Fimm fréttir sem auka bjartsýni á nýju ári

Bólusetningar og jákvæðar horfur fyrir dýrategundir sem áður voru í útrýmingarhættu ættu að auka okkur bjartsýni á árinu sem nú fer í hönd.

Nýtt ár er hafið. Og það eru margar ástæður til bjartsýni.
Nýtt ár er hafið. Og það eru margar ástæður til bjartsýni.
Auglýsing

Það fagna því margir að árið 2021 sé liðið og það aldrei komi til baka. Árið sem við áttum að end­ur­heimta „eðli­legt líf“ en var erf­ið­ara mörgum en það sem á undan fór heyrir nú sög­unni til.

Og það er vissu­lega hægt að tína til ýmsar ástæður til að vera bjart­sýnn nú í upp­hafi árs­ins 2022. Sam­taka­mátt­ur, vís­indin og mennskan eru leið­ar­stefin að betra lífi okkar allra.

Auglýsing

Pöndur ekki lengur í bráðri útrým­ing­ar­hættu

Á átt­unda ára­tug síð­ustu aldar bjuggu innan við þús­und pöndur í sínu nátt­úru­lega umhverfi. Með vernd­ar­átaki sem staðið hefur nú í þrjá­tíu ár hefur tek­ist að ná því mark­miði að nú ganga (og kút­veltast) um 1.900 pöndur frjálsar á heima­slóðum sínum í Kína í þeim 67 frið­löndum sem þeim hafa verið búin . Yfir­völd þar í landi lýstu því yfir árið 2021 að pöndur væru því ekki lengur í bráðri útrým­ing­ar­hættu. Enn eru þó um 600 pöndur fangar í dýra­görðum vítt og breitt um ver­öld­ina.

Vís­inda­menn höfðu ótt­ast að bambusinn, eft­ir­læt­is­fæða pand­anna, myndi verða fyrir nei­kvæðum áhrifum af lofts­lags­breyt­ing­um. Pöndur éta 12-38 kíló af bambus á dag og því eru það sann­ar­lega gleði­tíð­indi að bambusinn, líkt og pönd­urnar sjálf­ar, er að ná sér á strik.

Bólu­efni gegn malaríu

Malaría hefur í fjölda ára verið ban­væn­asti sjúk­dómur ver­ald­ar. Árið 2020 lét­ust um 627 þús­und manns af hans völd­um. Meira en 260 þús­und börn yngri en fimm ára deyja árlega í Afr­íku úr malar­íu. Í þeirri heims­álfu verða 96 pró­sent allra dauðs­falla af völdum sjúk­dóms­ins.

Í októ­ber síð­ast­liðnum gaf Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­unin fyrsta bólu­efn­inu gegn malaríu grænt ljós og talið er að það muni bjarga lífi hund­ruð þús­unda barna.

Í fyrra bár­ust önnur góð tíð­indi af bar­átt­unni gegn malar­íu. WHO gaf út að Kína væri laust við sjúk­dóm­inn eftir ára­tuga her­ferð þar í landi til að útrýma henni. Um miðja síð­ustu öld voru að grein­ast um 30 milljón til­felli árlega. Árið 2020 var hið fjórða í sam­felldri röð þar sem ekk­ert til­felli malaríu greind­ist og það varð til þess að hægt er að lýsa Kína laust við sjúk­dóm­inn. WHO stefnir að því að útrýma malaríu í 25 löndum til við­bótar fyrir árið 2025.

COVID-far­aldur mögu­lega á enda

Bjart­sýni svífur yfir vötnum í upp­hafi árs­ins um að innan skamms verði annar far­aldur úr sög­unni: Heims­far­aldur COVID-19. Tvennt skýrir þá bjart­sýni. Hið nýja afbrigði ómíkrón virð­ist valda væg­ari sjúk­dóms­ein­kennum en þau fyrri þrátt fyrir að vera mun meira smit­andi. Ómíkrón gæti með tíð og tíma útrýmt öðrum afbrigðum þótt enn sé hætta á að ný skjóti upp koll­in­um.

Það mun ráð­ast af því hvernig tekst að bólu­setja heims­byggð­ina. Þótt bólu­setn­ing­ar­hlut­fall sé orðið mjög hátt í vest­rænum heimi er það enn aðeins örfá pró­sent í mörgum fátæk­ustu löndum ver­ald­ar. Meira en 8,5 millj­örðum skammta af bólu­efni hefur verið dreift og WHO von­ast til þess að í júlí verði búið að bólu­setja 70 pró­sent íbúa allra landa.

Grein­ing­ar­fyr­ir­tækið Ipsos spurði 22 þús­und full­orðna ein­stak­linga í 33 löndum um hvernig þeir teldu árið 2022 verða og lýstu flestir yfir tölu­verðri bjart­sýni þegar kom að bar­átt­unni við COVID-far­ald­ur­inn. Um 77 pró­sent aðspurðra töldu að árið yrði almennt betra en 2021. Mest var bjart­sýnin í Kína.

Meiri­hluti þeirra sem tóku þátt í könn­un­inni var bjart­sýnn á að í það minnsta 80 pró­sent jarð­ar­búa verði búnir að fá bólu­setn­ingu fyrir lok árs. Þá voru þátt­tak­endur almennt bjart­sýnir á að líf­legra yrði í sam­fé­lögum og að efna­hagur myndi vænkast.

Hinn sanni ólymp­íu­andi

Augna­blikið þegar ítalski hástökkvar­inn Gian­marco Tam­beri ákvað að deila ólymp­íugulli sínu með keppi­naut sín­um, Kat­ar­anum Mutaz Bars­him, var það hjart­næm­asta á Ólymp­íu­leik­unum í Tókýó í ágúst. Slíkt hefur ekki átt sér stað á leik­unum frá því árið 1912. Bars­him segir Tam­beri einn af sínum allra bestu vinum og að það hafi verið sann­kall­aður draumur að standa á verð­launa­pall­inum við hlið hans. Ákvörðun hans hafi lýst sönnum ólymp­íu­anda.

Ár tígris­dýrs­ins

Árið 2022 er ár tígris­dýrs­ins sam­kvæmt kín­verska tíma­tal­inu. Það mun einnig marka enda­lok tíu ára átaks til að tvö­falda fjölda þess­ara stór­kost­legu dýra. Björg­un­ar­verk­efnið TX2 er eitt það metn­að­ar­fyllsta sem ráð­ist hefur verið í til að bjarga einni ákveð­inni teg­und. Og árang­ur­inn þykir tölu­verð­ur. Í sex löndum hefur tek­ist að fjölga tígris­dýrum um 40 pró­sent. Heim­kynni þeirra eru í Asíu og tóku þrettán lönd í heims­álf­unni þátt í verk­efn­inu.

Líf­fræði­legur fjöl­breyti­leiki á enn undir högg að sækja á mörgum svið­um. Hins vegar þykir björg­un­ar­verk­efnið TX2 gefa góð fyr­ir­heit um að ger­legt sé að vinda ofan af nei­kvæðri þróun og fækkun teg­unda sem spila stórt og ómissandi hlut­verk í vist­kerfum jarð­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent