Karolina Fund: Heimildarmynd um umræðuhefðina í heita pottinum

79540f6920a1e5d59fe3298c1cd75ad5.jpg
Auglýsing

Stuttheimildarmyndin Heiti Potturinn fangar þá sérstæðu og skemmtilega umræðuhefð og nánd Íslendinga sem myndast í heita pottinum - hefð sem á sér hvergi líka annars staðar í heiminum.

Kvikmyndamiðstöð Íslands, ÍTR, Reykjavíkurborg og Vesturbæjarlaug hafa öll fjármagnað verkefnið, auk þess sem RÚV og Bíó Paradís hafa gefið vilyrði fyrir sýningum. Nú vantar hins vegar örlítið upp á að geta klárað myndina, og því hefur verið hafin hópfjármögnun á Karolina Fund, en þar getur fólk heitið á verkefnið og fengið í staðinn ýmis verðlaun, eins og til dæmis 5 klippa kaffikort á Kaffi Vest, frítt í sund og ís úr Melabúðinni, auk þess sem Nýherji gefur vatnsheldan sony walkman fyrir allra hæstu áheitin! Hægt er að leggja verkefninu lið hér.

10124c461f34c488bbeb9f1b59093de1

Auglýsing

 

Kjarninn ræddi við Hörpu Fönn Sigurjónsdóttur, leikstjóra og framleiðanda myndarinnar. Auk hennar koma að verkefninu Eva Sigurðardóttir framleiðandi, Anna Sæunn Ólafsdóttir framleiðslustjóri, en þær eru báðar hjá Askja Films. Auk þess koma að verkefninu Lára Garðarsdóttir, sem mun myndskreyta, Agnar Friðbertsson, sem hljóðsetur, og Gunnar Auðunn Jóhannsson, sem aðstoðar við kvikmyndatöku. Þá verður tónlist fengin frá Kira Kira og fleirum, en saman ýtir myndskreyting og hljóðheimurinn undir töfraheim þessa griðastaðar sem heiti potturinn er.

https://vimeo.com/128317944

 

 

Breskur kærasti kveikti neistann


Hvernig kom þessi hugmynd upp að gera heimildamynd um heita pottinn?

"Þessi hugmynd hefur verið með mér í þó nokkurn tíma, enda viðfangsefnið afar nálægt mér, eins og eflaust mörgum öðrum. Þegar ég var yngri fór ég oft með ömmu eða afa í sund, en þau áttu bæði sína sérstöku hópa og mættu þar daglega. Þegar þau skildu var einmitt eitt aðal skilnaðarefnið hvernig ætti að skipta sundlaugunum á milli sín. Amma fékk Vesturbæjarlaugina, og fór ég ósjaldan með henni, lék mér á meðan hún synti, og fór svo með henni í pottinn á eftir. I seinni tíð varð ég svo sjálf mjög iðin að sækja sundlaugarnar, og það hefur í langan tíma verið helsta sálar- og líkamsræktin mín. Það var svo tvennt sem gerði kannski útslagið og varð til þess að kveikja endanlega neistann. Annars vegar þegar fyrrverandi breskur unnusti minn fór alltaf að mæta með mér í sund og hafa orð á því hvað þessir "old dudes, with their bellies talking politics in the hot tub" væru skemmtilegir og hvað þetta væri sérstök menning. Stuttu seinna sá ég í námi mínu stuttheimildarmyndina The Lift, og ekki varð aftur snúið."

ab496cb2e53a37b5c3a789f3cfffdeac

Hver er þessi svokallaði Húnahópur?

"Húnahópurinn er hópur fólks sem mætir í Sundlaug Vesturbæjar áður en sundlaugin opnar, eða kl. 6.20, og hangir á húninum þangað til starfsfólkið hleypir þeim inn. Þetta eru allra hörðustu pottormarnir, og mæta daglega og alltaf á sama tíma, og hafa gert svo í marga tugi ára. Ef einhver forfallast tiltekinn dag, þarf sá hinn sami alltaf að gera grein fyrir sér - og það er alls ekki tekið í mál að sofa yfir sig! Húnarnir koma alls staðar að úr þjóðfélaginu, en hafa kynnst í gegnum heita pottinn sem ýtir einmitt  undir afar sérstök tengsl."

 

Urðu þið varar við einhverjar hefðir og reglur í pottinum?

"já, nóg er af hefðum og reglum í pottinum. Það tók mig smá tíma að koma auga á þær allar, og vera meðvituð um þær, en ef maður nær að gera það og bera virðingu fyrir þeim, og jafnvel taka þær upp sjálfur, þá er maður nær umsvifalaust tekinn inn í hópinn. Augljósu reglurnar eru hvenær hver kemur ofan í og fer, og hvar hver og einn situr. Ein hefðin, og kannski sú lúmskasta, er hvernig maður býður góðan dag, og hvernig maður kveður. Í pottinum eru miklir íslenskusnillingar og þeir vilja að sjálfsögðu halda í móðurmálið og mikilvægt að töluð sé íslenska í heita pottinum! "OK", er til dæmis algert bannorð."

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ljóð til styrktar Konukoti og Frú Ragnheiði
Safnar er fyrir ljóðabókinni „Skugga mæra – skjáskot af jaðrinum“ á Karolina Fund.
Kjarninn 13. júní 2021
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiFréttir
None