Fyrsta dauðsfallið í Formúlu 1 í 21 ár

Jules Bianchi er látinn eftir slysið sem hann lenti í í japanska kappakstrinum haustið 2014.

Jules Bianchi var ökumaður Marussia-liðsins.
Jules Bianchi var ökumaður Marussia-liðsins.
Auglýsing

Franski öku­þór­inn Jules Bianchi lést af áverkum sínum sem hann hlaut í jap­anska kappakstr­inum í októ­ber á sjúkra­húsi í heimabæ hans Nice á dög­un­um. Útför hans var gerð í dag. Kjarn­inn hefur fjall­að ít­ar­lega um slysið og þá hættur sem öku­menn leggja líf sitt til að þróa tækni fyrir almenn­ing.

Frá­fall Bianchi er það fyrsta í For­múlu 1-kappakstri síðan Ayrton Senna og Rol­and Ratzen­berger fór­ust fyrir rúm­lega 21 ári, kappakst­urs­helg­ina 1. maí 1994. Þá voru liðin 12 ár frá síð­asta dauðs­falli í þess­ari vin­sæl­ustu móta­röð allra tíma.

Bianchi hafði glímt við mjög alvar­lega höf­uð­á­verka eftir slysið og komst aldrei til með­vit­und­ar. Slysið varð þegar hann missti stjórn á kappakst­urs­bíl sínum við erf­iðar aðstæður á Suzuka-braut­inni í Japan og flaug yfir mal­ar­gryfju sem hefði átt að draga úr hraða hans. Áður hafði kappakst­urs­bíll Adrian Sutil farið út af braut­inni á sama stað og unnu braut­ar­starfs­menn að því að koma bíl Sutil í burtu. Þess vegna var krani inn á braut­ar­svæð­inu sem Bianchi lenti í árekstri við.

Auglýsing

For­múlu 1-bílar eru þannig byggðir að nær allur lík­ami öku­manna er var­inn með hertu kol­trefja­plasti sem hefur stað­ist strangar styrkt­ar­kröf­ur. Það eina sem hjúpur bíls­ins ver ekki er höfuð öku­manns­ins en þar lenti mesta höggið í árekstri Bianchi við kran­ann.

For­múla 1-móta­röðin hefur frá upp­hafi verið leið­andi í þróun bún­aðar sem nýst hefur fyrir bíla í almenn­ings­eigu. Stærstu bíla­fram­leið­endur heims kepp­ast þar við að þróa besta mögu­lega bún­að­inn sem svo á end­anum nýt­ist í fólks­bíla. Und­an­farin 25 ár hefur örygg­is­bún­aður í bíla verið helsta afurð For­múlu 1, allt frá flóknum heml­un­ar­bún­aði, yfir í full­komn­ara ytra byrði bíla.

Eddie Jor­dan, fyrrum liðs­eig­andi í For­múlu 1, lét hafa eftir sér í sam­tali við BBC Sports að hann teldi Bianchi hafa verið fram­tíðar heims­meist­ara. „Við finnum sjaldan gim­steina eins og Lewis Hamilton, Ayrton Senna og Mich­ael Schumacher. Jules hafði hæfi­leika til að kom­ast í þann flokk.“

Jules Bianchi er 32. öku­þór­inn sem ferst í For­múlu 1-kappakstri síðan móta­röðin hófst árið 1950.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Enn ein tilraun gerð til að semja um verndun úthafanna
Stjórnvöld á Íslandi, í Rússlandi og Kína vilja að fiskveiðar verði ekki settar inn í samning þjóðríkja um verndun hafsins. Stærstur hluti úthafanna er alþjóðlegt hafsvæði. Innan við 2 prósent þess nýtur verndar.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Hafnfirðingar stefna að því að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins á næstunni.
Hafnarfjörður ætlar að hefja vinnu við hjólreiðaáætlun
Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar hefur ákveðið að fela starfshópi með fulltrúum allra flokka að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins. Örfá sveitarfélög hafa til þessa gert sérstakar áætlanir um hjólreiðar.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Umhverfismat stækkunar Sigöldustöðvar er hafið. Landsvirkjun áformar að stækka tvær virkjanir til viðbótar á svæðinu
Landsvirkjun geri skýra grein fyrir forsendum stækkunar Sigöldustöðvar
Skipulagsstofnun vill að Landsvirkjun geri skýrari grein fyrir tilgangi og forsendum fyrirhugaðrar stækkunar Sigölduvirkjunar. Stækkunin myndi aðeins auka orkuframleiðslu lítillega. Meira vatn þurfi til að meira rafmagn verði framleitt.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Bensínlítrinn lækkaði í fyrsta sinn á þessu ári en hlutdeild olíufélaganna í hverjum seldum lítra eykst
Framan af ári voru olíufélögin ekki að velta miklum hækkunum á bensíni út í verðið sem neytendum var boðið upp á. Nú þegar heimsmarkaðsverð hefur lækkað umtalsvert eru félögin að samak skapi að velta lækkunum hægar út í verðlagið en tilefni er til.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Sortuæxli myndast þegar fólk verður fyrir sólbruna og raunar þrefaldast líkurnar á að fólk þrói með sér húðkrabbamein við það eitt að sólbrenna á tveggja ára fresti.
Óttast fjölgun tilfella sortuæxla samhliða hlýnandi veðri
Sérfræðingar í Bretlandi óttast að tilfellum húðkrabbameins muni fjölga samhliða loftslagsbreytingum og hvetja fólk til að vera vart um sig í sólinni.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent