Helgi Seljan búinn að segja upp – RÚV á ekki að þurfa að stilla upp í vörn

Einn þekktasti fréttamaður landsins, sem hefur hlotið þrenn blaðamannaverðlaun og fjórum sinnum verið valinn sjónvarpsmaður ársins, hefur sagt upp störfum hjá RÚV.

Helgi Seljan
Auglýsing

Helgi Selj­an, sem hefur starfað hjá frétta­skýr­inga­þætt­inum Kveik hjá RÚV á und­an­förnum árum og þar áður hjá Kast­ljósi, hefur sagt upp störf­um.

Helgi hefur verið í leyfi frá störfum um hríð en mun ekki snúa aftur til RÚV, þar sem hann hefur starfað frá árinu 2006, þegar því lýk­ur.

Stundin til­kynnti skömmu eftir að þessi frétt fór fyrst í loftið að Helgi hefði verið ráð­inn til starfa hjá fjöl­miðl­in­um, í hlut­verk rann­sókn­ar­rit­stjóra.

Í stöðu­upp­færslu sem Helgi birti inni lok­uðu vef­svæði starfs­manna RÚV, þar sem hann greindi frá ákvörð­un­inni, segir hann að hún hafi hvorki tekin í skyndi eða af neinni vonsku. „Ég mat það bara sem svo að nú væri rétti tím­inn til að takast á við nýjar áskor­anir á nýjum stað. Ég ætla þó ekki að halda því fram að atburð­ar­rás und­an­far­inna miss­era hafi ekki haft nein áhrif á að ég yfir­leitt fór að velta þessum mögu­leika fyrir mér. Ég skil þó við RÚV sáttur við allt og alla, vit­andi það að öll höfum við lært og munum draga lær­dóm af því sem gengið hefur á.“

Atburð­ar­rásin sem Helgi vísar í er sú sem átt hefur sér stað eftir umfjöllun Kveiks um Sam­herj­a­skölin í nóv­em­ber. Hún hefur meðal ann­ars falist í því að starfs­maður Sam­herja elti og áreitti Helga mán­uðum saman, „Skæru­liða­deild Sam­herja“ vann skipu­lega að því að reyna að draga úr trú­verð­ug­leika hans, Sam­herji kærði hann fyrir siða­nefnd RÚV og ýmis konar aðdrótt­anir voru settar fram gegn honum í þáttum sem Sam­herji lét fram­leiða og sýna á net­inu. Stefán Eiríks­son, útvarps­stjóri RÚV, sagði í yfir­lýs­ingu sem send var út í mars í fyrra, að Helgi hefði búið við „for­dæma­lausar árás­ir“ af hálfu Sam­herj­a“.

Helgi hefur hlotið fjöl­margar við­ur­kenn­ingar fyrir störf sín, þar á meðal þrenn blaða­manna­verð­laun og fjölda til­nefn­inga, meðal ann­ars fyrir umfjöllun um Sam­herj­a­skjölin, sam­keppn­islaga­brot Mjólk­ur­sam­söl­unnar, ára­tuga­langa brota­sögu kyn­ferð­is­brota­manns og þöggun trú­fé­laga og stofn­ana um þau, umfjöllun um bók­halds­brellur og skatta­snið­göngu stór­iðju­fyr­ir­tækja á Íslandi, lög­brot og aðgerð­ar­leysi eft­ir­lits­stofn­anna í sjáv­ar­út­vegi, mann­rétt­inda­brot gegn geð­sjúkum í íslenskum fang­elsum og brota­starf­semi á íslenskum vinnu­mark­aði.

Auglýsing
Þá hefur hann fjórum sinnum verið val­inn sjón­varps­maður árs­ins á Eddu­verð­launa­há­tíð­inni, síð­ast í fyrra. Þá völdu les­endur DV Helga mann árs­ins árið 2019. 

Flótti fag­manna af RÚV

Helgi segir í stöðu­upp­færslu sinni að hann geri sér grein fyrir því að und­an­farna mán­uði hafi kvarn­ast hressi­lega úr hópi starfs­manna RÚV. Sú stað­reynd geri ákvörðun hans ekki auð­veld­ari. „Að lokum vil ég segja þetta: Rík­is­út­varpið og starfs­fólk þess á ekki að þurfa að stilla upp í vörn. Alls ekki. Rík­is­út­varpið á að sækja á. Innan þess­arar stofn­unar er ótæm­andi bunki af hæfi­leik­um, dugn­aði og elju sem skilar sér til fólks á hverjum degi. Og þannig á það að vera áfram. Auk þess að vera fræð­andi og skemmti­legt, á Rík­is­út­varpið líka að vera ögrandi og erfitt. Hlust­endum og áhorf­endum er eng­inn greiði gerður með því að sitja undir kurt­eis­is­hjali við skoð­anir þess og heims­mynd öllum stund­um. Þannig hefur það ekki verið og má ekki verða.“

Félagar hans úr Kveik, sem unnu umfjöll­un­ina um Sam­herj­a­skjölin með Helga, þeir Aðal­steinn Kjart­ans­son og Stefán Drengs­son, hættu báðir störfum í fyrra og réðu sig ann­að. Aðal­steinn sagði í stöð­u­­upp­­­færslu sem hann setti á Face­book af þessu til­efni að eftir margra mán­aða umhugsun hafi hann kom­ist að þeirri nið­­ur­­stöðu að RÚV „sé ekki vinn­u­­staður fyrir mig eins og stend­­ur.“ Annar sam­starfs­fé­lagi þeirra úr Kveik, Lára Ómars­dóttir, hætti störfum í febr­úar í fyrra og réð sig sem sam­skipta­stjóra fjár­fest­inga­fé­lags. 

Á meðal ann­arra sem hafa hætt störfum hjá RÚV nýverið eru Rakel Þor­bergs­dótt­ir, fyrr­ver­andi frétta­stjóri, Sunna Val­gerð­ar­dótt­ir, sem réð sig til sam­keppn­is­að­ila, Þór­hildur Þor­kels­dótt­ir, sem réð sig til BHM, Einar Þor­steins­son, einn umsjón­ar­manna Kast­ljóss, og Fanney Birna Jóns­dótt­ir, sem var annar umsjón­ar­manna Silf­urs­ins um ára­bil. 

Aðrir sem hafa horfið á braut eru meðal ann­ars Sigyn Blön­dal, sem stýrði margs­konar barna­efni hjá RÚV, íþrótta­f­rétta­mað­ur­inn Haukur Harð­ar­son og Milla Ósk Magn­ús­dótt­ir, sem gerð­ist aðstoð­ar­maður ráð­herra.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einar S. Hálfdánarson
Meðreiðarsveinar Pútíns
Kjarninn 24. maí 2022
Indriði H. Þorláksson
Allt orkar tvímælis þá gert er
Kjarninn 24. maí 2022
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Húsnæði ætti ekki að vera uppspretta ávöxtunar – heldur heimili fólks
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að húsnæðismarkaðurinn eigi ekki að vera fjárfestingarmarkaður. Það sé eitt að fjárfesta í eigin húsnæði til að eiga samastað og búa við húsnæðisöryggi, annað þegar íbúðarkaup séu orðin fjárfestingarkostur fyrir ávöxtun.
Kjarninn 24. maí 2022
Kalla eftir hækkun atvinnuleysisbóta
Í umsögn sinni við frumvarp um mótvægisaðgerðir vegna verðbólgu segir ASÍ að nokkrir hópar séu viðkvæmastir fyrir hækkandi verðlagi og vaxtahækkunum. ASÍ styður þá hugmyndafræði að ráðast í sértækar aðgerðir í stað almennra aðgerða.
Kjarninn 24. maí 2022
Meirihlutaviðræður Viðreisnar, Framsóknar, Pírata og Samfylkingar í Reykjavík eru hafnar.
Málefnin rædd fyrst og verkaskipting í lokin
Oddvitar Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík lýsa öll yfir ánægju með viðræður um myndun meirihluta í Borgarstjórn Reykjavíkur sem eru formlega hafnar. Öll áhersla verður lögð á málefni áður en verkaskipting verður rædd.
Kjarninn 24. maí 2022
Emil Dagsson.
Emil tekinn við sem ritstjóri Vísbendingar
Ritstjóraskipti hafa orðið hjá Vísbendingu. Jónas Atli Gunnarsson kveður og Emil Dagsson tekur við. Kjarninn hefur átt Vísbendingu í fimm ár.
Kjarninn 24. maí 2022
Einar Þorsteinsson og Þordís Lóa Þórhallsdóttir leiða tvö af þeim fjórum framboðum sem munu ræða saman um myndun meirihluta.
Framsókn býður Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til viðræðna um myndun meirihluta
Bandalag þriggja flokka mun ræða við Framsókn um myndun meirihluta í Reykjavík sem myndi hafa 13 af 23 borgarfulltrúum á bakvið sig. Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan 11 til að svara spurningum fjölmiðla um málið.
Kjarninn 24. maí 2022
„Á meðan helvítis eftirspurnin er þá er framboð“
Vændi venst ekki og verður bara verra með tímanum, segir viðmælandi í nýrri bók þar sem rætt er við sex venjulegar konur sem hafa verið í vændi. Þær lýsa m.a. ástæðum þess af hverju þær fóru út í vændi og þeim skelfilegu afleiðingum sem það hafði á þær.
Kjarninn 24. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent