NATO styður loftárásir Tyrkja á ISIS og Kúrda

stoltenberg.jpg
Auglýsing

Atl­ants­hafs­banda­lagið (NATO) hefur ákveðið að styðja loft­árásir Tyrk­lands sunnan landamærana við Sýr­land og Írak. Loft­árás­unum er beint að Íslamska rík­inu (IS­IS) en Kúrdar hafa einnig orðið fyrir skæðum árásum Tyrkja. Ákvörð­unin var tekin á fundi allra 28 ríkja NATO í Brus­sel í dag.

Tyrkir boð­uðu til neyð­ar­fundar í Brus­sel í morgun vegna árás­ana þar sem óskað var eftir frek­ari stuðn­ingi banda­lags­ins í átök­unum gegn Íslamska rík­inu auk þess sem Tayyip Erdogan, for­seti Tyrk­lands, brýndi fyrir banda­lags­þjóðum að þær skyldu kveða til vopna yrði árás gerð á Tyrk­land.

„Við stöndum sam­einuð með Tyrk­land­i,“ sagði Jens Stol­ten­berg, fram­kvæmda­stjóri NATO, eftir fund­inn. Hann hafði við upp­haf fund­ar­inns sagt tíma­bært að ræða „óeirð­irnar í dyra­gætt­inni til Tyrk­lands og við landa­mæri NATO.“

Auglýsing

Í aðdrag­anda fund­ar­ins höfðu bæði NATO og Tyrk­land sagst frá­hverf hug­myndum um að hern­að­ar­banda­lagið leggi til sam­eig­in­lega krafta sína á landi og í lofti, til að styðja við árásir Tyrkja. Erdogan sagði hins vegar eftir fund­inn að Tyrkir hefðu þegar orðið fyrir árásum, til dæmis þegar sjálfs­morðsárás Íslamska rík­is­ins varð 32 að bana í tyrk­neskum bæ norðan landamærana við Sýr­land í síð­ustu viku.

BELGIUM NATO TURKEY Aðilda­ríki NATO eru 28 og komu þau saman í höf­uð­stöðvum banda­lags­ins í Brus­sel í morg­un. Ísland er meðal aðild­ar­ríkja.

 

Í sam­þykkt NATO-­ríkj­anna er kveðið á um að sé árás gerð á eitt aðild­ar­ríki muni öll ríkin lýsa yfir stríði og standa með banda­mönnum sín­um. Erdogan minnti á það: „Ef aðild­ar­ríki að NATO veðrur fyrir árás verður NATO að veita alla þá aðstoð sem mögu­leg er.“

Tyrkir hófu nýlega að bein afskipti af Íslamska rík­inu eftir að hafa átt í erf­ið­leikum með að aflýsa stuðn­ingi sínum við upp­reisn­ar­menn í Sýr­landi. Árásir Tyrkja hafa ekki síður beinst að hópum Kúrda í norð­an­verðu Sýr­landi og Írak. Þjóð Kúrda nýtur mun meiri stuðn­ings meðal Vest­ur­veld­anna og í Evr­ópu en meðal Tyrkja.

Erdogan segir ómögu­legt að halda áfram frið­ar­við­ræðum við kúrdíska skæru­liða en Tyrkir og Kúrdar hafa tek­ist á í nærri 30 ár. „Við getum ekki haldið áfram frið­ar­við­ræðum við þá sem ógna þjóðar­ör­yggi okkar og bræðra­lag­i,“ sagði Erdog­an.

Evr­ópu­sam­bandið hefur brýnt fyrir Tyrkjum að leita frið­sam­legra lausna í deilum þeirra við Kúr­da, jafn­vel þó sam­bandið seg­ist styðja rétt Tyrk­lands til að verja landa­mæri sín.

Aðild­ar­ríki NATO geta kallað til neyð­ar­fundar full­trúa allra þjóða NATO ef það telur öryggi sínu vera ógn­að. Tyrkir hafa tvisvar kallað til slíks fundar vegna óald­ar­innar í Sýr­landi, í bæði skiptin árið 2012, en alls hefur þessi grein sam­þykkt­ar­innar verið virkjuð fimm sinn­um. Erdogan flaug í morgun til Pek­ing í Kína þar sem ráð­gert er að hann versli lang­dræg flug­skeyti.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýja aðgerðarpakkann í dag.
Tryggingagjald lækkað og ráðist í beina styrki til fyrirtækja sem hafa orðið fyrir tekjuhruni
Ríkisstjórnin kynnti nýjan aðgerðarpakka í dag. Hann er metinn á 25 milljarða króna en sá fyrirvari settur að ekki liggi fyrir hversu vel aðgerðirnar, sem eru átta, verði nýttar.
Kjarninn 29. september 2020
Í gær voru tekin yfir 2.300 sýni.
Tveir á gjörgæslu með COVID-19 – 32 ný smit
32 ný smit af kórónuveirunni greindust í gær, mánudag, og eru 525 eru nú með COVID-19 hér á landi og í einangrun. Tveir sjúklingar eru nú á gjörgæslu.
Kjarninn 29. september 2020
Yfirmaður Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til að fara með rannsókn á bankanum DNB. Málið verður fært til annars embættis.
Æðsti yfirmaður Økokrim segist vanhæfur til að rannsaka DNB
Nýlega ráðinn yfirmaður hjá norsku efnahagsbrotadeildinni Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til þess að koma að rannsókn á bankanum DNB, sem fór af stað eftir umfjöllun um Samherjaskjölin í fyrra. Málið verður fært til annars embættis.
Kjarninn 29. september 2020
Verðbólgan komin upp í 3,5 prósent
Verðbólgan í september er sú hæsta sem mælst hefur á árinu og hefur nú náð svipuðum hæðum og í fyrra.
Kjarninn 29. september 2020
Fjármagnstekjur ríkustu tíundarinnar voru 100 milljarðar í fyrra
Fjármagnstekjur Íslendinga voru tæplega 142 milljarðar króna í fyrra. Skattur af þeim er umtalsvert lægri en af launatekjum. Rúmlega 70 prósent af öllum fjármagnstekjum fóru til ríkustu tíu prósents landsmanna.
Kjarninn 29. september 2020
Framboðslisti Miðflokksins í Múlaþingi. Sigurður er í aftari röð, þriðji frá vinstri, en Þröstur er í fremri röð, þriðji frá hægri..
Ósanngjarnt að „þurfa að svara fyrir fyllerísröfl Gunnars Braga Sveinssonar“
Miðflokksmenn í Múlaþingi, nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, telja að Klausturmálið hafi spillt fyrir sér í nýafstaðinni kosningabaráttu. Oddvitinn segir vaxandi guðleysi í þjóðfélaginu leiða til aukinnar dómhörku, sem sé að verða stórvandamál.
Kjarninn 29. september 2020
Stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir þrír mælast með meira fylgi en ríkisstjórnin
Ný könnun sýnir að Samfylking, Píratar og Viðreisn eru með meira sameiginlegt fylgi en Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn. Ekki yrði hægt að mynda þriggja flokka stjórn án þess að bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sætu í henni.
Kjarninn 29. september 2020
Eftir samrunan er búist við að TM verði dótturfélag Kviku.
Samrunaviðræður Kviku og TM hafnar
Stjórnir Kviku banka og TM hafa samþykkt að hefja viðræður um sameiningu félaganna tveggja.
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None