Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík

Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.

Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Auglýsing

Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Þrátt fyrir að fimm af þeim hafi verið í sóttkví hafði hún staðið stutt yfir, samkvæmt tilkynningu frá almannavörnum.

Þetta er mesti fjöldi smita sem greinst innanlands frá 23. mars, er fjórtán manns greindust með veiruna. Degi síðar, 24. mars, ákváðu stjórnvöld að herða sóttvarnaráðstafanir verulega og var fyrst slakað á þeim síðasta fimmtudag.

Í tilkynningu almannavarna segir að af þeim þrettán einstaklingum sem greindust í gær hafi tíu tengsl við leikskólann Jörfa í Reykjavík, en allir starfsmenn og nemendur þar eru nú í sóttkví. Tæplega 100 börn eru í leikskólanum og starfsmenn eru 33 talsins.

„Samkvæmt nýlegum leiðbeiningum um heimasóttkví þurfa allir sem dvelja á sama heimili að vera í sóttkví og því má búast við að mjög margir verði í sóttkví þessu tengt næstu daga,“ segir í tilkynningu almannavarna. Í dag verður öllum börnum, foreldrum og starfsmönnum boðið að fara í skimun.

Sóttvarnalæknir og almannavarnir hvetja líka alla þá sem hafa umgengist starfsmenn eða börn á leikskólanum Jörfa síðustu vikuna til þess að fara í skimun og á það við um börn jafnt sem fullorðna. Einnig eru íbúar sem búa í næsta nágrenni leikskólans hvattir til að fara í skimun – ástæðan er sögð mikil samskipti á milli fólks og krakkarnir eðlilega mikið á ferðinni.

Auglýsing

Í tilkynningu almannavarna segir að mikilvægt sé að allir sem finni fyrir minnstu einkennum sem gætu bent til COVID-19 fari í skimun.

„Til upprifjunar geta einkenni COVID-19 verið mismunandi milli einstaklinga og sumir fá væg einkenni en þau geta verið: hiti, hósti, andþyngsli, kvef, hálsbólga, beinverkir, höfuðverkur; sjaldgæfari einkenni eru ógleði, þreyta, uppköst og skyndilegt tap á bragð- og lyktarskyni,“ segir í tilkynningunni.

Fólk ætti að fara í sýnatöku við lok veikinda

Almannvarnir segja að ef fólk verði veikt ætti það almennt ekki að snúa aftur til vinnu fyrr en það hefur fengið neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku, við lok veikindanna, þrátt fyrir að hafa fengið neikvæða niðurstöðu áður, til dæmis við upphaf veikinda.

„Stjórnendur og atvinnurekendur eru beðnir að huga sérstaklega að þessu,“ segir í tilkynningu almannavarna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent