Merkel: Átökin verður að leysa á friðsælan máta

16872741573_b834124306_b.jpg
Auglýsing

Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, var í opin­berri heim­sókn í Moskvu í dag í til­efni hátíð­ar­halda vegna Sig­ur­dags­ins í gær. Merkel hafði verið boð­ið, ásamt leið­togum sig­ur­veg­ara seinni heim­styrj­ald­ar­inn­ar, að vera við­stödd her­sýn­ingu rúss­neska hers­ins á Rauða torg­inu en þekkt­ist ekki boð­ið.

Eftir að hafa lagt blómsveig að leiði óþekkta her­manns­ins héldu þau Merkel og Vla­dimír Pútín, Rúss­lands­for­seti, sam­eig­in­legan blaða­manna­fund þar sem Merkel und­ir­strik­aði mik­il­vægi sam­vinnu í alþjóða­mál­um, sér­stak­lega í tengslum við átökin í Úkra­ínu. Frá þessu er greint á Deutsche Welle.

„Við höfum lært af bit­urri reynslu og erf­iðum aðstæð­u­m,“ sagði Merkel á fund­inum og hélt áfram: „Og nú verðum við að yfir­stíga þessa hindrun [átökin í Úkra­ínu] á frið­sælan hátt með diplómat­ískum leið­u­m.“

Auglýsing

Vopna­hléssamn­ingur var und­ir­rit­aður i Minsk í Hvíta-Rúss­landi í febr­úar en síðan hafa átökin haldið áfram. Á föstu­dag bár­ust fregnir af því að átökin í Aust­ur-Úkra­ínu hafi náð nýjum hæðum eftir und­ir­ritun sam­komu­lags­ins.

Francois Hollande, for­seti Frakk­lands, og Ang­ela Merkel lögðu mikla áherslu á að leiða stríð­andi fylk­ingar að samn­inga­borð­inu í vetur til að hægt væri að binda endi á átökin í aust­ur­hluta Úkra­ínu. Þar berst stjórn­ar­her Úkra­ínu gegn upp­reisn­ar­mönnum sem vilja heldur tengj­ast Rússum í austri.

Pútín lét hafa eftir sér á blaða­manna­fund­inum í dag að hljóð­lát­ara hafi verið í Úkra­ínu und­an­farið og að vopna­hléið héldi áfram að vera í gildi „þrátt fyrir ýmis vand­ræð­i“. Merkel sagði hins vegar við blaða­menn eftir fund­inn með Pútín að enn hafi vopna­hlé ekki haf­ist. „Við höfum ekk­ert vopna­hlé enn­þá“.

Við­skipta­þving­anir vest­ur­veld­anna gegn Rúss­landi og ein­stak­lingum sem tengj­ast rík­is­stjórn Rúss­lands, Krím­skaga eða Úkra­ínu, halda áfram að kæla sam­band stjórn­valda í Kreml við vest­ur­veld­in. Þving­an­irnar hafa haft mikil áhrif á efna­hag­inn í Rúss­landi.

Merkel, sem hefur leikið hlut­verk mála­miðl­ara milli Pútíns og vest­ur­heims und­an­farna mán­uði, var í sinni fyrstu opin­beru heim­sókn í Rúss­landi síðan í febr­ú­ar.

Eins og Kjarn­inn greindi frá í gær þekkt­ust leið­togar sig­ur­þjóða í seinni heim­styrj­öld­inni ekki boð Pútíns um að vera við­stödd her­sýn­ingu á Rauða torg­inu í Moskvu í gær, 9. maí, þegar haldið var upp á 70 ára afmæli stríðsloka. „Allir sem ég vildi hitta voru hér,“ sagði Pútín í sjón­varps­við­tali í gær­kvöldi. Hann þakk­aði þó banda­mönnum Sov­ét­ríkj­anna í stríð­inu fyrir „þeirra fram­lag“ til sig­urs­ins á Þýska­landi nas­ism­ans.

Hersýning í Rússlandi Rúss­neski her­inn stóð fyrir gríð­ar­stórri her­sýn­ingu á Rauða torg­inu í Moskvu í gær. Eng­inn leið­toga vest­ur­veld­anna sá sér fært að mæta svo Pútín sat við hlið Xi Jin­p­ing, for­seta Kína, á meðan sýn­ing­unni stóð.

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiErlent
None