Janúkóvíts ekki lengur eftirlýstur af Interpol

putin_janukovits.jpg
Auglýsing

Viktor Janúkó­víts, fyrr­ver­andi for­seti Úkra­ínu, er ekki lengur eft­ir­lýstur af alþjóða­lög­regl­unni Inter­pol. Ákæran á hendur honum var ógilduð eftir að Inter­pol fór yfir gögn lög­maður Janúkó­víts lagði fram.

Janúkó­víts var fyrst settur á lista Inter­pol 12. jan­úar í ár eftir að ný stjórn­völd í Úkra­ínu höfuð farið fram á að það yrði gert fyrir að hafa notað almannafé til einka­nota, auðg­un­ar­brot og spill­ing­u í emb­ætti for­seta. Janúkó­víts var hrak­inn frá völdum í Úkra­ínu í mót­mæl­unum í febr­úar 2014. Hann flúði þá til Rúss­lands og talið er að hann haldi sig þar enn.

Að sögn tals­manns Inter­pol lagði Jos­eph Hage Aar­on­son, lög­maður Janúkó­víts, til gögn sem skylda lög­reglu­sam­tökin til að rann­saka mál Janúkó­víts mun bet­ur. Í kjöl­farið hefur for­set­inn fyrr­ver­andi, eini eft­ir­lif­andi sonur hans Oleksandr og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra lands­ins Mykola Azarov, verið teknir af lista eft­ir­lýstra ein­stak­linga. Jafn­framt geta stjórn­völd aðild­ar­landa Inter­pol ekki nálg­ast gögn sam­tak­anna um þessa ein­stak­linga.

Auglýsing

Hinn sonur Janúkó­víts, Vikt­or, drukkn­aði þegar fjöl­skyldu­bíll hans fór niður um ís á Baíkal­vatni í Síberíu í mars.

janukovits Ekki er lengur hægt að skoða upp­lýs­ingar um Janúkó­víts á vef Inter­pol.

 

Eins og Kjarn­inn greindi frá í jan­úar þá hafði Inter­pol dregið það að setja Janúkó­víts á lista eft­ir­lýstra manna vegna þess að sam­kvæmt reglum lög­reglu­sam­tak­anna var málið rekið af póli­tískum ástæð­um.

Ólík­legt þykir að Janúkó­víts verði hand­tek­inn í Rúss­landi fyrir nokkrar sakir en heima í Úkra­ínu hef­ur al­menn­ingur lagt mikla áherslu á að for­set­inn fyrr­ver­andi verði sóttur til saka fyrir morð á mót­mæl­endum á Frelsis­torg­inu í Kænu­garði síð­asta vet­ur.

Dómur yfir fyrr­ver­andi ráða­mönnum í Úkra­ínu er jafn­framt tal­inn mik­ill próf­steinn fyrir nýja rík­is­stjórn lands­ins og for­set­ann Petró Porosjenkó.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Síminn vill greiða hluthöfum 31,5 milljarða vegna sölunnar á Mílu – og svo sennilega meira
Franska fyrirtækið Ardian er búið að gera upp við Símann vegna kaupanna á Mílu. Síminn ætlar að leggja tillögu um að greiða hluthöfum 31,5 milljarða króna af söluandvirðinu fyrir hluthafafund í lok október.
Kjarninn 30. september 2022
Á fjórum stöðum streymir gas upp af leiðslunni í Eystrasalti.
„Um viljaverk var að ræða“
Götin á Nord Stream-gasleiðslunum er mjög stór og gríðarlegt magn metans streymir enn út í andrúmsloftið. Danir og Svíar ætla að gæta þess að á fundi öryggisráðs Sþ í kvöld verði fjallað um staðreyndir, „nefnilega þær að um viljaverk var að ræða“.
Kjarninn 30. september 2022
Fleiri íbúar landsbyggðarinnar en höfuðborgarsvæðisins telja sig hafa verið bitna af lúsmýi og mest er aukningin á Norðurlandi.
Lúsmýið virðist hafa náð fótfestu á Norðurlandi í sumar
Áttunda sumarið í röð herjaði lúsmýið á landann. Nærri þrefalt fleiri landsmenn telja sig hafa verið bitna af lúsmýi í sumar, tvöfalt fleiri en fyrir þremur árum. Mest var aukningin á Norðurlandi.
Kjarninn 30. september 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Deng Xiaoping - seinni hluti 邓小平 下半
Kjarninn 30. september 2022
Gatnamótin sem um ræðir eru við norðurenda stokksins og yrðu mislæg, en þó í plani við umhverfið í kring.
Borgin vill sjá útfærslu umfangsminni gatnamóta við mynni Sæbrautarstokks
Allt að sex akreinar verða á hluta Kleppsmýrarvegar samkvæmt einu tillögunni að nýjum mislægum gatnamótum við mynni Sæbrautarstokks sem lögð var fram í matsáætlun. Reykjavíkurborg vill að umfangsminni gatnamót verði skoðuð til samanburðar.
Kjarninn 30. september 2022
Gylfi Helgason
Staða menningarmála: Fornleifar
Kjarninn 30. september 2022
Vilhjálmur Árnason (t.v.) er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins er á meðal alls 22 meðflutningsmanna Vilhjálms.
Yfir tuttugu þingmenn vilja að Ísland verði leiðandi í rannsóknum á hugvíkkandi efnum
Stór hópur þingmanna úr öllum flokkum nema Vinstrihreyfingunni – grænu framboði vill sjá heilbrigðisráðherra skapa löglegan farveg fyrir rannsóknir á virka efninu í ofskynjunarsveppum hér á landi, þannig að Ísland verði „leiðandi“ í rannsóknum á efninu.
Kjarninn 30. september 2022
Þóra Hreinsdóttir var fimmtán ára er hún ritaði í dagbókina sína um náin samskipti við Jón Baldvin árið 1970.
Unglingsstúlka lýsti nánu sambandi við Jón Baldvin Hannibalsson í dagbók
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, sagði í bréfi til stúlku árið 1970 að hjarta hans slægi örar og blóðið rynni hraðar þegar hann hugsaði til hennar. Stúlkan var 15 ára. Hann 31 árs. Var kennarinn. Hún nemandinn.
Kjarninn 30. september 2022
Meira úr sama flokkiErlent
None