Of lítið gert úr umhverfisáhrifum námu í Litla-Sandfelli

Náttúrufræðistofnun og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands eru ekki sammála niðurstöðu umhverfismatsskýrslu Eden Mining sem ætlar að vinna efni úr Litla-Sandfelli í Þrengslum þar til það hverfur af yfirborði jarðar.

Litla-Sandfell er skammt frá Þrengslavegi.
Litla-Sandfell er skammt frá Þrengslavegi.
Auglýsing

Áhrif á jarð­minjar: Nei­kvæð en ekki óveru­leg.

Áhrif á gróður og fugla: Nei­kvæð en ekki óveru­leg.

Áhrif á lands­lag: Veru­lega nei­kvæð en ekki nokkuð nei­kvæð.

Áhrif á loft­gæði: Nokkuð nei­kvæð en ekki óveru­leg.

Áhrif á hljóð­vist: Nokkuð nei­kvæð en ekki óveru­leg.

Áhrif á lofts­lag: Ein­földun að meta þau veru­lega jákvæð.

Nátt­úru­fræði­stofnun er ósam­mála nið­ur­stöðum í nýlegri skýrslu námu­fyr­ir­tæk­is­ins Eden Mining á mati á umhverf­is­á­hrifum áform­aðrar námu í Litla-Sand­felli í Ölf­usi. Fyr­ir­tæk­ið, sem er í eigu tveggja Íslend­inga, áformar að vinna allt fjallið og flytja meg­in­þorra efn­is­ins til útlanda þar sem það yrði notað í sem­ents­fram­leiðslu.

Auglýsing

Í umsögn sinni um skýrsl­una tekur Nátt­úru­fræði­stofnun undir gagn­rýni margra ann­arra stofn­ana á fram­kvæmd­ina fyr­ir­hug­uðu sem Kjarn­inn hefur þegar rak­ið.

Umhverf­is­mats­skýrsla er með síð­ustu skref­unum sem fyr­ir­tæki taka í mati á umhverf­is­á­hrifum fram­kvæmda. Matið endar með áliti Skipu­lags­stofn­unar og nokkru sinni í ferl­inu er óskað eftir umsögnum frá stofn­unum og athuga­semdum frá almenn­ingi.

­Fyrri skref er m.a. mats­skýrsla um fram­kvæmd­ina og hvað námuna í Litla-Sand­felli varðar hefur nokkur breyt­ing orðið á frá útgáfu hennar fyrr á árinu og umhverf­is­mats­skýrsl­unni sem aug­lýst var nú í ágúst. Aðal­val­kost­ur­inn er að vinna allt fjall­ið, en val­kostur B, sem felst í helm­ingi minni vinnslu og aðal­lega í fjall­inu vest­an­verðu, er í nýju skýrsl­unni ekki sagður standa undir sér fjár­hags­lega. Yrði hann fyrir val­inu þyrfti „að auka efn­is­töku á öðrum efn­is­töku­svæðum og jafn­vel opna ný svæði til að upp­fylla þá lág­marks­þörf“.

Þetta er meðal þess sem Heil­brigð­is­eft­ir­lit Suð­ur­lands gagn­rýnir í sinni umsögn um fram­kvæmd­ina. Ef verk­efnið sé ekki fjár­hags­lega hag­kvæmt nema aðal­val­kostur verði fyrir val­inu sé er val­kostur B ekki raun­hæfur val­kost­ur. Að bera saman einn val­kost og núll­kost, þ.e. enga fram­kvæmd, geti ekki talist sam­an­burður á raun­hæfum kostum í skiln­ingi laga um umhverf­is­mat. Þar sem umhverf­is­mats­skýrsla Eden Mining inni­haldi ekki lýs­ingu og mat á raun­hæfum kostum upp­fylli hún ekki skil­yrði lag­anna.

Rugl­ings­legt og ómark­visst

Umhverf­is­stofn­un, Nátt­úru­fræði­stofnun og Heil­brigð­is­eft­ir­lit Suð­ur­lands eru gagn­rýnin á fram­setn­ingu lofts­lags­á­vinn­ings námu­vinnsl­unnar eins og hún birt­ist í skýrslu fyr­ir­tæk­is­ins. Þar er hún metin veru­lega jákvæð en um það hafa stofn­an­irnar sínar efa­semdir og vilja nán­ari útskýr­ing­ar. Móbergið úr Litla-Sand­felli er sagt eiga að koma í stað kola­flugösku, sem verði í fram­tíð­inni af skornum skammti vegna áform­aðra lok­ana á kola­verum í sumum lönd­um. Þannig komi hið íslenska jarð­efni í veg fyrir að svo­kallað sem­ents­gjall (klin­ker) sem hafi meira kolefn­is­spor verði not­að.

En sam­dráttur í losun er greindur í sam­an­burði við notkun klin­kers­ins og sagður umtals­verð­ur. Umhverf­is­stofnun segir þetta mis­vísandi, þessi meinti lofts­lags­á­vinn­ingur sé þegar kom­inn fram, og Nátt­úru­fræði­stofnun telur þetta „full ein­falda nálg­un“. Ekki sé tekið með í reikn­ing­inn að móbergið sé ekki að koma í stað klin­kers­ins heldur flug­ösk­unn­ar. Þá sé ekki heldur gert ráð fyrir að hent­ugri íblönd­un­ar­efni í sem­ent kunni að finn­ast nærri fram­leiðslu­stað.

Efri myndin sýnir landið eins og það er í dag, með Litla-Sandfelli t.v. en sú neðri hvernig ásýndin verður þegar fjallið hefur verið fjarlægt. Mynd: Úr matsáætlun

Heil­brigð­is­eft­ir­litið telur að umfjöllun í umhverf­is­mats­skýrsl­unni um þetta atriði sé „rugl­ings­leg og ómark­vis­s“. Ýmist sé talað um að efnið úr Litla-Sand­felli yrði stað­geng­ils­efni kola­flugösku, auka­af­urðar sem verður til við brennslu kola í orku­verum, stað­geng­ils­efni sem­entsk­lin­kers eða í stað bæði kola­flugösku og sem­entsk­lin­kers.

Fram­kvæmda­að­ili hafi reiknað út að notkun 800.000 tonna af móbergi í stað klin­kers muni spara 663,2 milljón kíló af koltví­oxíði árlega „sem er vissu­lega umtals­vert,“ skrifar Heil­brigð­is­eft­ir­litið í umsögn sinni. „Hins vegar kemur hvorki fram hversu mikið er fram­leitt af sem­entsk­lin­ker á heims­vísu í dag né að hversu miklu leyti móbergs­flugaska úr Litla-Sand­felli mun koma í stað­inn fyrir áður­nefnd efn­i.“

Vegna þess­ara ann­marka sé „örð­ugt“ að átta sig á því „hvernig kom­ist er að þeirri nið­ur­stöðu að heild­ar­á­hrif fram­kvæmd­ar­innar á lofts­lag eru metin veru­lega jákvæð“.

Nátt­úru­fræði­stofnun vill leggja áherslu á að þótt mik­il­vægt sé að Ísland leggi sitt af mörkum við að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og að notkun íslenskra jarð­efna í sem­ents­fram­leiðslu sé áhuga­vert við­fangs­efni hvað það varð­ar, þá verði að móta skýra heild­stæða stefnu byggða á grein­ar­góðu mati þannig að tryggja megi sátt um jafn­vægi sjálf­bærar nýt­ingar og vernd­ar. Ekki sé sjálf­bært til fram­tíðar að ákvarð­anir um efn­is­töku á móbergi séu teknar á for­sendum stakra verk­efna hjá ein­stökum land­eig­endum eða sveit­ar­fé­lög­um.

Til varnar Litla-Sand­felli

Stofn­unin bendir á að vernd­ar­gildi jarð­minja á Íslandi sé mjög hátt og móbergs­fjöll og vik­ur­sandar meðal sér­kenna íslensks lands­lags. Litla-Sand­fell er ein­stakt og ólíkt móbergs­fjöll­unum í nágrenn­inu þar sem ekki er á því grá­grýt­is­hella. Það er stuttur móbergs­hryggur á meðan nágranna­fjöllin eru flest móbergs­stap­ar.

„Ef fjallið hverfur verður jarð­fræðin eins­leit­ari en nú er og jarð­breyti­leiki minn­kar,“ segir stofn­unin í áliti sínu. Þá rýrir það að hennar mati ekki gildi jarð­mynd­unar að hún sé ekki áber­andi og lítt þekkt eins og fram­kvæmda­að­ili vilji meina en í skýrslu hans stendur að lík­lega geti ein­ungis „ör­lít­ill hluti lands­manna“ bent á Litla-Sand­fell á korti. Nátt­úru­fræði­stofnun kemur Litla-Sand­felli til varnar og skrif­ar: „Jarð­mynd­anir hafa eigið gildi óháð því hversu vel þær eru þekktar meðal almenn­ings.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent