Rússar auka hernaðarumsvif sín í Sýrlandi

putin_her.jpg
Auglýsing

Rússneski herinn er farinn að senda ómönnuð könnunarloftför yfir Sýrland. Þetta hefur fréttastofa Reuters eftir tveimur bandarískum embættismönnum. Eru það fyrstu aðgerðir rússneska hersins í loftrými Sýrlands síðan Rússar hófu að auka hernaðarumsvif sín í landinu.

Fyrir um það bil viku var greint frá því að líklegast væru Rússar að stækka flotastöð sína í hafnarborginni Latakíu við Miðjarðarhafið og að undirbúa flugstöð. Þá sagði Jeff Davis, upplýsingafulltrúi varnarmálaráðuneytisins í Pentagon, að Bandaríkin hefðu fylgst með auknum flutningum fólks og varnings til Latakíu.

Eftirlitsflug Rússa virðist hafa verið gert út frá Latakíu þar sem sést hefur til rússneskra herþota, þyrla og stórra herskipa undanfarna daga.

Auglýsing

Embættismennirnir sem Reuters ræddi við gátu ekki staðfest hversu marga dróna Rússar hefðu sent til eftirlits og yfirvöld í Pentagon neituðu að tjá sig um málið. Fréttaskýrendur telja nokkra hættu á að þessi tvö öfl, Bandaríkin og Rússland, verði fyrir hvort öðru. Eftirlitsför eru nú á sveimi yfir Sýrlandi frá báðum löndum.

Á föstudag samþykktu varnarmálaráðherrar stórveldana tveggja að kanna leiðir til það koma í veg fyrir slys og um leið koma í veg fyrir óþarfa átök þeirra á milli. Þær samræður hafa að öllum líkindum hlotið meiri forgang eftir að Rússar hófu að fljúga eftirlitsflug.

Ríkin berjast gegn sameiginlegum óvini í Sýrlandi en Íslamska ríkið er óvinur þeirra af mismunandi ástæðum. Stjórnvöld í Kreml hafa lengi staðið á bak við stjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi og taka þátt í baráttunni til að efla styrk sýrlenskra stjórnvalda. Það er hugsanlegt að Rússar geri ekki greinarmun á milli Íslamska ríkisins og annarra herskárra samtaka sem berjast gegn stjórnarher Assads. Einhver þessara samtaka njóta stuðnings Bandaríkjanna.

Rússland og Bandaríkin í Sýrlandi


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ríkisstjórnin héldi ekki þingmeirihluta sínum ef niðurstöður kosninga yrðu í takt við nýja könnun Maskínu.
Ríkisstjórnarflokkarnir fengju einungis 30 þingmenn samkvæmt nýrri könnun Maskínu
Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins um tæp þrjú prósentustig. Ríkisstjórnin myndi ekki halda þingmeirihluta sínum, samkvæmt könnuninni.
Kjarninn 28. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None