Porosjenkó: Helsta ógnin er stórsókn rússneska hersins

ukraina_her.jpg
Auglýsing

Petro Porosjenkó, for­seti Úkra­ínu, segir Rússa enn ógna Úkra­ínu með öllum her­mætti sínum þó nokkrir rólegir dagar hafi nú liðið í átökum úkra­ínskra stjórn­valda við aðskiln­að­ar­sinna aust­ast í land­inu. Reuters greinir frá þessu.

Þetta lét for­set­inn hafa eftir sér eftir rík­is­stjórn­ar­fund í dag, sem hald­inn var í skugga slitn­andi sam­steypu­stjórnar og versn­andi lífs­gæða almenn­ings í Úkra­ínu. Porosjenkó segir Rússa vilja „kæfa efna­hag rík­is­ins og koma honum úr jafn­vægi“ með banni sínu á inn­flutn­ing úkra­ínskra mat­væla. Þá hefur Úkra­ínu ekki tek­ist að semja við Rússa um verð­myndun gass úr austri með þeim þeim afleið­ingum að gas­birgðir Úkra­ínu eru litlar fyrir kom­andi vet­ur.

Stjórn­völd í Kreml þrýsta nú á stjórn Porosjenkó að borga þriggja millj­arða doll­ara skulda­bréf að fullu í des­em­ber. Með því hafa Rússar skilið sig frá öðrum lána­drottnum stjórn­valda í Kænu­garði sem hafa allir slegið af end­ur­greiðslu­kröfum sín­um. Úkra­ína glímir við mik­inn erlendan skulda­vanda og hafa und­an­farna mán­uði átt í við­ræðum við lána­drottna sína. Í lok ágúst tókst stjórn­völdum að semja um skuld­breyt­ingu 18 millj­arða doll­ara.

Auglýsing

BELGIUM EU COUNCIL UKRAINE PRESIDENT VISIT Petro Porosjenkó var í Brus­sel nýverið þar sem hann ræddi meðal ann­ars við Don­ald Tusk, for­seta fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu­sam­bands­ins. Úkra­ína hefur í auknum mæli leitað á náðir vest­rænna ríkja í stað Rúss­lands. Það er meðal ann­ars ástæða þess að átök brut­ust út í Úkra­ínu í byrjun árs 2014.

 

Enn er haldið í vopna­hléssam­komu­lag sem gert var við aðskiln­að­ar­sinna í Aust­ur-Úkra­ínu, þó áfram hafi verið barist. Und­an­farna daga hefur verið hljóð­lát­ara; sprengjur og byssu­kúlur eru hættar að rigna yfir vígl­in­una. Porosjenkó telur sig hins vegar vita að Rússar eigi eftir að leggja til atlögu og beita her sínum í átök­un­um. „Ég er viss um að helsta ógnin nú sé stór­sókn Rúss­lands,“ sagði hann.

Aðskiln­að­ar­sinnar í aust­ur­hluta Úkra­ínu er taldir fá stuðn­ing rúss­neska hers­ins í bar­áttu sinni um yfir­ráð í aust­ari hér­uðum Úkra­ínu sem eiga landa­mæri að Rúss­landi. Stjórn­völd í Kænu­garði halda því fram að Rússar skaffi aðskiln­að­ar­sinnum vopn og að hugs­an­lega taki rúss­neskir her­menn þátt í átök­un­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnþór B. Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Samherja-blokkin bætir enn við sig kvóta – heldur nú á 17,5 prósent
Útgerð í eigu Síldarvinnslunnar hefur keypt aðra útgerð sem heldur á 0,36 prósent af heildarkvóta. Við það eykst aflahlutdeild þeirra útgerðarfyrirtækja sem tengjast Samherjasamstæðunni um sama hlutfall.
Kjarninn 26. október 2020
Björn Gunnar Ólafsson
Uppskrift að verðbólgu
Kjarninn 26. október 2020
Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Flóttafólk lýsir slæmum aðstæðum í búðunum á Ásbrú
Flóttafólk segir Útlendingastofnun hafa skert réttindi sín og frelsi með sóttvarnaaðgerðum. Stofnunin segir þetta misskilning og að sótt­varna­ráð­staf­anir mæl­ist eðli­lega mis­vel fyrir. Hún geri sitt besta til að leiðrétta allan misskilning.
Kjarninn 26. október 2020
Aðalbygging Háskóla Íslands
Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ
Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.
Kjarninn 26. október 2020
Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson. Einnig kallaður Júllinn.
Lögreglurannsókn hafin vegna COVID-smita á frystitogaranum
Ákveðið hefur verið að hefja lögreglurannsókn vegna atburða í kjölfar smitanna á Júlíusi Geirmundssyni. Enginn hefur stöðu sakbornings þessa stundina.
Kjarninn 26. október 2020
Kristbjörn Árnason
Þetta er ekki bara harka og grimmd, heldur sérstök heimska.
Leslistinn 26. október 2020
Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar
Sýn vill ekki upplýsa um hugsanlega kaupendur farsímainnviða
Fjarskiptafyrirtækið segir að trúnaður ríki yfir samningaviðræðum um kaup á óvirkum farsímainnviðum kerfisins en að frekari upplýsingar verði gefnar fljótlega.
Kjarninn 26. október 2020
Þórður Snær Júlíusson
Þegar samfélagslegt skaðræði skreytir sig með samfélagslegri ábyrgð
Kjarninn 26. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None