Fyrirtæki tengd Icelandair Group hafa fengið 4,7 milljarða króna í uppsagnarstyrki

Alls hafa 17 fyrirtæki hafa fengið meira en 100 milljónir króna í uppsagnarstyrki úr ríkissjóði frá því í maí í fyrra. Næstum 40 prósent upphæðarinnar hafa farið til fyrirtækja sem tengjast Icelandair Group.

Styrkir til að hjálpa fyrirtækjum í ferðaþjónustu að rifta ráðningarsambandi við starfsfólk sitt hafa staðið til boða frá því í maí 2020.
Styrkir til að hjálpa fyrirtækjum í ferðaþjónustu að rifta ráðningarsambandi við starfsfólk sitt hafa staðið til boða frá því í maí 2020.
Auglýsing

Icelandair Group hefur fengið alls 3,7 milljarða króna í svokallaða uppsagnarstyrki sem veittir hafa verið úr ríkissjóði frá því í maí í fyrra. Ekkert annað fyrirtæki hefur fengið nálægt því svo háa uppsagnarstyrki.

Styrkirnir hjálpa fyrirtækjum að segja upp fólki án mikils kostnaðar fyrir þau vegna greiðslu uppsagnarfrests. Yfir­­­­lýst mark­mið þeirra er að draga úr fjölda­gjald­­­­þrotum og tryggja rétt­indi launa­­­­fólks. Hlið­­­­ar­á­hrif eru að eign hlut­hafa er var­in. Styrkirnir standa þeim fyrirtækjum sem hafa orðið fyrir að minnsta kosti 75 prósent tekjutapi til boða.

Alls hefur Icelandair Group nýtt sér úrræðið vegna uppsagna á 1.918 starfsmönnum.

Sá aðili sem hefur fengið næst hæstu upphæðina í uppsagnarstyrki eru Flugleiðahótel, sem eru í 25 prósent eigu Icelandair Group. Þangað hafa farið um 627 milljónir króna úr ríkissjóði. Iceland Travel, ferðaskrifstofa í eigu Icelandair Group hefur fengið 151 milljón króna í uppsagnarstyrki, Bílaleiga Flugleiða hefur fengið 139 milljónir króna og Flugfélag Íslands, sem er var rennt saman við Icelandair Group fyrir skemmstu, hefur fengið 83 milljónir króna.

Auglýsing
Samtals hafa fyrirtæki tengd Icelandair Group fengið 4,7 milljarðar króna í uppsagnarstyrki, en alls hafa verið greiddir úr um 12,1 milljarðar króna í slíka. Það þýðir að 39 prósent heildarstyrkjanna hafa runnið til einnar fyrirtækjasamstæðu. Þetta má lesa úr nýjum yfirlitstölum um uppsagnarstyrki sem birt hefur verið á vef Ríkisskattstjóra og sýnir umfang styrkjanna frá því í maí í fyrra og til og með febrúar 2021.

Bláa lónið fékk 603 milljón króna

Bláa Lónið fékk þriðju hæstu ein­stöku upp­sagn­ar­styrk­ina, alls um 603 milljón króna vegna upp­sagna 550 manns. Fjórða fyr­ir­tækið sem fékk upp­sagn­ar­styrki yfir hálfri milljón króna var Íslands­hótel hf., sem fékk alls 593 millj­ónir króna fyrir að segja upp alls 468 starfs­mönn­um. 

Hótel eru raunar fyr­ir­ferða­mikil á list­an­um. Centerhotels fékk 266 millj­ónir króna, Kea­hótel 203 millj­ónir króna, Foss­hótel 155 millj­ónir króna og Hótel Saga 114 millj­ónir króna.

Rútu­fyr­ir­tækið Allra­handa, sem rekur vöru­merkin Grey Line og Airport Express, fékk 191 millj­ónir króna og tvö félög tengd Kynn­is­ferð­um, sem reka vöru­merkið Reykjavik Excursions, fengu sam­tals um 193 millj­ónir króna.

Önnur fyr­ir­tæki á list­anum sem fengu yfir 100 millj­ónir króna eru öll tengd ferða­þjón­ustu með einum eða öðrum hætti.

Endurskipulagning ferðaþjónustu eftir

Í ritinu Fjármálastöðugleiki, sem Seðlabanki Íslands birti í síðustu viku, kom fram að sá greiðslu­vand­i sem ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki hafa glímt við und­an­farið ár vegna tekju­falls gæti breyst í skulda­vanda hjá stórum hluta grein­ar­innar þegar fyr­ir­tækin byrja að greiða af lánum sínum á ný. 

Sam­kvæmt Seðla­bank­anum hafa skuldir ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækja auk­ist nokkuð í kjöl­far far­sótt­ar­innar og var útlána­vöxtur kerfislega mik­il­vægra banka til ferða­þjón­ustu rúm­lega ellefu prósent á síð­asta ári. Stór hluti aukn­ing­ar­innar skýrist af frest­uðum afborg­unum og vaxta­greiðslum á árinu, auk nýrra stuðn­ings- og brú­ar­lána.

Til við­bótar hafði geng­is­lækkun krón­unnar á árinu þau áhrif að lán í erlendum gjald­eyri hækk­uðu í krónum talið en þau nema tæp­lega þriðj­ungi útlána til ferða­þjón­ustu. Sú hækkun jók einnig á skuld­setn­ingu ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækj­anna.

Seðla­bank­inn segir að gjald­þrot í grein­inni hafi enn sem komið er verið fátíð og end­ur­skipu­lagn­ing skulda fyr­ir­tækja í grein­inni eiga að stórum hluta eftir að fara fram. „Nú þegar hillir undir enda­lok far­ald­urs­ins er brýnt að fara að huga að því verk­efn­i,“ segir í ritinu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Þeirra er ævintýralega ósanngjarna lýðræðið sem við búum við“
Björn Leví segir að skipting sæta milli þingflokka sé mjög ójöfn. Auðveldasta lausnin til að leysa vandamálið sé að fjölga jöfnunarsætum – það sé ekki flókið né ósanngjarnt.
Kjarninn 5. maí 2021
Samkvæmt því sem segir í nafnlausum skoðanadálki Morgunblaðsins í dag „gæti orðið bið á því“ að blaðið sendi fulltrúa sinn á fund félaga í BÍ til þess að ræða umdeilda skoðanaauglýsingu Samherja sem beindist gegn fréttamanninum Helga Seljan.
Morgunblaðsmenn ekki spenntir fyrir því að ræða auglýsingu Samherja við félagsmenn BÍ
Í ritstjórnardálki í Morgunblaðinu segir að það „gæti orðið bið á því“ að yfirmenn blaðsins þekkist boð um að mæta á fund félaga í Blaðamannafélaginu til að ræða siðferðileg álitaefni í tengslum við birtingu umdeildrar auglýsingar frá Samherja á mbl.is.
Kjarninn 5. maí 2021
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG.
Umræða um málefni innflytjenda gengur fram af þingmanni – Skömm að tala málið niður
Þingmaður Vinstri grænni segir að Íslendingar eigi að sýna þann þroska að geta sinnt útlendingamálum með almennilegum hætti og gera það sem best – „við sem rík þjóð“. Umræða Miðflokksmanna hafi gengið fram af henni í gær.
Kjarninn 5. maí 2021
Þriðjungur fyrstu ferðagjafarinnar fór til tíu fyrirtækja
Nú stendur til að endurnýja ferðagjöf stjórnvalda til að örva eftirspurn innanlands. Rúmur helmingur þeirra sem áttu rétt fyrstu ferðagjöfinni hafa nýtt hana. Á meðal þeirra sem fengu mest í sinn hlut voru eldsneytissalar og skyndibitakeðjur.
Kjarninn 5. maí 2021
Hluti þingliðs Miðflokksins á björtum og fallegum sumardegi fyrr á kjörtímabilinu.
Stillt upp á lista hjá Miðflokknum í öllum kjördæmum
Fimm manna uppstillingarnefndir munu setja saman framboðslista Miðflokksins í öllum kjördæmum landsins fyrir komandi kosningar, en ekki kosið í sæti á lista á félagsfundum. Fylgi flokksins hefur verið í nokkurri lægð að undanförnu.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent