Hagvöxtur í Kína mældist 7,4 prósent í fyrra en útflutningur í þessu ógnarstóra hagkerfinu, sem hefur þanist út á síðustu árum, dróst saman um 14,6 prósent í fyrra. Væntingar stóðu til þess að útflutningur myndi aukast um átta prósent, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Þrátt fyrir allt, telst 7,4 prósent hagvöxtur verið mikið á flesta hagfræðilega mælikvarða.
Í síðasta mánuði var útflutningur í Kína um fimmtán prósent minni en í sama mánuði í fyrra, og innflutningur var um 12,7 prósent minni. Þrátt fyrir þetta er vöruskiptajöfnuður jákvæður um rúmlega 60 milljarða Bandaríkjadala á mánuði.
Flestar spár benda til þess að hagkerfið í Kína, sem er fjölmennasta ríki heims með 1,35 milljarða íbúa, muni áfram halda áfram að hægja á sér, eftir eitt mesta hagvaxtarskeið sem nokkur þjóð hefur gengið í gegnum í sögunni.