Karolina Fund: Heimildarmynd um umræðuhefðina í heita pottinum

79540f6920a1e5d59fe3298c1cd75ad5.jpg
Auglýsing

Stutt­heim­ild­ar­myndin Heiti Pott­ur­inn fangar þá sér­stæðu og skemmti­lega umræðu­hefð og nánd Íslend­inga sem mynd­ast í heita pott­inum - hefð sem á sér hvergi líka ann­ars staðar í heim­in­um.

Kvik­mynda­mið­stöð Íslands, ÍTR, Reykja­vík­ur­borg og Vest­ur­bæj­ar­laug hafa öll fjár­magnað verk­efn­ið, auk þess sem RÚV og Bíó Para­dís hafa gefið vil­yrði fyrir sýn­ing­um. Nú vantar hins vegar örlítið upp á að geta klárað mynd­ina, og því hefur verið hafin hóp­fjár­mögnun á Karol­ina Fund, en þar getur fólk heitið á verk­efnið og fengið í stað­inn ýmis verð­laun, eins og til dæmis 5 klippa kaffi­kort á Kaffi Vest, frítt í sund og ís úr Mela­búð­inni, auk þess sem Nýherji gefur vatns­heldan sony walk­man fyrir allra hæstu áheit­in! Hægt er að leggja verk­efn­inu lið hér.

10124c461f34c488bbeb9f1b59093de1

Auglýsing

 

Kjarn­inn ræddi við Hörpu Fönn Sig­ur­jóns­dótt­ur, leik­stjóra og fram­leið­anda mynd­ar­inn­ar. Auk hennar koma að verk­efn­inu Eva Sig­urð­ar­dóttir fram­leið­andi, Anna Sæunn Ólafs­dóttir fram­leiðslu­stjóri, en þær eru báðar hjá Askja Films. Auk þess koma að verk­efn­inu Lára Garð­ars­dótt­ir, sem mun mynd­skreyta, Agnar Frið­berts­son, sem hljóð­set­ur, og Gunnar Auð­unn Jóhanns­son, sem aðstoðar við kvik­mynda­töku. Þá verður tón­list fengin frá Kira Kira og fleirum, en saman ýtir mynd­skreyt­ing og hljóð­heim­ur­inn undir töfra­heim þessa griða­staðar sem heiti pott­ur­inn er.

https://vi­meo.com/128317944

 

 

Breskur kær­asti kveikti neist­annHvernig kom þessi hug­mynd upp að gera heim­ilda­mynd um heita pott­inn?

"Þessi hug­mynd hefur verið með mér í þó nokkurn tíma, enda við­fangs­efnið afar nálægt mér, eins og eflaust mörgum öðr­um. Þegar ég var yngri fór ég oft með ömmu eða afa í sund, en þau áttu bæði sína sér­stöku hópa og mættu þar dag­lega. Þegar þau skildu var einmitt eitt aðal skiln­að­ar­efnið hvernig ætti að skipta sund­laug­unum á milli sín. Amma fékk Vest­ur­bæj­ar­laug­ina, og fór ég ósjaldan með henni, lék mér á meðan hún synti, og fór svo með henni í pott­inn á eft­ir. I seinni tíð varð ég svo sjálf mjög iðin að sækja sund­laug­arn­ar, og það hefur í langan tíma verið helsta sál­ar- og lík­ams­ræktin mín. Það var svo tvennt sem gerði kannski úts­lagið og varð til þess að kveikja end­an­lega neist­ann. Ann­ars vegar þegar fyrr­ver­andi breskur unnusti minn fór alltaf að mæta með mér í sund og hafa orð á því hvað þessir "old dudes, with their bellies talking polit­ics in the hot tub" væru skemmti­legir og hvað þetta væri sér­stök menn­ing. Stuttu seinna sá ég í námi mínu stutt­heim­ild­ar­mynd­ina The Lift, og ekki varð aftur snú­ið."

ab496cb2e53a37b5c3a789f3cfffdeac

Hver er þessi svo­kall­aði Húna­hóp­ur?

"Húna­hóp­ur­inn er hópur fólks sem mætir í Sund­laug Vest­ur­bæjar áður en sund­laugin opn­ar, eða kl. 6.20, og hangir á hún­inum þangað til starfs­fólkið hleypir þeim inn. Þetta eru allra hörð­ustu pott­orm­arn­ir, og mæta dag­lega og alltaf á sama tíma, og hafa gert svo í marga tugi ára. Ef ein­hver for­fall­ast til­tek­inn dag, þarf sá hinn sami alltaf að gera grein fyrir sér - og það er alls ekki tekið í mál að sofa yfir sig! Hún­arnir koma alls staðar að úr þjóð­fé­lag­inu, en hafa kynnst í gegnum heita pott­inn sem ýtir einmitt  undir afar sér­stök tengsl."

 

Urðu þið varar við ein­hverjar hefðir og reglur í pott­in­um?

"já, nóg er af hefðum og reglum í pott­in­um. Það tók mig smá tíma að koma auga á þær all­ar, og vera með­vituð um þær, en ef maður nær að gera það og bera virð­ingu fyrir þeim, og jafn­vel taka þær upp sjálf­ur, þá er maður nær umsvifa­laust tek­inn inn í hóp­inn. Aug­ljósu regl­urnar eru hvenær hver kemur ofan í og fer, og hvar hver og einn sit­ur. Ein hefð­in, og kannski sú lúm­s­kasta, er hvernig maður býður góðan dag, og hvernig maður kveð­ur. Í pott­inum eru miklir íslensku­snill­ingar og þeir vilja að sjálf­sögðu halda í móð­ur­málið og mik­il­vægt að töluð sé íslenska í heita pott­in­um! "OK", er til dæmis algert bann­orð."

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiFréttir
None