Halda ekki utan um tölur um kvartanir er varða kynþáttafordóma

Faðir barna sem orðið hafa fyrir kynþáttafordómum gagnrýnir aðgerðaleysi í skólum borgarinnar. Reykjavíkurborg hefur samþykkt að setja á stofn starfshóp til að vinna að aðgerðaáætlun til að bregðast m.a. við rasískum ummælum og skrifum.

Ráðhús Reykjavíkur
Auglýsing

Reykja­vík­ur­borg heldur ekki utan um tölur um kvart­anir er varða kyn­þátta­for­dóma í skólum borg­ar­inn­ar, að því er fram kemur í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Faðir barna sem orðið hafa fyrir for­dómum í skóla gagn­rýndi Reykja­vík­ur­borg fyrir aðgerða­leysi í sam­tali við Kjarn­ann á dög­un­um. Hann telur að gera verði betur og móta betri stefnu hvað kyn­þátta­for­dóma varðar í skólum borg­ar­inn­ar.

Í svari Reykja­vík­ur­borgar kemur fram að engin sam­þætt verk­á­ætlun sé til staðar hjá borg­inni til að takast á við kyn­þátta­for­dóma í skól­um. „Al­mennar reglur eru varð­andi ein­elti og ofbeld­is­hegð­un. Í vetur var sam­þykkt að setja á stofn starfs­hóp til að vinna að aðgerða­á­ætlun og verk­lagi til að bregð­ast við rasískum ummæl­um, skrifum og/eða hegðun hjá börnum og starfs­fólki í skóla- og frí­stunda­starfi. Aðgerða­á­ætl­unin verði nýtt þegar rasísk atvik eiga sér stað í skólaum­hverf­inu og verði jafn­framt veg­vísir fyrir þá fræðslu og símenntun sem þarf að eiga sér stað innan skóla­sam­fé­lags­ins. Þessi starfs­hópur hefur vinnu sína síðla sum­ars 2022 og er að vænta nið­ur­staða í byrjun haust­ann­ar,“ segir í svar­inu.

Auglýsing

Þá kemur fram hjá Reykja­vík­ur­borg að fjöl­menn­ing­arteymi skóla- og frí­stunda­sviðs hafi staðið að fræðslu um fjöl­menn­ingu, for­dóma og fjöl­breyti­leika árlega. Bæði sé boðið upp á mið­læg nám­skeið, sem og nám­skeið fyrir hverja starfs­stöð skóla- og frí­stunda­sviðs.

Nám­skeið fyrir börn og ung­linga um fjöl­breyti­leika og for­dóma

Enn fremur segir í svar­inu að nám­skeiðið „Hvaðan ertu“ sem haldið var í vetur hafi verið mjög vel sótt. Full­trúar fjöl­menn­ing­arteymis skóla- og frí­stunda­sviðs hafi staðið að nám­skeiðum fyrir börn og ung­linga í fjöl­mörgum grunn­skólum um fjöl­breyti­leika, for­dóma og við­horf þar sem sér­stök áhersla er lögð á kyn­þátta­for­dóma og birt­ing­ar­form þess. Til að mynda hafi verið útbúið verk­efni sem heitir „Fyr­ir­mynd­ir“ sem fjallar meðal ann­ars um kyn­þátta­for­dóma.

Reykja­vík­ur­borg er í sam­starfi vegna fjöl­menn­ingar við önnur sveit­ar­fé­lög um mál­efni er varðar fjöl­breyti­leika, fjöl­tyngdi og fjöl­menn­ingu en ekki fjallað sér­stak­lega um kyn­þátta­for­dóma. „Það er von okkar að þetta geti orðið að veru­leika og unnt verði að fá önnur sveit­ar­fé­lög í sam­starf um þetta verk­efn­i,“ segir að lokum í svar­inu.

Engar afleið­ingar fyrir þá sem sýna for­dóma

­Ís­lenskur faðir barna af erlendum upp­­runa sem nú stunda nám í yngri bekkjum grunn­­skóla segir í sam­tali við Kjarn­ann að um leið og börnin hófu grunn­­skóla­­göngu sína hafi farið að bera á for­­dómum í garð þeirra.

„Okkur nátt­úru­­lega dauð­brá og létum þá vita sem áttu þarna hlut að máli,“ segir hann. Alltaf hafi verið sama við­­kvæðið – öllum hafi fund­ist miður að heyra af for­­dómunum en engar afleið­ingar hafi verið fyrir hin börnin sem sýndu for­­dómana. „Það eru bara inn­­an­tóm orð sem koma og það er það sem krist­all­­ast í kringum þetta. Allir eru rosa hissa og sorg­­mæddir og finnst leið­in­­legt að heyra, og þar fram eftir göt­un­um, en svo nær það ekki lengra. Því mið­­ur.“

Kölluð „drulli“, „kúk­­ur“ og „nig­­ger“

Hann gagn­rýnir skóla­yf­­ir­völd og Reykja­vík­­­ur­­borg þar sem hann er búsettur og segir að hann vilji að almennt verði tekið á þessum mál­­um.

Börn manns­ins hafa verið kölluð ýmsum nöfnum á skóla­­göngu sinni, á borð við „drulli“, „kúk­­ur“ og „nig­­ger“.

„Í mínum augum er þetta allt grafal­var­­legt. Mér finnst vera galið að það sé í boði að meta alvar­­leika brots­ins – bara það að láta svona út úr sér er mjög alvar­­leg­t.“

Hann til­­kynnti fram­kom­una til skóla­yf­­ir­­valda en hann segir að það hafi engar afleið­ingar haft fyrir ger­endur eða for­eldra, ein­ungis hafi verið talað við ger­endur og for­eldr­­arnir látnir vita. Honum finnst að bæði skóla­yf­­ir­völd og sveit­­ar­­fé­lög þurfi að taka á mál­unum af meiri festu.

Segir að stundum nægi að ræða við nem­endur

Á fundi borg­ar­ráðs þann 7. jan­úar 2021 lagði áheyrn­ar­full­trúi Sós­í­alista­flokks Íslands, Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, fram fyr­ir­spurn sem var vísað til með­ferðar skóla- og frí­stunda­ráðs:

„Fyr­ir­spurnir varð­andi við­brögð við kyn­þátta­for­dómum í skól­um: Hvernig er brugð­ist við ef rasísk atvik koma fram innan skóla Reykja­vík­ur­borg­ar? Hvaða verk­lag styðst Reykja­vík­ur­borg við ef að rasísk atvik eiga sér stað innan skóla- og frí­stunda­starfs? Hvernig er tek­ist á við kyn­þátta­for­dóma innan skóla Reykja­vík­ur­borg­ar? Hvernig er unnið með for­eldrum/­for­ráða­mönn­um, börnum og ung­mennum ef að slík atvik eiga sér stað? Hvernig er Reykja­vík­ur­borg að vinna gegn kyn­þátta­for­dómum og útlend­inga­andúð innan skóla- og frí­stunda­starfs? Er fræðslan ólík eftir skóla­stig­um?“

Í svari frá Helga Gríms­syni, sviðs­stjóra skóla- og frí­stunda­sviðs, segir meðal ann­ars að þegar kyn­þátta­for­dómar koma fram innan grunn­skóla hjá borg­inni telj­ist slík atvik sem brot á skóla­reglum eða 2. stigs hegð­un­ar­frá­vik og sé verk­lags­reglum fylgt í sam­ræmi við alvar­leika brots­ins.

„Í öllum til­vikum er rætt við nem­and­ann eða nem­end­urna sem eiga í hlut. Ef brotið er gróft eða end­ur­tekið þá er for­eldrum/­for­sjárað­ilum til­kynnt um brotið og þeir boð­aðir á fund í skól­an­um. Gripið er til þeirra aðgerða sem þörf er talin á hverju sinni. Stundum nægir að ræða við nem­end­ur, með eða án for­eldra/­for­sjárað­ila en stundum þarf að bregð­ast við á annan hátt s.s. að fá inn sér­staka fræðslu um fjöl­breyti­leika, mann­rétt­indi og kyn­þátta­for­dóma fyrir nem­end­ur,“ segir í svari Helga.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent