Hagvöxtur á evrusvæðinu mældist 0,3 prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs og var undir væntingum fjárfesta, að því er segir á vef Wall Street Journal. Gríska hagkerfið sýndi óvæntar hagvaxtartölur upp á 0,8 prósent en á fyrstu þremur mánuðum ársins var hagvöxtur í landinu neikvæður um 0,2 prósent. Flestar spár gera raunar ráð fyrir því að hagvöxtur verði neikvæður um 2,1 til 2,3 prósent.
BREAKING: Greece’s economy unexpectedly expands by 0.8% in second quarter, beating estimates http://t.co/PQiMogxu6J
— Bloomberg Business (@business) August 13, 2015
Atvinnuleysi er áfram þjóðarböl í Grikklandi og mælist rúmlega 25 prósent.
Atvinnuleysi mælist nú að meðaltali 11,1 prósent á evrusvæðinu. Mest er að það í Suður-Evrópuríkjunum Spáni, Ítalíu, Portúgal og Grikklandi, á bilinu 20 til 25 prósent.