Bandaríska fjölmiðlafyrirtækið Forbes og samfélagsmiðillinn Tinder, sem er ætlaður einhleypum í makaleit, ætla að setja App í loftið sem einblínir á að tengja saman fólk undir þrítugu í viðskiptalífinu sem hefur áhuga á því að mynda betri tengsl og styrkja þannig feril sinn.
Um þetta tilkynnti Forbes í vikunni en Appið verður sett í loftið á sérstökum viðburði sem skipulagður er í borginni Philadelphia dagana 4. til 7. október en þá verður uppfærður listi Forbes yfir 30 ríkustu einstaklingana undir þrítugu gerður opinber.
Tinder samfélagið hefur stækkað hratt að undanförnu og eru notendur um allan heim um 50 milljónir, þar af eru daglegir virkir notendur í kringum 10 milljónir. Fyrirtækið hefur verið metið á um fimm milljarða Bandaríkjadala, eða jafnvirði um 700 milljóna króna, af fjárfestum sem hafa lagt fyrirtækinu til fé að undanförnu.
Tinder is launching a new app that's not for hookups — it's for power networking http://t.co/jItjesKHMZ pic.twitter.com/Z3sLXiBTya
— Business Insider (@businessinsider) August 6, 2015