Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi

Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.

Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Auglýsing

Um helm­ingur allra þeirra teg­unda sem finn­ast undir ísnum í Norð­ur­-Ís­hafi til­heyra hlýrri svæðum heims­haf­anna. Á þessum slóðum er fáa fiska að finna en fjöl­margar aðrar líf­verur sem eru ekki dæmi­gerðar fyrir heim­skauta­svæði.

Þetta segir Randi Ing­vald­sen, vís­inda­kona við norsku Haf­rann­sókna­stofn­un­ina um nýja og nýstár­lega rann­sókn á líf­ríkið í haf­inu á hjara ver­ald­ar. Ísbrjót­ur­inn Hákon krón­prins var nýttur til verks­ins og flot­varpa notuð við að toga undan ísnum í kringum 87,5 gráðu norð­lægrar breidd­ar, rétt undan hinum eig­in­lega norð­ur­pól.

Auglýsing

Rann­sóknin var gerð í fyrra og var trollið dregið inn tólf sinn­um. Sam­an­lagt fund­ust hins vegar aðeins sjö fiskar m.a. þorskur, grá­lúða og lýsa. Það hljómar skringi­lega en kemur ekki á óvart á þessum slóð­um, segir Ing­vald­sen, sem tók þátt í rann­sókn­inni, við Norska rík­is­út­varp­ið, NRK. Hún segir það hafa verið almenn vit­neskja að ekki væri mikið um fisk í Norð­ur­-Ís­haf­inu.

Rannsóknarsvæðið sem Hákon krónprins rannsakaði í fyrrasumar. Mynd: Norska hafrannsóknarstofnunin

Annað sem kom upp úr kaf­inu við rann­sókn­ina kom veru­lega á óvart. Fyrst og fremst sú stað­reynd að afl­inn sam­an­stóð fyrst og fremst af far­teg­und­um. „Við fundum næstum því fleiri teg­undir sem eru algengar á suð­rænni slóðum en af þeim sem eru algengastar á heim­skauta­slóð­u­m,“ segir Ing­vald­sen við NRK. Þá fannst einnig mak­ríll og marglytt­ur. Fleiri marglyttur en fiskar veidd­ust. Aðeins sjö af þeim 29 teg­undum sem fund­ust við rann­sókn­ina eru taldar hrein­rækt­aðar heim­skauta­teg­und­ir.

Fylgja haf­straumum

Helsta skýr­ingin er talin sú að teg­undir fylgja oft haf­straum­um. Og þeir eru að breyt­ast. Bodil Blu­hm, vís­inda­maður við UiT, háskóla norð­ur­slóða, segir nú mik­il­vægt að fylgj­ast með hvernig þessum teg­undum reiðir af. Heim­skauta­svæðin eru að taka miklum breyt­ingum vegna lofts­lags­breyt­inga af manna völd­um. Hita­stig fer hækk­andi og ísinn bráðnar hraðar en áður. „Þessi rann­sókn sýnir að [lofts­lags­breyt­ing­ar] eru raun­veru­lega að eiga sér stað,“ segir Nils Gunnar Kvam­stø, „og að breyt­ing­arnar hafi áhrif á sjáv­ar­líf­rík­ið.“

Flær sem fangaðar voru við rannsóknirnar. Þær á efri myndinni eru dæmigerðar fyrir vistkerfi heimskautasvæðina en þær neðri eru líklega nýbúar á þeim slóðum. Mynd: Norska hafrannsóknarstofnunin

Nú þegar fiskur virð­ist sækja norðar vegna hlýn­unar sjáv­ar, breyt­inga á haf­straumum og fleiri þátta, mun það auka ásókn í veið­ar, líka í Norð­ur­-Ís­haf­inu. Bluhm bendir á að miðað við nið­ur­stöður þeirra rann­sókna gætu veiðar á þeim slóðum ekki verið arð­bær­ar.

Brátt verði ekki aftur snúið

Hún segir að þótt nið­ur­staðan hafi verið þessi, að mjög lítið af fiski sé að finna svo norð­ar­lega hafi rann­sóknin gefið ýmsar mik­il­vægar upp­lýs­ingar – stoppað í nokkur göt í þekk­ingu okk­ar.

Kvam­stø segir nið­ur­stöð­urnar ískyggi­leg­ar. Sú stund nálgist að ekki verði aftur snú­ið. „Við verðum að nýta þá vit­neskju sem við höfum aflað til athafna.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lengd vinnuvikunnar er ekki náttúrulögmál
Kjarninn 29. september 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
Kjarninn 29. september 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
Kjarninn 29. september 2022
Fylgi Framsóknarflokksins hreyfist um fjögur prósent á milli mánaða í nýjustu mælingu Maskínu.
Fylgi Framsóknar dregst saman um fjögur prósentustig á milli mánaða
Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu nartar Samfylkingin nú í hæla Framsóknar hvað fylgi á landsvísu varðar. Píratar dala ögn en Viðreisn og Vinstri græn mælast með meira fylgi en í ágústmánuði.
Kjarninn 29. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
Kjarninn 29. september 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Gríðarlegt uppstreymi í Eystrasalti yfir einu gati á gasleiðslunni.
Hafa uppgötvað fjórða lekann í Eystrasalti
Gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti leka á fjórum stöðum. Fjórði lekinn uppgötvaðist á þriðjudag en sænska strandgæslan staðfesti tilvist hans í morgun.
Kjarninn 29. september 2022
Fyrir stóran hluta íslenskra heimila er húsnæðislánið stærsti einstaki útgjaldaliðurinn í hverjum mánuði. Lágt vaxtastig kom heimilunum til góða, en sendi húsnæðisverðið á sama tíma í hæstu hæðir. Senn breytist greiðslubyrði fjölmargra heimila.
„Nýja snjóhengjan“: Hundruð milljarða skuldir færast senn af sögulega lágum vöxtum
Margir íslenskir lántakendur nýttu sér fordæmalausar vaxtalækkanir Seðlabankans í faraldrinum til að taka óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. Stóraukin greiðslubyrði bíður þeirra, að öllu óbreyttu.
Kjarninn 28. september 2022
Meira úr sama flokkiErlent