Íslendingar gefa hálfa milljón bóluefnaskammta

Ísland hefur gefið alla umframskammta sína af bóluefnum AstraZeneca og Janssen inn í COVAX-samstarfið. Um 15 prósent eru þegar komin til viðtökuríkja. „Allt kapp er lagt á að umframskammtar renni inn í COVAX eins fljótt og kostur er á.“

Tæplega 130 þúsund umframskammtar af AstraZeneca sem Ísland hafði tryggt sér með samningum við framleiðandann hafa verið gefnir inn í COVAX-samstarfið.
Tæplega 130 þúsund umframskammtar af AstraZeneca sem Ísland hafði tryggt sér með samningum við framleiðandann hafa verið gefnir inn í COVAX-samstarfið.
Auglýsing

Heil­brigð­is­ráðu­neytið og utan­rík­is­ráðu­neytið hafa á und­an­förnum miss­erum unnið að því að gefa umfram­skammta af COVID-19 bólu­efnum til efna­minni ríkja í gegnum COVAX-­bólu­efna­sam­starf­ið. Ísland hefur gefið alla umfram­skammta sína af Astr­aZeneca, eða 125.726 skammta, til COVAX og einnig alla umfram­skammta af Jans­sen-­bólu­efn­inu eða 171 þús­und skammt.

Þá mun Ísland einnig gefa ríf­lega 45.000 skammta af Moderna-­bólu­efn­inu til COVAX og unnið er að áfram­hald­andi áætlun um gjöf af Moderna skömmtum í sam­ræmi við áætlun sótt­varna­læknis um örv­un­ar­bólu­setn­ingu næstu miss­er­in. Það sama er uppi á ten­ingnum hvað varðar gjöf á Pfiz­er-­skömmt­um, sú áætlun er unnin í sam­ræmi við áætlun sótt­varna­læknis um örv­un­ar­bólu­setn­ingu hér á landi. Sú her­ferð er hafin og býðst öllum lands­mönnum sextán ára og eldri örv­un­ar­skammt­ur.

Auglýsing

„Við notum enn tölu­vert af Jans­sen en Astra er ekki lengur flutt inn,” segir Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir við Kjarn­ann. Hann segir það bólu­efni nýt­ast betur í öðrum löndum út af þeim tak­mörk­unum sem við settum á notkun þess með til­liti til ald­urs og kyns. Þeir skammtar af bólu­efni Astr­aZeneca sem eru til í land­inu eru not­aðir í seinni skammta þeirra sem hafa ekki klárað tím­an­lega sína bólu­setn­ingu eða hófu hana erlendis og vilja klára með sama bólu­efni.

Ísland hefur gefið 171 þúsund skammta af Janssen-bóluefninu. Mynd: EPA

Í svari utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um gjafa­skammta Íslands og aðra aðstoð við efna­minni ríki í heims­far­aldr­inum kemur fram að umfram­skammtar Íslands fari þangað sem þörfin er talin mest hverju sinni sam­kvæmt mati bólu­setn­ing­ar­banda­lags­ins GAVI sem hefur umsjón með COVAX. Nú þegar hafa í heild­ina 47.220 skammtar af Astr­aZeneca bólu­efn­inu lent í við­töku­ríkj­um, þar af hafa 35.700 skammtar farið til Fíla­beins­strand­ar­inn­ar, 1.920 til Gana, 2.400 til Síerra Leóne og 7.200 skammtar til Egypta­lands. „Allt kapp er lagt á að umfram­skammtar renni inn í COVAX eins fljótt og kostur er á,“ segir í svari ráðu­neyt­is­ins. „Ís­lensk stjórn­völd hafa frá upp­hafi lagt áherslu á að styðja við COVAX-­sam­starfið og hefur Ísland, með fram­lagi upp á ríf­lega 1 millj­arð íslenskra króna, skipað sér í hóp ríkja sem umtals­vert hafa lagt af mörkum til dreif­ingar bólu­efna á heims­vís­u.“

144 ríki taka þátt í COVAX-­sam­starf­inu. Í gegnum það hefur um hálfum millj­arði bólu­efna­skammta verið dreift til efna­minnstu ríkja heims.

Til stendur að gefa fjölda skammta af Moderna-bóluefninu, ýmist í gegnum COVAX eða í samvinnu við ESB. Mynd: EPA

Gjafir í sam­starfi við ESB

Auk COVAX-­sam­starfs­ins hefur íslenska heil­brigð­is­ráðu­neytið í sam­vinnu við Evr­ópu­sam­bandið ákveðið að gefa umfram­skammta af Pfiz­er-­bólu­efn­inu sem nú þegar er hér á landi til Taílands í gegnum tví­hliða samn­ing, þar sem ekki er heim­ilt að gefa bólu­efna­skammta sem þegar hafa borist til lands­ins í COVAX. Það eru í heild­ina 100.620 skammt­ar. Ekki liggur fyrir nákvæm dag­setn­ing á flutn­ingi skammt­anna til Taílands. Þá vinnur heil­brigð­is­ráðu­neytið einnig að því að gefa umfram­skammta af Moderna-­bólu­efni, um 50.000 skammta, í gegnum tví­hliða samn­ing í sam­vinnu við ESB. Um er að ræða skammta sem þegar hafa borist til lands­ins og því ekki hægt að gefa í COVAX. Ekki liggur end­an­lega fyrir hvert verður við­töku­rík­ið.

Sam­tals hefur Ísland því þegar ákveðið að gefa um hálfa milljón skammta til ann­arra ríkja, ýmist í gegnum COVAX eða í sam­vinnu við ESB. Tæp­lega 600 þús­und skammtar af bólu­efni hafa verið gefnir fólki hér á landi. Um 80 þús­und þeirra eru örv­un­ar- eða við­bót­ar­skammt­ar. 89 pró­sent lands­manna tólf ára og eldri eru full­bólu­sett (hafa fengið tvo skammta).

Skammt­arnir fæstir þar sem neyðin er mest

Bólu­efna­sam­starfið Gavi vinnur nú að sér­stöku átaki í því að koma bólu­efnum sem fást í gegnum COVAX til þeirra jarð­ar­búa sem búa við við­kvæm­ustu aðstæður allra, m.a. vegna fátæktar og átaka. Í nýrri til­kynn­ingu frá Gavi segir að um helm­ingur þeirra landa þar sem neyðin er mest hafi ekki enn fengið bólu­efni til að bólu­setja 10 pró­sent íbúa. Fimm fátæk­ustu ríki heims (Tjad, Aust­ur-­Kongó, Haí­tí, Suð­ur­-Súdan og Jem­en) hafa ekki nægt bólu­efni til að bólu­setja tvö pró­sent íbú­anna. Átök og annað ofbeldi er útbreitt í flestum þeirra ríkja sem fæsta bólu­efna­skammta hafa feng­ið.

Í til­kynn­ingu Gavi segir að á síð­ustu vikum og mán­uðum hafi smám saman tek­ist að flytja meira af bólu­efna til þeirra jarð­ar­búa sem búa við hvað mesta neyð og vonir standi til að sú þróun haldi áfram næstu mán­uði. Stofn­anir á sviði mann­úð­ar, m.a. UNICEF og UN Women, vinna einnig með Gavi að því að koma lífs­nauð­syn­legri aðstoð, svo sem mat, hreinu drykkj­ar­vatni og skjóli, til fólks sem býr við neyð. Gavi fagnar því í til­kynn­ingu sinni að í þess­ari viku hafi tek­ist að koma fyrstu bólu­efna­skömmt­unum til fólks sem er á flótta undan átökum í Íran og til fólks í áhættu­hópum vegna COVID-19 í Taílandi.

Gera ríkar kröfur til við­tak­enda bólu­efna

Ýmsar hindr­anir standa í vegi fyrir því að hægt hefur gengið að dreifa bólu­efn­um. Ekki aðeins seina­gangur vest­rænna ríkja við að gefa skammta leikur þar hlut­verk. Við venju­legar aðstæður taka fram­leið­endur bólu­efna og lyfja mögu­legar skaða­bóta­kröfur vegna notk­unar efn­anna á sig. En í heims­far­aldri COVID-19 hafa lyfja­fyr­ir­tækin gert þær kröfur að allir kaup­endur og við­tak­endur skammt­anna, hvort sem um er að ræða ein­stök lönd eða mann­úð­ar­stofn­an­ir, taki þessa áhættu.

Auglýsing

Fjórir bólu­efna­fram­leið­endur (Clover, John­son & John­son, Sin­oph­arm og Sinovac) hafa aflétt þessum vátrygg­inga­kröfum og hvetur Gavi fleiri til að gera slíkt hið sama svo mann­úð­ar­stofn­anir og sam­tök geti dreift bólu­efnum hraðar um alla heims­byggð­ina. Rík­is­stjórnir eru hvattar til að beita sér í þessu sam­bandi en eru einnig minntar á við­kvæma hópa innan sinna sam­fé­laga s.s. flótta­fólk, hæl­is­leit­endur og í ein­hverjum til­fellum inn­flytj­endur sem gætu vegna lít­illa tengsla í nýju sam­fé­lagi orðið útundan í bólu­setn­ingum gegn COVID-19.

Stutt við efna­minni ríki með ýmsum hætti

Utan stuðn­ings við COVAX hefur Ísland stutt við ýmsar aðgerðir til að bregð­ast við áhrifum COVID-19 á heims­vísu og stuðla að bættri getu efna­minni ríkja til að takast á við far­ald­ur­inn, þar með talið í tví­hliða sam­starfs­löndum okk­ar, segir í svari utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Í Malaví hefur 125 millj­ónum króna verið veitt til COVID-tengdra verk­efna árin 2020-2021. Þar af var 45 millj­ónum til að styrkja COVID-19 við­bragðs­á­ætlun Man­gochi-hér­aðs í heil­brigð­is- og mennta­mál­um. Fram­lagið nýtt­ist í sam­hæf­ingu, þjálfun heil­brigð­is­starfs­fólks og kaup á heil­brigð­is­vör­um. Þá var 27 millj­ónum króna veitt til Jafn­rétt­is­stofn­unar Sam­ein­uðu þjóð­anna (UN Women), með áherslu á að draga úr áhrifum far­ald­urs­ins á stúlk­ur, t.d. með bar­áttu gegn barna­hjóna­bönd­um. Alls hafa 53 millj­ónir króna farið til Mat­væla­að­stoðar SÞ (WFP) sem hefur aðstoðað stjórn­völd í við­brögðum vegna far­ald­urs­ins m.a. með því að setja upp skimun­ar- og grein­ing­ar­að­stöðu við landamæra­stöðvar Malaví og bráða­birgða­bygg­ingar við sjúkra­hús sem munu nýt­ast sem rann­sókn­ar­stofur og legu­deildir fyrir COVID-smit­aða.

Tæpum 120 milljónum hefur verið varið til COVID-tengdra verkefna í Úganda síðustu mánuði. Mynd: Utanríkisráðuneytið

Í Úganda hefur 118 millj­ónum króna verið veitt til COVID-tengdra verk­efna árin 2020-2021. Þar af var um 65 millj­ónum til skóla­mál­tíða fyrir 23 þús­und börn í Buikwe-hér­aði. Þá fóru 15 millj­ónir til að styrkja COVID-19 við­bragðs­á­ætlun hér­aðs­yf­ir­valda í Buikwe, með áherslu á heilsu og mennt­un.

Nú nýverið var sam­þykkt að bæta við stuðn­ingi við bæði sam­starfs­héruð Íslands í Úganda fyrir árið 2021, að upp­hæð 38 millj­ón­ir, sem mun styrkja við­bragðs­getu hér­að­anna, m.a. með þjálfun starfs­fólks, vit­und­ar­vakn­ingu í sam­fé­lögum og kaupum á heil­brigð­is­bún­aði.

Þá var 84 millj­ónum króna varið í verk­efni í Síerra Leóne árið 2020. Þar af var 41 milljón veitt til Barna­hjálpar Sam­ein­uðu þjóð­anna (UN­ICEF) til vatns- og hrein­læt­is­við­bragða til varnar far­aldr­in­um. Þá var 41 milljón veitt til UNFPA til að við­halda kyn­heil­brigð­is­þjón­ustu á tímum COVID-19. Að auki var tveimur millj­ónum króna bætt við fjár­mögnun fyrir Aber­deen Womens Centre til að reka mið­stöð fyrir aðgerðir gegn kyn­bundnu ofbeldi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent