Ramminn: Kjalölduveita og Héraðsvötn verði færð úr verndarflokki í biðflokk

Kjalölduveita og fjórir virkjanakostir í Héraðsvötnum í Skagafirði verða færðir úr verndarflokki í biðflokk, ef vilji meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar nær fram að ganga. Nefndarálit hafa ekki verið gerð opinber.

Fjórir virkjanakostir í Héraðsvötnum í Skagafirði færast úr verndarflokki í biðflokk, samkvæmt tillögum umhverfis- og samgöngunefndar.
Fjórir virkjanakostir í Héraðsvötnum í Skagafirði færast úr verndarflokki í biðflokk, samkvæmt tillögum umhverfis- og samgöngunefndar.
Auglýsing

Meiri­hluti umhverf­is- og sam­göngu­nefndar Alþingis vill gera tölu­verðar breyt­ingar til­lögu um þriðja áfanga ramma­á­ætl­un­ar, sam­kvæmt nefnd­ar­á­liti og breyt­ing­ar­til­lögu sem afgreiddar voru á fundi nefnd­ar­innar í gær.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans leggur meiri­hlut­inn til að fjórir virkj­un­ar­kostir í Hér­aðs­vötnum í Skaga­firði og sömu­leiðis Kjalöldu­veita í efri Þjórsá fær­ist úr vernd­ar­flokki í bið­flokk, auk þess sem vind­orku­vinnsla í Búr­fellslundi fær­ist úr bið­flokki yfir í nýt­ing­ar­flokk.

Einnig er það vilji meiri­hluta nefnd­ar­innar að ekki verði að gripið til frið­lýs­inga vegna virkj­ana­kosta í vernd­ar­flokki í Skjálf­anda­fljóti um sinn, að minnsta kosti ekki þar til búið verði að end­ur­skoða lög um ramma­á­ætl­un.

Á móti kemur að meiri­hluti nefnd­ar­innar vill færa Skrokköldu og einnig Holta- og Urriða­foss­virkj­anir í neðri hluta Þjórsár úr nýt­ing­ar­flokki í bið­flokk.

Nefnd­ar­á­lit bíður birt­ingar

Stjórn­ar­flokk­arnir hafa sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans haldið mál­inu þétt að sér og það var ekki fyrr en undir mið­nætti á mið­viku­dags­kvöld að full­trúar stjórn­ar­and­stöð­unnar í þing­nefnd­inni fengu fyrst að líta á drög að nefnd­ar­á­liti, þar sem lagt var upp með áður­nefndar breyt­ing­ar­til­lögur við þennan þriðja áfanga ramma­á­ætl­un­ar.

Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokks er formaður umhverfis- og samgöngunefndar.

Þær voru svo sam­þykktar á fundi nefnd­ar­innar í gær og koma til kasta Alþingis á allra síð­ustu þing­dög­un­um, í næstu viku. Ekki er búið að birta nefnd­ar­á­litið á vef þings­ins.

Nátt­úru­vernd­ar­sinnar telja til­lög­urnar mikið högg

Kjarn­inn veit til þess að afar mikil kurr er á meðal nátt­úru­vernd­ar­sinna vegna þeirra breyt­inga sem lagt er upp með af hálfu meiri­hluta umhverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar.

Við­mæl­endur Kjarn­ans telja að nátt­úru­vernd á Íslandi verði fyrir afar þungu höggi ef hug­myndir meiri­hluta nefnd­ar­innar verði nið­ur­staða Alþing­is, og að fag­legt ferli ramma­á­ætl­unar verði sömu­leiðis sett í upp­nám. Sáttin sem ramma­á­ætlun hafi verið ætlað að skapa sé „end­an­lega rof­in“ ef þetta verði nið­ur­staða þings­ins. Gengið sé of langt í aðra átt­ina og jafn­vægi á milli nýt­ingar og verndar verði raskað með þeim breyt­ingum sem meiri­hluti nefnd­ar­innar leggur til.

Auglýsing

Einn við­mæl­andi segir að ára­tuga­löng bar­átta nátt­úru­unn­enda fyrir var­an­legri sátt um vernd Þjórs­ár­vera og far­vegar Þjórsár sé að engu gerð, verði nefnd­ar­á­litið grunnur undir nið­ur­stöðu Alþingis um þriðja áfanga ramma­á­ætl­un­ar.

Sami við­mæl­andi segir meiri­hluta nefnd­ar­innar „hand­velja“ rök sem styðji breyt­ingar á hverjum virkj­ana­kosti fyrir sig, og hundsa í því hand­vali vís­inda­leg gögn sem mæli með því að ein­staka kostir verði settir í vernd­ar­flokk.

Óánægja er einnig með að Hval­ár­virkjun á Ströndum og Aust­ur­gils­virkjun í Ísa­fjarð­ar­djúpi séu enn hafðar í nýt­ing­ar­flokki, á meðan að þeir virkj­ana­kostir sem meiri­hluti nefnd­ar­innar leggur til að fær­ist úr nýt­ing­ar­flokki í bið­flokk séu veiga­litlir kostir eða ólík­legir til þess að verða nokk­urn­tíma að veru­leika – „inn­antómar dús­ur“ – á meðan að Lands­virkjun fái allar sínar virkj­ana­óskir upp­fylltar í til­lögum meiri­hlut­ans.

Tveir stjórn­ar­flokk­anna voru með fyr­ir­vara við málið

Í umræðum um þriðja áfanga ramma­á­ætl­unar eftir að Guð­laugur Þór Þórð­ar­son umhverf­is-, orku- og lofts­lags­mála­ráð­herra lagði þings­á­lykt­un­ar­til­lögu sína um málið fram á Alþingi fyrr á árinu gerðu þing­menn bæði Vinstri grænna og Fram­sókn­ar­flokks grein fyrir því að til­laga ráð­herra hefði verið sam­þykkt með fyr­ir­vörum af þing­flokkum flokk­anna beggja.

Orri Páll Jóhanns­son þing­flokks­for­maður Vinstri grænna og nefnd­ar­maður í umhverf­is- og sam­göngu­nefnd sagði frá því að fyr­ir­vari flokks­ins væri svohljóð­andi: „Þing­flokkur Vinstri grænna leggur áherslu á mik­il­vægi vand­aðrar máls­með­ferðar af hendi Alþing­is. Gætt verði jafn­vægis milli verndar og nýt­ing­ar, rétt eins og til­laga verk­efn­is­stjórnar byggir á. Sú fag­lega vinna sem end­ur­spegl­ast í þeirri til­lögu er mik­il­vægur grunnur að vinnu umhverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar. Í stjórn­ar­sátt­mála er fjallað um afgreiðslu máls­ins með þeim hætti að bið­flokk­ur­inn verði stækk­að­ur, en við slíkt ferli leggur þing­flokk­ur­inn áherslu á að ofan­greindu jafn­vægi verði við­hald­ið.“

Kjalölduveita í Þjórsá er virkjanakostur sem svipar mjög til Norðlingaölduveitu og hefur til þessa verið í verndarflokki rammaáætlunar. Mynd: Skjáskot

Halla Signý Krist­jáns­dóttir þing­maður Fram­sókn­ar­flokks, gerði svo grein fyrir fyr­ir­var­anum sem þing­flokkur Fram­sóknar sam­þykkti til­lögu Guð­laugs Þórs: „Ramma­á­ætlun er mik­il­vægt verk­færi við mat á virkj­un­ar­kost­um. Gagn­rýni hefur verið uppi um máls­með­ferð 3. áfanga ramma­á­ætl­unar um að mat fag­hópa 3 og 4 hafi ekki verið hluti af mats­ferl­inu. Þing­flokkur Fram­sóknar vill beina því til umhverf­is- og sam­göngu­nefndar að horfa einnig til nið­ur­stöður fag­hópanna. Þá hefur aðferða­fræði afmörk­unar land­svæða sem fara í vernd­ar­flokk verið gagn­rýnd sem og rétt­ar­á­hrif sam­þykktar álykt­un­ar­innar þ.e. að frið­lýs­ing fylgi óhjá­kvæmi­lega í kjöl­far þess að virkj­un­ar­kostur fari í vernd­ar­flokk óháð nátt­úru­vernd­ar­gildi. Þing­flokkur Fram­sóknar leggur áherslu á að hraða þarf orku­skiptum á öllum svið­um. Í vinnu umhverf­is- og sam­göngu­nefndar með málið verði í ljósi fram­an­greinds skoðað hvort fjölga megi virkj­un­ar­kostum í bið­flokki og/eða breyta afmörkun virkj­un­ar­kosta í vernd­ar­flokki. Þá er lögð rík áhersla á að í kjöl­far afgreiðslu þings­ins verði lög nr. 48 frá 2011, um vernd­ar- og orku­nýt­ing­ar­á­ætl­un, end­ur­skoðuð í ljósi reynsl­unnar af vinnslu 3. áfanga ramma­á­ætl­un­ar,“ sagði í fyr­ir­vara Fram­sóknar um mál­ið.

Fréttin var upp­færð nokkrum mín­útum eftir að hún birtist: Upp­haf­lega stóð fyrir mis­gán­ing í und­ir­fyr­ir­sögn að til stæði að færa Kjalöldu­veitu og kostir í Hér­aðs­vötnum hefðu verið færðir úr bið­flokki í nýt­ing­ar­flokk. Hið rétta er að kost­irnir hafa verið í vernd­ar­flokki, og lagt er til að þeir fær­ist í bið­flokk.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent