Hvers vegna eru svona fáir í sóttkví?

Ýmsar ástæður eru fyrir því að færri eru hlutfallslega í sóttkví núna miðað við fjölda í einangrun en oft varð raunin í fyrri bylgjum faraldursins.

Einangrun
Auglýsing

„Það eru ýmsar ástæður sem við teljum vera fyrir þessu en eigum ekk­ert endi­lega von á að þetta verði staðan áfram,“ segir Hjör­dís Guð­munds­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi almanna­varna, spurð hvers vegna svo fáir hafi verið í sótt­kví á land­inu miðað við fjöld­ann í ein­angrun sam­kvæmt tölum COVID.­is. Hlut­fallið hefur vissu­lega sveifl­ast til og frá í fyrri bylgjum en sem dæmi voru um 4 í sótt­kví á hvern þann sem var í ein­angrun í fyrstu viku októ­ber í fyrra er þriðja bylgjan var að hefja sig til flugs. Í gær var þetta hlut­fall 1,4. Í dag hefur hlut­fallið breyst eftir að 500 manns voru sendir í sótt­kví á einum sól­ar­hring – á sama tíma og um 100 smit greindust.

Hjör­dís telur að árs­tím­inn sé lík­lega helsta ástæðan fyrir þessu lága hlut­falli nú. Það sé sum­ar­frí í skólum og sömu­leiðis hefur fólk verið í fríum frá íþrótta­æf­ingum í sumum hóp­í­þrótt­um. „Önnur ástæða er sú,“ segir Hjör­dís, „að mjög margir hafa svo verið í sum­ar­fr­íum og ekki hitt vinnu­fé­laga og því síður sent marga með sér í sótt­kví.“

Fram hefur komið í fréttum að smitrakn­ing­arteymið hafi ekki undan því að hringja í alla sem útsettir hafa verið fyrir smiti og þurfa að fara í sótt­kví. Flestir fái núna sms-skila­boð. Þá gagn­ist rakn­ing­arappið einnig í þessum til­gangi.

Auglýsing

Hjör­dís segir að almanna­varnir vinni nú smitrakn­ing­una í mik­illi sam­vinnu við vinnu­staði þar sem fólk hefur þurft að fara í sótt­kví. Reynt sé að senda aðeins þá sem þurfa í sótt­kví en aðra, sem hafa ekki verið í mik­illi umgengni við smit­aðan ein­stak­ling, í smit­gát.

Smit­gát er að sögn Hjör­dísar notuð þegar ein­stak­lingur hefur fengið til­kynn­ingu um mögu­lega útsetn­ingu fyrir COVID-19 en ekki er talin þörf á sótt­kví. Einnig þegar ein­stak­lingur hefur umgeng­ist eða verið á sama stað og ein­hver sem síðar grein­ist með COVID-19.

Þá hafa reglur um sótt­kví breyst, m.a. hvað bólu­setta ein­stak­linga varð­ar. Þeir þurfa ekki lengur að fara í sótt­kví þótt að ein­hver á heim­il­inu sé í sótt­kví, svo dæmi sé tek­ið.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðrún Johnsen, hagfræðingur og stjórnarmaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna.
Aukinn þrýstingur á að lífeyrissjóðir verði virkir hluthafar
Hagfræðingur segir vaxandi ójöfnuð og aukna loftslagsáhættu hafa leitt til ákalls um að lífeyrissjóðir sinni sínum upprunalegum tilgangi sem virkir hluthafar í skráðum og óskráðum félögum.
Kjarninn 16. janúar 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skipar starfshóp sem á að vinna grænbók um stöðu og áskoranir Íslands í orkumálum
Í nýjum starfshóp umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sitja þau Vilhjálmur Egilsson, Ari Trausti Guðmundsson og Sigríður Mogensen.
Kjarninn 16. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Þáttur ársins 2021
Kjarninn 16. janúar 2022
Þeim peningum sem Íslendingar geyma á innstæðureikningum fjölgaði umtalsvert á árinu 2020.
5.605 íslenskar fjölskyldur áttu 29,2 milljarða króna á erlendum reikningum
Innstæður landsmanna jukust um 84 milljarða króna á árinu 2020. Í lok þess árs voru þær ekki langt frá því sem innistæður voru árið 2008, fyrir bankahrun, þegar þær voru mestar í Íslandssögunni.
Kjarninn 16. janúar 2022
Sunna Ósk Logadóttir
Taugar til tveggja heima
Kjarninn 16. janúar 2022
Er Michael Jackson of stór fyrir slaufunarmenningu?
Forsýningar á söngleik um Michael Jackson hófust á Broadway í desember. Handrit söngleiksins var samið eftir að tveir menn stigu fram og sögðu frá hvernig Jackson misnotaði þá sem börn. Ekki er hins vegar minnst einu orði á barnaníð í söngleiknum.
Kjarninn 16. janúar 2022
Ásgeir Haraldsson og Valtý Stefánsson Thors
COVID, Ísland og bólusetningar
Kjarninn 16. janúar 2022
Lars Findsen
Ótrúlegra en lygasaga
Yfirmaður leyniþjónustu danska hersins situr nú í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa lekið upplýsingum, sem varða öryggi Danmerkur, til fjölmiðla. Slíkt getur kostað tólf ára fangelsi.
Kjarninn 16. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent