Porosjenkó: Helsta ógnin er stórsókn rússneska hersins

ukraina_her.jpg
Auglýsing

Petro Porosjenkó, for­seti Úkra­ínu, segir Rússa enn ógna Úkra­ínu með öllum her­mætti sínum þó nokkrir rólegir dagar hafi nú liðið í átökum úkra­ínskra stjórn­valda við aðskiln­að­ar­sinna aust­ast í land­inu. Reuters greinir frá þessu.

Þetta lét for­set­inn hafa eftir sér eftir rík­is­stjórn­ar­fund í dag, sem hald­inn var í skugga slitn­andi sam­steypu­stjórnar og versn­andi lífs­gæða almenn­ings í Úkra­ínu. Porosjenkó segir Rússa vilja „kæfa efna­hag rík­is­ins og koma honum úr jafn­vægi“ með banni sínu á inn­flutn­ing úkra­ínskra mat­væla. Þá hefur Úkra­ínu ekki tek­ist að semja við Rússa um verð­myndun gass úr austri með þeim þeim afleið­ingum að gas­birgðir Úkra­ínu eru litlar fyrir kom­andi vet­ur.

Stjórn­völd í Kreml þrýsta nú á stjórn Porosjenkó að borga þriggja millj­arða doll­ara skulda­bréf að fullu í des­em­ber. Með því hafa Rússar skilið sig frá öðrum lána­drottnum stjórn­valda í Kænu­garði sem hafa allir slegið af end­ur­greiðslu­kröfum sín­um. Úkra­ína glímir við mik­inn erlendan skulda­vanda og hafa und­an­farna mán­uði átt í við­ræðum við lána­drottna sína. Í lok ágúst tókst stjórn­völdum að semja um skuld­breyt­ingu 18 millj­arða doll­ara.

Auglýsing

BELGIUM EU COUNCIL UKRAINE PRESIDENT VISIT Petro Porosjenkó var í Brus­sel nýverið þar sem hann ræddi meðal ann­ars við Don­ald Tusk, for­seta fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu­sam­bands­ins. Úkra­ína hefur í auknum mæli leitað á náðir vest­rænna ríkja í stað Rúss­lands. Það er meðal ann­ars ástæða þess að átök brut­ust út í Úkra­ínu í byrjun árs 2014.

 

Enn er haldið í vopna­hléssam­komu­lag sem gert var við aðskiln­að­ar­sinna í Aust­ur-Úkra­ínu, þó áfram hafi verið barist. Und­an­farna daga hefur verið hljóð­lát­ara; sprengjur og byssu­kúlur eru hættar að rigna yfir vígl­in­una. Porosjenkó telur sig hins vegar vita að Rússar eigi eftir að leggja til atlögu og beita her sínum í átök­un­um. „Ég er viss um að helsta ógnin nú sé stór­sókn Rúss­lands,“ sagði hann.

Aðskiln­að­ar­sinnar í aust­ur­hluta Úkra­ínu er taldir fá stuðn­ing rúss­neska hers­ins í bar­áttu sinni um yfir­ráð í aust­ari hér­uðum Úkra­ínu sem eiga landa­mæri að Rúss­landi. Stjórn­völd í Kænu­garði halda því fram að Rússar skaffi aðskiln­að­ar­sinnum vopn og að hugs­an­lega taki rúss­neskir her­menn þátt í átök­un­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Veiran skekur markaði
Ótti við að kórónaveiran muni valda miklum efnahagslegum vandamálum, eins og hún hefur nú þegar gert í Kína, virðist hræða markaði um allan heim. Þeir einkenndust af röðum tölum lækkunar í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Harvey Weinstein
Harvey Weinstein fundinn sekur
Kviðdómur í New York hefur sakfellt Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Rauður dagur í kauphöllinni – Icelandair féll um tæp níu prósent
Heildarvirði félaga sem skráð eru á íslenskan hlutabréfamarkað dróst saman um tugi milljarða í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Guðmundur Guðmundsson
Ef ekki núna, hvenær þá?
Kjarninn 24. febrúar 2020
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykkja verkfall
Meirihluti félagsmanna í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur samþykkt boðun verkfallsaðgerða.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Ísland áfram á gráa listanum eftir febrúarfund FATF – Getum næst losnað í júní
Ísland losnaði ekki af gráum lista samtakanna FATF um þau ríki sem eru með ónógar varnir gegn peningaþvætti, þegar aðildarríki þeirra funduðu í lok síðustu viku. Næsta tækifæri til að losna af listanum er í júní.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Samninganefnd Eflingar
Samninganefnd Eflingar segist reiðubúin að ganga nú þegar til viðræðna
Samninganefnd Eflingar lýsir sig reiðubúna til að ganga nú þegar til viðræðna við samninganefnd Reykjavíkurborgar á „þeim breyttu forsendum sem Efling telur að opinberar yfirlýsingar borgarinnar fyrir helgi hafi skapað.“
Kjarninn 24. febrúar 2020
Telur að rannsókn á fjárfestingarleið verði að vera „ítarleg og heildstæð“
Skattrannsóknarstjóri gat ekki rannsakað gögn sem embættið fékk fyrir um fjórum árum um þá sem nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands með tæmandi hætti. Ástæðan var mannekla og annir við önnur verkefni.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None