Núllstefna kínverskra yfirvalda gegn COVID-19 virðist óhagganleg

Kínversk yfirvöld hafa frá upphafi heimsfaraldurs COVID-19 sýnt veirunni lítið umburðarlyndi. Ólíkt öðrum löndum ætlar Kína ekki að „lifa með veirunni“ og svokölluð núllstefna yfirvalda virðist óhagganleg þrátt fyrir víðtæk efnahagsleg áhrif.

Sýnataka vegna COVID-19 í Beijing. Smitum hefur farið fjölgandi í Kína og Hong Kong upp á síðkastið, þrátt fyrir að harðar sóttvarnaraðgerðir séu enn í gildi.
Sýnataka vegna COVID-19 í Beijing. Smitum hefur farið fjölgandi í Kína og Hong Kong upp á síðkastið, þrátt fyrir að harðar sóttvarnaraðgerðir séu enn í gildi.
Auglýsing

Kór­ónu­veirusmitum fer fjölg­andi í Kína og Hong Kong og hafa ekki verið fleiri í tvö ár, þrátt fyrir að sótt­varn­ar­að­gerðir séu hvergi jafn harðar í heim­in­um.

Flest lönd fylgja þeirri stefnu í dag að „lifa með veirunn­i“. Annað er uppi á ten­ingnum í Kína þar sem veirunni hefur ekki verið sýnd neitt umburð­ar­lyndi frá því að hún braust fyrst út þar í landi, og í heim­inum öll­um, undir lok árs 2019. Yfir­völd hafa rekið eins konar núll­stefnu (e. zer­o-toler­ance) gegn heims­far­aldr­inum og gripið til harðra aðgerða, svo sem útgöngu­banns, í hvert sinn sem ný smit­bylgja gerir vart við sig.

Auglýsing

4.770 smit greindust í Kína síð­asta sól­ar­hring. Lang­flest smitin má rekja til hér­að­anna Jilin og Lia­on­ing í norð­aust­ur­hluta lands­ins. Níu millj­ónir búa í iðn­að­ar­borg­inni Sjenj­ang í Jil­in-hér­aði þar sem alls­herj­ar­lokun og útgöngu­bann tók gildi í öllu hér­að­inu á mánu­dag.

Ómíkron reynst núll­stefn­unni áskorun

Xi Jin­p­ing, for­seti Kína, hefur lof­samað núll­stefnu yfir­valda og segir að með útgöngu­bönnum og umfangs­mik­illi sýna­töku hafi Kína farið þá leið í bar­átt­unni við far­ald­ur­inn sem virkar best.

Ómíkron-af­brigði kór­ónu­veirunnar hefur hins vegar reynst ákveðin áskorun gegn núll­stefn­unni. Veiran hefur ekki náð jafn mik­illi útbreiðslu í Kína í tvö ár og þetta er í fyrsta sinn sem yfir­völd hafa gripið til þess að setja á útgöngu­bann í hér­aði eins og það leggur sig síðan útgöngu­bann var sett á í Wuhan-hér­aði í upp­hafi far­ald­urs­ins í árs­byrjun 2020.

­Staðan er enn verri í Hong Kong, sem hefur hingað til nán­ast verið laust við veiruna, en nú grein­ast yfir 30 þús­und smit dag­lega og um 200 hafa látið lífið á degi hverjum síð­ustu daga. Heil­brg­iðis­kerfi borg­ar­innar er komið að þol­mörkum og hefur sjúk­lingum verið raðað á sjúkra­börur utandyra á meðan það bíður eftir þjón­ustu.

Núll­stefna kín­verskra yfir­valda í bar­átt­unni við COVID-19 er enn í gildi en ýmis teikn eru á lofti um vilja til að slaka á tak­mörk­un­um. Raddir þess efnis að ekki sé hægt að halda stefn­unni áfram enda­laust eru farnar að heyrast, sér­stak­lega vegna nei­kvæðra efna­hags­legra áhrifa sem það hefur að setja á hvert útgöngu­bannið á fætur öðru. Sjö daga útgöngu­bann sem sett var á í hafn­ar­borg­inni Shenzhen í síð­ustu viku er til að mynda talið geta valdið miklu hökti í alþjóð­legum vöru­flutn­ingum og fram­leiðslu á raf­tækj­um. Og dæmin eru miklu fleiri.

Smit­uðum ekki lengur skylt að leggj­ast inn á spít­ala

Stefnu­breyt­ingu er farið að gæta meðal stjórn­valda, sem vilja þó fara mjög hægt í sak­irn­ar. Í þess­ari viku greindi heil­brigð­is­nefnd Kína frá reglu­breyt­ingum þess efnis að sjúk­lingar með væg ein­kenni þurfa ekki að leggj­ast inn á spít­ala heldur verði þeim sinnt utan hans í smærri hóp­um. Reglur um sótt­kví hafa einnig verið rýmkað­ar.

„Hér áður fyrr var hver ein­asti sem smit­að­ist af veirunni lagður inn á spít­ala, hvort sem um var að ræða mikil eða væg ein­kenn­i,“ segir Jin Dong-yan, pró­fessor við háskól­ann í Hong Kong, í sam­tali við BBC. Jin segir að yfir­völd séu smám saman að gera sér grein fyrir að margir sem smit­ast þurfa ekki á mik­illi aðhlynn­ingu eða umönnun að halda.

Á síð­asta ári sagði Zhang Wen­hong, einn fremsti far­ald­urs­fræð­ingur Kína, að Kína yrði á end­anum að marka sér þá stefnu að lifa og starfa með veirunni. Orð hans mættu harðri gagn­rýni og var Zhang kall­aður svik­ari og sak­aður um að vera í vit­orði með ríkjum sem vildu grafa undan aðgerðum kín­verskra yfir­valda gegn far­aldr­in­um.

Bráðabirgðaaðstoðu hefur verið komið upp fyrir utan spítala í Hong Kong vegna nýrrar smitbylgju kórónuveirunnar.

Fyrsta skrefið að losna við ótt­ann

Færsla sem Zhang birti á sam­fé­lags­miðlum nýlega fékk hins vegar önnur við­brögð frá yfir­völd­um. Í henni segir hann að yfir­völd ættu sann­ar­lega að við­halda núll­stefnu sinni gegn far­aldr­inum en á sama tíma ættu þau ekki að hræð­ast það að fær­ast smám saman í átt­ina að langvar­andi aðgerða­á­ætl­un.

„Að losna við ótt­ann er fyrsta skrefið sem við verðum að taka,“ segir Zhan meðal ann­ars í færslu sinni. Þar bendir hann einnig á að ómíkron-af­brigðið sé væg­ara en þau sem á undan hafa komið og í löndum þar sem bólu­setn­ing­ar­hlut­fall er hátt og ákveðið hjarð­ó­næmi til staðar sé hefð­bundin flensa í raun ban­vænni en ómíkron-af­brigð­ið. Orðum far­ald­urs­fræð­ings­ins var betur tekið í þetta sinn, hann var að minnsta kosti ekki gagn­rýndur opin­ber­lega af yfir­völd­um.

Hversu lengi mun núll­stefnan halda út?

Huang Yanz­hong, pró­fessor í hnatt­rænni heilsu og nefnd­ar­maður í alþjóða­tengsla­nefnd Kína, seg­ist skynja minnk­andi stuðn­ing almenn­ings við núll­stefnu yfir­valda. „Mín til­finn­ing er sú að fólk sé ein­fald­lega komið með nóg, sér­stak­lega í stærri borgum eins og Shang­hai. Fólk styður núll­stefn­una almennt en á sama tíma grefur útbreiðsla ómíkron-af­brigð­is­ins undan stuðn­ingn­um.“

Stóra spurn­ingin er hversu lengi Kína getur haldið út? Sér­fræð­ingar telja að ekki sé von á stórum stefnu­breyt­ingum á þessu ári, sér­stak­lega þar sem hver smit­bylgjan á fætur annarri virð­ist vera að ná fót­festu víðs­vegar í land­inu. Auk þess ótt­ast margir að heil­brigð­is­kerfið ráði ekki við aflétt­ingu sótt­varna­að­gerða og að slíkt myndi leiða til fjölda dauðs­falla, líkt og er að ger­ast í Hong Kong.

„Erum við til­búin að takast á við vand­ann í skamman tíma með fjölgun til­fella og dauðs­falla til að öðl­ast stöð­ug­leika til lengri tíma?“ spyr Huang. Sér­fræð­ingar telja litlar sem engar líkur á að svo sé, að minnsta kosti ekki á þessum tíma­punkti.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent