Föruneyti Xi Jinping stjórnar 67 faldri landsframleiðslu Íslands

obama_jinping.jpg
Auglýsing

Föru­neyti Xi Jin­p­ing, for­seta Kína, í Banda­ríkj­unum er skipað 160 stjórn­mála­mönn­um, emb­ætt­is­mönnum og stjórn­endum nokk­urra stærstu fyr­ir­tækj­anna í Kína. Aðeins þrír leið­togar Kína hafa komið í opin­bera heim­sókn til Banda­ríkj­anna síðan Alþýðu­lýð­veldið Kína var stofnað árið 1949.

Jiang Zem­in, sá sami og heim­sótti Ísland sum­arið 2002, kom til Banda­ríkj­anna árið 1997 þegar hag­kerfi Kína var minna en hag­kerfi Ítal­íu. Hu Jin­tao naut svo gest­risni Barack Obama árið 2011. Nú þegar Xi heim­sækir Banda­ríkin er kín­verska hag­kerfið orðið það stærsta í heimi.

For­set­inn og föru­neyti hans lentu í Seattle fyrr í vik­unn­i og sátu kvöld­verð með for­svars­mönnum stærstu fyr­ir­tækja Banda­ríkj­anna og Henry Kiss­in­ger, fyrr­ver­andi utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna. Banda­rískir fjöl­miðlar segja for­setan hafa verið hylltan sem leið­toga stór­veldis og sem mik­il­vægur við­skipta­maður handan Kyrra­hafs­ins. Örygg­is­gæsla á hót­eli for­set­ans hafi jafn­framt verið mun meiri en þegar for­seti Banda­ríkj­anna heim­sækir Seattle.

Auglýsing

Obama og Xi hitt­ust síð­ast í Pek­ing fyrir tæpu ári síðan þar sem ákveðið var að vera sam­stíga í að minnka losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og að auka sam­skipti herja land­anna. Eftir efna­hag­skrísu sum­ars­ins í Kína hefur Xi einnig und­ir­strikað heil­brigði kín­versks efna­hags í ræðu og með föru­neyti sínu, þar sem finna má 15 rík­ustu menn Kína.

Sam­an­lagt er mark­aðsvirði fyr­ir­tækj­anna sem þessir menn eru í for­svari fyrir 987,3 millj­arðar banda­ríkja­dala. Það er um það bil 127 þús­und millj­arðar íslenskra króna eða rétt tæp­lega 67 föld lands­fram­leiðsla Íslands árið 2014. Þessir 15 kín­versku stjórn­endur munu sitja fund með kol­legum sínum í 15 stærstu fyr­ir­tækjum í Banda­ríkj­unum í dag.

Hverjir eru þessir menn? Hér að neðan er list­inn eins og hann birt­ist í mynd­bandi Wall Street Journal síðan í síð­ustu viku. • Jack Ma, for­stjóri Ali­baba

  Mark­aðsvirði fyr­ir­tæk­is­ins: 175,5 millj­arðar doll­ara


 • Ma Huateng, for­stjóri Tencent

  Mark­aðsvirði fyr­ir­tæk­is­ins: 162,5 millj­arðar doll­ara


 • Li Yan Hong, for­stjóri Baidu

  Mark­aðsvirði fyr­ir­tæk­is­ins: 51,6 millj­arðar doll­ara


 • Yang Yuanqing, for­stjóri Lenovo

  Mark­aðsvirði fyr­ir­tæk­is­ins: 10,3 millj­arðar doll­ara


 • Tian Guoli, stjórn­ar­for­maður Bank of China

  Mark­aðsvirði fyr­ir­tæk­is­ins: 202,2 millj­arðar doll­ara


 • Jiang Jianqing, stjórn­ar­for­maður iðn­aðar og við­skipta­banka Kína

  Mark­aðsvirði fyr­ir­tæk­is­ins: 294,4 millj­arðar doll­ara


 • Lu Guanqiu, stjórn­ar­for­maður Wanx­i­ang Group

  Mark­aðsvirði fyr­ir­tæk­is­ins: 6,62 millj­arðar doll­ara


 • Pan Gang, for­stjóri Yili Industrial í Innri Mongólíu

  Mark­aðsvirði fyr­ir­tæk­is­ins: 15,17 millj­arðar doll­ara


 • Wang Yusuo, stjórn­ar­for­maður ENN Energy

  Mark­aðsvirði fyr­ir­tæk­is­ins: 5,7 millj­arðar doll­ara


 • Liang Hais­han, for­seti Haier Group

  Mark­aðsvirði fyr­ir­tæk­is­ins: 14,7 millj­arðar doll­ara


 • Ma Zehua, stjórn­ar­for­maður China COSCO

  Mark­aðsvirði fyr­ir­tæk­is­ins: 15,6 millj­arðar doll­ara


 • Guan Qing, for­seti bygg­inga­verk­fræði­stof­unnar Kína

  Mark­aðsvirði fyr­ir­tæk­is­ins: 29,4 millj­arðar doll­ara


 • Wan Long, for­stjóri WH Group

  Mark­aðsvirði fyr­ir­tæk­is­ins:  9 millj­arðar doll­ara


 • Li Qiang, for­stjóri Tianjin Pipe-­sam­stæð­unnar

  Mark­aðsvirði fyr­ir­tæk­is­ins: óvíst


 • Wang Jins­hu, stjórn­ar­for­maður Yuhu­ang Chem­ical Group

  Mark­aðsvirði fyr­ir­tæk­is­ins: óvíst
https://www.youtu­be.com/watch?v=F6ga­yx32RhM

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnþór B. Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Samherja-blokkin bætir enn við sig kvóta – heldur nú á 17,5 prósent
Útgerð í eigu Síldarvinnslunnar hefur keypt aðra útgerð sem heldur á 0,36 prósent af heildarkvóta. Við það eykst aflahlutdeild þeirra útgerðarfyrirtækja sem tengjast Samherjasamstæðunni um sama hlutfall.
Kjarninn 26. október 2020
Björn Gunnar Ólafsson
Uppskrift að verðbólgu
Kjarninn 26. október 2020
Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Flóttafólk lýsir slæmum aðstæðum í búðunum á Ásbrú
Flóttafólk segir Útlendingastofnun hafa skert réttindi sín og frelsi með sóttvarnaaðgerðum. Stofnunin segir þetta misskilning og að sótt­varna­ráð­staf­anir mæl­ist eðli­lega mis­vel fyrir. Hún geri sitt besta til að leiðrétta allan misskilning.
Kjarninn 26. október 2020
Aðalbygging Háskóla Íslands
Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ
Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.
Kjarninn 26. október 2020
Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson. Einnig kallaður Júllinn.
Lögreglurannsókn hafin vegna COVID-smita á frystitogaranum
Ákveðið hefur verið að hefja lögreglurannsókn vegna atburða í kjölfar smitanna á Júlíusi Geirmundssyni. Enginn hefur stöðu sakbornings þessa stundina.
Kjarninn 26. október 2020
Kristbjörn Árnason
Þetta er ekki bara harka og grimmd, heldur sérstök heimska.
Leslistinn 26. október 2020
Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar
Sýn vill ekki upplýsa um hugsanlega kaupendur farsímainnviða
Fjarskiptafyrirtækið segir að trúnaður ríki yfir samningaviðræðum um kaup á óvirkum farsímainnviðum kerfisins en að frekari upplýsingar verði gefnar fljótlega.
Kjarninn 26. október 2020
Þórður Snær Júlíusson
Þegar samfélagslegt skaðræði skreytir sig með samfélagslegri ábyrgð
Kjarninn 26. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None