Sá fyrsti sem fæðist í Bretlandi í fleiri þúsund ár

Undur og stórmerki hafa gerst í Bretlandi en þar er kominn í heiminn vísundskálfur, sá fyrsti sem fæðist í landinu í þúsundir ára. Fæðingin er ávöxtur umfangsmikils verkefnis sem miðar að því að endurheimta villta náttúru.

Þarna er hún! Fyrsti vísundurinn sem fæðist í Bretlandi í að minnstas kosti 6 þúsund ár.
Þarna er hún! Fyrsti vísundurinn sem fæðist í Bretlandi í að minnstas kosti 6 þúsund ár.
Auglýsing

Í Kent austur af London hoppar nú um og leikur sér afkvæmi sem sann­ar­lega hefur verið beðið eft­ir. Biðin spannar þús­undir ára því litla skepnan sem hér um ræðir er vís­und­skálf­ur. Eng­inn af hans teg­und hefur fæðst í Bret­landi í mörg þús­und ár.

Vís­undur er stórt klauf­dýr sem lifir í Evr­ópu og Norð­ur­-Am­er­íku. Tvær teg­undir vís­unda eru til í nútíma: Amer­ískur vís­undur og evr­ópsk­ur. En þær hafa báðar átt undir högg að sækja síð­ustu ára­tugi – og mun lengur ef út í það er far­ið. Mögu­lega gætu málin verið að þró­ast í rétta átt eftir að metn­að­ar­fullt verk­efni sem miðar að því að end­ur­heimta villta nátt­úru var hleypt af stokk­un­um.

Auglýsing

Þrír vís­undar voru fluttir inn frá Írlandi og komið fyrir á vernd­ar­svæði í Kent í byrjun júlí. Líkt og rakið er í grein Guar­dian um málið var þá ekki vitað að „laumu­far­þegi“ var í hópn­um. Það er ekk­ert skrítið að mann­fólkið hafi ekki vitað af því að ein kýrin gekk með kálf því vís­undar fela þung­anir sínar vel og eins lengi og þeir geta. Það er nátt­úru­leg vörn þeirra gegn rán­dýrum sem hafa kelfdar kýr og nýfædd ung­viði oft í sigt­inu. Það rán­dýr sem helst hefur ógnað vís­undum í nútíma er þó ekki fjór­fæt­lingur heldur mann­skepn­an.

Verðir í friðland­inu sem nú eru orðin heim­kynni vís­und­anna upp­götv­uðu ekki við­bót­ina, litlu vís­unda­kúna, fyrr en nokkrum dögum eftir að hún fædd­ist. Móðir hennar hafði farið á afvik­inn stað til að bera. Litla kýrin er auga­steinn móður sinnar og hinna tveggja full­orðnu vís­und­anna og fer í hoppum og stökkum í kringum þau dag­inn út og inn.

Með mömmu í Kent.

Aðstand­endur verk­efn­is­ins, sem eru nátt­úru­sjóðir í Kent og á lands­vísu, höfðu vissu­lega von­ast eftir fjölgun í hópnum en ekki strax. Vís­und­arnir sem fluttir voru í friðlandið í sumar eru allt kven­dýr en til stendur að karl­dýr bæt­ist í hóp­inn á næstu dög­um. Þangað verður það flutt frá Þýska­landi.

„Við sáum ekki kúna í nokkra daga og vorum nokkuð ugg­andi því hún er venju­lega full sjálfs­trausts og fremst í flokki vís­und­anna,“ segir einn friðlandsvörð­ur­inn í sam­tali við Guar­di­an. Hinar tvær kýrnar hafi á sama tíma verið eins og á nálum og ekki sjálfum sér lík­ar.

„Ég fór að leita að henni og eftir um það bil klukku­stundar leit þá heyrði ég hljóð úr runna­þykkn­i,“ heldur vörð­ur­inn áfram. „Ég vildi ekki fara of nálægt svo ég brá kík­inum á loft og þá sá ég til hennar og sá einnig það sem ég hélt að væri dádýr. Ég varð undr­andi og spurði sjálfan mig hvernig stæði á því að dádýr væri svona nálægt vís­und­in­um?“

Auglýsing

En síðan kom hið rétta í ljós. „Allt í einu sá ég þetta litla and­lit birt­ast fyrir framan full­orðnu kúna. Þetta var svo ótrú­legt, að þarna væri fæddur fyrsti villti vís­und­ur­inn á Englandi í langan tíma.“

Allar vís­unda­kýrnar koma að upp­eldi þeirrar litlu. Þær sleikja hana og fylgj­ast vel með hverju skrefi sem hún tek­ur. Ef móð­irin er að hvíla sig er aug­ljóst að hinar tvær kýrnar „passa“ litlu kúna.

Afkom­endur aðeins tólf dýra

Í Evr­ópu er nú að finna um 9 þús­und vís­unda. Þeir eru allir afkom­endur aðeins tólf dýra sem haldið var í dýra­görð­um. Þótt dýra­garðar séu ekki full­komnir staðir fyrir dýr að dvelja á er óhætt að segja að í þessu til­felli hafi slíkir bjargað evr­ópska vís­und­inum frá algjörri útrým­ingu sem í stefndi í uppafi 20. ald­ar­inn­ar.

Vís­und­arnir í Kent hafa yfir um 5 hekt­ara svæði að ráða. Innan skamms verða þeir fluttir á 50 hekt­ara svæði og næsta sumar á 200 hekt­ara svæði þar sem þeir munu dvelja til fram­búðar og von­andi fjölga sér.

Heims­met í nátt­úru­leysi

Villt nátt­úra er orðin af svo skornum skammti í Bret­landi að lík­lega er um heims­met að ræða. Á síð­ustu árum hafa verk­efni til end­ur­heimtar verið fjár­mögnuð af bæði opin­berum aðilum og einka­að­il­um.

Vís­undar skipta máli í þróun og við­gangi skóga, svo dæmi sé tek­ið. Þeir éta trjá­börk, drepa þannig eldri tré svo það mynd­ast svæði í þéttum skógum þar sem geislar sólar eiga greið­ari aðgang að skóg­ar­botn­inum og í honum fara að vaxa ýmsar jurtir sem svo aðrar dýra­teg­undir þríf­ast á.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent