Norður-Kórea mundi ekki þyrma lífi neins Bandaríkjamanns

nordur-korea.jpg
Auglýsing

Ef Norð­ur­-Kórea mætir Banda­ríkj­unum á víg­vell­inum á ný munu Norð­ur­-Kóreu­menn tryggja að eng­inn Amer­ík­ani kom­ist lífs af, segir Kim Jong-un, leið­togi Norð­ur­-Kóreu. 62 ára vopna­hléssamn­ingi er nú fagnað í Pjongj­ang.

Kóreu­stríð­inu lauk aldrei form­lega með frið­ar­samn­ingi heldur hefur vopna­hlé ríkt milli Norð­ur- og Suð­ur­-Kóreu og banda­manna þeirra síðan 27. júlí 1953. Þá var her­laust svæði meðal ann­ars skil­greint til þess að skilja á milli ríkj­anna. Stjórn­völd í Pjongj­ang hafa alltaf fagnað samn­ingnum sem upp­gjöf banda­manna í suðri.

Fólk á götum höf­uð­borg­ar­innar Pjongj­ang fylgd­ist með ræð­um, veif­aði fánum og hróp­aði sig­ur­orð yfir banda­rískri heims­valda­stefnu, meira en hálfri öld eftir að strí­ið­inu lauk. „Tíma­bilið þegar Banda­ríkin kúg­aði okkur með kjarn­orku­sprengjum er lið­ið. Banda­ríkin eru ekki lengur upp­spretta hót­ana og hræðslu okkar heldur erum við helsta ógn Banda­ríkj­anna,“ sagði Kim Jong-un í ræðu sem sjón­varpað var í rík­is­sjón­varpi Norð­ur­-Kóreu.

Auglýsing

Í gær, sunnu­dag, hót­aði nýr varn­ar­mála­ráð­herra lands­ins, Pak Yong Sik, því að stjórn­völd væru nú reiðu­búin að berjat gegn Banda­ríkj­unum þar til eng­inn væri eftir til að skrifa undir upp­gjaf­ar­skjal.

north-korea-kim-jong-un Kim Jong-un, þriðji ætt­liður leið­toga í Norð­ur­-Kóreu, hefur fylgt línu föður síns og afa í áróð­urs­stríði lands­ins gegn Vest­ur­veld­un­um.

 

Banda­ríkin vilja semja um kjarn­ork­unaYf­ir­maður sendi­nefndar Banda­ríkj­anna um kjarn­orku­á­ætlun Norð­ur­-Kóreu í Seul, höf­uð­borg Suð­ur­-Kóreu, sagði blaða­mönnum í dag að Banda­ríkin séu til­búin til að semja um kjarn­orku­á­ætl­un­ina. „Samn­ing­ur­inn við Íran er frá­bært dæmi um lið­leika Banda­ríkj­anna í samn­ingum og vilja til að vinna með þjóðum sem við höfum átt í lang­vinnum deilum við,“ sagði Sid­ney Seiler.

Samn­ing­ur­inn við Íran, sem Banda­ríkin gerðu á dög­un­um, sýni einnig að gatan sé greið vilji Norð­ur­-Kórea losna úr diplómat­ískri og efna­hags­legri ein­angr­un, sagði Seiler einnig.

Löndin fimm sem sögu­lega hafa leitt við­ræður um kjarn­orku­á­ætlun Norð­ur­-Kóreu, hefur ekki hist form­lega að ræða málið í sex ár. Allar þreyf­ingar um að hitt­ast aftur hafa engu skil­að. Löndin fimm eru Banda­rík­in, Suð­ur­-Kór­ea, Kína, Japan og Rúss­land.

Stjórn­völd nyrðra hafa þegar sagt að þau hafi ekki áhuga á samn­ing við Banda­ríkin eins og Íran hefur gert.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stór jarðskjálfti vestur af Krýsuvík
Jarðskjálfti, 5,5 að stærð samkvæmt fyrsta stærðarmati Veðurstofu Íslands, fannst vel á höfuðborgarsvæðinu kl. 13:43 í dag. Upptök skjálftans eru sögð rúma 4 km vestur af Krýsuvík. Allt skalf og nötraði á Alþingi.
Kjarninn 20. október 2020
Stjórnmálamenn ræddu um sóttvarnaráðstafanir á þingi í gær.
„Sóttvarnareglur ríkisins eru þunglamalegar og dýrar“
Sjálfstæðisflokkurinn deilir þeim orðum Sigríðar Á. Andersen að opinberar sóttvarnareglur séu „þunglamalegar og dýrar“ á meðan að einstaklingsbundnar sóttvarnir séu áhrifaríkar. Líftölfræðingur segir einstaklingsbundnar aðgerðir ekki duga einar og sér.
Kjarninn 20. október 2020
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Höfuðborgarsvæðið á viðkvæmum tíma í faraldrinum
Íþróttakennsla í skólum á höfuðborgarsvæðinu verður utandyra og verða íþróttahús, sundlaugar og söfn lokuð. Ákvörðunin verður endurskoðuð að viku liðinni.
Kjarninn 20. október 2020
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og skrifar undir umsögn þeirra.
Segja forsendur fjárlaga að óbreyttu þegar brostnar vegna landamæraskimunar
Hagsmunasamtök aðila í ferðaþjónustu segja að ef núverandi reglur um tvöfalda skimun á landamærum verði áfram í gildi muni fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsæki Ísland árið 2021 aldrei ná að verða 900 þúsund, líkt og forsendur fjárlaga geri ráð fyrir.
Kjarninn 20. október 2020
Sighvatur Björgvinsson
Stjórnarskrárgjafinn – og þú sjálfur
Kjarninn 20. október 2020
Spáir 8,5 prósenta samdrætti í ár
Landsbankinn spáir meiri samdrætti í ár heldur en Seðlabankinn og Hagstofan en býst þó við að viðspyrnan verði meiri á næstu árum.
Kjarninn 20. október 2020
Nichole Leigh Mosty
Hvað er COVID skömm og er það til á Íslandi?
Leslistinn 20. október 2020
Forseti Kína, Xi Jinping.
Hvers vegna gengur svona vel í Kína?
Nýjustu efnahagstölur sýna fram á mikinn hagvöxt í Kína og búist er við að hann muni aukast á næstunni. Hvernig má það vera að svona vel gangi í upprunalandi kórónuveirunnar á meðan flest önnur ríki heimsins eru í djúpri kreppu vegna hennar?
Kjarninn 19. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None