal þrenn blaða­manna­verð­laun og fjölda til­nefn­inga, meðal ann­ars fyrir umfjöllun um Sam­herj­a­skjölin, sam­keppn­islaga­brot Mjólk­ur­sam­söl­unnar, ára­tuga­langa brota­sögu kyn­ferð­is­brota­manns og þöggun trú­fé­laga og stofn­ana um þau, umfjöllun um bók­halds­brellur og skatta­snið­göngu stór­iðju­fyr­ir­tækja á Íslandi, lög­brot og aðgerð­ar­leysi eft­ir­lits­stofn­anna í sjáv­ar­út­vegi, mann­rétt­inda­brot gegn geð­sjúkum í íslenskum fang­elsum og brota­starf­semi á íslenskum vinnu­mark­aði.

Auglýsing
Þá hefur hann fjórum sinnum verið val­inn sjón­varps­maður árs­ins á Eddu­verð­launa­há­tíð­inni, síð­ast í fyrra. Þá völdu les­endur DV Helga mann árs­ins árið 2019. 

Flótti fag­manna af RÚV

Helgi segir í stöðu­upp­færslu sinni að hann geri sér grein fyrir því að und­an­farna mán­uði hafi kvarn­ast hressi­lega úr hópi starfs­manna RÚV. Sú stað­reynd geri ákvörðun hans ekki auð­veld­ari. „Að lokum vil ég segja þetta: Rík­is­út­varpið og starfs­fólk þess á ekki að þurfa að stilla upp í vörn. Alls ekki. Rík­is­út­varpið á að sækja á. Innan þess­arar stofn­unar er ótæm­andi bunki af hæfi­leik­um, dugn­aði og elju sem skilar sér til fólks á hverjum degi. Og þannig á það að vera áfram. Auk þess að vera fræð­andi og skemmti­legt, á Rík­is­út­varpið líka að vera ögrandi og erfitt. Hlust­endum og áhorf­endum er eng­inn greiði gerður með því að sitja undir kurt­eis­is­hjali við skoð­anir þess og heims­mynd öllum stund­um. Þannig hefur það ekki verið og má ekki verða.“

Félagar hans úr Kveik, sem unnu umfjöll­un­ina um Sam­herj­a­skjölin með Helga, þeir Aðal­steinn Kjart­ans­son og Stefán Drengs­son, hættu báðir störfum í fyrra og réðu sig ann­að. Aðal­steinn sagði í stöð­u­­upp­­­færslu sem hann setti á Face­book af þessu til­efni að eftir margra mán­aða umhugsun hafi hann kom­ist að þeirri nið­­ur­­stöðu að RÚV „sé ekki vinn­u­­staður fyrir mig eins og stend­­ur.“ Annar sam­starfs­fé­lagi þeirra úr Kveik, Lára Ómars­dóttir, hætti störfum í febr­úar í fyrra og réð sig sem sam­skipta­stjóra fjár­fest­inga­fé­lags. 

Á meðal ann­arra sem hafa hætt störfum hjá RÚV nýverið eru Rakel Þor­bergs­dótt­ir, fyrr­ver­andi frétta­stjóri, Sunna Val­gerð­ar­dótt­ir, sem réð sig til sam­keppn­is­að­ila, Þór­hildur Þor­kels­dótt­ir, sem réð sig til BHM, Einar Þor­steins­son, einn umsjón­ar­manna Kast­ljóss, og Fanney Birna Jóns­dótt­ir, sem var annar umsjón­ar­manna Silf­urs­ins um ára­bil. 

Aðrir sem hafa horfið á braut eru meðal ann­ars Sigyn Blön­dal, sem stýrði margs­konar barna­efni hjá RÚV, íþrótta­f­rétta­mað­ur­inn Haukur Harð­ar­son og Milla Ósk Magn­ús­dótt­ir, sem gerð­ist aðstoð­ar­maður ráð­herra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent