„Guði sé lof fyrir að enginn bað um vegabréfið“

flottafolk_--yskaland.jpg
Auglýsing

Flótta­manna­reglur Evr­ópu­sam­bands­ins (ESB) hafa brugð­ist vegna gríð­ar­legs fjölda fólks sem flýr stríðið í Sýr­landi og ófrið í Mið-Aust­ur­löndum og Afr­íku. Slíkur fjöldi flótta­fólks hefur ekki sést áður í Evr­ópu en hefur um leið reynt á þol­in­mæði ein­stakra aðild­ar­ríkja ESB gagn­vart reglum um með­höndlun flótta­fólks. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri frétt frá Reuter­s-frétta­stof­unni um flótta­manna­vanda Evr­ópu.

Ung­verjar hafa til dæmis brugðið á það ráð að loka landa­mærum sínum og reisa girð­ingu á landa­mærum sínum gagn­vart Serbíu. Innan Schengen svæð­is­ins eiga öll landa­mæri að vera opin en und­an­farna mán­uði hafa ýmis Evr­ópu­lönd hert eft­ir­lit á landa­mærum sínum í takti við aukin fjölda flótta­fólks. Ísland er aðili að Schen­gen-­sam­starf­inu.

Vegna óblíðrar mót­töku í Ung­verja­landi stefndu fjöl­margir flótta­menn þaðan til Þýska­lands og Aust­ur­ríkis með lestum í gær. Þús­undir karla, kvenna og barna fóru skil­ríkja­laus yfir landa­mæri til Þýska­lands, þangað sem fjöl­margir flótta­menn sækja. Þjóð­verjar eru meðal þeirra sem ætla að taka á móti flestum flótta­mönnum.

Auglýsing

Á sam­eig­in­legum blaða­manna­fundi í Berlín hvöttu Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, og Mari­ano Rajoy, for­sæt­is­ráð­herra Spán­ar, fram­kvæmda­stjórn ESB til að útbúa áætlun svo Evr­ópu­lönd ættu auð­veld­ara með að vinna úr flótta­manna­vand­an­um. „Það er tvennt sem við verðum að vera skýr með — fram­kvæmda­stjórn ESB verður að lista upp örugg upp­runa­lönd flótta­fólks. Og við verðum að halda áfram að vinna að sam­stilltum starfs­háttum í fram­tíð­inn­i,“ sagði Rajoy.

GERMANY MIGRANTS Barn sefur á lest­ar­stöð í Vín eftir ferða­lag frá Búda­pest á leið til Þýska­lands. (Mynd: EPA)

Tals­maður lög­regl­unnar í Aust­ur­ríki sagði Reuter­s-frétta­stof­unni að, í sam­ræmi við reglur ESB, væri öllum þeim sem ekki höfðu þegar sótt um hæli í Ung­verja­landi hleypt í gegn — en gríð­ar­legur fjöldi fólks­ins varð til þess að öllum var ein­fald­lega hleypt í gegn.

„Guði sé lof fyrir að eng­inn bað um vega­bréf­ið… Engin lög­regla, ekk­ert vanda­mál,“ lét hinn 33 ára Khalil hafa eftir sér í Vín. Hann er ensku­kenn­ari frá Kobani í Sýr­landi þar sem Íslamska ríkið hefur komið sér vel fyrir. Eig­in­kona hans hélt á korn­ungri dóttur þeirra sem er veik; hóstaði og grét á lest­ar­stöð í Vín.

Khalil sagð­ist hafa keypt lest­ar­miða fyrir fjöl­skyldu sína í Búda­pest alla leið til Ham­borgar þar sem hann trúir því að vel verði tekið á móti þeim eftir erfitt ferða­lag yfir Balkanskaga og í gegnum Ung­verja­land. „Sýr­lend­ingar kalla Merkel „Mamma Merkel“ (þ. Mama Merkel),“ segir hann. Merkel hefur enda verið sá leið­togi Evr­ópu­ríkja sem sýnt hefur flótta­fólk­inu hvað mesta sam­úð.

Sam­kvæmt heim­ildum Reuters var lestin frá Vín til Ham­borgar stöðvuð í Passau þar sem lög­reglu­þjónar í skot­heldum vestum bað flótta­fólkið um að fylgja sér á lög­reglu­stöð þar sem það yrði skráð.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stór jarðskjálfti vestur af Krýsuvík
Jarðskjálfti, 5,5 að stærð samkvæmt fyrsta stærðarmati Veðurstofu Íslands, fannst vel á höfuðborgarsvæðinu kl. 13:43 í dag. Upptök skjálftans eru sögð rúma 4 km vestur af Krýsuvík. Allt skalf og nötraði á Alþingi.
Kjarninn 20. október 2020
Stjórnmálamenn ræddu um sóttvarnaráðstafanir á þingi í gær.
„Sóttvarnareglur ríkisins eru þunglamalegar og dýrar“
Sjálfstæðisflokkurinn deilir þeim orðum Sigríðar Á. Andersen að opinberar sóttvarnareglur séu „þunglamalegar og dýrar“ á meðan að einstaklingsbundnar sóttvarnir séu áhrifaríkar. Líftölfræðingur segir einstaklingsbundnar aðgerðir ekki duga einar og sér.
Kjarninn 20. október 2020
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Höfuðborgarsvæðið á viðkvæmum tíma í faraldrinum
Íþróttakennsla í skólum á höfuðborgarsvæðinu verður utandyra og verða íþróttahús, sundlaugar og söfn lokuð. Ákvörðunin verður endurskoðuð að viku liðinni.
Kjarninn 20. október 2020
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og skrifar undir umsögn þeirra.
Segja forsendur fjárlaga að óbreyttu þegar brostnar vegna landamæraskimunar
Hagsmunasamtök aðila í ferðaþjónustu segja að ef núverandi reglur um tvöfalda skimun á landamærum verði áfram í gildi muni fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsæki Ísland árið 2021 aldrei ná að verða 900 þúsund, líkt og forsendur fjárlaga geri ráð fyrir.
Kjarninn 20. október 2020
Sighvatur Björgvinsson
Stjórnarskrárgjafinn – og þú sjálfur
Kjarninn 20. október 2020
Spáir 8,5 prósenta samdrætti í ár
Landsbankinn spáir meiri samdrætti í ár heldur en Seðlabankinn og Hagstofan en býst þó við að viðspyrnan verði meiri á næstu árum.
Kjarninn 20. október 2020
Nichole Leigh Mosty
Hvað er COVID skömm og er það til á Íslandi?
Leslistinn 20. október 2020
Forseti Kína, Xi Jinping.
Hvers vegna gengur svona vel í Kína?
Nýjustu efnahagstölur sýna fram á mikinn hagvöxt í Kína og búist er við að hann muni aukast á næstunni. Hvernig má það vera að svona vel gangi í upprunalandi kórónuveirunnar á meðan flest önnur ríki heimsins eru í djúpri kreppu vegna hennar?
Kjarninn 19. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None