Íslandi vel borgið þar sem það er

Forsætisráðherra telur að Íslendingar eigi ekki að vera í Evrópusambandinu og að ef meirihluti væri fyrir því á þingi að halda aðildarviðræðum áfram þá yrði „leitað leiðsagnar þjóðarinnar áður en fram væri haldið“.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Auglýsing

Logi Ein­ars­son for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar spurði Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra hvort hún styddi end­ur­flutta þings­á­lykt­un­ar­til­lögu Sam­fylk­ing­ar, Við­reisnar og Pírata um þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um fram­hald við­ræðna um aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag.

Katrín sagði meðal ann­ars að hún teldi það mik­il­vægt að meiri­hluti væri á þing­inu til að fylgja eftir aðild­ar­um­sókn að Evr­ópu­sam­band­inu. „Ég hefði lagt á það áherslu ef sá meiri­hluti er fyrir hendi hér á þingi að sá meiri­hluti leit­aði leið­sagnar þjóð­ar­innar áður en fram væri hald­ið.“

Logi hóf mál sitt á að rifja upp að árið 2015 hefði verið lögð fram þings­á­lykt­un­ar­til­laga á þingi um að fela rík­is­stjórn­inni að efna til þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um áfram­hald­andi við­ræður við ESB, um fulla aðild Íslands.

Auglýsing

Hann rifj­aði einnig upp að for­maður VG, Katrín Jak­obs­dótt­ir, hefði mælt fyrir til­lög­unni í fjar­veru for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sem var fyrsti flutn­ings­mað­ur, og meðal ann­ars sagt í flutn­ings­ræð­unni:

„Í þessu til­viki tel ég að lýð­ræð­is­rökin vegi þyngst, að málið sé af þeirri stærð­argráðu og á því séu svo margar hliðar að eðli­legt sé að við leitum leið­sagnar þjóð­ar­innar og föll­umst á að hlíta lýð­ræð­is­legri leið­sögn henn­ar.“

Logi Einarsson Mynd: Bára Huld Beck

Logi sagð­ist vera hjart­an­lega sam­mála orðum for­manns VG og núver­andi for­sæt­is­ráð­herra.

„En nú var sams konar þings­á­lykt­un­ar­til­lögu dreift hér í dag af þremur stjórn­ar­and­stöðu­flokk­um. Því leikur mér ein­fald­lega for­vitni á að vita hvort hæst­virtur for­sæt­is­ráð­herra sé ekki örugg­lega enn þeirrar skoð­unar að málið sé af þeirri stærð­argráðu að eðli­legt sé að leita leið­sagnar þjóð­ar­inn­ar,“ sagði hann og spurði hvort hún styddi end­ur­flutta þings­á­lykt­un­ar­til­lögu Sam­fylk­ing­ar, Við­reisnar og Pírata um þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um fram­hald við­ræðna um aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu.

Málið er ekki svart/hvítt

Ráð­herr­ann svar­aði og sagð­ist telja að sú veg­ferð að sækja um aðild á sínum tíma hefði verið far­sælli ef ráð­ist hefði verið í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu áður en sú umsókn var lögð fram.

„Ég ætla að segja það hér í þessum stól, og ég held raunar að ég hafi sagt það áður, að ég held að það hafi verið mis­tök hjá mér og öðrum þeim sem greiddu atkvæði gegn þeirri til­lögu að ráð­ast í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu áður en sótt var um aðild. En þannig var það. Þá var það lyk­il­at­riði, í þáver­andi stjórn­ar­sam­starfi Vinstri grænna og Sam­fylk­ing­ar, að þessi umsókn yrði lögð fram og að ekki yrði ráð­ist í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu áður og við stóðum við það. Ég hef svo sem ekki skipt um skoðun á því að ég tel mjög mik­il­vægt að leita leið­sagnar þjóð­ar­innar í slíkum stórum mál­um. Ég tel, eins og ég sagði, að það hefði betur verið gert þannig 2009. En ég vil líka segja að mér finnst mik­il­vægt að hér á Alþingi liggi fyrir hver afstaða meiri hluta þing­manna er gagn­vart því að fara í slíka veg­ferð, að sækja um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu.

Ég sé að þetta mál er komið aftur á dag­skrá, ekki síst vegna þró­unar í alþjóða­mál­um. En ég ætla að líka að upp­lýsa það alveg heið­ar­lega að ég er þeirrar skoð­unar að Íslandi sé vel borgið þar sem það er, að við eigum ekki að ráð­ast í það að fara inn í Evr­ópu­sam­band­ið. Þá afstöðu hef ég mótað með mér í tölu­vert langan tíma vegna þess að ég tel ein­fald­lega að gall­arnir séu miklu fleiri en kost­irn­ir, þótt ég sé fyrsta mann­eskjan til að við­ur­kenna að þetta er ekki svart/hvítt mál,“ sagði hún.

Aðild­ar­um­sókn aldrei verið dregin til baka af Alþingi

Logi spurði í annað sinn og sagði að sama hvaða skoðun menn hefðu á aðdrag­and­anum síð­ast væri aðild­ar­um­sókn, sem lögð var fram á Alþingi á sínum tíma, í fullu gildi.

„Hún hefur aldrei verið dregin til baka af Alþingi. En það er áhuga­vert að hæst­virtur ráð­herra segi: Jú, það er mik­il­vægt að spyrja þjóð­ina en við þurfum samt að heyra hvað meiri hluta þing­heims finnst um aðild. Þar er hún vænt­an­lega að vísa til hins póli­tíska ómögu­leika sem hæst­virtur fjár­mála­ráð­herra hefur talað mikið um. Sjálf hlýtur hæst­virtur for­sæt­is­ráð­herra ein­hvern veg­inn að hafna svo­leiðis kenn­ingum vegna þess að hennar flokk­ur, sem er á móti þjóðar­ör­ygg­is­stefn­unni og á móti aðild­inni að NATO, gerir það samt að hluta af stjórn­ar­sátt­mál­an­um,“ sagði hann og ítrek­aði spurn­ingu sína: „Mun hæst­virtur for­sæt­is­ráð­herra styðja það að þjóðin fái að greiða atkvæði um hvort við höldum áfram aðild­ar­við­ræð­u­m?“

Aðild að NATO og aðild að ESB ekki það sama

Katrín kom í pontu í annað sinn og sagði að henni fynd­ist aðild að Atl­ants­hafs­banda­lag­inu og aðild að Evr­ópu­sam­band­inu ekki sam­bæri­leg „því að sá er mun­ur­inn á að Ísland er aðili að Atl­ants­hafs­banda­lag­inu og hefur verið það frá stofnun þess. En hitt er allt önnur ákvörð­un, að ákveða að fara aftur af stað í að sækja um aðild að ESB.“

Hún sagði það hins vegar vera rétt hjá Loga að Alþingi hefði aldrei dregið umsókn um aðild að ESB til baka og hefði það verið mjög umdeilt á sínum tíma, meðal ann­ars hjá henni.

„Mér hefði þótt betri bragur á því að það hefði verið gert á þeim tíma og raunar er það svo, ef ég man rétt, að það er annar flokkur í stjórn­ar­and­stöðu bein­línis með til­lögu um að draga umsókn­ina til baka af hálfu Alþingis og ef mig mis­minnir ekki er það Flokkur fólks­ins. Ég vil bara segja það heið­ar­lega hér að að mínu viti tel ég mik­il­vægt að það sé meiri­hluti á þing­inu til að fylgja eftir aðild­ar­um­sókn að Evr­ópu­sam­band­inu. Ég hefði lagt á það áherslu ef sá meiri­hluti er fyrir hendi hér á þingi að sá meiri hluti leit­aði leið­sagnar þjóð­ar­innar áður en fram væri hald­ið,“ sagði ráð­herr­ann.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent