NATO styður loftárásir Tyrkja á ISIS og Kúrda

stoltenberg.jpg
Auglýsing

Atlantshafsbandalagið (NATO) hefur ákveðið að styðja loftárásir Tyrklands sunnan landamærana við Sýrland og Írak. Loftárásunum er beint að Íslamska ríkinu (ISIS) en Kúrdar hafa einnig orðið fyrir skæðum árásum Tyrkja. Ákvörðunin var tekin á fundi allra 28 ríkja NATO í Brussel í dag.

Tyrkir boðuðu til neyðarfundar í Brussel í morgun vegna árásana þar sem óskað var eftir frekari stuðningi bandalagsins í átökunum gegn Íslamska ríkinu auk þess sem Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, brýndi fyrir bandalagsþjóðum að þær skyldu kveða til vopna yrði árás gerð á Tyrkland.

„Við stöndum sameinuð með Tyrklandi,“ sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, eftir fundinn. Hann hafði við upphaf fundarinns sagt tímabært að ræða „óeirðirnar í dyragættinni til Tyrklands og við landamæri NATO.“

Auglýsing

Í aðdraganda fundarins höfðu bæði NATO og Tyrkland sagst fráhverf hugmyndum um að hernaðarbandalagið leggi til sameiginlega krafta sína á landi og í lofti, til að styðja við árásir Tyrkja. Erdogan sagði hins vegar eftir fundinn að Tyrkir hefðu þegar orðið fyrir árásum, til dæmis þegar sjálfsmorðsárás Íslamska ríkisins varð 32 að bana í tyrkneskum bæ norðan landamærana við Sýrland í síðustu viku.

BELGIUM NATO TURKEY Aðildaríki NATO eru 28 og komu þau saman í höfuðstöðvum bandalagsins í Brussel í morgun. Ísland er meðal aðildarríkja.

 

Í samþykkt NATO-ríkjanna er kveðið á um að sé árás gerð á eitt aðildarríki muni öll ríkin lýsa yfir stríði og standa með bandamönnum sínum. Erdogan minnti á það: „Ef aðildarríki að NATO veðrur fyrir árás verður NATO að veita alla þá aðstoð sem möguleg er.“

Tyrkir hófu nýlega að bein afskipti af Íslamska ríkinu eftir að hafa átt í erfiðleikum með að aflýsa stuðningi sínum við uppreisnarmenn í Sýrlandi. Árásir Tyrkja hafa ekki síður beinst að hópum Kúrda í norðanverðu Sýrlandi og Írak. Þjóð Kúrda nýtur mun meiri stuðnings meðal Vesturveldanna og í Evrópu en meðal Tyrkja.

Erdogan segir ómögulegt að halda áfram friðarviðræðum við kúrdíska skæruliða en Tyrkir og Kúrdar hafa tekist á í nærri 30 ár. „Við getum ekki haldið áfram friðarviðræðum við þá sem ógna þjóðaröryggi okkar og bræðralagi,“ sagði Erdogan.

Evrópusambandið hefur brýnt fyrir Tyrkjum að leita friðsamlegra lausna í deilum þeirra við Kúrda, jafnvel þó sambandið segist styðja rétt Tyrklands til að verja landamæri sín.

Aðildarríki NATO geta kallað til neyðarfundar fulltrúa allra þjóða NATO ef það telur öryggi sínu vera ógnað. Tyrkir hafa tvisvar kallað til slíks fundar vegna óaldarinnar í Sýrlandi, í bæði skiptin árið 2012, en alls hefur þessi grein samþykktarinnar verið virkjuð fimm sinnum. Erdogan flaug í morgun til Peking í Kína þar sem ráðgert er að hann versli langdræg flugskeyti.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ríkisstjórnin héldi ekki þingmeirihluta sínum ef niðurstöður kosninga yrðu í takt við nýja könnun Maskínu.
Ríkisstjórnarflokkarnir fengju einungis 30 þingmenn samkvæmt nýrri könnun Maskínu
Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins um tæp þrjú prósentustig. Ríkisstjórnin myndi ekki halda þingmeirihluta sínum, samkvæmt könnuninni.
Kjarninn 28. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None