„Guði sé lof fyrir að enginn bað um vegabréfið“

flottafolk_--yskaland.jpg
Auglýsing

Flótta­manna­reglur Evr­ópu­sam­bands­ins (ESB) hafa brugð­ist vegna gríð­ar­legs fjölda fólks sem flýr stríðið í Sýr­landi og ófrið í Mið-Aust­ur­löndum og Afr­íku. Slíkur fjöldi flótta­fólks hefur ekki sést áður í Evr­ópu en hefur um leið reynt á þol­in­mæði ein­stakra aðild­ar­ríkja ESB gagn­vart reglum um með­höndlun flótta­fólks. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri frétt frá Reuter­s-frétta­stof­unni um flótta­manna­vanda Evr­ópu.

Ung­verjar hafa til dæmis brugðið á það ráð að loka landa­mærum sínum og reisa girð­ingu á landa­mærum sínum gagn­vart Serbíu. Innan Schengen svæð­is­ins eiga öll landa­mæri að vera opin en und­an­farna mán­uði hafa ýmis Evr­ópu­lönd hert eft­ir­lit á landa­mærum sínum í takti við aukin fjölda flótta­fólks. Ísland er aðili að Schen­gen-­sam­starf­inu.

Vegna óblíðrar mót­töku í Ung­verja­landi stefndu fjöl­margir flótta­menn þaðan til Þýska­lands og Aust­ur­ríkis með lestum í gær. Þús­undir karla, kvenna og barna fóru skil­ríkja­laus yfir landa­mæri til Þýska­lands, þangað sem fjöl­margir flótta­menn sækja. Þjóð­verjar eru meðal þeirra sem ætla að taka á móti flestum flótta­mönnum.

Auglýsing

Á sam­eig­in­legum blaða­manna­fundi í Berlín hvöttu Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, og Mari­ano Rajoy, for­sæt­is­ráð­herra Spán­ar, fram­kvæmda­stjórn ESB til að útbúa áætlun svo Evr­ópu­lönd ættu auð­veld­ara með að vinna úr flótta­manna­vand­an­um. „Það er tvennt sem við verðum að vera skýr með — fram­kvæmda­stjórn ESB verður að lista upp örugg upp­runa­lönd flótta­fólks. Og við verðum að halda áfram að vinna að sam­stilltum starfs­háttum í fram­tíð­inn­i,“ sagði Rajoy.

GERMANY MIGRANTS Barn sefur á lest­ar­stöð í Vín eftir ferða­lag frá Búda­pest á leið til Þýska­lands. (Mynd: EPA)

Tals­maður lög­regl­unnar í Aust­ur­ríki sagði Reuter­s-frétta­stof­unni að, í sam­ræmi við reglur ESB, væri öllum þeim sem ekki höfðu þegar sótt um hæli í Ung­verja­landi hleypt í gegn — en gríð­ar­legur fjöldi fólks­ins varð til þess að öllum var ein­fald­lega hleypt í gegn.

„Guði sé lof fyrir að eng­inn bað um vega­bréf­ið… Engin lög­regla, ekk­ert vanda­mál,“ lét hinn 33 ára Khalil hafa eftir sér í Vín. Hann er ensku­kenn­ari frá Kobani í Sýr­landi þar sem Íslamska ríkið hefur komið sér vel fyrir. Eig­in­kona hans hélt á korn­ungri dóttur þeirra sem er veik; hóstaði og grét á lest­ar­stöð í Vín.

Khalil sagð­ist hafa keypt lest­ar­miða fyrir fjöl­skyldu sína í Búda­pest alla leið til Ham­borgar þar sem hann trúir því að vel verði tekið á móti þeim eftir erfitt ferða­lag yfir Balkanskaga og í gegnum Ung­verja­land. „Sýr­lend­ingar kalla Merkel „Mamma Merkel“ (þ. Mama Merkel),“ segir hann. Merkel hefur enda verið sá leið­togi Evr­ópu­ríkja sem sýnt hefur flótta­fólk­inu hvað mesta sam­úð.

Sam­kvæmt heim­ildum Reuters var lestin frá Vín til Ham­borgar stöðvuð í Passau þar sem lög­reglu­þjónar í skot­heldum vestum bað flótta­fólkið um að fylgja sér á lög­reglu­stöð þar sem það yrði skráð.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stefán Eiríksson tekur við starfi útvarpsstjóra 1. mars næstkomandi.
Stjórnmálamenn verði að senda skilaboð um hvað ætti að skera niður hjá RÚV
Verðandi útvarpsstjóri segir að ef það eigi að setja takmarkanir á getu RÚV til að afla sér auglýsingatekna, sem eru yfir tveir milljarðar króna á ári, þá þurfi stjórnmálamenn að segja hvað eigi að láta undan í rekstrinum í staðinn.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Á konudaginn: Nokkur orð um vinnu-konur vegna orða borgarstjóra um heimsreisur
Kjarninn 23. febrúar 2020
Flugferðum var aflýst í stórum stíl á mörgum Kanarí-eyjanna í dag.
Hví er sandbylur á Kanarí?
Mikil röskun á flugi. Viðburðum aflýst og skólum lokað. Skyggni lítið. Hvað er eiginlega að gerast á Kanarí-eyjum?
Kjarninn 23. febrúar 2020
Eftir sex daga verkfall mátti sjá í miðbæ Reykjavíkurborgar yfirfullar ruslatunnur.
Áhrifa verkfalls farið að gæta í miðborginni – Rusl flæðir úr tunnum
Verkfall Eflingar hefur ekki einungis áhrif á velferðarþjónustu í Reykjavíkurborg heldur má sjá, eftir vikuverkfall, að sorp er farið að safnast upp á götum borgarinnar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Efling sýnir klærnar og boðar samúðarverkföll
Leslistinn 23. febrúar 2020
Ilmbanki íslenskra jurta
Safnað fyrir uppsetningu Ilmsýningar Nordic angan í Álafosskvos á Karolina fund.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Auður Jónsdóttir og Auður Laxness.
Samtvinnuð örlög kynslóða
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Auður og Auður, sýningu eftir Auði Jónsdóttur sem sýnd er í Landnámssetrinu.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni um bankasöluna: Þetta er algjörlega rakið mál
Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af stöðu stóriðjufyrirtækja á Íslandi, flest eigi þau í miklum rekstrarvandræðum. Hann segir ekkert hafa verið rætt að selja Landsbankann enda sé talið mikilvægt að ríkið eigi kerfislega mikilvægan banka.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None