Rússar auka hernaðarumsvif sín í Sýrlandi

putin_her.jpg
Auglýsing

Rúss­neski her­inn er far­inn að senda ómönnuð könn­un­ar­loft­för yfir Sýr­land. Þetta hefur frétta­stofa Reuters eftir tveimur banda­rískum emb­ætt­is­mönn­um. Eru það fyrstu aðgerðir rúss­neska hers­ins í loft­rými Sýr­lands síðan Rússar hófu að auka hern­að­ar­um­svif sín í land­inu.

Fyrir um það bil viku var greint frá því að lík­leg­ast væru Rússar að stækka flota­stöð sína í hafn­ar­borg­inni Latakíu við Mið­jarð­ar­hafið og að und­ir­búa flug­stöð. Þá sagði Jeff Dav­is, upp­lýs­inga­full­trúi varn­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins í Penta­gon, að Banda­ríkin hefðu fylgst með auknum flutn­ingum fólks og varn­ings til Latak­íu.

Eft­ir­lits­flug Rússa virð­ist hafa verið gert út frá Latakíu þar sem sést hefur til rúss­neskra her­þota, þyrla og stórra her­skipa und­an­farna daga.

Auglýsing

Emb­ætt­is­menn­irnir sem Reuters ræddi við gátu ekki stað­fest hversu marga dróna Rússar hefðu sent til eft­ir­lits og yfir­völd í Penta­gon neit­uðu að tjá sig um mál­ið. Frétta­skýrendur telja nokkra hættu á að þessi tvö öfl, Banda­ríkin og Rúss­land, verði fyrir hvort öðru. Eft­ir­lits­för eru nú á sveimi yfir Sýr­landi frá báðum lönd­um.

Á föstu­dag sam­þykktu varn­ar­mála­ráð­herrar stór­veldana tveggja að kanna leiðir til það koma í veg fyrir slys og um leið koma í veg fyrir óþarfa átök þeirra á milli. Þær sam­ræður hafa að öllum lík­indum hlotið meiri for­gang eftir að Rússar hófu að fljúga eft­ir­lits­flug.

Ríkin berj­ast gegn sam­eig­in­legum óvini í Sýr­landi en Íslamska ríkið er óvinur þeirra af mis­mun­andi ástæð­um. Stjórn­völd í Kreml hafa lengi staðið á bak við stjórn Bashar al-Assad í Sýr­landi og taka þátt í bar­átt­unni til að efla styrk sýr­lenskra stjórn­valda. Það er hugs­an­legt að Rússar geri ekki grein­ar­mun á milli Íslamska rík­is­ins og ann­arra her­skárra sam­taka sem berj­ast gegn stjórn­ar­her Assads. Ein­hver þess­ara sam­taka njóta stuðn­ings Banda­ríkj­anna.

Rúss­land og Banda­ríkin í Sýr­landiKanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ýmsar hættur í krefjandi „hagstjórn í hálaunalandi“
Gylfi Zoega heldur áfram umfjöllun sinni um stöðu mála í hagkerfinu. Í síðustu grein, sem birtist í Vísbendingu, fjallaði hann um efnahagslífið í hálaunalandi, en að þessu sinni er hugað að hagstjórninni.
Kjarninn 16. febrúar 2020
STARA - The Music of Halldór Smárason: verkefni sem samfélagið umvafði
Halldór Smárason safnar fyrir útgáfu á fyrstu plötu sinni á Karolina fund.
Kjarninn 16. febrúar 2020
Hilmar Þór Björnsson
Kynningarferli í skipulagi – Elliðaárdalur
Kjarninn 16. febrúar 2020
Verksmiðjan hefur ekki verið starfrækt síðan haustið 2017.
Verðmiðinn á verksmiðjunni í Helguvík lækkaði um 4,2 milljarða á níu mánuðum
Bókfært virði kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík er komið niður í 2,7 milljarða króna. Óvissa á mörkuðum fyrir silíkon hefur neikvæð áhrif á söluferli verksmiðjunnar.
Kjarninn 16. febrúar 2020
Tapaði rifrildi og varð vegan
Samviskan er svo mikilvægt tól, hún er áttavitinn okkar, segir Eydís Blöndal, varaþingmaður VG. Hún segir okkur þurfa að endurskoða það sem við teljum lífsgæði og hætta að líta á jörðina eins og hún sé eingöngu til fyrir mannfólk.
Kjarninn 16. febrúar 2020
Grænlenski olíudraumurinn lifir enn
Þrátt fyrir mikla leit að olíu og margar tilraunaboranir sem hafa engan árangur borið hyggst grænlenska landsstjórnin ekki leggja árar í bát. Landsstjórnin kynnir þessa dagana nýja olíuáætlun.
Kjarninn 16. febrúar 2020
Alibaba varar við víðtækum áhrifum veirunnar í Kína
Stærsta sölutorg á netinu í heiminum, Alibaba, varar við því að áhrifin af Kórónaveirunni verði víðtæk í Kína og að merki um það séu þegar farin að sjást.
Kjarninn 15. febrúar 2020
Árni Stefán Árnason
Hundahald á Íslandi - réttarstaða hunda og eigenda þeirra
Kjarninn 15. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None