Heimili Emmetts Till gert upp og opnað almenningi

Emmett Till var aðeins fjórtán ára er hann var pyntaður og drepinn af hópi hvítra karla í Mississippi. Heimili hans í Chicago verður brátt að safni.

Emmett Till á jólunum árið 1954. Þá var hann þrettán ára.
Emmett Till á jólunum árið 1954. Þá var hann þrettán ára.
Auglýsing

Í ágúst árið 1955 yfir­gaf Emmett Till heim­ili sitt í Chicago í síð­asta skipti. Hann ætl­aði aðeins að fara tíma­bundið í heim­sókn til ætt­ingja í Miss­issippi en hroða­legir hlutir áttu eftir að ger­ast. Hinn fjórtán ára gamli drengur var num­inn á brott úr húsi frænd­fólks síns og pynt­aður og loks drep­inn. Málið vakti strax mik­inn óhug og afhjúpaði það mikla kyn­þátta­hatur sem ríkti í suð­ur­ríkjum Banda­ríkj­anna á þessum tíma.

Sögu hans hefur alla tíð síð­an, ekki síst hin síð­ari ár, verið haldið á lofti til marks um þá níð og þá for­dóma sem svartir Banda­ríkja­menn upp­lifðu og upp­lifa enn í dag.

Hús móður hans í suð­ur­hluta Chicago, húsið sem hann yfir­gaf árið 1955, á nú að gera upp af mynd­ar­brag með styrk frá menn­ing­ar­sam­tökum sem vilja vekja athygli á merkum stöðum í sögu svartra Banda­ríkja­manna.

Auglýsing

Vernd­ar­sjóð­ur­inn African Amer­ican Cultural Heritage Act­ion Fund útdeildi á dög­unum styrkjum til 33 verk­efna vítt og breitt um landið í þessum til­gangi. Eitt þeirra er við­hald á bygg­ingu sem hýsti skóla verka­fólks í Okla­homa og annað er varð­veisla banka­bygg­ingar í Miss­issippi sem var stofn­aður af einum áhrifa­mesta við­skipta­manni lands­ins.

Brent Leggs, sem fer fyrir vernd­ar­sjóðn­um, segir að mikið vanti upp á að varð­veita sögu svartra Banda­ríkja­manna. Hann von­ast til þess að styrkir sjóðs­ins, sem nú hefur verið úthlutað fimmta árið í röð, eigi eftir að „fylla upp í göt“ sög­unn­ar, ekki síst um rétt­inda­bar­áttu svartra.

Morðið á Till varð einn stærsti vendi­punktur í þeirri bar­áttu. Og nú á að gera hús mæðgin­anna upp í þeirri mynd sem það var í er Emmett litli fór að heim­an.

Húsið sem Emmett Till bjó í ásamt móður sinni í Chicago er til vinstri á myndinni.

„Þetta hús er heil­agt í okkar huga og mark­mið okkar er að gera það upp sem alþjóð­legan sögu­stað,“ hefur AP-frétta­stofan eftir Naomi Dav­is, sem fer fyrir sam­tök­unum sem keyptu húsið árið 2020 með það í huga að varð­veita það.

Hún segir að áherslan verði ekki síður lögð á líf Mamie Till Mobley, móður Emmetts en sögu hans. Er hann fór að heiman og var drep­inn með hrotta­fengnum hætti af hópi hvítra karla í Miss­issippi, krafð­ist móðir hans þess að lík hans yrði haft í opinni kistu og að allir gætu séð það. Líkið var illa leikið og hafði verið dregið upp úr á, nokkrum dögum eftir morð­ið. Með þessu vildi móðir hans að allir vissu hvernig ras­ismi liti út.

Og þús­undir hlýddu kalli hennar og vott­uðu Emmett virð­ingu sína. Millj­ónir sáu líka mynd af lík­inu í kist­unni sem birtar voru í Jet Mag­azine.

Ein þeirra var Rosa Parks. Þremur mán­uðum síðar neit­aði hún að standa upp fyrir hvítum manni í stræt­is­vagni í Montgomery í Ala­bama-­ríki. Þau kröft­ugu mót­mæli hennar gegn kyn­þátta­að­skiln­aði mark­aði tíma­mót í rétt­inda­bar­áttu svartra í Banda­ríkj­un­um.

Vera Ill­uga­dóttir gerði þátt um Emmett Till í þátta­röð sinni Í ljósi sög­unnar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir skipta þúsundum, tannburstarnir í norska skóginum.
Tannburstarnir í skóginum
Jordan, tannburstaframleiðandinn þekkti, hefur auglýst eftir notuðum tannburstum sem áhugi er á að reyna að endurvinna. Í norskum skógi hafa fleiri þúsund tannburstar frá Jordan legið í áratugi og rifist er um hver beri ábyrgð á að tína þá upp.
Kjarninn 30. september 2022
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Síminn vill greiða hluthöfum 31,5 milljarða vegna sölunnar á Mílu – og svo sennilega meira
Franska fyrirtækið Ardian er búið að gera upp við Símann vegna kaupanna á Mílu. Síminn ætlar að leggja tillögu um að greiða hluthöfum 31,5 milljarða króna af söluandvirðinu fyrir hluthafafund í lok október.
Kjarninn 30. september 2022
Á fjórum stöðum streymir gas upp af leiðslunni í Eystrasalti.
„Um viljaverk var að ræða“
Götin á Nord Stream-gasleiðslunum er mjög stór og gríðarlegt magn metans streymir enn út í andrúmsloftið. Danir og Svíar ætla að gæta þess að á fundi öryggisráðs Sþ í kvöld verði fjallað um staðreyndir, „nefnilega þær að um viljaverk var að ræða“.
Kjarninn 30. september 2022
Fleiri íbúar landsbyggðarinnar en höfuðborgarsvæðisins telja sig hafa verið bitna af lúsmýi og mest er aukningin á Norðurlandi.
Lúsmýið virðist hafa náð fótfestu á Norðurlandi í sumar
Áttunda sumarið í röð herjaði lúsmýið á landann. Nærri þrefalt fleiri landsmenn telja sig hafa verið bitna af lúsmýi í sumar, tvöfalt fleiri en fyrir þremur árum. Mest var aukningin á Norðurlandi.
Kjarninn 30. september 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Deng Xiaoping - seinni hluti 邓小平 下半
Kjarninn 30. september 2022
Gatnamótin sem um ræðir eru við norðurenda stokksins og yrðu mislæg, en þó í plani við umhverfið í kring.
Borgin vill sjá útfærslu umfangsminni gatnamóta við mynni Sæbrautarstokks
Allt að sex akreinar verða á hluta Kleppsmýrarvegar samkvæmt einu tillögunni að nýjum mislægum gatnamótum við mynni Sæbrautarstokks sem lögð var fram í matsáætlun. Reykjavíkurborg vill að umfangsminni gatnamót verði skoðuð til samanburðar.
Kjarninn 30. september 2022
Gylfi Helgason
Staða menningarmála: Fornleifar
Kjarninn 30. september 2022
Vilhjálmur Árnason (t.v.) er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins er á meðal alls 22 meðflutningsmanna Vilhjálms.
Yfir tuttugu þingmenn vilja að Ísland verði leiðandi í rannsóknum á hugvíkkandi efnum
Stór hópur þingmanna úr öllum flokkum nema Vinstrihreyfingunni – grænu framboði vill sjá heilbrigðisráðherra skapa löglegan farveg fyrir rannsóknir á virka efninu í ofskynjunarsveppum hér á landi, þannig að Ísland verði „leiðandi“ í rannsóknum á efninu.
Kjarninn 30. september 2022
Meira úr sama flokkiErlent