„Guði sé lof fyrir að enginn bað um vegabréfið“

flottafolk_--yskaland.jpg
Auglýsing

Flótta­manna­reglur Evr­ópu­sam­bands­ins (ESB) hafa brugð­ist vegna gríð­ar­legs fjölda fólks sem flýr stríðið í Sýr­landi og ófrið í Mið-Aust­ur­löndum og Afr­íku. Slíkur fjöldi flótta­fólks hefur ekki sést áður í Evr­ópu en hefur um leið reynt á þol­in­mæði ein­stakra aðild­ar­ríkja ESB gagn­vart reglum um með­höndlun flótta­fólks. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri frétt frá Reuter­s-frétta­stof­unni um flótta­manna­vanda Evr­ópu.

Ung­verjar hafa til dæmis brugðið á það ráð að loka landa­mærum sínum og reisa girð­ingu á landa­mærum sínum gagn­vart Serbíu. Innan Schengen svæð­is­ins eiga öll landa­mæri að vera opin en und­an­farna mán­uði hafa ýmis Evr­ópu­lönd hert eft­ir­lit á landa­mærum sínum í takti við aukin fjölda flótta­fólks. Ísland er aðili að Schen­gen-­sam­starf­inu.

Vegna óblíðrar mót­töku í Ung­verja­landi stefndu fjöl­margir flótta­menn þaðan til Þýska­lands og Aust­ur­ríkis með lestum í gær. Þús­undir karla, kvenna og barna fóru skil­ríkja­laus yfir landa­mæri til Þýska­lands, þangað sem fjöl­margir flótta­menn sækja. Þjóð­verjar eru meðal þeirra sem ætla að taka á móti flestum flótta­mönnum.

Auglýsing

Á sam­eig­in­legum blaða­manna­fundi í Berlín hvöttu Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, og Mari­ano Rajoy, for­sæt­is­ráð­herra Spán­ar, fram­kvæmda­stjórn ESB til að útbúa áætlun svo Evr­ópu­lönd ættu auð­veld­ara með að vinna úr flótta­manna­vand­an­um. „Það er tvennt sem við verðum að vera skýr með — fram­kvæmda­stjórn ESB verður að lista upp örugg upp­runa­lönd flótta­fólks. Og við verðum að halda áfram að vinna að sam­stilltum starfs­háttum í fram­tíð­inn­i,“ sagði Rajoy.

GERMANY MIGRANTS Barn sefur á lest­ar­stöð í Vín eftir ferða­lag frá Búda­pest á leið til Þýska­lands. (Mynd: EPA)

Tals­maður lög­regl­unnar í Aust­ur­ríki sagði Reuter­s-frétta­stof­unni að, í sam­ræmi við reglur ESB, væri öllum þeim sem ekki höfðu þegar sótt um hæli í Ung­verja­landi hleypt í gegn — en gríð­ar­legur fjöldi fólks­ins varð til þess að öllum var ein­fald­lega hleypt í gegn.

„Guði sé lof fyrir að eng­inn bað um vega­bréf­ið… Engin lög­regla, ekk­ert vanda­mál,“ lét hinn 33 ára Khalil hafa eftir sér í Vín. Hann er ensku­kenn­ari frá Kobani í Sýr­landi þar sem Íslamska ríkið hefur komið sér vel fyrir. Eig­in­kona hans hélt á korn­ungri dóttur þeirra sem er veik; hóstaði og grét á lest­ar­stöð í Vín.

Khalil sagð­ist hafa keypt lest­ar­miða fyrir fjöl­skyldu sína í Búda­pest alla leið til Ham­borgar þar sem hann trúir því að vel verði tekið á móti þeim eftir erfitt ferða­lag yfir Balkanskaga og í gegnum Ung­verja­land. „Sýr­lend­ingar kalla Merkel „Mamma Merkel“ (þ. Mama Merkel),“ segir hann. Merkel hefur enda verið sá leið­togi Evr­ópu­ríkja sem sýnt hefur flótta­fólk­inu hvað mesta sam­úð.

Sam­kvæmt heim­ildum Reuters var lestin frá Vín til Ham­borgar stöðvuð í Passau þar sem lög­reglu­þjónar í skot­heldum vestum bað flótta­fólkið um að fylgja sér á lög­reglu­stöð þar sem það yrði skráð.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skipstjóri Samherja: Kemur á óvart að vera sakaður um brot
Arngrímur Brynjólfsson var handtekinn í Namibíu. Hann segist ekki vita til þess að skipið sem hann stýrir hafi veitt ólöglega.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Kalla eftir hugmyndum frá almenningi um vannýtt matvæli
Verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskar eftir hugmyndum frá almenningi og framleiðendum um hvernig megi skapa verðmæti úr vannýtum matvælum. Nemendur við Hótel- og matvælaskólanum munu síðan nýta hugmyndirnar við gerð nýrra rétta.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ilia Shuma­nov, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International
Umræðufundur um rússneskt samhengi Samherjamálsins
Á morgun fer fram umræðufundur um baráttuna gegn alþjóðlegu peningaþvætti á Sólon. Aðstoðarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar Transparency International mun halda fyrirlestur um helstu áskoranir peningaþvættis og leiðir til að rannsaka það.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson kominn í stjórn Símans – Verður stjórnarformaður
Sitjandi stjórnarformaður Símans, Betrand Kan, var felldur í stjórnarkjöri í dag. Stoðir, stærsti hluthafi Símans, eru komin með mann inn í stjórn.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Fimmta hvert heimili á leigumarkaði undir lágtekjumörkum
Rúmlega 31 þúsund einstaklingar voru undir lágtekjumörkum í fyrra eða um 9 prósent íbúa á Íslandi. Hlutfall leigjenda undir lágtekjumörkum er mun hærra en á meðal þeirra sem eiga húsnæði.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Íslenskur skipstjóri í haldi í Namibíu
Skipstjóri sem starfaði árum saman hjá Samherja er í gæsluvarðhaldi í Namibíu eftir að hafa verið handtekinn fyrir ólöglegar veiðar.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Svanhildur Nanna og Guðmundur selja allan hlutinn sinn í VÍS
Þriðji stærsti eigandinn í VÍS hefur selt allan hlut sinn á tæplega 1,6 milljarða króna. Er líka á meðal stærstu eigenda í Kviku. Eigendurnir eru til rannsóknar hjá héraðssaksóknara.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Uppskipting Samherja veitti skjól gegn víðtækri upplýsingagjöf
Velta Samherja eins og hún var á árinu 2018 var það há að samstæðan var við það að þurfa að veita skattayfirvöldum víðtækar upplýsingar um tekjur og skatta allra félaga innan hennar í þeim löndum sem þau starfa.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None