Pálmaolía kostar stórfyrirtæki umhverfisvottun

Kóreskt stórfyrirtæki er sakað um að brjóta á mannréttindum frumbyggja í Papúa héraði í Indónesíu sem og að hafa borið eld að regnskógum á svæðinu til þess að rýma fyrir olíupálmarækt.

Víða í Indónesíu hafa regnskógar þurft að víkja fyrir olíupálmarækt.
Víða í Indónesíu hafa regnskógar þurft að víkja fyrir olíupálmarækt.
Auglýsing

Einn stærsti fram­leið­andi papp­írs í Suð­aust­ur-Asíu, kóreska stór­fyr­ir­tækið Kor­indo, hefur nú verið sviptur sjálf­bærni­vottun sam­tak­anna For­est Stewards­hip Council (FSC) vegna umfangs­mik­illar pálma­ol­íu­fram­leiðslu sinnar sem höggvið hefur stórt skarð í regn­skóga Papúa hér­aðs í Indónesíu. Í umfjöllun BBC um málið kemur fram að fyr­ir­tækið hafi rutt í burtu tugum þús­unda hekt­ara af regn­skógum Papúa fyrir olíu­pálma­ræktun sína og að grein­ing FSC bendi til þess að eldar hafi verið bornir að skóg­unum af ásettur ráði. Því hafna for­svars­menn Kor­indo.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum á vef Umhverf­is­stofn­unar er í FSC vott­aðri skóg­rækt ekki felld fleiri tré en skóg­ur­inn nær að end­ur­nýja. Þá tryggir slík vottun að dýra- og plöntu­líf sé verndað og að starfs­menn skóg­rækt­ar­innar fái nauð­syn­legan örygg­is­út­búnað og sæmi­leg laun. Allur pappír sem Kor­indo fram­leiðir hef­ur, þar til nú, haft slíka FSC vott­un.

Ekk­ert fyr­ir­tæki hefur yfir jafn­miklu land­svæði að ráða í Papúa hér­aði líkt og Kor­indo. Alls hefur fyr­ir­tækið rutt um 60 þús­und hekt­urum af skógi fyrir ræktun sína á Papúa á því land­svæði sem það hefur nýt­ing­ar­rétt. Kiki Tauf­ik, yfir­maður Green­peace í Suð­aust­ur-Asíu segir það löngu tíma­bært að FSC svipti Kor­indo þess­ari vott­un. Vanda­málið sé þó ekki bundið við stór­fyr­ir­tæki, líkt og Taufik segir í sam­tali við BBC, því indónesísk stjórn­völd halda áfram að „veita fyr­ir­tækjum líkt og Kor­indo nýt­ing­ar­leyfi á skóg­um, og þar með rétt til þess að traðka á rétt­indum frum­byggja.“

Auglýsing

Miklir hags­munir í húfi

Olíu­pálma­ræktun í land­inu er mikið hags­muna­mál fyrir yfir­völd en ekk­ert land í heimi flytur út meira af pálma­olíu en Indónesía. Í fyrra nam virði útfluttrar pálma­olíu frá Indónesíu um 19 millj­örðum Banda­ríkja­dala, sem sam­svarar hátt í 2400 millj­örðum króna. Regn­skógar Papúa höfðu þar til á síð­ustu árum verið ósnertir en stjórn­völd hafa í rík­ari mæli opnað fyrir aðkomu fyr­ir­tækja í hér­að­inu með það fyrir augum að auka hag­sæld á svæð­inu. Þar af leið­andi hefur ótam­inn regn­skóg­ur­inn þurft í miklum mæli að víkja fyrir skipu­lögðum röðum af olíu­pálm­um.

Þrátt fyrir að þetta sé gert með hag­sæld í huga hefur þetta haft í för með sér að fólk sem býr á svæð­inu hefur þurft að breyta lifn­að­ar­háttum sín­um, líkt og rakið er í ítar­legri frétta­skýr­ingu BBC frá því í fyrra um starf­semi Kor­indo á svæð­inu. Það að auki hafa þær umbætur sem lofað var af fyr­ir­tæk­inu þegar það fór að gera sig gild­andi á svæð­inu ekki orðið að veru­leika.

Von á laga­frum­varpi um bann við notkun pálma­olíu

Pálma­olía er notuð í stórum stíl í alls kyns vörur sem fólk notar og kaupir jafn vel á hverjum degi, til dæmis í snyrti­vörum, sáp­um, súkkulaði, brauði, kök­um, kexi og elds­neyti. Sam­kvæmt svari á vef Vís­inda­vefs­ins gefur um einn hekt­ari af olíu­pálma af sér um þrjú tonn af pálma­olíu og 250 kíló af pálma­kjarna­ol­íu. Svarið fjallar um hvað ein­stak­lingar geti gert til þess að koma í veg fyrir eyð­ingu regn­skóga. Það að snið­ganga vörur með pálma­olíu er eitt af þeim atriðum sem nefnd eru í svar­inu.

Ávöxtur olíupálma. Úr kjarnanum er unnin ljós, gegnsæ pálmaolía en einnig er hægt að vinna svokallaða rauða pálmaolíu úr ávextinum sjálfum. Mynd: EPA

Í des­em­ber í fyrra var þings­á­lykt­un­ar­til­laga um ráð­staf­anir til að draga úr notkun pálma­olíu á Íslandi sam­þykkt. Ferða­mála- iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra hefur því verið falið að vinna áætlun um tak­mörkun á notkun pálma­olíu í allri fram­leiðslu á Íslandi og leggja fram frum­varp um bann við notkun hennar í líf­dísil. Í sam­þykktri til­lögu segir að ráð­herra skuli kynna nið­ur­stöður og leggja fram frum­varp til laga um bann við notkun á pálma­olíu í líf­dísil eigi síðar en í lok þessa árs.

Í grein­ar­gerð með til­lög­unni kemur fram að pálma­olía sé notuð í mat­væla­fram­leiðslu hér á landi þó að dregið hafi úr notkun hennar á síð­ustu árum. Aftur á móti hefur olían verið í auknum mæli verið notuð sem elds­neyti eða íblöndun í elds­neyti. Reiknað hefur verið út að líf­elds­neyti frá jurta­ol­íu, sem er um 70 pró­sent af líf­elds­neyt­is­mark­aði í Evr­ópu, losi 80 pró­sent meira af gróð­ur­húsa­loft­teg­undum en jarð­efna­elds­neytið sem verið er að skipta út. „Pálma­olía trónir þar hæst og er þrisvar sinnum verri en jarð­efna­elds­neyti, en næst á eftir kemur soja­olía sem er tvisvar sinnum verri,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent