Fyrirtæki tengd Icelandair Group hafa fengið 4,7 milljarða króna í uppsagnarstyrki

Alls hafa 17 fyrirtæki hafa fengið meira en 100 milljónir króna í uppsagnarstyrki úr ríkissjóði frá því í maí í fyrra. Næstum 40 prósent upphæðarinnar hafa farið til fyrirtækja sem tengjast Icelandair Group.

Styrkir til að hjálpa fyrirtækjum í ferðaþjónustu að rifta ráðningarsambandi við starfsfólk sitt hafa staðið til boða frá því í maí 2020.
Styrkir til að hjálpa fyrirtækjum í ferðaþjónustu að rifta ráðningarsambandi við starfsfólk sitt hafa staðið til boða frá því í maí 2020.
Auglýsing

Icelandair Group hefur fengið alls 3,7 millj­arða króna í svo­kall­aða upp­sagn­ar­styrki sem veittir hafa verið úr rík­is­sjóði frá því í maí í fyrra. Ekk­ert annað fyr­ir­tæki hefur fengið nálægt því svo háa upp­sagn­ar­styrki.

Styrkirnir hjálpa fyr­ir­tækjum að segja upp fólki án mik­ils kostn­aðar fyrir þau vegna greiðslu upp­sagn­ar­frests. Yfir­­­­­lýst mark­mið þeirra er að draga úr fjölda­gjald­­­­­þrotum og tryggja rétt­indi launa­­­­­fólks. Hlið­­­­­ar­á­hrif eru að eign hlut­hafa er var­in. Styrkirnir standa þeim fyr­ir­tækjum sem hafa orðið fyrir að minnsta kosti 75 pró­sent tekju­tapi til boða.

Alls hefur Icelandair Group nýtt sér úrræðið vegna upp­sagna á 1.918 starfs­mönn­um.

Sá aðili sem hefur fengið næst hæstu upp­hæð­ina í upp­sagn­ar­styrki eru Flug­leiða­hót­el, sem eru í 25 pró­sent eigu Icelandair Group. Þangað hafa farið um 627 millj­ónir króna úr rík­is­sjóði. Iceland Tra­vel, ferða­skrif­stofa í eigu Icelandair Group hefur fengið 151 milljón króna í upp­sagn­ar­styrki, Bíla­leiga Flug­leiða hefur fengið 139 millj­ónir króna og Flug­fé­lag Íslands, sem er var rennt saman við Icelandair Group fyrir skemmstu, hefur fengið 83 millj­ónir króna.

Auglýsing
Samtals hafa fyr­ir­tæki tengd Icelandair Group fengið 4,7 millj­arðar króna í upp­sagn­ar­styrki, en alls hafa verið greiddir úr um 12,1 millj­arðar króna í slíka. Það þýðir að 39 pró­sent heild­ar­styrkj­anna hafa runnið til einnar fyr­ir­tækja­sam­stæðu. Þetta má lesa úr nýjum yfir­lits­tölum um upp­sagn­ar­styrki sem birt hefur verið á vef Rík­is­skatt­stjóra og sýnir umfang styrkj­anna frá því í maí í fyrra og til og með febr­úar 2021.

Bláa lónið fékk 603 milljón króna

Bláa Lónið fékk þriðju hæstu ein­­stöku upp­­sagn­­ar­­styrk­ina, alls um 603 milljón króna vegna upp­­­sagna 550 manns. Fjórða fyr­ir­tækið sem fékk upp­­sagn­­ar­­styrki yfir hálfri milljón króna var Íslands­­hótel hf., sem fékk alls 593 millj­­ónir króna fyrir að segja upp alls 468 starfs­­mönn­­um. 

Hótel eru raunar fyr­ir­­ferða­­mikil á list­an­­um. Center­hot­els fékk 266 millj­­ónir króna, Kea­hótel 203 millj­­ónir króna, Foss­hótel 155 millj­­ónir króna og Hótel Saga 114 millj­­ónir króna.

Rút­u­­fyr­ir­tækið Allra­handa, sem rekur vöru­­merkin Grey Line og Air­port Express, fékk 191 millj­­ónir króna og tvö félög tengd Kynn­is­­ferð­um, sem reka vöru­­merkið Reykja­vik Exc­ursions, fengu sam­tals um 193 millj­­ónir króna.

Önnur fyr­ir­tæki á list­­anum sem fengu yfir 100 millj­­ónir króna eru öll tengd ferða­­þjón­­ustu með einum eða öðrum hætti.

End­ur­skipu­lagn­ing ferða­þjón­ustu eftir

Í rit­inu Fjár­mála­stöð­ug­leiki, sem Seðla­banki Íslands birti í síð­ustu viku, kom fram að sá greiðslu­vand­i sem ferða­­þjón­ust­u­­fyr­ir­tæki hafa glímt við und­an­farið ár vegna tekju­­falls gæti breyst í skulda­­vanda hjá stórum hluta grein­­ar­innar þegar fyr­ir­tækin byrja að greiða af lánum sínum á ný. 

­Sam­­kvæmt Seðla­­bank­­anum hafa skuldir ferða­­þjón­ust­u­­fyr­ir­tækja auk­ist nokkuð í kjöl­far far­­sótt­­ar­innar og var útlána­vöxtur kerf­is­lega mik­il­vægra banka til ferða­­þjón­­ustu rúm­­lega ell­efu pró­sent á síð­­asta ári. Stór hluti aukn­ing­­ar­innar skýrist af frest­uðum afborg­unum og vaxta­greiðslum á árinu, auk nýrra stuðn­­ings- og brú­­ar­lána.

Til við­­bótar hafði geng­is­­lækkun krón­unnar á árinu þau áhrif að lán í erlendum gjald­eyri hækk­­uðu í krónum talið en þau nema tæp­­lega þriðj­ungi útlána til ferða­­þjón­­ustu. Sú hækkun jók einnig á skuld­­setn­ingu ferða­­þjón­ust­u­­fyr­ir­tækj­anna.

Seðla­­bank­inn segir að gjald­­þrot í grein­inni hafi enn sem komið er verið fátíð og end­­ur­­skipu­lagn­ing skulda fyr­ir­tækja í grein­inni eiga að stórum hluta eftir að fara fram. „Nú þegar hillir undir enda­­lok far­ald­­ur­s­ins er brýnt að fara að huga að því verk­efn­i,“ segir í rit­inu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent