Samherja varð lítið ágengt með kvörtunum sínum

Bæði nefnd um eftirlit með lögreglu og nefnd um dómarastörf hafa lokið athugunum sínum á kvörtunum Samherja vegna dómara við héraðsdóm og saksóknara. Ekkert var aðhafst.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Auglýsing

Kvörtunum sem Samherji beindi annars vegar til nefndar um eftirlit með störfum lögreglu og hins vegar til nefndar um dómarastörf hefur verið vísað frá á báðum stöðum. Kvartanir sjávarútvegsfyrirtækisins lutu að störfum dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur og saksóknara hjá embætti héraðssaksóknara.

RÚV sagði fyrst frá þessu og hefur það frá nefnd um eftirlit með lögreglu að ekki hafi þótt tilefni til að aðhafast umfram það að vekja athygli héraðssaksóknara á málinu. Nefndin sagði RÚV að hún hefði ekki eftirlit með störfum ákæruvaldsins nema hvað varðaði störf lögreglu.

Nefnd um dómarastörf komst síðan að niðurstöðu í málinu í gær og birti ákvörðun sína í dag. Nefndin vísaði kvörtun Samherja frá sökum þess að um dómsúrlausn, sem mögulegt er að bera undir æðri dóm, er að ræða. Í niðurstöðu nefndarinnar segir að Landsréttur hafi í tvígang fjallað um málsmeðferð héraðsdómarans, fyrst í athugasemd og síðan í forsendum, þar sem að úrskurðurinn var ómerktur og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar.

Saksóknari sótti heimild til að sækja gögn hjá KPMG

Málið snýst um úrskurð sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í byrjun desembermánaðar. Þá fór embætti héraðssaksóknara fram á það, eins og Kjarninn sagði frá 6. febrúar, að endurskoðunarfyrirtækinu KPMG yrði gert að láta embættinu í té upplýsingar og gögn varðandi bókhald og reikningsskil Samherjasamstæðunnar á árunum 2011-2020 og sömuleiðis gögn um eina skýrslu sem KPMG vann um starfsemi Samherja á árunum.

Þegar emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara lagði kröf­una fram bað emb­ættið um að úrskurður yrði kveð­inn upp án þess að full­trúar KPMG yrðu kvaddir fyrir dóm. Á það féllst dóm­ari, en lesa má í úrskurði hér­aðs­dóms að það hafi verið mat emb­ættisins að vit­neskja um rann­sókn­ar­að­gerð­ina fyr­ir­fram innan end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins gæti spillt fyrir rann­sókn máls­ins. Gögnin voru síðan sótt til KPMG.

Samherji reyndi að skjóta úrskurðinum til Landsréttar, en kærunni var vísað frá vegna aðildarskorts. Landsréttur sagði hins vegar að meðferð málsins fyrir héraðsdómi hefði verið aðfinnsluverð.

Auglýsing

Það sem talið var aðfinnsluvert og Sam­herji var að kvarta yfir var að dóm­ar­inn í hér­aðs­dómi, Ingi­björg Þor­steins­dótt­ir, hefði ekki skoðað sér­stak­lega þau rann­sókn­ar­gögn sem lágu til grund­vallar kröfu um gögn og upp­lýs­ingar frá KPMG og að rang­lega hafi verið greint frá því í úrskurði og þing­bók að slík gögn hefðu legið frammi við upp­kvaðn­ingu úrskurð­ar­ins.

Kröfugerð frá héraðssaksóknara ítarleg, að sögn dómara

Í athugasemdum til nefndar um dómarastörf sagði dómarinn að misritun hefði átt sér stað, bæði um dagsetningu úrskurðar og um það hvort gögn hefðu legið frammi í dóminum. Mistökin væru á hennar ábyrgð. Dómarinn hefði ekki gætt þess að lesa nægilega vandlega yfir forskráð atriði í þingbók.

Dómari sagði nefndinni einnig að kröfugerð héraðssaksóknara hefði verið ítarleg og þar hefði verið vitnað orðrétt til ýmissa gagna. Hafi það verið mat hennar í ljósi þessa og með hliðsjón af rökstuðningi saksóknara að lagaskilyrðum væri fullnægt og taka mætti kröfuna til greina.

Því var Landsréttur hins vegar ósammála, er málinu var skotið þangað í annað sinn. Úrskurðurinn frá því í desember var ógiltur og málinu vísað aftur heim í hérað.

Fram kemur í niðurstöðu nefndarinnar að úr annmörkunum sem voru á meðferð málsins hafi hins vegar verið bætt við endurflutning í héraðsdómi í marsmánuði.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Þeirra er ævintýralega ósanngjarna lýðræðið sem við búum við“
Björn Leví segir að skipting sæta milli þingflokka sé mjög ójöfn. Auðveldasta lausnin til að leysa vandamálið sé að fjölga jöfnunarsætum – það sé ekki flókið né ósanngjarnt.
Kjarninn 5. maí 2021
Samkvæmt því sem segir í nafnlausum skoðanadálki Morgunblaðsins í dag „gæti orðið bið á því“ að blaðið sendi fulltrúa sinn á fund félaga í BÍ til þess að ræða umdeilda skoðanaauglýsingu Samherja sem beindist gegn fréttamanninum Helga Seljan.
Morgunblaðsmenn ekki spenntir fyrir því að ræða auglýsingu Samherja við félagsmenn BÍ
Í ritstjórnardálki í Morgunblaðinu segir að það „gæti orðið bið á því“ að yfirmenn blaðsins þekkist boð um að mæta á fund félaga í Blaðamannafélaginu til að ræða siðferðileg álitaefni í tengslum við birtingu umdeildrar auglýsingar frá Samherja á mbl.is.
Kjarninn 5. maí 2021
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG.
Umræða um málefni innflytjenda gengur fram af þingmanni – Skömm að tala málið niður
Þingmaður Vinstri grænni segir að Íslendingar eigi að sýna þann þroska að geta sinnt útlendingamálum með almennilegum hætti og gera það sem best – „við sem rík þjóð“. Umræða Miðflokksmanna hafi gengið fram af henni í gær.
Kjarninn 5. maí 2021
Þriðjungur fyrstu ferðagjafarinnar fór til tíu fyrirtækja
Nú stendur til að endurnýja ferðagjöf stjórnvalda til að örva eftirspurn innanlands. Rúmur helmingur þeirra sem áttu rétt fyrstu ferðagjöfinni hafa nýtt hana. Á meðal þeirra sem fengu mest í sinn hlut voru eldsneytissalar og skyndibitakeðjur.
Kjarninn 5. maí 2021
Hluti þingliðs Miðflokksins á björtum og fallegum sumardegi fyrr á kjörtímabilinu.
Stillt upp á lista hjá Miðflokknum í öllum kjördæmum
Fimm manna uppstillingarnefndir munu setja saman framboðslista Miðflokksins í öllum kjördæmum landsins fyrir komandi kosningar, en ekki kosið í sæti á lista á félagsfundum. Fylgi flokksins hefur verið í nokkurri lægð að undanförnu.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent