Janúkóvíts ekki lengur eftirlýstur af Interpol

putin_janukovits.jpg
Auglýsing

Viktor Janúkó­víts, fyrr­ver­andi for­seti Úkra­ínu, er ekki lengur eft­ir­lýstur af alþjóða­lög­regl­unni Inter­pol. Ákæran á hendur honum var ógilduð eftir að Inter­pol fór yfir gögn lög­maður Janúkó­víts lagði fram.

Janúkó­víts var fyrst settur á lista Inter­pol 12. jan­úar í ár eftir að ný stjórn­völd í Úkra­ínu höfuð farið fram á að það yrði gert fyrir að hafa notað almannafé til einka­nota, auðg­un­ar­brot og spill­ing­u í emb­ætti for­seta. Janúkó­víts var hrak­inn frá völdum í Úkra­ínu í mót­mæl­unum í febr­úar 2014. Hann flúði þá til Rúss­lands og talið er að hann haldi sig þar enn.

Að sögn tals­manns Inter­pol lagði Jos­eph Hage Aar­on­son, lög­maður Janúkó­víts, til gögn sem skylda lög­reglu­sam­tökin til að rann­saka mál Janúkó­víts mun bet­ur. Í kjöl­farið hefur for­set­inn fyrr­ver­andi, eini eft­ir­lif­andi sonur hans Oleksandr og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra lands­ins Mykola Azarov, verið teknir af lista eft­ir­lýstra ein­stak­linga. Jafn­framt geta stjórn­völd aðild­ar­landa Inter­pol ekki nálg­ast gögn sam­tak­anna um þessa ein­stak­linga.

Auglýsing

Hinn sonur Janúkó­víts, Vikt­or, drukkn­aði þegar fjöl­skyldu­bíll hans fór niður um ís á Baíkal­vatni í Síberíu í mars.

janukovits Ekki er lengur hægt að skoða upp­lýs­ingar um Janúkó­víts á vef Inter­pol.

 

Eins og Kjarn­inn greindi frá í jan­úar þá hafði Inter­pol dregið það að setja Janúkó­víts á lista eft­ir­lýstra manna vegna þess að sam­kvæmt reglum lög­reglu­sam­tak­anna var málið rekið af póli­tískum ástæð­um.

Ólík­legt þykir að Janúkó­víts verði hand­tek­inn í Rúss­landi fyrir nokkrar sakir en heima í Úkra­ínu hef­ur al­menn­ingur lagt mikla áherslu á að for­set­inn fyrr­ver­andi verði sóttur til saka fyrir morð á mót­mæl­endum á Frelsis­torg­inu í Kænu­garði síð­asta vet­ur.

Dómur yfir fyrr­ver­andi ráða­mönnum í Úkra­ínu er jafn­framt tal­inn mik­ill próf­steinn fyrir nýja rík­is­stjórn lands­ins og for­set­ann Petró Porosjenkó.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sacky Shanghala var dómsmálaráðherra Namibíu þar til á miðvikudag, þegar hann sagði af sér vegna Samherjamálsins.
Bankareikningar mútuþega í Samherjamálinu í Namibíu frystir
Yfirvöld í Namibíu eru búin að frysta bankareikninga í eigu tveggja lykilmanna í Samherja-málinu. Annar þeirra var dómsmálaráðherra landsins og hinn er tengdasonur fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Mikið velti á áhættudreifingu lífeyrissjóðanna
Breytt aldurssamsetning þjóða og áhrif hennar á lífeyrissjóðakerfið eru á meðal þess sem fjallað er um í nýrri skýrslu framtíðarnefndar forsætisráðherra. Að mati nefndarinnar er mikilvægt að íslenskum lífeyrissjóðum takist vel til í áhættudreifingu.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Gefa út bókina „Ekkert að fela“ um Samherjamálið á morgun
Teymið sem vann Kveiks-þáttinn um Samherja og viðskiptahætti fyrirtækisins í Afríku hefur skrifað bók um málið. Hún kemur út á morgun.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Talnastuð
Safnað fyrir jólaspilaverkefninu í ár á Karolína fund.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Jósep Ó.Blöndal
Uppsagnir – A la Sopranos
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flosi Þorgeirsson
Maður er nefndur Jack Parsons
Kjarninn 17. nóvember 2019
Fræða ferðamenn um góða sjúkdómsstöðu íslenskra búfjárstofna
Landbúnaðarráðherra telur mikilvægt að ferðamenn fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i. Því verða sett upp veggspjöld með þeim upplýsingum á helstu komustöðum til landsins.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Sjávarútvegsráðherra boðaður á fund atvinnuveganefndar
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að sjávarútvegsráðherra komi fyrir atvinnuveganefnd og ræði meðal annars afleiðingar Samherjamálsins á önnur íslensk fyrirtæki og greinina í heild sinni.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None