Föruneyti Xi Jinping stjórnar 67 faldri landsframleiðslu Íslands

obama_jinping.jpg
Auglýsing

Föru­neyti Xi Jin­p­ing, for­seta Kína, í Banda­ríkj­unum er skipað 160 stjórn­mála­mönn­um, emb­ætt­is­mönnum og stjórn­endum nokk­urra stærstu fyr­ir­tækj­anna í Kína. Aðeins þrír leið­togar Kína hafa komið í opin­bera heim­sókn til Banda­ríkj­anna síðan Alþýðu­lýð­veldið Kína var stofnað árið 1949.

Jiang Zem­in, sá sami og heim­sótti Ísland sum­arið 2002, kom til Banda­ríkj­anna árið 1997 þegar hag­kerfi Kína var minna en hag­kerfi Ítal­íu. Hu Jin­tao naut svo gest­risni Barack Obama árið 2011. Nú þegar Xi heim­sækir Banda­ríkin er kín­verska hag­kerfið orðið það stærsta í heimi.

For­set­inn og föru­neyti hans lentu í Seattle fyrr í vik­unn­i og sátu kvöld­verð með for­svars­mönnum stærstu fyr­ir­tækja Banda­ríkj­anna og Henry Kiss­in­ger, fyrr­ver­andi utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna. Banda­rískir fjöl­miðlar segja for­setan hafa verið hylltan sem leið­toga stór­veldis og sem mik­il­vægur við­skipta­maður handan Kyrra­hafs­ins. Örygg­is­gæsla á hót­eli for­set­ans hafi jafn­framt verið mun meiri en þegar for­seti Banda­ríkj­anna heim­sækir Seattle.

Auglýsing

Obama og Xi hitt­ust síð­ast í Pek­ing fyrir tæpu ári síðan þar sem ákveðið var að vera sam­stíga í að minnka losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og að auka sam­skipti herja land­anna. Eftir efna­hag­skrísu sum­ars­ins í Kína hefur Xi einnig und­ir­strikað heil­brigði kín­versks efna­hags í ræðu og með föru­neyti sínu, þar sem finna má 15 rík­ustu menn Kína.

Sam­an­lagt er mark­aðsvirði fyr­ir­tækj­anna sem þessir menn eru í for­svari fyrir 987,3 millj­arðar banda­ríkja­dala. Það er um það bil 127 þús­und millj­arðar íslenskra króna eða rétt tæp­lega 67 föld lands­fram­leiðsla Íslands árið 2014. Þessir 15 kín­versku stjórn­endur munu sitja fund með kol­legum sínum í 15 stærstu fyr­ir­tækjum í Banda­ríkj­unum í dag.

Hverjir eru þessir menn? Hér að neðan er list­inn eins og hann birt­ist í mynd­bandi Wall Street Journal síðan í síð­ustu viku. • Jack Ma, for­stjóri Ali­baba

  Mark­aðsvirði fyr­ir­tæk­is­ins: 175,5 millj­arðar doll­ara


 • Ma Huateng, for­stjóri Tencent

  Mark­aðsvirði fyr­ir­tæk­is­ins: 162,5 millj­arðar doll­ara


 • Li Yan Hong, for­stjóri Baidu

  Mark­aðsvirði fyr­ir­tæk­is­ins: 51,6 millj­arðar doll­ara


 • Yang Yuanqing, for­stjóri Lenovo

  Mark­aðsvirði fyr­ir­tæk­is­ins: 10,3 millj­arðar doll­ara


 • Tian Guoli, stjórn­ar­for­maður Bank of China

  Mark­aðsvirði fyr­ir­tæk­is­ins: 202,2 millj­arðar doll­ara


 • Jiang Jianqing, stjórn­ar­for­maður iðn­aðar og við­skipta­banka Kína

  Mark­aðsvirði fyr­ir­tæk­is­ins: 294,4 millj­arðar doll­ara


 • Lu Guanqiu, stjórn­ar­for­maður Wanx­i­ang Group

  Mark­aðsvirði fyr­ir­tæk­is­ins: 6,62 millj­arðar doll­ara


 • Pan Gang, for­stjóri Yili Industrial í Innri Mongólíu

  Mark­aðsvirði fyr­ir­tæk­is­ins: 15,17 millj­arðar doll­ara


 • Wang Yusuo, stjórn­ar­for­maður ENN Energy

  Mark­aðsvirði fyr­ir­tæk­is­ins: 5,7 millj­arðar doll­ara


 • Liang Hais­han, for­seti Haier Group

  Mark­aðsvirði fyr­ir­tæk­is­ins: 14,7 millj­arðar doll­ara


 • Ma Zehua, stjórn­ar­for­maður China COSCO

  Mark­aðsvirði fyr­ir­tæk­is­ins: 15,6 millj­arðar doll­ara


 • Guan Qing, for­seti bygg­inga­verk­fræði­stof­unnar Kína

  Mark­aðsvirði fyr­ir­tæk­is­ins: 29,4 millj­arðar doll­ara


 • Wan Long, for­stjóri WH Group

  Mark­aðsvirði fyr­ir­tæk­is­ins:  9 millj­arðar doll­ara


 • Li Qiang, for­stjóri Tianjin Pipe-­sam­stæð­unnar

  Mark­aðsvirði fyr­ir­tæk­is­ins: óvíst


 • Wang Jins­hu, stjórn­ar­for­maður Yuhu­ang Chem­ical Group

  Mark­aðsvirði fyr­ir­tæk­is­ins: óvíst
https://www.youtu­be.com/watch?v=F6ga­yx32RhM

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Veiran skekur markaði
Ótti við að kórónaveiran muni valda miklum efnahagslegum vandamálum, eins og hún hefur nú þegar gert í Kína, virðist hræða markaði um allan heim. Þeir einkenndust af röðum tölum lækkunar í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Harvey Weinstein
Harvey Weinstein fundinn sekur
Kviðdómur í New York hefur sakfellt Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Rauður dagur í kauphöllinni – Icelandair féll um tæp níu prósent
Heildarvirði félaga sem skráð eru á íslenskan hlutabréfamarkað dróst saman um tugi milljarða í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Guðmundur Guðmundsson
Ef ekki núna, hvenær þá?
Kjarninn 24. febrúar 2020
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykkja verkfall
Meirihluti félagsmanna í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur samþykkt boðun verkfallsaðgerða.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Ísland áfram á gráa listanum eftir febrúarfund FATF – Getum næst losnað í júní
Ísland losnaði ekki af gráum lista samtakanna FATF um þau ríki sem eru með ónógar varnir gegn peningaþvætti, þegar aðildarríki þeirra funduðu í lok síðustu viku. Næsta tækifæri til að losna af listanum er í júní.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Samninganefnd Eflingar
Samninganefnd Eflingar segist reiðubúin að ganga nú þegar til viðræðna
Samninganefnd Eflingar lýsir sig reiðubúna til að ganga nú þegar til viðræðna við samninganefnd Reykjavíkurborgar á „þeim breyttu forsendum sem Efling telur að opinberar yfirlýsingar borgarinnar fyrir helgi hafi skapað.“
Kjarninn 24. febrúar 2020
Telur að rannsókn á fjárfestingarleið verði að vera „ítarleg og heildstæð“
Skattrannsóknarstjóri gat ekki rannsakað gögn sem embættið fékk fyrir um fjórum árum um þá sem nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands með tæmandi hætti. Ástæðan var mannekla og annir við önnur verkefni.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None