Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“

UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.

Ásbrú
Auglýsing

Útlend­inga­stofnun (ÚTL) hafa borist kvart­anir varð­andi aðbúnað fyrir fólk á flótta og umsækj­endur um alþjóð­lega vernd á Ásbrú í Reykja­nesbæ frá ein­stak­lingum sem láta sig mál þeirra sem þar búa varða en ekki frá íbú­unum sjálfum nema í einu til­viki. Margt af því sem bent hefur verið á byggir á mis­skiln­ingi, að því er fram kemur í svari ÚTL við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

UN Women á Íslandi greindi frá því í yfir­lýs­ingu í síð­ustu viku að þeim hefði borist til eyrna þungar áhyggjur fólks af aðbún­aði og aðstæðum ein­stak­linga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetu­úr­ræði ÚTL á Ásbrú.

Heyrðu að ungar stúlkur flýðu á milli her­bergja og jafn­vel út úr hús­inu

„Sam­kvæmt þeim upp­lýs­ingum sem UN Women á Íslandi hafa undir höndum eru aðstæður á Ásbrú með öllu óvið­un­andi. Eld­húsin eru tóm, það vantar leir­tau, potta og pönnur og engin rúm­föt á staðn­um. Ungar stúlkur eru að flýja á milli her­bergja og jafn­vel út úr hús­inu vegna áforma stjórn­valda um að bæta ókunn­ugum her­berg­is­fé­lögum í her­bergi þeirra. Umsjón­ar­menn hafa verið að birt­ast fyr­ir­vara­laust inn í her­bergin til að kanna aðstæður fyrir nýja og ókunn­uga her­berg­is­fé­laga.

Öllum er blandað saman og ekki virð­ist vera kynja­skipt­ing á milli húsa eða hæða. Konur og börn eru þannig í næsta her­bergi við ókunn­uga karl­menn. Strangar reglur eru á svæð­inu um heim­sóknir – til að vernda öryggi íbúa, en á sama tíma hamlar það eft­ir­liti óháðra aðila til að kanna hvort aðbún­aður sé við­eig­andi og verk­lag í lag­i,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Auglýsing

Stofn­unin upp­fyllir allar lág­marks­kröfur sem gerðar eru til rekst­urs hót­ela

Kjarn­inn sendi fyr­ir­spurn á ÚTL þar sem spurt var hvort þessi lýs­ing hjá UN Women væri rétt. Í svar­inu segir að alla jafna dvelji ein­stæðir karl­menn ekki í sama hús­næði og ein­stæðar konur en örfáar und­an­tekn­ingar hafi verið á því síð­ustu vikur þar sem úrræðin fyrir karl­menn hafi verið full­nýtt.

„Í þessum til­fellum sem þeir hafa dvalið í úrræði með konum er bæði örygg­is­vörður í hús­næð­inu allan sóla­hring­inn og starfs­menn stofn­un­ar­innar á dag­inn. Þá deila ein­stak­lingar af gagn­stæðu kyni ekki her­bergi ef ekki eru fjöl­skyldu­tengsl þeirra á milli.

Öll búsetu­úr­ræði sem Útlend­inga­stofnun rekur eru með her­bergjum líkt og á hót­elum eða gisti­heim­ilum og upp­fyllir stofn­unin allar lág­marks­kröfur sem gerðar eru til rekst­urs hót­ela og ann­arra gisti­rýma, þá eru þau tekin út af þar til bærum eft­ir­lits­að­ilum með reglu­legu milli­bil­i,“ segir í svar­inu.

Eng­inn kemur inn sem ekki á erindi

Varð­andi búnað þá fá allir umsækj­endur sem koma í þjón­ustu stofn­un­ar­innar afhentan start­pakka sem í er: diskur, glas, skál, hnífa­pör, pott­ur, panna, sæng, koddi og lak. Sængin og kodd­inn eru sam­bæri­leg því sem er notað á sjúkra­hús­um, það er ekki eru notuð rúm­föt heldur skulu sængin og kodd­inn þvegin reglu­lega. Það sem start­pakk­inn inni­heldur til­heyrir þeim sem við honum tekur og geyma umsækj­endur þessa hluti alla jafna ekki í sam­eig­in­legum eld­hús­um­/­rýmum heldur inni á sínum her­bergj­um. Önnur eld­un­ar­á­höld eru aðgengi­leg öllum í sam­eig­in­legum eld­hús­um, segir í svar­inu.

Sam­kvæmt ÚTL eru úrræði stofn­un­ar­innar öll aðgangs­stýrð, það er eng­inn kemur þar inn sem ekki á erindi þangað nema í sam­ráði við stofn­un­ina. Íbúar fái alla þá hjálp eða aðstoð sem þau eiga rétt á hjá starfs­fólki stofn­un­ar­innar í úrræði. Eins sinnir Rauði kross Íslands fata­út­hlut­unum til þeirra og er með opna við­tals­tíma og býður upp á félags­starf.

Eins og fram hefur komið hafa kvart­anir borist til ÚTL varð­andi aðbún­að­inn á Ásbrú frá ein­stak­lingum sem láta sig mál þeirra sem þar búa varða en ekki frá íbú­unum sjálfum nema í einu til­viki. Margt af því sem bent hefur verið á byggir á mis­skiln­ingi, sam­kvæmt ÚTL, og vísar stofn­unin til fyrri svara um lýs­ingu hennar á aðstæðum á Ásbrú.

ÚTL hefur brugð­ist við þeim kvört­unum með því að vinna að því að færa til og búa til pláss inni í öðrum úrræðum til að flytja karl­menn­ina þang­að.

Aðstaðan í stöðugri end­ur­skoðun

Kjarn­inn spurði ÚTL einnig hvort stofn­unin ætl­aði að end­ur­skoða þá aðstöðu sem hún hefur til að taka á móti flótta­fólki eða umsækj­endum um alþjóð­lega vernd. „Að­staðan er og hefur verið í stöðugri end­ur­skoðun und­an­farna rúma tvo mán­uði. Fjöldi umsækj­enda um vernd í þjón­ustu Útlend­inga­stofn­unar meira en tvö­fald­að­ist á örfáum vikum í mars þegar umsækj­endum fjölg­aði á for­dæma­lausum hraða. Félags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neytið tók þá fljót­lega við því hlut­verki að afla nýrra búsetu­úr­ræða, eins og sagt var frá í apríl, en Útlend­inga­stofnun mun hætta að sinna þjón­ustu við umsækj­endur um vernd frá og með 1. júlí næst­kom­andi.

Þau nýju úrræði sem hafa verið tekin í notkun hafa hentað mis­vel undir starf­sem­ina og þau hefur oftar en ekki þurft að opna með litlum sem engum fyr­ir­vara. Gengið hefur verið í það hratt og örugg­lega að tryggja að allur nauð­syn­legur bún­aður sé til staðar sem fyrst,“ segir að lokum í svar­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent