Orkureikningurinn mun hækka um 80 prósent – „Rýtingur í hjartað“

Reikningur fyrir rafmagn og kyndingu í Bretlandi gæti hæglega farið í allt að því milljón króna á ári að meðaltali vegna þrenginga á orkumarkaði. Stjórnvöld hafa brugðist við en þurfa að bæta verulega í til að koma í veg fyrir útbreidda fátækt.

Samtök sem berjast gegn fátækt óttast hið versta ef ríkisstjórnin grípi ekki til róttækra aðgerða.
Samtök sem berjast gegn fátækt óttast hið versta ef ríkisstjórnin grípi ekki til róttækra aðgerða.
Auglýsing

Breskir neyt­endur munu þurfa að greiða 80 pró­sent hærra verð fyrir orku frá og með októ­ber eftir ákvörðun orku­stofn­unar lands­ins, Ofgem, um að hækka verð­þak orku­fyr­ir­tækja. Meðal kostn­aður heim­ila vegna orku­kaupa á ári gæti auk­ist úr um 320 þús­und íslenskra króna í um 590 þús­und, segir í frétt Euro­news um mál­ið.

Orku­verð hefur hækkað veru­lega síð­ustu mán­uði í Bret­landi og víðar í Evr­ópu, m.a. vegna inn­rásar Rússa í Úkra­ínu. Þessar hækk­anir eru meðal ann­arra þátta skýr­ingin á því að fram­færslu­kostn­aður venju­legs fólks hefur rokið upp úr öllu valdi.

Jon­athan Bre­ar­ley, fram­kvæmda­stjóri Ofgem, segir að hækk­unin eigi eftir að hafa „gríð­ar­leg“ áhrif á bresk heim­ili. Hann ótt­ast að þegar í jan­úar á næsta ári muni verðið hækka enn frek­ar.

Auglýsing

Gasinn­flutn­ingur frá Rúss­landi er minni en hann var áður. Sama má segja um kola­inn­flutn­ing. Þá hækk­aði olíu­verð skarpt nýverið þótt heims­mark­aðs­verðið hafi nú tekið að lækka. Mörgum kjarn­orku- og kola­verum hefur verið lokað í Evr­ópu síð­ustu ár til að stemma stigu við hækk­andi hita­stigi á jörð­inni af manna­völd­um. Þegar hafa nokkur þeirra verið ræst að nýju og útlit fyrir að rykið verði dustað af fleirum á næst­unni.

Stríðið í Úkra­ínu og þving­anir sem Pútín er beittur vegna þess eru þó ekki eina skýr­ingin á því að eft­ir­spurn eftir orku er meira en fram­boð­ið. Heims­far­ald­ur­inn sýndi okkur svart á hvítu hversu sam­fléttað hag­kerfi heims­ins er. Skortur á einum stað bítur ekki alls staðar strax en getur gert það með tíð og tíma. Flutn­ings­keðjur allar fóru úr skorðum í far­aldr­inum og t.d. var minna unnið af kolum í Kína, einum stærsta kola­fram­leið­anda ver­ald­ar.

­For­stjóri Ofgem segir brýnt að stjórn­völd komi breskum heim­il­unum til aðstoðar vegna orku­krís­unnar sem við blasi. Aðgerðum hefur þegar verið beitt í þessa veru en Bre­arley segir að stjórn­völd þurfi að gera meira. Nýr for­sæt­is­ráð­herra fái það við­fangs­efni í fang­ið.

Í frétt Euro­news segir að sér­fræð­ingar telji að árlegur orku­reikn­ingur breska heim­ila gæti hækkað í 970 þús­und krónur í jan­úar og að hann gæti farið yfir 6.000 pund, rétt tæpa millj­ón, í apr­íl.

Orku­stofn­unin varð að hækka hámarks­verð sem orku­fyr­ir­tækin mega setja á því að heims­mark­aðs­verð á gasi er í hæstu hæðum og fyr­ir­tækin verða að hafa svig­rúm til að standa undir sér.

Grein­ing Háskól­ans í York á aðsteðj­andi vanda vekur ekki mikla bjart­sýni. Því er spáð að tæp­lega 60 pró­sent Breta gætu búið við orku­skort á næsta ári þar sem þeir hafa ekki efni á orku­reikn­ingn­um.

Rýt­ingur í hjartað

„Hækkun Ofgem er eins og rýt­ingur í hjarta millj­óna fólks um allt land,“ segir Simon Francis sem fer fyrir regn­hlíf­ar­sam­tökum sem berj­ast gegn fátækt. Hann sparar sann­ar­lega ekki stóru orðin í við­brögðum sín­um. „Vegna þess­arar ákvörð­unar munu for­eldrar ekki geta gefið börnum sínum mat, heilsu veikra og aldr­aðra mun hraka, fólk með fötlun mun ekki geta nýtt nauð­syn­legan tækja­búnað og heim­ilum ýtt út í fátækt í fyrsta sinn í fleiri kyn­slóð­ir.“

Hann bendir ekki fingri aðeins að orku­stofn­un­inni heldur segir mestu ábyrgð­ina hvíla hjá rík­is­stjórn­inni. Bregð­ast verði þegar í stað við til að bjarga því sem bjargað verð­ur.

Sam­bæri­legur vandi steðjar að mörgum Evr­ópu­ríkj­um, ef ekki þeim flest­um, sem stólað hafa á jarð­efna­elds­neyti til fram­leiðslu á raf­magni og til hús­hit­un­ar. Á Spáni, í Portú­gal, Frakk­landi, Þýska­landi og Tékk­landi, svo dæmi séu tek­in, hafa stjórn­völd þegar gripið til ein­hverra aðgerða til að stemma stigu við hækk­andi orku­kostn­aði heim­ila.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent