Knattspyrnukonur orðnar þreyttar á „markaðslegum ástæðum“ fyrir ójafnrétti

Formaður Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna segir þær þreyttar á að heyra að markaðslegar ástæður séu fyrir ójöfnum réttindagreiðslum. Óánægja er innan kvennaknattspyrnunnar með Íslenskan Toppfótbolta.

Knattspyrnukonur fá stöðugt þau skilaboð að þeirra virði sé minna en knattspyrnukarla.
Knattspyrnukonur fá stöðugt þau skilaboð að þeirra virði sé minna en knattspyrnukarla.
Auglýsing

Anna Þor­steins­dóttir for­maður Hags­muna­sam­taka knatt­spyrnu­kvenna segir að fyr­ir­komu­lag rétt­inda­greiðslna frá Íslenskum Topp­fót­bolta, sem Kjarn­inn greindi frá í vik­unni, sé afar óhag­stætt kvennaknatt­spyrnu, sér­stak­lega smærri kvenna­lið­um.

Kvenna­lið í Bestu deild­inni fengu 2,5 millj­ónir króna í sinn hlut í rétt­inda­greiðslur frá Íslenskum Topp­fót­bolta, en karla­lið í Bestu deild­inni 20 millj­ónir króna.

Auglýsing
„Þetta er hörð bar­átta við stóru liðin sem fá stærri upp­hæð en ég veit að hjá flestum liðum fer stærstur hluti í karla­bolt­ann. En það eru lið sem mögu­lega eru deila greiðsl­unum öðru­vísi milli karla og kvenna,“ segir Anna.

Líkt og fram kom í grein Kjarn­ans um rétt­inda­greiðsl­urnar þá hafa þau íþrótta­fé­lög sem bæði eru með lið í Bestu deild kvenna og karla val um að deila greiðsl­un­um, sem nema sam­an­lagt 22,5 millj­ónum á félag, jafnt á milli kvenna­liðs og karla­liðs.

Kjarn­inn hefur óskað eftir upp­lýs­ingum frá knatt­spyrnu­fé­lögum með karla- og kvenna­lið í efstu deild um hvernig þau hygg­ist haga skipt­ingu rétt­inda­greiðslna frá Íslenskum Topp­fót­bolta. Aðeins hafa borist svör frá Kefla­vík þar sem segir að „allar þær greiðslur sem ber­ast vegna kvenna­liðs Kefla­víkur er ráð­stafað áfram til kvenna­liðs okk­ar.“

Erfitt að fá upp­lýs­ingar um fjár­mál félaga

Anna segir að það virð­ist ekki reyn­ast auð­velt að fá gögn um það almennt hvernig pen­ingar í knatt­spyrnu deil­ast milli karla og kvenna. „Þetta sést ekki í árs­skýrsl­um, við erum búnar að fá það stað­fest, þar sést aðeins mun­ur­inn á milli meist­ara­flokk­anna og yngri flokk­anna. Það er margt sem hringir við­vör­un­ar­bjöllum í fjár­málum félag­anna.“

Anna Þorsteinsdóttir er formaður Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna.

Anna spil­aði fót­bolta með Breiða­blik, ÍA, Þrótti og Sel­foss ásamt því að spila í háskóla í Banda­ríkj­un­um. Hún segir að þegar sam­tökin voru end­ur­vakin hafi aðstand­endur sam­tak­anna ítrekað verið spurðar hvað þær ætl­uðu að gera varð­andi Íslenskan Topp­fót­bolta og ójafnar greiðslur eftir kynj­um. „Það er ákveðin óánægja sem ríkir með Íslenskan Topp­fót­bolta meðal íslenskra knatt­spyrnu­kvenna og þeirra sem standa að kvennaknatt­spyrn­u,“ segir Anna.

Skila­boðin sem hún og stjórn hags­muna­sam­taka knatt­spyrnu­kvenna hafa fengið varð­andi þessi mál hafi verið að stíga var­lega til jarð­ar. „Við erum smá hræddar að fá alla upp á móti okkur þegar við virki­lega förum að skoða þetta. En við erum að skoða leiðir til að hvetja félögin til að opin­bera skipt­ing­una, jafn­vel þótt hún komi ekk­ert sér­stak­lega vel út, jafn­vel hjá félögum sem eru kannski að standa sig ágæt­lega. Ég held að þetta verði smá sjokker­and­i.“

Sveit­ar­fé­lög sýni sam­fé­lags­lega ábyrgð

„Það sem mér finnst líka vera skekkja er að íþrótta­fé­lögin eru með marga styrki en það virð­ist engin krafa vera um almenni­legt jafn­ræði þarna. Við spyrjum bara: Hver er sam­fé­lags­leg ábyrgð ÍTF, sem er í eign þess­ara íþrótta­fé­laga, og eru nátengd sveit­ar­fé­lög­unum sem setja stífar kröfur um jafn­rétti?

Það þorir eng­inn að fara í þetta og það þorir eng­inn að nefna neitt. Bestu við­brögðin sem við höfum verið að fá er hrein­lega frá styrkt­ar­að­il­um. Við finnum að það eru að vakna upp athuga­semdir um að styrkt­ar­að­ilar eru að setja ein­hverjar smá kröfur að fjár­magn fari annað hvort jafnt eða jafn­vel meira eyrna­merkt kvenna­bolta. En ég skal vera heið­ar­leg, mér finnst sveit­ar­fé­lögin ekki sýna nægi­lega sam­fé­lags­lega ábyrgð.“

Megan Rapinoe í bandaríska kvennalandsliðinu hefur verið ötul baráttukona fyrir jöfnum greiðslum til karla og kvenna í knattspyrnu

Alltaf sama rök­semdin fyrir ójafn­rétt­inu

Í svörum frá félag­inu Íslenskur Topp­fót­bolti, sem rekur Bestu deildir karla og kvenna, við spurn­ingum Kjarn­ans vegna rétt­inda­greiðslna kom fram að mark­aðs­legar ástæður væru fyrir mis­mun í greiðsl­um, en karla­lið fá átt­falt meira en kvenna­lið. Anna gefur lítið fyrir þessi rök.

„Við í stjórn­inni erum allar núver­andi eða fyrr­ver­andi knatt­spyrnu­konur og sumar af okkur byrj­uðu að spila fyrir 30 árum. Þetta er búið að vera rök­semdin fyrir ójafn­rétt­inu allan tím­ann. Við erum orðnar óskap­lega þreyttar á þeim rökum að þetta borgi sig ekki fjár­hags­lega. Þessi mark­aðslög­mál eru sett á sein­ustu öld í karllægu umhverfi þar sem konum var hrein­lega bannað að spila íþrótt­ina. Hvers á fram­tíðar knatt­spyrnu­konan að gjalda ef við ætlum að halda áfram að stíla út frá þessum mark­aðslög­málum og ekki reyna að rugga við þeim?“

Ekki er hægt að beita þeim rökum að mati Önnu að það horfi eng­inn á kvenna­fót­bolta.

Aðdáendur íslenskrar knattspyrnu eru fjölmargir.

„EM sann­aði að það er svo sann­ar­lega horft á kvenna­fót­bolta. Þetta eru ekki rök sem stand­ast lengur að okkar mati. Þetta er bara spurn­ing um ákvörð­un. Það er ekki jafn­rétt­is­stefna hjá ÍTF,“ bendir hún á og segir svörin sem Íslenskur Topp­fót­bolti gefur um skipt­ingu greiðsln­anna end­ur­spegli við­horfið sem knatt­spyrnu­konur upp­lifa.

„Jú, jú, þeir geta skýlt sér á bak­við ein­hver mark­aðslög­mál en þeir geta líka ákveðið að breyta mark­aðslög­mál­unum með því að setja pen­ing í kvennaknatt­spyrnu. Við erum alla­vega hætt að nenna að hlusta á þetta.“

Tala fyrir heild­ar­end­ur­skoðun á jafn­rétti innan knatt­spyrn­unnar

Hags­muna­sam­tök knatt­spyrnu­kvenna hafa verið til frá árinu 1990 en höfðu ekki verið starf­rækt um nokkra hríð þegar þau voru end­ur­vakin í lok febr­úar á þessu ári. Bar­áttu­mál sam­tak­anna eru að bæta hag knatt­spyrnu­kvenna á Íslandi og auka jafn­rétti. Sam­tökin hafa það að mark­miði að auka sam­stöðu, sýni­leika, jafn­rétti og virð­ingu kvenna innan íþrótt­ar­inn­ar. Sam­tökin eru hugsuð sem sam­ein­ing­ar­afl í jafn­rétt­is­bar­átt­unni, jafnt innan knatt­spyrnu­fé­lag­anna sem hreyf­ing­ar­innar í heild.

„Við höfum verið að tala fyrir heild­ar­end­ur­skoðun á jafn­rétti innan knatt­spyrnu­hreyf­ing­ar­innar og munum halda áfram að reyna að vinna í átt að því. Fjár­magnið eitt og sér er ofboðs­lega stór partur af þessu en ef að við breytum ekki við­horf­inu til kvenna­fót­bolt­ans þá ger­ist ekk­ert.“

Spurð um hlut­verk KSÍ segir Anna að sam­tökin skynji mik­inn vilja þar til að vinna í átt að jafn­rétti. „Í öllum sam­skiptum okkar við KSÍ þá er vilji til að reyna að breyta. Ég efast ekki um vilja KSÍ til að reyna að auka jafn­rétt­ið. Þau hafa þó tak­mörkuð völd yfir félags­lið­un­um.“

Knatt­spyrnu­konur upp­lifi sig ekki eins mik­il­vægar og karl­ana

Anna segir það við­gang­ast í dag, rétt eins og þegar hún var að hefja sinn knatt­spyrnu­fer­il, að knatt­spyrnu­konur upp­lifi sig ekki jafn mik­il­vægar og knatt­spyrnu­karla. „Þetta er rót­gróið við­horf og er kannski ekki við neinn að sakast en við þurfum að horfast í augu við.“

Hags­muna­sam­tök knatt­spyrnu­kvenna hefur óskað eftir við­brögðum frá for­sæt­is­ráð­herra, sem fer með jafn­rétt­is­mál. „Hún er öll af vilja gerð við að reyna að finna hvernig við getum breytt þessu. En það eru reglur sem gera það að verkum að hún má ekki skipta sér af þessu. Og það sama á við um KSÍ. Það þarf stórt sam­starf, sam­starf allra, við að skoða vanda­mál­ið. En þegar kemur að fjár­magn­inu, þá er við­horf Íslensks Topp­fót­bolta ekki að hjálpa okk­ur.“

Hvað greiðsl­urnar varðar þá kallar Anna eftir því að félögin sjálf sýni lit. „Í þessu til­felli þá þurfa félögin að bregð­ast við, það þarf félag að stíga fram og varpa fram áhyggjum sínum ef eitt­hvað á að breyt­ast.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent