Föruneyti Xi Jinping, forseta Kína, í Bandaríkjunum er skipað 160 stjórnmálamönnum, embættismönnum og stjórnendum nokkurra stærstu fyrirtækjanna í Kína. Aðeins þrír leiðtogar Kína hafa komið í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna síðan Alþýðulýðveldið Kína var stofnað árið 1949.
Jiang Zemin, sá sami og heimsótti Ísland sumarið 2002, kom til Bandaríkjanna árið 1997 þegar hagkerfi Kína var minna en hagkerfi Ítalíu. Hu Jintao naut svo gestrisni Barack Obama árið 2011. Nú þegar Xi heimsækir Bandaríkin er kínverska hagkerfið orðið það stærsta í heimi.
Forsetinn og föruneyti hans lentu í Seattle fyrr í vikunni og sátu kvöldverð með forsvarsmönnum stærstu fyrirtækja Bandaríkjanna og Henry Kissinger, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Bandarískir fjölmiðlar segja forsetan hafa verið hylltan sem leiðtoga stórveldis og sem mikilvægur viðskiptamaður handan Kyrrahafsins. Öryggisgæsla á hóteli forsetans hafi jafnframt verið mun meiri en þegar forseti Bandaríkjanna heimsækir Seattle.
Obama og Xi hittust síðast í Peking fyrir tæpu ári síðan þar sem ákveðið var að vera samstíga í að minnka losun gróðurhúsalofttegunda og að auka samskipti herja landanna. Eftir efnahagskrísu sumarsins í Kína hefur Xi einnig undirstrikað heilbrigði kínversks efnahags í ræðu og með föruneyti sínu, þar sem finna má 15 ríkustu menn Kína.
Samanlagt er markaðsvirði fyrirtækjanna sem þessir menn eru í forsvari fyrir 987,3 milljarðar bandaríkjadala. Það er um það bil 127 þúsund milljarðar íslenskra króna eða rétt tæplega 67 föld landsframleiðsla Íslands árið 2014. Þessir 15 kínversku stjórnendur munu sitja fund með kollegum sínum í 15 stærstu fyrirtækjum í Bandaríkjunum í dag.
Hverjir eru þessir menn? Hér að neðan er listinn eins og hann birtist í myndbandi Wall Street Journal síðan í síðustu viku.
- Jack Ma, forstjóri Alibaba
Markaðsvirði fyrirtækisins: 175,5 milljarðar dollara - Ma Huateng, forstjóri Tencent
Markaðsvirði fyrirtækisins: 162,5 milljarðar dollara - Li Yan Hong, forstjóri Baidu
Markaðsvirði fyrirtækisins: 51,6 milljarðar dollara - Yang Yuanqing, forstjóri Lenovo
Markaðsvirði fyrirtækisins: 10,3 milljarðar dollara - Tian Guoli, stjórnarformaður Bank of China
Markaðsvirði fyrirtækisins: 202,2 milljarðar dollara - Jiang Jianqing, stjórnarformaður iðnaðar og viðskiptabanka Kína
Markaðsvirði fyrirtækisins: 294,4 milljarðar dollara - Lu Guanqiu, stjórnarformaður Wanxiang Group
Markaðsvirði fyrirtækisins: 6,62 milljarðar dollara - Pan Gang, forstjóri Yili Industrial í Innri Mongólíu
Markaðsvirði fyrirtækisins: 15,17 milljarðar dollara - Wang Yusuo, stjórnarformaður ENN Energy
Markaðsvirði fyrirtækisins: 5,7 milljarðar dollara - Liang Haishan, forseti Haier Group
Markaðsvirði fyrirtækisins: 14,7 milljarðar dollara - Ma Zehua, stjórnarformaður China COSCO
Markaðsvirði fyrirtækisins: 15,6 milljarðar dollara - Guan Qing, forseti byggingaverkfræðistofunnar Kína
Markaðsvirði fyrirtækisins: 29,4 milljarðar dollara - Wan Long, forstjóri WH Group
Markaðsvirði fyrirtækisins: 9 milljarðar dollara - Li Qiang, forstjóri Tianjin Pipe-samstæðunnar
Markaðsvirði fyrirtækisins: óvíst - Wang Jinshu, stjórnarformaður Yuhuang Chemical Group
Markaðsvirði fyrirtækisins: óvíst
https://www.youtube.com/watch?v=F6gayx32RhM