Karolina Fund: Heimildarmynd um umræðuhefðina í heita pottinum

79540f6920a1e5d59fe3298c1cd75ad5.jpg
Auglýsing

Stutt­heim­ild­ar­myndin Heiti Pott­ur­inn fangar þá sér­stæðu og skemmti­lega umræðu­hefð og nánd Íslend­inga sem mynd­ast í heita pott­inum - hefð sem á sér hvergi líka ann­ars staðar í heim­in­um.

Kvik­mynda­mið­stöð Íslands, ÍTR, Reykja­vík­ur­borg og Vest­ur­bæj­ar­laug hafa öll fjár­magnað verk­efn­ið, auk þess sem RÚV og Bíó Para­dís hafa gefið vil­yrði fyrir sýn­ing­um. Nú vantar hins vegar örlítið upp á að geta klárað mynd­ina, og því hefur verið hafin hóp­fjár­mögnun á Karol­ina Fund, en þar getur fólk heitið á verk­efnið og fengið í stað­inn ýmis verð­laun, eins og til dæmis 5 klippa kaffi­kort á Kaffi Vest, frítt í sund og ís úr Mela­búð­inni, auk þess sem Nýherji gefur vatns­heldan sony walk­man fyrir allra hæstu áheit­in! Hægt er að leggja verk­efn­inu lið hér.

10124c461f34c488bbeb9f1b59093de1

Auglýsing

 

Kjarn­inn ræddi við Hörpu Fönn Sig­ur­jóns­dótt­ur, leik­stjóra og fram­leið­anda mynd­ar­inn­ar. Auk hennar koma að verk­efn­inu Eva Sig­urð­ar­dóttir fram­leið­andi, Anna Sæunn Ólafs­dóttir fram­leiðslu­stjóri, en þær eru báðar hjá Askja Films. Auk þess koma að verk­efn­inu Lára Garð­ars­dótt­ir, sem mun mynd­skreyta, Agnar Frið­berts­son, sem hljóð­set­ur, og Gunnar Auð­unn Jóhanns­son, sem aðstoðar við kvik­mynda­töku. Þá verður tón­list fengin frá Kira Kira og fleirum, en saman ýtir mynd­skreyt­ing og hljóð­heim­ur­inn undir töfra­heim þessa griða­staðar sem heiti pott­ur­inn er.

https://vi­meo.com/128317944

 

 

Breskur kær­asti kveikti neist­ann



Hvernig kom þessi hug­mynd upp að gera heim­ilda­mynd um heita pott­inn?

"Þessi hug­mynd hefur verið með mér í þó nokkurn tíma, enda við­fangs­efnið afar nálægt mér, eins og eflaust mörgum öðr­um. Þegar ég var yngri fór ég oft með ömmu eða afa í sund, en þau áttu bæði sína sér­stöku hópa og mættu þar dag­lega. Þegar þau skildu var einmitt eitt aðal skiln­að­ar­efnið hvernig ætti að skipta sund­laug­unum á milli sín. Amma fékk Vest­ur­bæj­ar­laug­ina, og fór ég ósjaldan með henni, lék mér á meðan hún synti, og fór svo með henni í pott­inn á eft­ir. I seinni tíð varð ég svo sjálf mjög iðin að sækja sund­laug­arn­ar, og það hefur í langan tíma verið helsta sál­ar- og lík­ams­ræktin mín. Það var svo tvennt sem gerði kannski úts­lagið og varð til þess að kveikja end­an­lega neist­ann. Ann­ars vegar þegar fyrr­ver­andi breskur unnusti minn fór alltaf að mæta með mér í sund og hafa orð á því hvað þessir "old dudes, with their bellies talking polit­ics in the hot tub" væru skemmti­legir og hvað þetta væri sér­stök menn­ing. Stuttu seinna sá ég í námi mínu stutt­heim­ild­ar­mynd­ina The Lift, og ekki varð aftur snú­ið."

ab496cb2e53a37b5c3a789f3cfffdeac

Hver er þessi svo­kall­aði Húna­hóp­ur?

"Húna­hóp­ur­inn er hópur fólks sem mætir í Sund­laug Vest­ur­bæjar áður en sund­laugin opn­ar, eða kl. 6.20, og hangir á hún­inum þangað til starfs­fólkið hleypir þeim inn. Þetta eru allra hörð­ustu pott­orm­arn­ir, og mæta dag­lega og alltaf á sama tíma, og hafa gert svo í marga tugi ára. Ef ein­hver for­fall­ast til­tek­inn dag, þarf sá hinn sami alltaf að gera grein fyrir sér - og það er alls ekki tekið í mál að sofa yfir sig! Hún­arnir koma alls staðar að úr þjóð­fé­lag­inu, en hafa kynnst í gegnum heita pott­inn sem ýtir einmitt  undir afar sér­stök tengsl."

 

Urðu þið varar við ein­hverjar hefðir og reglur í pott­in­um?

"já, nóg er af hefðum og reglum í pott­in­um. Það tók mig smá tíma að koma auga á þær all­ar, og vera með­vituð um þær, en ef maður nær að gera það og bera virð­ingu fyrir þeim, og jafn­vel taka þær upp sjálf­ur, þá er maður nær umsvifa­laust tek­inn inn í hóp­inn. Aug­ljósu regl­urnar eru hvenær hver kemur ofan í og fer, og hvar hver og einn sit­ur. Ein hefð­in, og kannski sú lúm­s­kasta, er hvernig maður býður góðan dag, og hvernig maður kveð­ur. Í pott­inum eru miklir íslensku­snill­ingar og þeir vilja að sjálf­sögðu halda í móð­ur­málið og mik­il­vægt að töluð sé íslenska í heita pott­in­um! "OK", er til dæmis algert bann­orð."

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttir
None