Rússar auka hernaðarumsvif sín í Sýrlandi

putin_her.jpg
Auglýsing

Rúss­neski her­inn er far­inn að senda ómönnuð könn­un­ar­loft­för yfir Sýr­land. Þetta hefur frétta­stofa Reuters eftir tveimur banda­rískum emb­ætt­is­mönn­um. Eru það fyrstu aðgerðir rúss­neska hers­ins í loft­rými Sýr­lands síðan Rússar hófu að auka hern­að­ar­um­svif sín í land­inu.

Fyrir um það bil viku var greint frá því að lík­leg­ast væru Rússar að stækka flota­stöð sína í hafn­ar­borg­inni Latakíu við Mið­jarð­ar­hafið og að und­ir­búa flug­stöð. Þá sagði Jeff Dav­is, upp­lýs­inga­full­trúi varn­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins í Penta­gon, að Banda­ríkin hefðu fylgst með auknum flutn­ingum fólks og varn­ings til Latak­íu.

Eft­ir­lits­flug Rússa virð­ist hafa verið gert út frá Latakíu þar sem sést hefur til rúss­neskra her­þota, þyrla og stórra her­skipa und­an­farna daga.

Auglýsing

Emb­ætt­is­menn­irnir sem Reuters ræddi við gátu ekki stað­fest hversu marga dróna Rússar hefðu sent til eft­ir­lits og yfir­völd í Penta­gon neit­uðu að tjá sig um mál­ið. Frétta­skýrendur telja nokkra hættu á að þessi tvö öfl, Banda­ríkin og Rúss­land, verði fyrir hvort öðru. Eft­ir­lits­för eru nú á sveimi yfir Sýr­landi frá báðum lönd­um.

Á föstu­dag sam­þykktu varn­ar­mála­ráð­herrar stór­veldana tveggja að kanna leiðir til það koma í veg fyrir slys og um leið koma í veg fyrir óþarfa átök þeirra á milli. Þær sam­ræður hafa að öllum lík­indum hlotið meiri for­gang eftir að Rússar hófu að fljúga eft­ir­lits­flug.

Ríkin berj­ast gegn sam­eig­in­legum óvini í Sýr­landi en Íslamska ríkið er óvinur þeirra af mis­mun­andi ástæð­um. Stjórn­völd í Kreml hafa lengi staðið á bak við stjórn Bashar al-Assad í Sýr­landi og taka þátt í bar­átt­unni til að efla styrk sýr­lenskra stjórn­valda. Það er hugs­an­legt að Rússar geri ekki grein­ar­mun á milli Íslamska rík­is­ins og ann­arra her­skárra sam­taka sem berj­ast gegn stjórn­ar­her Assads. Ein­hver þess­ara sam­taka njóta stuðn­ings Banda­ríkj­anna.

Rúss­land og Banda­ríkin í Sýr­landiErt þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi og vill hækkun atvinnuleysisbóta
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýja aðgerðarpakkann í dag.
Tryggingagjald lækkað og ráðist í beina styrki til fyrirtækja sem hafa orðið fyrir tekjuhruni
Ríkisstjórnin kynnti nýjan aðgerðarpakka í dag. Hann er metinn á 25 milljarða króna en sá fyrirvari settur að ekki liggi fyrir hversu vel aðgerðirnar, sem eru átta, verði nýttar.
Kjarninn 29. september 2020
Í gær voru tekin yfir 2.300 sýni.
Tveir á gjörgæslu með COVID-19 – 32 ný smit
32 ný smit af kórónuveirunni greindust í gær, mánudag, og eru 525 eru nú með COVID-19 hér á landi og í einangrun. Tveir sjúklingar eru nú á gjörgæslu.
Kjarninn 29. september 2020
Yfirmaður Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til að fara með rannsókn á bankanum DNB. Málið verður fært til annars embættis.
Æðsti yfirmaður Økokrim segist vanhæfur til að rannsaka DNB
Nýlega ráðinn yfirmaður hjá norsku efnahagsbrotadeildinni Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til þess að koma að rannsókn á bankanum DNB, sem fór af stað eftir umfjöllun um Samherjaskjölin í fyrra. Málið verður fært til annars embættis.
Kjarninn 29. september 2020
Verðbólgan komin upp í 3,5 prósent
Verðbólgan í september er sú hæsta sem mælst hefur á árinu og hefur nú náð svipuðum hæðum og í fyrra.
Kjarninn 29. september 2020
Fjármagnstekjur ríkustu tíundarinnar voru 100 milljarðar í fyrra
Fjármagnstekjur Íslendinga voru tæplega 142 milljarðar króna í fyrra. Skattur af þeim er umtalsvert lægri en af launatekjum. Rúmlega 70 prósent af öllum fjármagnstekjum fóru til ríkustu tíu prósents landsmanna.
Kjarninn 29. september 2020
Framboðslisti Miðflokksins í Múlaþingi. Sigurður er í aftari röð, þriðji frá vinstri, en Þröstur er í fremri röð, þriðji frá hægri..
Ósanngjarnt að „þurfa að svara fyrir fyllerísröfl Gunnars Braga Sveinssonar“
Miðflokksmenn í Múlaþingi, nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, telja að Klausturmálið hafi spillt fyrir sér í nýafstaðinni kosningabaráttu. Oddvitinn segir vaxandi guðleysi í þjóðfélaginu leiða til aukinnar dómhörku, sem sé að verða stórvandamál.
Kjarninn 29. september 2020
Stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir þrír mælast með meira fylgi en ríkisstjórnin
Ný könnun sýnir að Samfylking, Píratar og Viðreisn eru með meira sameiginlegt fylgi en Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn. Ekki yrði hægt að mynda þriggja flokka stjórn án þess að bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sætu í henni.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None