Merkel: Átökin verður að leysa á friðsælan máta

16872741573_b834124306_b.jpg
Auglýsing

Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, var í opin­berri heim­sókn í Moskvu í dag í til­efni hátíð­ar­halda vegna Sig­ur­dags­ins í gær. Merkel hafði verið boð­ið, ásamt leið­togum sig­ur­veg­ara seinni heim­styrj­ald­ar­inn­ar, að vera við­stödd her­sýn­ingu rúss­neska hers­ins á Rauða torg­inu en þekkt­ist ekki boð­ið.

Eftir að hafa lagt blómsveig að leiði óþekkta her­manns­ins héldu þau Merkel og Vla­dimír Pútín, Rúss­lands­for­seti, sam­eig­in­legan blaða­manna­fund þar sem Merkel und­ir­strik­aði mik­il­vægi sam­vinnu í alþjóða­mál­um, sér­stak­lega í tengslum við átökin í Úkra­ínu. Frá þessu er greint á Deutsche Welle.

„Við höfum lært af bit­urri reynslu og erf­iðum aðstæð­u­m,“ sagði Merkel á fund­inum og hélt áfram: „Og nú verðum við að yfir­stíga þessa hindrun [átökin í Úkra­ínu] á frið­sælan hátt með diplómat­ískum leið­u­m.“

Auglýsing

Vopna­hléssamn­ingur var und­ir­rit­aður i Minsk í Hvíta-Rúss­landi í febr­úar en síðan hafa átökin haldið áfram. Á föstu­dag bár­ust fregnir af því að átökin í Aust­ur-Úkra­ínu hafi náð nýjum hæðum eftir und­ir­ritun sam­komu­lags­ins.

Francois Hollande, for­seti Frakk­lands, og Ang­ela Merkel lögðu mikla áherslu á að leiða stríð­andi fylk­ingar að samn­inga­borð­inu í vetur til að hægt væri að binda endi á átökin í aust­ur­hluta Úkra­ínu. Þar berst stjórn­ar­her Úkra­ínu gegn upp­reisn­ar­mönnum sem vilja heldur tengj­ast Rússum í austri.

Pútín lét hafa eftir sér á blaða­manna­fund­inum í dag að hljóð­lát­ara hafi verið í Úkra­ínu und­an­farið og að vopna­hléið héldi áfram að vera í gildi „þrátt fyrir ýmis vand­ræð­i“. Merkel sagði hins vegar við blaða­menn eftir fund­inn með Pútín að enn hafi vopna­hlé ekki haf­ist. „Við höfum ekk­ert vopna­hlé enn­þá“.

Við­skipta­þving­anir vest­ur­veld­anna gegn Rúss­landi og ein­stak­lingum sem tengj­ast rík­is­stjórn Rúss­lands, Krím­skaga eða Úkra­ínu, halda áfram að kæla sam­band stjórn­valda í Kreml við vest­ur­veld­in. Þving­an­irnar hafa haft mikil áhrif á efna­hag­inn í Rúss­landi.

Merkel, sem hefur leikið hlut­verk mála­miðl­ara milli Pútíns og vest­ur­heims und­an­farna mán­uði, var í sinni fyrstu opin­beru heim­sókn í Rúss­landi síðan í febr­ú­ar.

Eins og Kjarn­inn greindi frá í gær þekkt­ust leið­togar sig­ur­þjóða í seinni heim­styrj­öld­inni ekki boð Pútíns um að vera við­stödd her­sýn­ingu á Rauða torg­inu í Moskvu í gær, 9. maí, þegar haldið var upp á 70 ára afmæli stríðsloka. „Allir sem ég vildi hitta voru hér,“ sagði Pútín í sjón­varps­við­tali í gær­kvöldi. Hann þakk­aði þó banda­mönnum Sov­ét­ríkj­anna í stríð­inu fyrir „þeirra fram­lag“ til sig­urs­ins á Þýska­landi nas­ism­ans.

Hersýning í Rússlandi Rúss­neski her­inn stóð fyrir gríð­ar­stórri her­sýn­ingu á Rauða torg­inu í Moskvu í gær. Eng­inn leið­toga vest­ur­veld­anna sá sér fært að mæta svo Pútín sat við hlið Xi Jin­p­ing, for­seta Kína, á meðan sýn­ing­unni stóð.

 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Segir verkfallsbrot vera staðfestingu á einbeittum brotavilja
Fréttir hafa birst á vef Mbl.is þrátt fyrir verkfallsaðgerðir Blaðamannafélags Íslands sem standa nú yfir. Formaður félagsins segir það ömurlegt að menn virði ekki vinnustöðvun.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Miðflokkurinn vill stöðva fjármögnun styrkja til fjölmiðla
Miðflokkurinn lagði til að þeir fjármunir sem eiga að renna í styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári verði teknir af fjárlögum. Flokkurinn ætlar að leggja fram eigin hugmynd um styrki „með annarri aðferðarfræði“.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Siðferði hins ískalda kapítalisma“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að viðskiptasiðferði Samherjamanna sé siðferði hins ískalda kapítalisma þar sem ungu fólki sé innrætt að líta á annað fólk sem bráð frekar en samborgara.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Gunnar Bragi minnir á að stjórnendur Samherja eigi börn
Varaformaður Miðflokksins segist hugsa til starfsmanna Samherja þessa dagana þegar stríðsfyrirsagnir um fyrirtækið séu í fjölmiðlum. Hann gagnrýnir fjölmiðla og segir það galið að ætla að styrkja þá með ríkisfé.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff.
Gagnrýnir að SA hafi ekki tjáð sig um Samherjamálið
Fyrrverandi varaformaður Samtaka atvinnulífsins vill að samtökin stígi fram fyrir hönd atvinnulífsins og lýsi því yfir að mál Samherja sé með öllu óásættanlegt og að svona starfi ekki alvöru fyrirtæki.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Blaðamenn í átta tíma verkfall – Ekkert skuli inn á vefsíðurnar
Blaða­menn, ljós­mynd­arar og mynda­töku­menn á stærstu miðlunum hafa nú lagt niður störf. Blaðamannafélagið er með skýr fyrirmæli hvernig að verkfallinu skuli staðið.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Samherji opinberaður
Sjávarútvegsrisinn Samherji er eitt stærsta og áhrifamesta fyrirtæki á Íslandi. Það teygir anga sína víða og stjórnendur þess hafa ekki farið leynt með vilja sinn til að hafa mikil áhrif í samfélaginu sem þeir búa í.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Gunnþór Ingvarsson
Óskuðu eftir ráðum hjá Samherjamönnum til að blekkja Grænlendinga
Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar bað stjórnendur hjá Samherja að ráðleggja sér um hvernig best væri að afla velvildar heimamanna á Grænlandi og blekkja þá til að komast yfir veiðiheimildir.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None