23 sjúklingar liggja á Landspítala vegna COVID-19. Sjö eru á gjörgæsludeild sjúkrahússins og eru sex þeirra í öndunarvél. Sex af þeim sem liggja á gjörgæslunni eru óbólusettir.
Kona á níræðisaldri lést á spítalanum á gamlársdag vegna COVID-19. 38 hafa látist hér á landi frá upphafi faraldursins.
7.023 sjúklingar eru í COVID-göngudeild Landspítalans, þar af 1.601 barn.
Auglýsing
167 starfsmenn Landspítalans eru í einangrun.
Í gær, föstudaginn 31. desember, greindust 1.076 með kórónuveirusmit, þar af 127 á landamærunum sem er metfjöldi. Alls voru 493 í sóttkví við greiningu.
Í dag eru 7.685 í einangrun og 5.525 í sóttkví.