Föruneyti Xi Jinping stjórnar 67 faldri landsframleiðslu Íslands

obama_jinping.jpg
Auglýsing

Föruneyti Xi Jinping, forseta Kína, í Bandaríkjunum er skipað 160 stjórnmálamönnum, embættismönnum og stjórnendum nokkurra stærstu fyrirtækjanna í Kína. Aðeins þrír leiðtogar Kína hafa komið í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna síðan Alþýðulýðveldið Kína var stofnað árið 1949.

Jiang Zemin, sá sami og heimsótti Ísland sumarið 2002, kom til Bandaríkjanna árið 1997 þegar hagkerfi Kína var minna en hagkerfi Ítalíu. Hu Jintao naut svo gestrisni Barack Obama árið 2011. Nú þegar Xi heimsækir Bandaríkin er kínverska hagkerfið orðið það stærsta í heimi.

Forsetinn og föruneyti hans lentu í Seattle fyrr í vikunni og sátu kvöldverð með forsvarsmönnum stærstu fyrirtækja Bandaríkjanna og Henry Kissinger, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Bandarískir fjölmiðlar segja forsetan hafa verið hylltan sem leiðtoga stórveldis og sem mikilvægur viðskiptamaður handan Kyrrahafsins. Öryggisgæsla á hóteli forsetans hafi jafnframt verið mun meiri en þegar forseti Bandaríkjanna heimsækir Seattle.

Auglýsing

Obama og Xi hittust síðast í Peking fyrir tæpu ári síðan þar sem ákveðið var að vera samstíga í að minnka losun gróðurhúsalofttegunda og að auka samskipti herja landanna. Eftir efnahagskrísu sumarsins í Kína hefur Xi einnig undirstrikað heilbrigði kínversks efnahags í ræðu og með föruneyti sínu, þar sem finna má 15 ríkustu menn Kína.

Samanlagt er markaðsvirði fyrirtækjanna sem þessir menn eru í forsvari fyrir 987,3 milljarðar bandaríkjadala. Það er um það bil 127 þúsund milljarðar íslenskra króna eða rétt tæplega 67 föld landsframleiðsla Íslands árið 2014. Þessir 15 kínversku stjórnendur munu sitja fund með kollegum sínum í 15 stærstu fyrirtækjum í Bandaríkjunum í dag.

Hverjir eru þessir menn? Hér að neðan er listinn eins og hann birtist í myndbandi Wall Street Journal síðan í síðustu viku.


 • Jack Ma, forstjóri Alibaba
  Markaðsvirði fyrirtækisins: 175,5 milljarðar dollara

 • Ma Huateng, forstjóri Tencent
  Markaðsvirði fyrirtækisins: 162,5 milljarðar dollara

 • Li Yan Hong, forstjóri Baidu
  Markaðsvirði fyrirtækisins: 51,6 milljarðar dollara

 • Yang Yuanqing, forstjóri Lenovo
  Markaðsvirði fyrirtækisins: 10,3 milljarðar dollara

 • Tian Guoli, stjórnarformaður Bank of China
  Markaðsvirði fyrirtækisins: 202,2 milljarðar dollara

 • Jiang Jianqing, stjórnarformaður iðnaðar og viðskiptabanka Kína
  Markaðsvirði fyrirtækisins: 294,4 milljarðar dollara

 • Lu Guanqiu, stjórnarformaður Wanxiang Group
  Markaðsvirði fyrirtækisins: 6,62 milljarðar dollara

 • Pan Gang, forstjóri Yili Industrial í Innri Mongólíu
  Markaðsvirði fyrirtækisins: 15,17 milljarðar dollara

 • Wang Yusuo, stjórnarformaður ENN Energy
  Markaðsvirði fyrirtækisins: 5,7 milljarðar dollara

 • Liang Haishan, forseti Haier Group
  Markaðsvirði fyrirtækisins: 14,7 milljarðar dollara

 • Ma Zehua, stjórnarformaður China COSCO
  Markaðsvirði fyrirtækisins: 15,6 milljarðar dollara

 • Guan Qing, forseti byggingaverkfræðistofunnar Kína
  Markaðsvirði fyrirtækisins: 29,4 milljarðar dollara

 • Wan Long, forstjóri WH Group
  Markaðsvirði fyrirtækisins:  9 milljarðar dollara

 • Li Qiang, forstjóri Tianjin Pipe-samstæðunnar
  Markaðsvirði fyrirtækisins: óvíst

 • Wang Jinshu, stjórnarformaður Yuhuang Chemical Group
  Markaðsvirði fyrirtækisins: óvíst


https://www.youtube.com/watch?v=F6gayx32RhM

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None