Markaðsvirði stærstu smásölukeðju heimsins, Walmart, féll um 20 milljarða Bandaríkjadala, eða um 2.500 milljarða króna, á tuttugu mínútum í dag, þegar birt var afkomuviðvörun vegna minnkandi sölu og hækkandi launakostnaðar. Lágmarkslaun fyrirtækisins hafa verið hækkuð upp í níu Bandaríkjadali á tímann og verða þau hækkuð upp í tíu dali á næsta ári, eða sem nemur 1.250 krónum á tímann.
Þessi launahækkun mun kosta þennan stærsta vinnuveitanda Bandaríkjanna, með ríflega tvær milljónir manna á launaskrá, 2,7 milljarða Bandaríkjadala á næstu tveimur árum, eða sem nemur um 350 milljörðum króna.
Forstjóri Walmart í Bandaríkjunum, Greg Foran, segir að Walmart sé „stórt skip“ og stundum taki langan tíma að koma hlutunum í ásættanlegt horf. Hann segir rekstrarhorfurnar þó bjartar, þrátt fyrir slæmt uppgjör nú.
$WMT hasn't seen a drop like this in 15 yrs. This is currently the 7th largest drop ever. Black Monday lost 11.6%. pic.twitter.com/1BefxzYZb7
— Ryan Detrick, CMT (@RyanDetrick) October 14, 2015