Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði

Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.

Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Auglýsing

Kyn lög­manna hefur þýð­ingu, óháð kyni dóm­ara, og kven­kyns lög­menn eru lík­legri til að vinna mál í hér­aðs­dómi en karl­kyns lög­menn. Aldur dóm­ara virð­ist jafn­framt hafa þýð­ingu fyrir úrslit mála þannig að dóm­ar­ar, 50 ára og eldri, eru lík­legri til að dæma varn­ar­að­ila í vil.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri þver­fræði­leg íslenskri rann­sókn á sviði félags­fræði og lög­fræði sem birt­ist í nýjasta tölu­blaði tíma­rits­ins Stjórn­málum og stjórn­sýslu.

Í rann­sókn­inni eru tengsl kyn­ferðis og ald­urs dóm­ara og lög­manna við úrslit dóms­mála í hér­aði könn­uð. Að rann­sókn­inni standa Val­gerður Sól­nes, dós­ent við laga­deild Háskóla Íslands, Guð­björg Linda Rafns­dótt­ir, pró­fessor við félags­fræð­i-, mann­fræði- og þjóð­fræði­deild Háskóla Íslands, Bene­dikt Boga­son, pró­fessor við laga­deild Háskóla Íslands og Kjartan Víf­ill Iver­sen, rann­sókna­maður við hjúkr­un­ar­fræði­deild Háskóla Íslands.

Í fyrsta sinn sem tengsl kyns og ald­urs dóm­ara og lög­manna í hér­aði við úrslit dóms­mála eru könnuð

Þetta er í fyrsta sinn sem rann­sakað er hér á landi með kerf­is­bundnum hætti hvort og þá hvaða tengsl séu á milli kyn­ferðis og ald­urs dóm­ara og mál­flytj­enda ann­ars vegar og nið­ur­staðna dóms­úr­lausna hins veg­ar. Rann­sóknin laut að því að greina upp­lýs­ingar um kyn­ferði og aldur dóm­ara og mál­flytj­enda í þeim dóms­úr­lausnum í einka­mál­um, sem kærðar hafa verið eða áfrýjað til Hæsta­réttar og Lands­rétt­ar, á tíu ára tíma­bili.

Auglýsing
Rannsakað var hvort tengsl væru á milli þess­ara þátta og úrslita dóms­mál­anna. Nið­ur­stöður hennar gefa til kynna að kyn lög­manna hafi þýð­ingu, óháð kyni dóm­ara, og að kven­kyns mál­flytj­endur til sóknar og varnar auki líkur á að mál falli umbjóð­endum þeirra í vil. Aldur dóm­ara virð­ist jafn­framt hafa þýð­ingu fyrir úrslit mála þannig að dóm­ar­ar, 50 ára og eldri, séu lík­legri til að dæma varn­ar­að­ila í vil, óháð öðrum þátt­um.

Enn hallar á konur í lög­mennsku

Rann­sak­aðar voru dóms­úr­lausnir í einka­málum sem kærðar hafa verið eða áfrýjað til Hæsta­réttar og Lands­rétt­ar, á tíu ára tíma­bili, frá 1. jan­úar 2019 til 31. des­em­ber 2019. Í ljósi þess að færri konur hafa gegnt störfum dóm­ara og lög­manna og að enn hallar á konur í lög­mennsku er mik­il­vægt að rann­saka tengsl kyn­ferðis og dóms­úr­lausna að mati rann­sak­enda.

Starfs­stétt lög­fræð­inga ein­skorð­að­ist nær ein­göngu við karla til að byrja með en undir lok 20. aldar og í byrjun 21. aldar hafa konur í auknum mæli sóst eftir menntun og störfum í starfs­stétt lög­fræð­inga. Í rann­sókn­inni er bent á að árið 2019 útskrif­uð­ust 127 nem­endur með meistara­gráðu í lög­fræði frá íslenskum háskól­um, þar af 76 konur og 51 karl. Konur voru þannig 60% braut­skráðra nem­enda með meist­ara­próf í lög­fræði það ár. Á hinn bóg­inn hefur konum ekki fjölgað jafn hratt meðal starf­andi lög­manna og full­trúa á lög­manns­stof­um.

Hvað varðar kyn dóm­ara voru 42 karlar og 23 konur dóm­arar árið 2019. Þar af voru í Hæsta­rétti sjö karlar og ein kona, í Lands­rétti átta karlar og sjö konur og hjá hér­aðs­dóm­stól­unum 27 karlar og 15 konur dóm­ar­ar. „Á þessu var gerð brag­ar­bót árið 2020 með skipun tveggja kvenna í dóm­ara­emb­ætti við Hæsta­rétt, en eftir það sátu í Hæsta­rétti þrjár konur og fjórir karl­ar,“ segir í grein rann­sak­enda.

Nið­ur­stöð­urnar kalla á frek­ari rann­sóknir

Í rann­sókn­inni var gerð grein­ing á þeim dóms­úr­lausnum í einka­málum sem kærðar hafa verið eða áfrýjað til Hæsta­réttar og Lands­réttar á tíu ára tíma­bili og gögnum safnað um kyn­ferði og aldur dóm­ara og mál­flytj­enda í þessum mál­um. Spurt var hvort tengsl væru á milli kyn­ferðis og ald­urs ann­ars vegar og úrslita dóms­mál­anna hins veg­ar.

Eins og fyrr segir gefa nið­ur­stöð­urnar til kynna að það að vera kven­kyns mál­flytj­andi til sóknar og varnar eykur líkur á að mál falli umbjóð­and­anum í vil. Aldur dóm­ara virð­ist jafn­framt hafa tengsl við úrslit mála í þá veru að dóm­arar sem eru 50 ára eða eldri virð­ast hafa til­hneig­ingu til að dæma frekar varn­ar­að­ila í vil en dóm­arar sem eru 49 eða yngri.

Rann­sak­endur segja nið­ur­stöð­urnar athygl­is­verðar og kalli á frek­ari rann­sóknir á því hvað veld­ur. „Þar sem mikið er fjallað stöðu íslenskra kvenna á kynja­bilskvarð­anum sem stjórn­völd hafa nýtt til að vekja jákvæða athygli á landi og þjóð, þrátt fyrir aug­ljósa van­kanta kvarð­ans, þá væri t.d. áhuga­vert að gera sam­an­burð­ar­rann­sókn á nið­ur­stöð­unum hér á landi og í þeim löndum þar sem heild­ar­skor kvenna á kynja­bilskvarð­anum er ekki eins gott,“ segir í grein rann­sak­enda.

Ekki ljóst hvað veldur því að kven­kyns lög­menn skili betri árangri

Þá hvetja rann­sak­endur til að þær spurn­ingar sem upp vakna við nið­ur­stöður rann­sókn­ar­innar verði rann­sak­aðar frek­ar. „Til dæmis svarar rann­sóknin því ekki af hverju kven­kyns mál­flytj­endur skili betri árangri fyrir dóm­stólum eða hvað það þýði að eldri dóm­arar séu lík­legri til að dæma varn­ar­að­ila í vil en þeir sem yngri eru,“ segir í grein rann­sak­enda.

Með rann­sókn­inni og nið­ur­stöðum hennar vona höf­undar að nið­ur­stöð­urnar gagn­ist umræð­unni um starf­semi dóm­stóla og jafn­rétti og hvetji til frek­ari rann­sókna á því sviði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent