„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“

Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.

Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
Auglýsing

Svart­þrestir syngja. Hátt og snjallt eins og þeim einum er lag­ið. Það er glaða­sól­skin líkt og und­an­farna daga og trén í borg­inni eru óðum að vakna eftir vetr­ar­dvala, mörg farin að springa út og und­ir­búa sig fyrir að mynda enn einn árhring­inn.

Vor­inu fylgir von. Og vor­inu fylgir líf.

Fyrir tíu mán­uðum týndu þrjár ungar mann­eskjur lífi í mann­skæð­asta elds­voða sem orðið hefur í höf­uð­borg­inni Reykja­vík. Marek Moszczynski, sem leigði her­bergi líkt og þau í horn­hús­inu á Bræðra­borg­ar­stíg og Vest­ur­götu, er sak­aður um að hafa kveikt í því og valdið þannig dauða þeirra.

Auglýsing

Ákæru­valdið fer fram á ævi­langt fang­elsi en örygg­is­vistun verði hann dæmdur ósak­hæf­ur. Marek seg­ist sak­laus og verj­andi hans leggur m.a. áherslu á að eng­inn hafi séð hann kveikja í og að á honum og fötum hans hafi ekki fund­ist ummerki á borð við bens­ín- eða reykj­ar­lykt við hand­töku. Hann hefur beint sjónum að pari sem bjó á jarð­hæð húss­ins og því að svo kunni að vera að Marek hafi verið í maníu vegna sýkla­lyfja dag­inn sem brun­inn varð. Því eigi ekki að vista hann í örygg­is­gæslu, verði hann fund­inn sek­ur.

5. maí 2021 – síð­asti dagur aðal­með­ferðar

Stefán Karl Krist­jáns­son, verj­andi Mar­eks mætir fyrstur í dóm­sal­inn. Biðst afsök­unar á „ves­en­inu á sér“ á föstu­dag­inn þegar fresta varð rétt­ar­höld­unum vegna veik­inda hans. Fimm dögum síðar heldur aðal­með­ferðin áfram og í dag lýkur henni með mál­flutn­ingi allra aðila; sækj­anda, verj­anda og rétt­ar­gæslu­manns þeirra íbúa sem voru inni í hús­inu er eld­ur­inn kvikn­aði. Fólks sem missti margt hvert allt sitt. Sumir heils­una tíma­bund­ið. Aðrir glíma enn við eft­ir­köst atburð­anna. Hrökkva upp á nótt­unni og halda að eldur sé kvikn­að­ur. Eru kvíðn­ir. Dapr­ir. Ást­vinir þeirra sem lét­ust eru í sár­um. Misstu ungt fólk í blóma lífs­ins.

Stefán Karl Kristjánsson verjandi Mareks. Mynd: Bára Huld Beck

Verj­and­inn byrjar á að dreifa ein­tökum af ítar­legri sam­an­tekt til dóm­ara og sækj­anda sem hann hefur tekið saman um ástand sem nefn­ist anti­biom­ania. Um er að ræða afar fágæta auka­verkun sýkla­lyfja sem hann og lík­lega flestir í dóm­sal heyrðu fyrst af í máli eins geð­læknis sem mætti fyrir dóm­inn í síð­ustu viku. Stefán Karl vill að tek­inn verði til greina sá mögu­leiki að sjúk­legt ástand Mar­eks um það leyti sem brun­inn varð hafi verið vegna sýkla­lyfja sem hann tók við alvar­legu maga­sári.

Marek er ekki við­staddur rétt­ar­höldin í dag líkt og hann hefur gert hingað til. Frétta­menn tín­ast hins vegar inn í sal­inn einn af öðr­um. Full­trúar sex fjöl­miðla eru mætt­ir. Sak­sókn­ar­inn Kol­brún Bene­dikts­dóttir er líka kom­in. Hún kemur sér fyrir við borð vinstra megin í saln­um. Guð­brandur Jóhann­es­son rétt­ar­gæslu­maður mætir með kassa fullan af möppum í fang­inu. Leggur hann frá sér á borðið við hlið Kol­brúnar áður en hann fer ofan í tösku og sækir skikkj­una. Fær sér vatn í glas. Möpp­unum er var­lega raðað á borð­ið. Pappa­kass­inn fer undir það.

Allir við­staddir standa upp er dóm­ar­arnir þrír ganga í sal­inn. Bar­bara Björns­dóttir for­maður dóms­ins til­kynnir að þing­hald sé sett.

Bens­ín­kaup rann­sökuð

Fyrsta og eina vitni dags­ins er lög­reglu­maður sem kom að einum anga rann­sókn­ar­innar á sínum tíma sem fólst í öflun upp­lýs­inga um kaup á bens­íni í litlu magni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu skömmu áður en brun­inn varð á Bræðra­borg­ar­stíg. Þar sem þetta var um hásumar var ljóst að margir væru að kaupa bensín á brúsa, t.d. á sláttu­vél­ar, á vespur eða mót­or­hjól.

Farið var í þetta í kjöl­farið á því að plast­flaska fannst á vett­vangi elds­voð­ans og grunur vakn­aði um að í henni hefði verið eld­fimur vökvi, mögu­lega bens­ín. Slíkt var ekki sannað í rann­sókn máls­ins.

Stefán Karl vill vita hvaða fyr­ir­mæli lög­reglu­mað­ur­inn fékk við öflun gagna, m.a. efnis úr eft­ir­lits­mynda­vél­um. Var verið að leita sér­stak­lega að Marek á myndefn­inu eða „voru mynd­irnar skoð­aðar með til­liti til að ein­hver annar hafi keypt bens­ín?“

Lög­reglu­mað­ur­inn svarar að það hafi „klár­lega“ verið gert. Í upp­hafi voru settar fram til­gátur og með úti­lok­un­ar­að­ferðum standi svo eftir ein. „Það er hún sem er hér,“ segir hann úr vitna­stúkunni fyrir miðju dóm­sal­ar­ins.

Íslenska parið

„Þú lýsir þessu sem til­gát­u,“ segir Stefán Karl þá. „Nú er ég að setja fram til­gátu. Nú var par sem bjó þarna, sem lög­reglan hafði haft afskipti af um nótt­ina og áður vegna ein­hverrar lyfja­neyslu og fleira. Þetta par var hand­tekið í tengslum við brun­ann. [...] Mér finnst þetta eins og til­gáta til rann­sókn­ar. Var þetta par rann­sakað sér­stak­lega?“

Lög­reglu­mað­ur­inn svarar spurn­ing­unni ját­andi og segir það einmitt hafa verið eina af til­gát­unum sem svo voru úti­lok­aðar ein af annarri.

Mynd­bands­upp­tök­urnar

Það er komið að því að sýna upp­tökur úr eft­ir­lits­mynda­vélum og búk­mynda­vélum lög­reglu­manna fyrir og eftir að eld­ur­inn kvikn­aði á Bræðra­borg­ar­stíg. Myndefnið snýst um Mar­ek. Það er meðal þeirra gagna sem yfir­mats­menn nýttu til að meta and­legt ástand hans en allir þrír komust að þeirri nið­ur­stöðu að hann hefði verið í geð­rofi.

Á mynd­bönd­un­um, sem tekin voru á nokkrum stöð­um, sést Marek ganga um mið­borg­ina og dreifa pen­inga­seðlum í kringum sig. Ögra fólki með lát­bragði og orð­um. Veg­far­endur taka sveig fram hjá hon­um.

Þetta er áður en elds­voð­inn verð­ur.

Næst eru sýndar upp­tökur úr eft­ir­lits­mynda­vélum í nágrenni rúss­neska sendi­ráðs­ins í Garða­stræti. Er Marek kemur fyrir hornið er hann með föt í fang­inu og á herða­trjám á bak­inu. Hann leggur hluta þeirra frá sér. Öðrum kastar hann frá sér. Sum rífur hann og öðrum stappar hann á. Hann fer úr jakk­an­um. Grefur eftir rauðum fána með mynd af Pútín á sem hann breiðir svo yfir grind­verk­ið. „Hann er að kasta pen­ingum sýn­ist mér,“ segir Kol­brún á meðan myndefnið rúllar áfram. Marek sést berja í bíl. Sparka í hann.

Næst eru sýndar upp­tökur úr búk­mynda­vélum lög­reglu­mann­anna tveggja sem komu að sendi­ráð­inu vegna útkalls um mann sem léti þar ófrið­lega. Þá er Marek kom­inn inn fyrir hlið­ið, ýtir við þeim og slær þá með gúmmí­mottu.

„Leggstu nið­ur,“ heyr­ist annar lög­reglu­mann­anna segja. Hann bætir svo við á ensku: „Get down.“ Þetta er sagt ákveðið en ekki á háu tón­un­um.

Marek er ber­fætt­ur. Hann er hand­járn­aður og á mynd­band­inu sést að hann heldur á kveikjara í öðrum lóf­anum og sígar­ettu­pakka í hin­um.

Hann segir ekk­ert.

„Ok, stattu upp,“ segir lög­reglu­mað­ur­inn.

Næst er sýnt efni úr mynda­vélum innan úr lög­reglu­bíln­um. Þá liggur Marek og sönglar stans­laust.

„What‘s your name?“ spyr ein­hver.

„Dimi­try [ætt­ar­nafn],“ svarar hann.

„Your name is Dimi­try? Where do you live?“

Marek fer að söngla aft­ur.

„Ég ætla ekki að sýna meira,“ segir Kol­brún þegar hún slekkur á upp­tök­unni. „Þetta er bara til að gefa inn­sýn í ástand hans.“

Kolbrún Benediktsdóttir, fulltrúi ákæruvaldsins, fer fram á ævilangt fangelsi verði Marek fundinn sekur og sakhæfur. Mynd: Bára Huld Beck

Það er komið að munn­legum mál­flutn­ingi. Kol­brún færir stól frá borð­inu sem tugir vitna í mál­inu hafa setið við og setur lítið púlt upp á það. Hún opnar tölv­una sína. Ræskir sig.

„Virðu­legi dóm­ur,“ byrjar hún á að segja og fer því næst yfir dóm­kröfur ákæru­valds­ins. Að Marek verði dæmdur til refs­ingar og greiðslu alls sak­ar­kostn­aðar en til vara að hann verði dæmdur til að sæta örygg­is­ráð­stöf­un­um.

Hún fer yfir ákæru­efn­ið, að Marek sé gefið að sök brenna, mann­dráp og til­raun til mann­dráps með því að hafa kveikt í á Bræðra­borg­ar­stíg 1 þann 25. júní í fyrra. „Þegar upp var staðið lét­ust þrír í brun­an­um. Tveir brunnu inni, ungt par, og ung kona lést af höf­uð­á­verkum þegar hún reyndi að bjarga sér út um glugga og féll niður sjö og hálfan metra.“

Fjórir íbúar slös­uð­ust í elds­voð­an­um.

Þar sem brann lengst og mest

Hún rifjar upp að strax á vett­vangi vakn­aði grunur um íkveikju sem beind­ist að ákærða á grund­velli fram­burðar vitna.

„Það má segja þegar kemur að sönnun að álita­efnin séu tvö. Hvernig eld­ur­inn kviknar og hvar og hver var að verki,“ segir hún. „Ákæru­valdið byggir á því að það hafi verið ákærði sem kveikti í með ásetn­ingi á tveimur stöð­u­m.“

Sækj­and­inn segir það afger­andi nið­ur­stöðu tækni­deildar lög­regl­unnar að elds­upp­tökin séu í her­bergi Mar­eks á annarri hæð húss­ins og frammi á stiga­palli. Við rann­sókn­ina hafi rann­sak­endur séð „bletti sem hafa brunnið lengst – og mest,“ segir hún með áherslu. „Þetta skiptir öllu. Hvar hefur eld­ur­inn brunnið lengst og mest. Það er upp­taka­stað­ur­inn.“

Með úti­lokn­un­ar­að­ferð, ef svo megi segja, sé svo fundið út hvernig eld­ur­inn kvikn­aði. Það sé úti­lokað að það hafi gerst út frá raf­magni. Ekk­ert bendi til sjálfsíkveikju. „Eftir stendur að það er kveikt í.“

Auglýsing

Slíkt sé hægt að gera af ásetn­ingi eða gáleysi. En þar sem upp­taka­stað­irnir séu tveir og að á milli þeirra séu nokkrir metr­ar, úti­loki tækni­deildin að um slys hafi verið að ræða. „Og,“ segir hún með áherslu, „eldur á öðrum staðnum getur ekki skýrt eld á hin­um.“ Upp­taka­stað­irnir séu mikið brunnir en á milli þeirra sé minna brunn­ið. „Ákæru­valdið byggir á því að það hafi verið ákærði sem kveikti í þrátt fyrir neitun hans þar að lút­and­i.“

Hún segir tíma­lín­una, sem fengin er með ýmsum gögnum sem og fram­burðum vitna, vera það sem skipti máli og gefi skýra mynd.

Skreið út úr hús­inu

Kona sem bjó í næsta her­bergi við Marek kom heim kl. 15 þennan dag. Hún hitti hann á gang­inum og sagði hann hafa verið í mjög skrítnu ástandi. Hann hafi verið æstur og reið­ur, tekið í hana og talað sam­heng­is­laust. Hún varð hrædd og fór inn í her­bergi. Hann bank­aði og hún heyrir hann banka hjá fleir­um. Stuttu síðar heyrði hún læti frá her­berg­inu hans og sá svo á ein­hverjum tíma­punkti að hann var að henda hlutum út um glugg­ann. Hún fór svo að finna reykj­ar­lykt, opn­aði fram á gang og sá þá reyk. „Hún í raun skríður út úr hús­in­u,“ segir Kol­brún.

Síma­gögn styðji þennan fram­burð. Hún hringdi í eig­in­mann sinn þrisvar sinn­um. Fyrsta sím­talið var kl. 14.58. Það næsta kl. 15.04 og það þriðja kl. 15.16 en þá var hún komin út. Maður sem staddur var í hús­inu á móti var þá búinn að hringja í Neyð­ar­lín­una eftir að hafa séð reyk koma út um glugga á her­bergi Mar­eks. Sá maður sem og eig­andi húss­ins á móti, sá Marek skömmu áður labba út með föt á bak­inu, „strunsa upp Bræðra­borg­ar­stíg, einmitt í átt­ina að rúss­neska sendi­ráð­in­u,“ segir Kol­brún.

Rústir hússins að Bræðraborgarstíg 1 standa enn. Mynd: Golli

Upp­tökur úr eft­ir­lits­mynda­vélum sem og fram­burðir vitna styðja einnig þessa tíma­línu. „Þetta sýnir það að það er engum öðrum til að dreifa sem gátu kveikt eld þarna.“ Kol­brún segir það „al­gjör­lega frá­leitt“ að halda því fram að fólk, par sem bjó á neðri hæð­inni sem engan aðgang hafði að hæð­inni sem eld­ur­inn kvikn­aði á, hafi komið að máli. Það sé úti­lokað miðað við tímara­mmann. „Ekki neitt, ekk­ert, bendlar þetta fólk við elds­voð­ann.“

Þvínæst víkur hún máli sínu að fram­burði Mar­eks sem hún segir „nátt­úr­lega mjög sér­stak­an“. Loks­ins þegar náð­ist að taka skýrslu af honum hjá lög­reglu var kom­inn 17. júlí. Þá sagð­ist hann muna ágæt­lega atvik þessa dags. Lýsti ítar­lega því sem hann gerði fyrir brun­ann og heim­sókn sinni í sendi­ráð­ið. Fram­burður hans sé þó ekki í sam­ræmi við það sem gögnin sýni. Hann sagð­ist hafa verið rólegur og glaður þennan dag en það sjá­ist „mjög vel á hans lík­ams­tján­ingu að hann er æst­ur“.

Kol­brún segir þetta „svo­lítið sér­stakt“ en hins vegar verði að meta fram­burð hans með hlið­sjón af því ástandi sem hann var í. „En hvað ger­ist þarna á milli? Frá því í mið­bænum og þar til í sendi­ráð­in­u?“ Kol­brún segir frá­sögn Mar­eks um þann tíma vera miklu óljós­ari. Þá muni hann allt í einu ekki hvað hann gerði. Fyrst hafi hann ekki sagst vera með það á hreinu hvort að hann hafi farið heim að Bræðra­borg­ar­stíg en svo að hann hafi farið heim en aðeins í stutta stund. Í fyrstu minnt­ist hann þess ekki að hafa hitt nágranna­konu sína en svo fór hann að ráma í það. Um ver­una á Bræðra­borg­ar­stíg sé fram­burður hans mjög rugl­ings­leg­ur. „Þarna er það mat ákæru­valds­ins að hann sé ekki að segja nákvæm­lega allt sem hann mun­i.“

Marek ekki að segja satt

Kol­brún segir því ekki hægt að byggja á fram­burði Mar­eks. „Hann er ekki að segja satt – það sést á gögn­um,“ segir hún og heldur áfram: „Þegar þetta er allt skoðað í sam­hengi þá tel ég það sannað að ákærði hafi kveikt í hús­inu með þeim afleið­ingum sem lýst er í ákæru.“

Með íkveikj­unni hafi hann lokað einu útgöngu­leið­inni af 2. og 3. hæð húss­ins. Það sé afleið­ing sem honum hafi mátt vera full­ljós. „Hér er ekki um leik­ara­skap, slysni eða eitt­hvað grín að ræða. Það er kveikt í á tveimur stöð­u­m.“

Síð­asta álita­efni máls­ins segir Kol­brún vera hvort Marek hafi verið sak­hæfur á verkn­að­ar­stundu sem skipti máli þegar komi að refs­ingu hans. Nið­ur­stöður þriggja mats­manna um að Marek hafi verið „al­gjör­lega ófær um að stjórna aðgerðum sín­um“ á þessum tíma, séu mjög ákveðnar og vel rök­studd­ar. Og undir þetta taki ákæru­vald­ið. Geð­lækn­arnir telji hann hafa verið í geð­rofi og í oflæt­is­á­standi (man­íu) sem þeir úti­loki að stafi af lík­am­legum þátt­um. „Auð­vitað er þetta sér­stakt, að maður á sjö­tugs­aldri, sem er með óljósa geð­sögu, fari í svona geð­rof,“ segir hún. Svo virð­ist sem hann hafi gert það í kjöl­far mik­ils áfalls eftir að hafa fengið þær upp­lýs­ing­ar, sem reynd­ust svo ekki rétt­ar, að hann væri með krabba­mein. „Það virð­ist vera þessi, svo ég sletti aðeins, trig­ger.“

Auglýsing

Hún minnir á að ástæðan fyrir því að hann fór í geð­rof skipti aðeins máli varð­andi fram­hald­ið. Hvort ástæða sé til að hann sæti örygg­is­gæslu. Afar sjald­gæf auka­verkun sýkla­lyfja, anti­biom­ania, sem verj­andi hefur lagt áherslu á að gæti hafa valdið geð­rofi, sé að hennar mati úti­lokuð þar sem dæmin sýni að slíkt ástand vari aðeins í stuttan tíma eftir að sýkla­lyfja­inn­töku sé hætt. Marek hafi hins vegar enn sýnt geð­rofsein­kenni rúm­lega tveimur vikum eftir brun­ann.

„Ákæru­valdið telur að það liggi fyrir að ákærði hafi verið ósak­hæfur á verkn­að­ar­stundu og það þurfi að taka til greina vara­kröfu um örygg­is­vist­un,“ segir Kol­brún og tekur undir þá skoðun yfir­mats­manna, tveggja geð­lækna, að það sé ástæða til að hann sæti ítr­ustu örygg­is­ráð­stöf­unum og verði vistaður á rétt­ar­geð­deild.

Ef dóm­ur­inn telji hann hins vegar sak­hæfan fari ákæru­valdið fram á, með hlið­sjón af alvar­leika brot­anna, að Marek verði dæmdur til ævi­langrar fang­els­is­vist­ar.

Áttu allt lífið framundan

Næst er komið að Guð­brandi rétt­ar­gæslu­manni fórn­ar­lamba og aðstand­enda þeirra sem lét­ust. Hann setur fram, fyrir hönd hinna sautján brota­þola, kröfu um miska­bæt­ur. Málið er ekki ein­falt því ef hinn „virðu­legi dómur kemst að því að ákærði sé ósak­hæf­ur“ skal að hans mati beita ákvæðum Jóns­bókar frá árinu 1281 um „óðs manns víg“ líkt og í þeim laga­texta standi.

Guð­brandur rekur líðan umbjóð­enda sinna og segir elds­voð­ann hafa valdið þeim lík­am­legu, and­legu og fjár­hags­legu tjóni. Þá hafi lífi þeirra verið stefnt í aug­ljósa hættu. Fólkið búi við skerta sjálfs­mynd, mikla and­lega van­líð­an, kvíða og ótta. Þá hafi það misst hús­næði sitt og allar eigur sín­ar. Einn umbjóð­and­inn, kona sem bjó á annarri hæð­inni, hafi kom­ist út og orðið vitni af því að kona á ris­hæð­inni féll niður og lést.

Bræðraborgarstígur 1 í ljósum logum. Mynd: Aðsend

Annar umbjóð­andi Guð­brands var unnusti Isa­belu Kukla. Þau höfðu verið trú­lofuð í fimm ár og ætl­uðu að gifta sig um miðjan sept­em­ber í fyrra. Til Íslands höfðu þau komið gagn­gert til að safna sér pen­ing til að halda veislu. Sal­ur­inn var bók­að­ur. Boðskortin höfðu verið send út. Hann var ekki heima er eld­ur­inn kom upp. „Þau áttu allt lífið framundan og var and­lát hennar honum gríð­ar­legt áfall,“ segir Guð­brand­ur. Ungi mað­ur­inn fékk tauga­á­fall, áfallastreituröskun og glímir við kvíða­rösk­un, hryggð, dap­ur­leika, reiði, sekt­ar­kennd og van­mátt­ar­til­finn­ingu. Þá upp­lifir hann ósjálf­ráðar minn­ingar um áfall­ið.

Sá íbúi sem slas­að­ist mest hlaut mjög alvar­leg bruna­sár á tæp­lega 20 pró­sent lík­am­ans. Honum var haldið sof­andi á sjúkra­húsi í mánuð og und­ir­gekkst margar aðgerð­ir, m.a. húð­á­græðslu. Hann þarf að lifa með stöð­ugum verkjum því bruna­sár og ágrædd húð hafa ekki sömu eig­in­leika og venju­leg húð.

Guð­brandur fer einnig fram á að Marek verði dæmdur til að greiða systk­inum þeirra sem lét­ust miska­bæt­ur. Engin for­dæmi eru fyrir slíku en hann rök­studdi kröf­una m.a. í ljósi þess með hversu vofeig­legum hætti and­lát systk­ina þeirra bar að.

Harð­dug­legur ein­fari

„Eigum við að gera stutt hlé?“ spyr Bar­bara dóms­for­maður er Guð­brandur hefur lokið máli sínu.

„Já, endi­lega,“ segir Stefán Karl en næst er það hann sem mun flytja mál sitt. Fimmtán mín­útum síðar er hann mættur við borðið fyrir framan dóm­ar­ana. „Það er ábyrgð fólgin í því að taka þetta mál að sér,“ segir hann. „Það er álag“, heldur hann áfram og segir að búið sé að dæma Marek í fjöl­miðlum og að hann hafi m.a. verið kall­aður „fjöldamorð­ing­i“. Máls­at­vik þann 25. júní í fyrra séu að mörgu leyti þekkt en „þessi saga sem hér er sögð byrjar fyrr“.

Marek hafi verið heilsu­hraustur mað­ur, „ein­fari en harð­dug­leg­ur“. En svo hafi hann skyndi­lega veikst. Hann hafi verið lagður inn á Land­spít­al­ann og mögu­lega vegna tungu­mála­örð­ug­leika vakni hjá honum spurn­ing hvort hann sé með maga­sár eða krabba­mein. Þegar hann kom út af sjúkra­hús­inu var hann gjör­breyttur mað­ur. Hegð­un­ar­breyt­ing­arnar ágerðust, og nótt­ina fyrir brun­ann svaf hann ekki. „Við horfðum á það hvernig hann gekk um mið­bæ­inn,“ segir Stefán og vís­aði til upp­taka úr eft­ir­lits­mynd­vél­um. „Hegðun hans var stór­und­ar­leg.“ Hann var vistaður á geð­deild eftir hand­tök­una við sendi­ráðið og þegar af honum bráði og hann útskrif­aður þaðan „er hann aftur orð­inn sá Marek sem hann var“.

Stað­reyndir og get­gátur

„Þá veltir maður fyrir sér hvað ger­ist á Bræðra­borg­ar­stígn­um,“ segir Stefán Karl og vitnar því næst í amer­íska kvik­mynda­gerð­ar­mann­inn Blake Edwards, sem eitt sinn hafi sagt um rann­sókn­ar­lög­regl­una að „það sé ekk­ert sem skipti meira máli en stað­reynd­ir, annað eru get­gát­ur.“

Stefán full­yrðir að málið hafi aldrei verið rann­sakað „með neitt annað í huga“ en að Marek hafi kveikt í. Þær for­sendur hafi verið gefnar að það hafi verið „rugl­aði kall­inn sem labb­aði frá hús­in­u“.

Stefán Karl Kristjánsson segir Marek mögulega hafa verið í lyfjamaníu, eins og hann orðar það. Mynd: Bára Huld Beck

Kannski væri það hins vegar þannig að eng­inn hefði kveikt í. „Ég hef oft sagt að sak­sókn­ari sem hér er sé svo góð í sínu starfi að hún geti sagt mér að svart sé hvítt,“ heldur Stefán Karl áfram og á þar við Kol­brúnu Bene­dikts­dótt­ur, vara­hér­aðs­sak­sókn­ara. „En þetta er ekki svona, það þarf að rann­saka þetta. Þetta þarf að vera afdrátt­ar­laust.“

Því hafi verið „fleygt fram“ að Marek hafi verið með kveikjara í hend­inni þegar hann var hand­tek­inn. Gerði það hann að brennu­vargi? Var hann „grip­inn glóð­volg­ur?“

Á mynd­bönd­unum við sendi­ráðið sjá­ist að Marek hafi tæmt úr vösum sín­um. Þegar lög­reglan kom hafi hann svo verið með kveikjara og sígar­ettu­pakka í hönd­un­um. „Er ekki auð­veld­ara að draga þá ályktun að hann sé reyk­inga­mað­ur, frekar en brennu­varg­ur?“

Blóra­bögg­ull og bull­andi vafi

Stefán seg­ist hafa gengið fram hjá horn­hús­inu á Bræðra­borg­ar­stíg á hverjum ein­asta degi á leið sinni til vinnu alla tíð. „Þetta hús er ein stór eld­spýta.“ Hann segir „auð­velt að kenna klikk­aða mann­in­um“ um en „það er í raun eng­inn sem sér hann kveikja í.“ Að mati Stef­áns hafi rann­sókn máls­ins verið léleg. „Bara afskap­lega léleg.“ Frá fyrstu stundu hafi málið verið rann­sakað með það í huga að færa sönnur á sekt Mar­eks. „Lög­reglan á höf­uð­borg­ar­svæð­inu mun ekki vinna nein verð­laun fyrir þessa rann­sókn.“

Hann segir „bull­andi“ vafa í mál­inu og að þörfin til að finna blóra­böggul þegar svona hræði­legur atburður eigi sér stað sé „kannski und­ir­liggj­andi í mál­in­u“.

Þá telur hann að til­laga yfir­mats­manna um örygg­is­vistun byggi á því að Marek hafi framið hinn refsi­verða verkn­að. Annar geð­læknir sem kom fyrir dóm­inn hafi hins vegar sagt, og þeir reyndar all­ir, að engin hætta staf­aði af Marek í dag. Engin geð­saga sé í hans for­tíð. Stefán Karl vekur enn og aftur athygli á anti­biom­aniu, tíma­bundnu man­íukasti vegna sýkla­lyfja­notk­un­ar, sem er alvar­leg en sjald­gæf auka­verk­un. Hann fjallar því næst um eitt slíkt mál, „case stu­dy“ um mann sem var á „ná­kvæm­lega sömu lyfjum og Mar­ek“ og varð mjög veikur á geði. „Söku­dólg­ur“ veik­ind­anna var sýkla­lyf­ið, segir Stef­án. „Ég er ekki læknir en þegar eitt­hvað labbar eins og önd og kvakar eins og önd þá hlýtur það að vera önd.“

Auglýsing

En af hverju skiptir þetta máli, spyr Stefán Karl og heldur áfram: Vegna kröfu ákæru­valds­ins um vistun á stofn­un. Hafi lyfin valdið maníu þá sé lyk­il­at­riðið að hann noti þessi sýkla­lyf ekki aft­ur. „Þetta er eitt­hvað sem er ekki bara hægt að vísa frá.“

Hafið sé yfir allan vafa að Marek glímdi við afbrigði­leg frá­vik í hegðun um það leyti sem elds­voð­inn varð. Í fang­els­inu, þar sem hann hefur verið vistaður í frá því í júlí, hafi engin vanda­mál komið upp. Marek seg­ist sjálfur hafa hætt að taka geð­lyfin fyrir hálfu ári.

„Af­staða mín er sú að hann hafi ekki kveikt í. Að hans sé sak­laus.“ Átak­an­legt hafi verið að hlusta á fram­burð vitna og að harmur margra sé mik­ill. En skaða­bóta­kröf­unum sé ekki beint gegn réttum aðil­um. „Ákæru­valdið talar fyrir örygg­is­vistun eða langri fang­els­is­vist. Ég tala fyrir sýkn­u.“

Málið er að loknum mál­flutn­ingi lagt til dóms og dóm­þingi slit­ið. Dóms má vænta innan fjög­urra vikna.

Nöfn þeirra sem lét­ust í brun­anum hafa verið fjar­lægð úr umfjöll­un­inni að ósk ætt­ingja þeirra. Nöfnin voru birt opin­ber­lega í ákæru­skjali í mál­inu og komu ítrekað fram við opna máls­með­ferð fyrir dómi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar