Fyrirtæki tengd Icelandair Group hafa fengið 4,7 milljarða króna í uppsagnarstyrki

Alls hafa 17 fyrirtæki hafa fengið meira en 100 milljónir króna í uppsagnarstyrki úr ríkissjóði frá því í maí í fyrra. Næstum 40 prósent upphæðarinnar hafa farið til fyrirtækja sem tengjast Icelandair Group.

Styrkir til að hjálpa fyrirtækjum í ferðaþjónustu að rifta ráðningarsambandi við starfsfólk sitt hafa staðið til boða frá því í maí 2020.
Styrkir til að hjálpa fyrirtækjum í ferðaþjónustu að rifta ráðningarsambandi við starfsfólk sitt hafa staðið til boða frá því í maí 2020.
Auglýsing

Icelandair Group hefur fengið alls 3,7 milljarða króna í svokallaða uppsagnarstyrki sem veittir hafa verið úr ríkissjóði frá því í maí í fyrra. Ekkert annað fyrirtæki hefur fengið nálægt því svo háa uppsagnarstyrki.

Styrkirnir hjálpa fyrirtækjum að segja upp fólki án mikils kostnaðar fyrir þau vegna greiðslu uppsagnarfrests. Yfir­­­­lýst mark­mið þeirra er að draga úr fjölda­gjald­­­­þrotum og tryggja rétt­indi launa­­­­fólks. Hlið­­­­ar­á­hrif eru að eign hlut­hafa er var­in. Styrkirnir standa þeim fyrirtækjum sem hafa orðið fyrir að minnsta kosti 75 prósent tekjutapi til boða.

Alls hefur Icelandair Group nýtt sér úrræðið vegna uppsagna á 1.918 starfsmönnum.

Sá aðili sem hefur fengið næst hæstu upphæðina í uppsagnarstyrki eru Flugleiðahótel, sem eru í 25 prósent eigu Icelandair Group. Þangað hafa farið um 627 milljónir króna úr ríkissjóði. Iceland Travel, ferðaskrifstofa í eigu Icelandair Group hefur fengið 151 milljón króna í uppsagnarstyrki, Bílaleiga Flugleiða hefur fengið 139 milljónir króna og Flugfélag Íslands, sem er var rennt saman við Icelandair Group fyrir skemmstu, hefur fengið 83 milljónir króna.

Auglýsing
Samtals hafa fyrirtæki tengd Icelandair Group fengið 4,7 milljarðar króna í uppsagnarstyrki, en alls hafa verið greiddir úr um 12,1 milljarðar króna í slíka. Það þýðir að 39 prósent heildarstyrkjanna hafa runnið til einnar fyrirtækjasamstæðu. Þetta má lesa úr nýjum yfirlitstölum um uppsagnarstyrki sem birt hefur verið á vef Ríkisskattstjóra og sýnir umfang styrkjanna frá því í maí í fyrra og til og með febrúar 2021.

Bláa lónið fékk 603 milljón króna

Bláa Lónið fékk þriðju hæstu ein­stöku upp­sagn­ar­styrk­ina, alls um 603 milljón króna vegna upp­sagna 550 manns. Fjórða fyr­ir­tækið sem fékk upp­sagn­ar­styrki yfir hálfri milljón króna var Íslands­hótel hf., sem fékk alls 593 millj­ónir króna fyrir að segja upp alls 468 starfs­mönn­um. 

Hótel eru raunar fyr­ir­ferða­mikil á list­an­um. Centerhotels fékk 266 millj­ónir króna, Kea­hótel 203 millj­ónir króna, Foss­hótel 155 millj­ónir króna og Hótel Saga 114 millj­ónir króna.

Rútu­fyr­ir­tækið Allra­handa, sem rekur vöru­merkin Grey Line og Airport Express, fékk 191 millj­ónir króna og tvö félög tengd Kynn­is­ferð­um, sem reka vöru­merkið Reykjavik Excursions, fengu sam­tals um 193 millj­ónir króna.

Önnur fyr­ir­tæki á list­anum sem fengu yfir 100 millj­ónir króna eru öll tengd ferða­þjón­ustu með einum eða öðrum hætti.

Endurskipulagning ferðaþjónustu eftir

Í ritinu Fjármálastöðugleiki, sem Seðlabanki Íslands birti í síðustu viku, kom fram að sá greiðslu­vand­i sem ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki hafa glímt við und­an­farið ár vegna tekju­falls gæti breyst í skulda­vanda hjá stórum hluta grein­ar­innar þegar fyr­ir­tækin byrja að greiða af lánum sínum á ný. 

Sam­kvæmt Seðla­bank­anum hafa skuldir ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækja auk­ist nokkuð í kjöl­far far­sótt­ar­innar og var útlána­vöxtur kerfislega mik­il­vægra banka til ferða­þjón­ustu rúm­lega ellefu prósent á síð­asta ári. Stór hluti aukn­ing­ar­innar skýrist af frest­uðum afborg­unum og vaxta­greiðslum á árinu, auk nýrra stuðn­ings- og brú­ar­lána.

Til við­bótar hafði geng­is­lækkun krón­unnar á árinu þau áhrif að lán í erlendum gjald­eyri hækk­uðu í krónum talið en þau nema tæp­lega þriðj­ungi útlána til ferða­þjón­ustu. Sú hækkun jók einnig á skuld­setn­ingu ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækj­anna.

Seðla­bank­inn segir að gjald­þrot í grein­inni hafi enn sem komið er verið fátíð og end­ur­skipu­lagn­ing skulda fyr­ir­tækja í grein­inni eiga að stórum hluta eftir að fara fram. „Nú þegar hillir undir enda­lok far­ald­urs­ins er brýnt að fara að huga að því verk­efn­i,“ segir í ritinu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent