NATO styður loftárásir Tyrkja á ISIS og Kúrda

stoltenberg.jpg
Auglýsing

Atl­ants­hafs­banda­lagið (NATO) hefur ákveðið að styðja loft­árásir Tyrk­lands sunnan landamærana við Sýr­land og Írak. Loft­árás­unum er beint að Íslamska rík­inu (IS­IS) en Kúrdar hafa einnig orðið fyrir skæðum árásum Tyrkja. Ákvörð­unin var tekin á fundi allra 28 ríkja NATO í Brus­sel í dag.

Tyrkir boð­uðu til neyð­ar­fundar í Brus­sel í morgun vegna árás­ana þar sem óskað var eftir frek­ari stuðn­ingi banda­lags­ins í átök­unum gegn Íslamska rík­inu auk þess sem Tayyip Erdogan, for­seti Tyrk­lands, brýndi fyrir banda­lags­þjóðum að þær skyldu kveða til vopna yrði árás gerð á Tyrk­land.

„Við stöndum sam­einuð með Tyrk­land­i,“ sagði Jens Stol­ten­berg, fram­kvæmda­stjóri NATO, eftir fund­inn. Hann hafði við upp­haf fund­ar­inns sagt tíma­bært að ræða „óeirð­irnar í dyra­gætt­inni til Tyrk­lands og við landa­mæri NATO.“

Auglýsing

Í aðdrag­anda fund­ar­ins höfðu bæði NATO og Tyrk­land sagst frá­hverf hug­myndum um að hern­að­ar­banda­lagið leggi til sam­eig­in­lega krafta sína á landi og í lofti, til að styðja við árásir Tyrkja. Erdogan sagði hins vegar eftir fund­inn að Tyrkir hefðu þegar orðið fyrir árásum, til dæmis þegar sjálfs­morðsárás Íslamska rík­is­ins varð 32 að bana í tyrk­neskum bæ norðan landamærana við Sýr­land í síð­ustu viku.

BELGIUM NATO TURKEY Aðilda­ríki NATO eru 28 og komu þau saman í höf­uð­stöðvum banda­lags­ins í Brus­sel í morg­un. Ísland er meðal aðild­ar­ríkja.

 

Í sam­þykkt NATO-­ríkj­anna er kveðið á um að sé árás gerð á eitt aðild­ar­ríki muni öll ríkin lýsa yfir stríði og standa með banda­mönnum sín­um. Erdogan minnti á það: „Ef aðild­ar­ríki að NATO veðrur fyrir árás verður NATO að veita alla þá aðstoð sem mögu­leg er.“

Tyrkir hófu nýlega að bein afskipti af Íslamska rík­inu eftir að hafa átt í erf­ið­leikum með að aflýsa stuðn­ingi sínum við upp­reisn­ar­menn í Sýr­landi. Árásir Tyrkja hafa ekki síður beinst að hópum Kúrda í norð­an­verðu Sýr­landi og Írak. Þjóð Kúrda nýtur mun meiri stuðn­ings meðal Vest­ur­veld­anna og í Evr­ópu en meðal Tyrkja.

Erdogan segir ómögu­legt að halda áfram frið­ar­við­ræðum við kúrdíska skæru­liða en Tyrkir og Kúrdar hafa tek­ist á í nærri 30 ár. „Við getum ekki haldið áfram frið­ar­við­ræðum við þá sem ógna þjóðar­ör­yggi okkar og bræðra­lag­i,“ sagði Erdog­an.

Evr­ópu­sam­bandið hefur brýnt fyrir Tyrkjum að leita frið­sam­legra lausna í deilum þeirra við Kúr­da, jafn­vel þó sam­bandið seg­ist styðja rétt Tyrk­lands til að verja landa­mæri sín.

Aðild­ar­ríki NATO geta kallað til neyð­ar­fundar full­trúa allra þjóða NATO ef það telur öryggi sínu vera ógn­að. Tyrkir hafa tvisvar kallað til slíks fundar vegna óald­ar­innar í Sýr­landi, í bæði skiptin árið 2012, en alls hefur þessi grein sam­þykkt­ar­innar verið virkjuð fimm sinn­um. Erdogan flaug í morgun til Pek­ing í Kína þar sem ráð­gert er að hann versli lang­dræg flug­skeyti.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bankastjórar Arion banka kaupa hlutabréf fyrir 230 milljónir
Benedikt Gíslason bankastjóri og Ásgeir Helgi Reykfjörð aðstoðarbankastjóri keyptu hlutabréf í bankanum í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None