Kísilverið „timburmenn sem þarf að hrista úr kerfinu“

Stóriðjudraumar síðustu ára í Helguvík hafa kostað Reykjanesbæ um 10 milljarða. Allir hafa þeir runnið út í sandinn. „Og samfélaginu blæðir,“ segir formaður bæjarráðs. Þingmaður Pírata segir kísilver í Helguvík „dreggjar“ stóriðjustefnunnar.

Kísilverið í Helguvík er í eigu Stakksbergs, dótturfélags Arion banka.
Kísilverið í Helguvík er í eigu Stakksbergs, dótturfélags Arion banka.
Auglýsing

„Af­leið­ingar stór­iðju­stefn­unn­ar, sem ríkið er fyrst og fremst upp­hafs­að­ili á, hafa kostað okkur á síð­ustu árum, því mið­ur,“ sagði Frið­jón Ein­ars­son, for­maður bæj­ar­ráðs Reykja­nes­bæj­ar, á fundi umhverf­is- og sam­göngu­nefndar þings­ins í morg­un. Andrés Ingi Jóns­son þing­maður Pírata óskaði eftir fund­inum þar sem mál­efni kís­il­vers­ins í Helgu­vík voru rædd.

Andrés Ingi sagði í upp­hafi fundar að kís­il­verið í Helgu­vík væru dreggjarnar af stór­iðju­stefn­unni sem rekin var af stjórn­völdum á árum áður, „eða kannski er frekar hægt að kalla þetta timb­ur­menn sem þarf að hrista úr kerf­in­u“.

Auglýsing

Einar Már Atla­son, for­maður íbúa­sam­tak­anna And­stæð­ingar stór­iðju í Helgu­vík, sagði það íbúum enn í mjög fersku minni hvernig rekstur kís­il­vers­ins var á sínum tíma. United Sil­icon rak verk­smiðj­una í innan við ár eða þar til Umhverf­is­stofnun stöðv­aði starf­sem­ina. „Við erum með ótal sögur frá fólki, meðal ann­ars börn­um, sem fundu fyrir áhrifum meng­un­ar­inn­ar,“ sagði Einar Már. „Þannig að mér finnst að núna séum við að ferð­ast aftur í tím­ann með þeirri veg­ferð sem allt í einu er komin af stað aft­ur.“

Einar Már Atlason, formaður Andstæðinga stóriðju í Helguvík.

Á sama tíma og umræða um að minnka losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda hafi aldrei verið hávær­ari og á stefnu­skrá stjórn­valda sé „verið að tala um það að bæta við ein­hverju skrímsli sem eigi að brenna um 500 þús­und tonnum af kolum og við­arkurli á ári“.

Arion banki var stærsti fjár­mögn­un­ar­að­ili United Sil­icon og eign­að­ist verk­smiðj­una er félagið varð gjald­þrota árið 2018. Um eign­ina var stofnað dótt­ur­fé­lagið Stakks­berg og stendur vilji bank­ans til þess að selja hana og hefur vilja­yf­ir­lýs­ing um mögu­leg kaup verið und­ir­rituð við eig­endur kís­il­vers­ins á Bakka. Að end­ur­ræsa kís­il­verið yrði þó þvert á vilja bæði bæj­ar­yf­ir­valda í Reykja­nesbæ og íbúa sveit­ar­fé­lags­ins sem að sögn Andr­ésar Inga upp­lifa sig „vald­lít­il“ and­spænis áformun­um.

Einar Már sagði Arion banka stæra sig af grænni stefnu en að hann geti ekki „fríað sig ábyrgð á því að hann er að troða meng­andi stór­iðju ofan í kokið á okkur íbúum á Suð­ur­nesju­m“.

Saga mis­taka og brot­inna lof­orða

Frið­jón for­maður bæj­ar­ráðs Reykja­nes­bæjar sagði að þrjá­tíu ára saga stór­iðju í Helgu­vík væri „stór saga mis­taka og brot­inna lof­orða“. Afleið­ing­arnar væru m.a. þær að Reykja­nes­bær hefði tapað 10 millj­örðum króna. Í fyrstu var áformað að reisa stál­grinda­verk­smiðju, þá nokkru síðar álver og svo tvö kís­il­ver á síð­ustu árum. Eina verk­smiðjan sem var ræst var kís­il­ver United Sil­icon og reynslan af rekstri þess var skelfi­leg.

Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar.

„Okkur finnst tími til kom­inn að henda þess­ari stefnu og byrja að hugsa upp á nýtt. [...] Núna eru allir ell­efu bæj­ar­full­trúar Reykja­nes­bæjar sam­mála um að þessi verk­smiðja fari ekki aftur í gang. Við höfum komið þeirri skoðun á fram­færi við Arion banka, óskað eftir sam­starfi um atvinnu­mál og atvinnu­þróun í Helgu­vík en á öðrum for­sendum en með kís­il­veri. Því miður hefur það ekki gengið eft­ir.“

Hann telur engan mögu­leika á því að ná sátt um end­ur­ræs­ingu kís­il­vers­ins í sam­fé­lag­inu. „Arion banki hlýtur að sjá það.“

Þyrnum stráð upp­haf kís­il­vers­ins á Bakka

Krist­ján Þór Magn­ús­son, sveit­ar­stjóri Norð­ur­þings, var einnig gestur fund­ar­ins en í sveit­ar­fé­lag­inu er að finna kís­il­ver PCC á Bakka. Starf­semin hófst fyrir fjórum árum og við­ur­kenndi Krist­ján Þór að tíma­bilið hefði verið „dá­lítið þyrnum stráð“. Fyrst í stað hafi rekst­ur­inn gengið nokkuð brös­ug­lega og „af og til“ hafi íbúar orðið varir við „reyk og lykt“ inni í bæn­um, þ.e. á Húsa­vík. „En ég hef ekki heyrt neinn lýsa neinu sam­bæri­legu og íbúar Reykja­nes­bæjar upp­lifð­u.“

Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings.

Hann telur að þær stofn­anir sem komu að veit­ingu leyfa fyrir starf­sem­ina á Bakka hafi lært af reynsl­unni frá Helgu­vík. Starf­semin lagð­ist tíma­bundið af í miðjum far­aldr­inum en hófst aftur síð­asta sumar og hefur gengið „glimr­andi vel“ síðan og „ekk­ert komið upp á“. Hann sagð­ist fyr­ir­fram hafa heyrt erlendis frá að það gæti tekið 2-4 ár að ná jafn­vægi í rekstri kís­il­vera.

Vil­hjálmur Árna­son, for­maður umhverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar, spurði Frið­jón hvort að hann teldi að and­staða yrði áfram við áform um end­ur­ræs­ingu í Helgu­vík ef allir ferlar og kröfur væru upp­fylltar en Skipu­lags­stofnun gaf nýverið út álit sitt á umhverf­is­mats­skýrslu Stakks­bergs. Var það m.a. nið­ur­staðan að hætta loft­mengun yrði mun minni miðað við áformin og þær end­ur­gætur sem ráð­ist yrði í.

Auglýsing

„Í okkar huga snýst þetta um heilsu­far fyrst og fremst,“ svar­aði Frið­jón. And­staðan snú­ist ekki um stór­iðju sem slíka en áhugi væri á umhverf­is­vænni starf­semi. „Við höfum núna reynsl­una af því þegar rekstur mis­tekst hrapa­lega í nálægð við byggð sem gerði það að verkum að fólk veikt­ist allt í kringum okk­ur. Það er óum­deilt að þetta hafði virki­lega áhrif á heilsu­far íbúa í sveit­ar­fé­lag­inu. Svo má bæta við að öll þessi verk­efni hafa kostað okkur fleiri millj­arða, það er hin hliðin og við höfum setið upp ein með allan skað­ann og sam­fé­lagið blæð­ir.“

Margir aðrir mögu­leikar

Bæj­ar­stjórnin hafi verið í við­ræðum við Arion banka um ann­ars konar rekstur á lóð­inni í Helgu­vík, grænni starf­semi, en nið­ur­staðan af þeim var eng­in. Hann benti svo á sem dæmi um fram­haldið að ekki væri t.d. hægt að fara í mat­væla­iðnað á svæð­inu því eng­inn hafi áhuga á að reka slíkt í námunda við kís­il­ver.

„Við höfum trú á því að það séu margir aðrir mögu­leikar fyrir okkur að vaxa og dafna án þess að leggja pen­ing­inn okkar í eina stóra hug­mynd eins og gert hefur verið dálítið mikið und­an­farin þrjá­tíu ár,“ sagði Frið­jón. Hann sagð­ist ekki treysta þeim stofn­unum og þeim fyr­ir­tækjum sem kæmu að end­ur­reisn kís­il­vers­ins. „Ég óska þeim til ham­ingju í Norð­ur­þingi að þar hafi gengið vel. En það er ekki þannig hérna, því mið­ur.“

Full­trúar Arion banka mættu einnig á fund umhverf­is- og sam­göngu­nefndar og hér má lesa grein Kjarn­ans um afstöðu þeirra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent