NATO styður loftárásir Tyrkja á ISIS og Kúrda

stoltenberg.jpg
Auglýsing

Atl­ants­hafs­banda­lagið (NATO) hefur ákveðið að styðja loft­árásir Tyrk­lands sunnan landamærana við Sýr­land og Írak. Loft­árás­unum er beint að Íslamska rík­inu (IS­IS) en Kúrdar hafa einnig orðið fyrir skæðum árásum Tyrkja. Ákvörð­unin var tekin á fundi allra 28 ríkja NATO í Brus­sel í dag.

Tyrkir boð­uðu til neyð­ar­fundar í Brus­sel í morgun vegna árás­ana þar sem óskað var eftir frek­ari stuðn­ingi banda­lags­ins í átök­unum gegn Íslamska rík­inu auk þess sem Tayyip Erdogan, for­seti Tyrk­lands, brýndi fyrir banda­lags­þjóðum að þær skyldu kveða til vopna yrði árás gerð á Tyrk­land.

„Við stöndum sam­einuð með Tyrk­land­i,“ sagði Jens Stol­ten­berg, fram­kvæmda­stjóri NATO, eftir fund­inn. Hann hafði við upp­haf fund­ar­inns sagt tíma­bært að ræða „óeirð­irnar í dyra­gætt­inni til Tyrk­lands og við landa­mæri NATO.“

Auglýsing

Í aðdrag­anda fund­ar­ins höfðu bæði NATO og Tyrk­land sagst frá­hverf hug­myndum um að hern­að­ar­banda­lagið leggi til sam­eig­in­lega krafta sína á landi og í lofti, til að styðja við árásir Tyrkja. Erdogan sagði hins vegar eftir fund­inn að Tyrkir hefðu þegar orðið fyrir árásum, til dæmis þegar sjálfs­morðsárás Íslamska rík­is­ins varð 32 að bana í tyrk­neskum bæ norðan landamærana við Sýr­land í síð­ustu viku.

BELGIUM NATO TURKEY Aðilda­ríki NATO eru 28 og komu þau saman í höf­uð­stöðvum banda­lags­ins í Brus­sel í morg­un. Ísland er meðal aðild­ar­ríkja.

 

Í sam­þykkt NATO-­ríkj­anna er kveðið á um að sé árás gerð á eitt aðild­ar­ríki muni öll ríkin lýsa yfir stríði og standa með banda­mönnum sín­um. Erdogan minnti á það: „Ef aðild­ar­ríki að NATO veðrur fyrir árás verður NATO að veita alla þá aðstoð sem mögu­leg er.“

Tyrkir hófu nýlega að bein afskipti af Íslamska rík­inu eftir að hafa átt í erf­ið­leikum með að aflýsa stuðn­ingi sínum við upp­reisn­ar­menn í Sýr­landi. Árásir Tyrkja hafa ekki síður beinst að hópum Kúrda í norð­an­verðu Sýr­landi og Írak. Þjóð Kúrda nýtur mun meiri stuðn­ings meðal Vest­ur­veld­anna og í Evr­ópu en meðal Tyrkja.

Erdogan segir ómögu­legt að halda áfram frið­ar­við­ræðum við kúrdíska skæru­liða en Tyrkir og Kúrdar hafa tek­ist á í nærri 30 ár. „Við getum ekki haldið áfram frið­ar­við­ræðum við þá sem ógna þjóðar­ör­yggi okkar og bræðra­lag­i,“ sagði Erdog­an.

Evr­ópu­sam­bandið hefur brýnt fyrir Tyrkjum að leita frið­sam­legra lausna í deilum þeirra við Kúr­da, jafn­vel þó sam­bandið seg­ist styðja rétt Tyrk­lands til að verja landa­mæri sín.

Aðild­ar­ríki NATO geta kallað til neyð­ar­fundar full­trúa allra þjóða NATO ef það telur öryggi sínu vera ógn­að. Tyrkir hafa tvisvar kallað til slíks fundar vegna óald­ar­innar í Sýr­landi, í bæði skiptin árið 2012, en alls hefur þessi grein sam­þykkt­ar­innar verið virkjuð fimm sinn­um. Erdogan flaug í morgun til Pek­ing í Kína þar sem ráð­gert er að hann versli lang­dræg flug­skeyti.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ýmsar hættur í krefjandi „hagstjórn í hálaunalandi“
Gylfi Zoega heldur áfram umfjöllun sinni um stöðu mála í hagkerfinu. Í síðustu grein, sem birtist í Vísbendingu, fjallaði hann um efnahagslífið í hálaunalandi, en að þessu sinni er hugað að hagstjórninni.
Kjarninn 16. febrúar 2020
STARA - The Music of Halldór Smárason: verkefni sem samfélagið umvafði
Halldór Smárason safnar fyrir útgáfu á fyrstu plötu sinni á Karolina fund.
Kjarninn 16. febrúar 2020
Hilmar Þór Björnsson
Kynningarferli í skipulagi – Elliðaárdalur
Kjarninn 16. febrúar 2020
Verksmiðjan hefur ekki verið starfrækt síðan haustið 2017.
Verðmiðinn á verksmiðjunni í Helguvík lækkaði um 4,2 milljarða á níu mánuðum
Bókfært virði kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík er komið niður í 2,7 milljarða króna. Óvissa á mörkuðum fyrir silíkon hefur neikvæð áhrif á söluferli verksmiðjunnar.
Kjarninn 16. febrúar 2020
Tapaði rifrildi og varð vegan
Samviskan er svo mikilvægt tól, hún er áttavitinn okkar, segir Eydís Blöndal, varaþingmaður VG. Hún segir okkur þurfa að endurskoða það sem við teljum lífsgæði og hætta að líta á jörðina eins og hún sé eingöngu til fyrir mannfólk.
Kjarninn 16. febrúar 2020
Grænlenski olíudraumurinn lifir enn
Þrátt fyrir mikla leit að olíu og margar tilraunaboranir sem hafa engan árangur borið hyggst grænlenska landsstjórnin ekki leggja árar í bát. Landsstjórnin kynnir þessa dagana nýja olíuáætlun.
Kjarninn 16. febrúar 2020
Alibaba varar við víðtækum áhrifum veirunnar í Kína
Stærsta sölutorg á netinu í heiminum, Alibaba, varar við því að áhrifin af Kórónaveirunni verði víðtæk í Kína og að merki um það séu þegar farin að sjást.
Kjarninn 15. febrúar 2020
Árni Stefán Árnason
Hundahald á Íslandi - réttarstaða hunda og eigenda þeirra
Kjarninn 15. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None