Merkel: Átökin verður að leysa á friðsælan máta

16872741573_b834124306_b.jpg
Auglýsing

Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, var í opin­berri heim­sókn í Moskvu í dag í til­efni hátíð­ar­halda vegna Sig­ur­dags­ins í gær. Merkel hafði verið boð­ið, ásamt leið­togum sig­ur­veg­ara seinni heim­styrj­ald­ar­inn­ar, að vera við­stödd her­sýn­ingu rúss­neska hers­ins á Rauða torg­inu en þekkt­ist ekki boð­ið.

Eftir að hafa lagt blómsveig að leiði óþekkta her­manns­ins héldu þau Merkel og Vla­dimír Pútín, Rúss­lands­for­seti, sam­eig­in­legan blaða­manna­fund þar sem Merkel und­ir­strik­aði mik­il­vægi sam­vinnu í alþjóða­mál­um, sér­stak­lega í tengslum við átökin í Úkra­ínu. Frá þessu er greint á Deutsche Welle.

„Við höfum lært af bit­urri reynslu og erf­iðum aðstæð­u­m,“ sagði Merkel á fund­inum og hélt áfram: „Og nú verðum við að yfir­stíga þessa hindrun [átökin í Úkra­ínu] á frið­sælan hátt með diplómat­ískum leið­u­m.“

Auglýsing

Vopna­hléssamn­ingur var und­ir­rit­aður i Minsk í Hvíta-Rúss­landi í febr­úar en síðan hafa átökin haldið áfram. Á föstu­dag bár­ust fregnir af því að átökin í Aust­ur-Úkra­ínu hafi náð nýjum hæðum eftir und­ir­ritun sam­komu­lags­ins.

Francois Hollande, for­seti Frakk­lands, og Ang­ela Merkel lögðu mikla áherslu á að leiða stríð­andi fylk­ingar að samn­inga­borð­inu í vetur til að hægt væri að binda endi á átökin í aust­ur­hluta Úkra­ínu. Þar berst stjórn­ar­her Úkra­ínu gegn upp­reisn­ar­mönnum sem vilja heldur tengj­ast Rússum í austri.

Pútín lét hafa eftir sér á blaða­manna­fund­inum í dag að hljóð­lát­ara hafi verið í Úkra­ínu und­an­farið og að vopna­hléið héldi áfram að vera í gildi „þrátt fyrir ýmis vand­ræð­i“. Merkel sagði hins vegar við blaða­menn eftir fund­inn með Pútín að enn hafi vopna­hlé ekki haf­ist. „Við höfum ekk­ert vopna­hlé enn­þá“.

Við­skipta­þving­anir vest­ur­veld­anna gegn Rúss­landi og ein­stak­lingum sem tengj­ast rík­is­stjórn Rúss­lands, Krím­skaga eða Úkra­ínu, halda áfram að kæla sam­band stjórn­valda í Kreml við vest­ur­veld­in. Þving­an­irnar hafa haft mikil áhrif á efna­hag­inn í Rúss­landi.

Merkel, sem hefur leikið hlut­verk mála­miðl­ara milli Pútíns og vest­ur­heims und­an­farna mán­uði, var í sinni fyrstu opin­beru heim­sókn í Rúss­landi síðan í febr­ú­ar.

Eins og Kjarn­inn greindi frá í gær þekkt­ust leið­togar sig­ur­þjóða í seinni heim­styrj­öld­inni ekki boð Pútíns um að vera við­stödd her­sýn­ingu á Rauða torg­inu í Moskvu í gær, 9. maí, þegar haldið var upp á 70 ára afmæli stríðsloka. „Allir sem ég vildi hitta voru hér,“ sagði Pútín í sjón­varps­við­tali í gær­kvöldi. Hann þakk­aði þó banda­mönnum Sov­ét­ríkj­anna í stríð­inu fyrir „þeirra fram­lag“ til sig­urs­ins á Þýska­landi nas­ism­ans.

Hersýning í Rússlandi Rúss­neski her­inn stóð fyrir gríð­ar­stórri her­sýn­ingu á Rauða torg­inu í Moskvu í gær. Eng­inn leið­toga vest­ur­veld­anna sá sér fært að mæta svo Pútín sat við hlið Xi Jin­p­ing, for­seta Kína, á meðan sýn­ing­unni stóð.

 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ýmsar hættur í krefjandi „hagstjórn í hálaunalandi“
Gylfi Zoega heldur áfram umfjöllun sinni um stöðu mála í hagkerfinu. Í síðustu grein, sem birtist í Vísbendingu, fjallaði hann um efnahagslífið í hálaunalandi, en að þessu sinni er hugað að hagstjórninni.
Kjarninn 16. febrúar 2020
STARA - The Music of Halldór Smárason: verkefni sem samfélagið umvafði
Halldór Smárason safnar fyrir útgáfu á fyrstu plötu sinni á Karolina fund.
Kjarninn 16. febrúar 2020
Hilmar Þór Björnsson
Kynningarferli í skipulagi – Elliðaárdalur
Kjarninn 16. febrúar 2020
Verksmiðjan hefur ekki verið starfrækt síðan haustið 2017.
Verðmiðinn á verksmiðjunni í Helguvík lækkaði um 4,2 milljarða á níu mánuðum
Bókfært virði kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík er komið niður í 2,7 milljarða króna. Óvissa á mörkuðum fyrir silíkon hefur neikvæð áhrif á söluferli verksmiðjunnar.
Kjarninn 16. febrúar 2020
Tapaði rifrildi og varð vegan
Samviskan er svo mikilvægt tól, hún er áttavitinn okkar, segir Eydís Blöndal, varaþingmaður VG. Hún segir okkur þurfa að endurskoða það sem við teljum lífsgæði og hætta að líta á jörðina eins og hún sé eingöngu til fyrir mannfólk.
Kjarninn 16. febrúar 2020
Grænlenski olíudraumurinn lifir enn
Þrátt fyrir mikla leit að olíu og margar tilraunaboranir sem hafa engan árangur borið hyggst grænlenska landsstjórnin ekki leggja árar í bát. Landsstjórnin kynnir þessa dagana nýja olíuáætlun.
Kjarninn 16. febrúar 2020
Alibaba varar við víðtækum áhrifum veirunnar í Kína
Stærsta sölutorg á netinu í heiminum, Alibaba, varar við því að áhrifin af Kórónaveirunni verði víðtæk í Kína og að merki um það séu þegar farin að sjást.
Kjarninn 15. febrúar 2020
Árni Stefán Árnason
Hundahald á Íslandi - réttarstaða hunda og eigenda þeirra
Kjarninn 15. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None