Merkel: Átökin verður að leysa á friðsælan máta

16872741573_b834124306_b.jpg
Auglýsing

Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, var í opin­berri heim­sókn í Moskvu í dag í til­efni hátíð­ar­halda vegna Sig­ur­dags­ins í gær. Merkel hafði verið boð­ið, ásamt leið­togum sig­ur­veg­ara seinni heim­styrj­ald­ar­inn­ar, að vera við­stödd her­sýn­ingu rúss­neska hers­ins á Rauða torg­inu en þekkt­ist ekki boð­ið.

Eftir að hafa lagt blómsveig að leiði óþekkta her­manns­ins héldu þau Merkel og Vla­dimír Pútín, Rúss­lands­for­seti, sam­eig­in­legan blaða­manna­fund þar sem Merkel und­ir­strik­aði mik­il­vægi sam­vinnu í alþjóða­mál­um, sér­stak­lega í tengslum við átökin í Úkra­ínu. Frá þessu er greint á Deutsche Welle.

„Við höfum lært af bit­urri reynslu og erf­iðum aðstæð­u­m,“ sagði Merkel á fund­inum og hélt áfram: „Og nú verðum við að yfir­stíga þessa hindrun [átökin í Úkra­ínu] á frið­sælan hátt með diplómat­ískum leið­u­m.“

Auglýsing

Vopna­hléssamn­ingur var und­ir­rit­aður i Minsk í Hvíta-Rúss­landi í febr­úar en síðan hafa átökin haldið áfram. Á föstu­dag bár­ust fregnir af því að átökin í Aust­ur-Úkra­ínu hafi náð nýjum hæðum eftir und­ir­ritun sam­komu­lags­ins.

Francois Hollande, for­seti Frakk­lands, og Ang­ela Merkel lögðu mikla áherslu á að leiða stríð­andi fylk­ingar að samn­inga­borð­inu í vetur til að hægt væri að binda endi á átökin í aust­ur­hluta Úkra­ínu. Þar berst stjórn­ar­her Úkra­ínu gegn upp­reisn­ar­mönnum sem vilja heldur tengj­ast Rússum í austri.

Pútín lét hafa eftir sér á blaða­manna­fund­inum í dag að hljóð­lát­ara hafi verið í Úkra­ínu und­an­farið og að vopna­hléið héldi áfram að vera í gildi „þrátt fyrir ýmis vand­ræð­i“. Merkel sagði hins vegar við blaða­menn eftir fund­inn með Pútín að enn hafi vopna­hlé ekki haf­ist. „Við höfum ekk­ert vopna­hlé enn­þá“.

Við­skipta­þving­anir vest­ur­veld­anna gegn Rúss­landi og ein­stak­lingum sem tengj­ast rík­is­stjórn Rúss­lands, Krím­skaga eða Úkra­ínu, halda áfram að kæla sam­band stjórn­valda í Kreml við vest­ur­veld­in. Þving­an­irnar hafa haft mikil áhrif á efna­hag­inn í Rúss­landi.

Merkel, sem hefur leikið hlut­verk mála­miðl­ara milli Pútíns og vest­ur­heims und­an­farna mán­uði, var í sinni fyrstu opin­beru heim­sókn í Rúss­landi síðan í febr­ú­ar.

Eins og Kjarn­inn greindi frá í gær þekkt­ust leið­togar sig­ur­þjóða í seinni heim­styrj­öld­inni ekki boð Pútíns um að vera við­stödd her­sýn­ingu á Rauða torg­inu í Moskvu í gær, 9. maí, þegar haldið var upp á 70 ára afmæli stríðsloka. „Allir sem ég vildi hitta voru hér,“ sagði Pútín í sjón­varps­við­tali í gær­kvöldi. Hann þakk­aði þó banda­mönnum Sov­ét­ríkj­anna í stríð­inu fyrir „þeirra fram­lag“ til sig­urs­ins á Þýska­landi nas­ism­ans.

Hersýning í Rússlandi Rúss­neski her­inn stóð fyrir gríð­ar­stórri her­sýn­ingu á Rauða torg­inu í Moskvu í gær. Eng­inn leið­toga vest­ur­veld­anna sá sér fært að mæta svo Pútín sat við hlið Xi Jin­p­ing, for­seta Kína, á meðan sýn­ing­unni stóð.

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Reikna með 800-1.650 smitum í þriðju bylgjunni
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýja aðgerðarpakkann í dag.
Tryggingagjald lækkað og ráðist í beina styrki til fyrirtækja sem hafa orðið fyrir tekjuhruni
Ríkisstjórnin kynnti nýjan aðgerðarpakka í dag. Hann er metinn á 25 milljarða króna en sá fyrirvari settur að ekki liggi fyrir hversu vel aðgerðirnar, sem eru átta, verði nýttar.
Kjarninn 29. september 2020
Í gær voru tekin yfir 2.300 sýni.
Tveir á gjörgæslu með COVID-19 – 32 ný smit
32 ný smit af kórónuveirunni greindust í gær, mánudag, og eru 525 eru nú með COVID-19 hér á landi og í einangrun. Tveir sjúklingar eru nú á gjörgæslu.
Kjarninn 29. september 2020
Yfirmaður Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til að fara með rannsókn á bankanum DNB. Málið verður fært til annars embættis.
Æðsti yfirmaður Økokrim segist vanhæfur til að rannsaka DNB
Nýlega ráðinn yfirmaður hjá norsku efnahagsbrotadeildinni Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til þess að koma að rannsókn á bankanum DNB, sem fór af stað eftir umfjöllun um Samherjaskjölin í fyrra. Málið verður fært til annars embættis.
Kjarninn 29. september 2020
Verðbólgan komin upp í 3,5 prósent
Verðbólgan í september er sú hæsta sem mælst hefur á árinu og hefur nú náð svipuðum hæðum og í fyrra.
Kjarninn 29. september 2020
Fjármagnstekjur ríkustu tíundarinnar voru 100 milljarðar í fyrra
Fjármagnstekjur Íslendinga voru tæplega 142 milljarðar króna í fyrra. Skattur af þeim er umtalsvert lægri en af launatekjum. Rúmlega 70 prósent af öllum fjármagnstekjum fóru til ríkustu tíu prósents landsmanna.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None