Helgi Seljan búinn að segja upp – RÚV á ekki að þurfa að stilla upp í vörn

Einn þekktasti fréttamaður landsins, sem hefur hlotið þrenn blaðamannaverðlaun og fjórum sinnum verið valinn sjónvarpsmaður ársins, hefur sagt upp störfum hjá RÚV.

Helgi Seljan
Auglýsing

Helgi Selj­an, sem hefur starfað hjá frétta­skýr­inga­þætt­inum Kveik hjá RÚV á und­an­förnum árum og þar áður hjá Kast­ljósi, hefur sagt upp störf­um.

Helgi hefur verið í leyfi frá störfum um hríð en mun ekki snúa aftur til RÚV, þar sem hann hefur starfað frá árinu 2006, þegar því lýk­ur.

Stundin til­kynnti skömmu eftir að þessi frétt fór fyrst í loftið að Helgi hefði verið ráð­inn til starfa hjá fjöl­miðl­in­um, í hlut­verk rann­sókn­ar­rit­stjóra.

Í stöðu­upp­færslu sem Helgi birti inni lok­uðu vef­svæði starfs­manna RÚV, þar sem hann greindi frá ákvörð­un­inni, segir hann að hún hafi hvorki tekin í skyndi eða af neinni vonsku. „Ég mat það bara sem svo að nú væri rétti tím­inn til að takast á við nýjar áskor­anir á nýjum stað. Ég ætla þó ekki að halda því fram að atburð­ar­rás und­an­far­inna miss­era hafi ekki haft nein áhrif á að ég yfir­leitt fór að velta þessum mögu­leika fyrir mér. Ég skil þó við RÚV sáttur við allt og alla, vit­andi það að öll höfum við lært og munum draga lær­dóm af því sem gengið hefur á.“

Atburð­ar­rásin sem Helgi vísar í er sú sem átt hefur sér stað eftir umfjöllun Kveiks um Sam­herj­a­skölin í nóv­em­ber. Hún hefur meðal ann­ars falist í því að starfs­maður Sam­herja elti og áreitti Helga mán­uðum saman, „Skæru­liða­deild Sam­herja“ vann skipu­lega að því að reyna að draga úr trú­verð­ug­leika hans, Sam­herji kærði hann fyrir siða­nefnd RÚV og ýmis konar aðdrótt­anir voru settar fram gegn honum í þáttum sem Sam­herji lét fram­leiða og sýna á net­inu. Stefán Eiríks­son, útvarps­stjóri RÚV, sagði í yfir­lýs­ingu sem send var út í mars í fyrra, að Helgi hefði búið við „for­dæma­lausar árás­ir“ af hálfu Sam­herj­a“.

Helgi hefur hlotið fjöl­margar við­ur­kenn­ingar fyrir störf sín, þar á meðal þrenn blaða­manna­verð­laun og fjölda til­nefn­inga, meðal ann­ars fyrir umfjöllun um Sam­herj­a­skjölin, sam­keppn­islaga­brot Mjólk­ur­sam­söl­unnar, ára­tuga­langa brota­sögu kyn­ferð­is­brota­manns og þöggun trú­fé­laga og stofn­ana um þau, umfjöllun um bók­halds­brellur og skatta­snið­göngu stór­iðju­fyr­ir­tækja á Íslandi, lög­brot og aðgerð­ar­leysi eft­ir­lits­stofn­anna í sjáv­ar­út­vegi, mann­rétt­inda­brot gegn geð­sjúkum í íslenskum fang­elsum og brota­starf­semi á íslenskum vinnu­mark­aði.

Auglýsing
Þá hefur hann fjórum sinnum verið val­inn sjón­varps­maður árs­ins á Eddu­verð­launa­há­tíð­inni, síð­ast í fyrra. Þá völdu les­endur DV Helga mann árs­ins árið 2019. 

Flótti fag­manna af RÚV

Helgi segir í stöðu­upp­færslu sinni að hann geri sér grein fyrir því að und­an­farna mán­uði hafi kvarn­ast hressi­lega úr hópi starfs­manna RÚV. Sú stað­reynd geri ákvörðun hans ekki auð­veld­ari. „Að lokum vil ég segja þetta: Rík­is­út­varpið og starfs­fólk þess á ekki að þurfa að stilla upp í vörn. Alls ekki. Rík­is­út­varpið á að sækja á. Innan þess­arar stofn­unar er ótæm­andi bunki af hæfi­leik­um, dugn­aði og elju sem skilar sér til fólks á hverjum degi. Og þannig á það að vera áfram. Auk þess að vera fræð­andi og skemmti­legt, á Rík­is­út­varpið líka að vera ögrandi og erfitt. Hlust­endum og áhorf­endum er eng­inn greiði gerður með því að sitja undir kurt­eis­is­hjali við skoð­anir þess og heims­mynd öllum stund­um. Þannig hefur það ekki verið og má ekki verða.“

Félagar hans úr Kveik, sem unnu umfjöll­un­ina um Sam­herj­a­skjölin með Helga, þeir Aðal­steinn Kjart­ans­son og Stefán Drengs­son, hættu báðir störfum í fyrra og réðu sig ann­að. Aðal­steinn sagði í stöð­u­­upp­­­færslu sem hann setti á Face­book af þessu til­efni að eftir margra mán­aða umhugsun hafi hann kom­ist að þeirri nið­­ur­­stöðu að RÚV „sé ekki vinn­u­­staður fyrir mig eins og stend­­ur.“ Annar sam­starfs­fé­lagi þeirra úr Kveik, Lára Ómars­dóttir, hætti störfum í febr­úar í fyrra og réð sig sem sam­skipta­stjóra fjár­fest­inga­fé­lags. 

Á meðal ann­arra sem hafa hætt störfum hjá RÚV nýverið eru Rakel Þor­bergs­dótt­ir, fyrr­ver­andi frétta­stjóri, Sunna Val­gerð­ar­dótt­ir, sem réð sig til sam­keppn­is­að­ila, Þór­hildur Þor­kels­dótt­ir, sem réð sig til BHM, Einar Þor­steins­son, einn umsjón­ar­manna Kast­ljóss, og Fanney Birna Jóns­dótt­ir, sem var annar umsjón­ar­manna Silf­urs­ins um ára­bil. 

Aðrir sem hafa horfið á braut eru meðal ann­ars Sigyn Blön­dal, sem stýrði margs­konar barna­efni hjá RÚV, íþrótta­f­rétta­mað­ur­inn Haukur Harð­ar­son og Milla Ósk Magn­ús­dótt­ir, sem gerð­ist aðstoð­ar­maður ráð­herra.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent