Sannleikur Harrys og Meghan – frá þeirra eigin sjónarhorni

Harry og Meghan fundu sig knúin til að segja „sinn eigin sannleika“ af samskiptum þeirra við konungsfjölskylduna og ákvörðun þeirra að segja skilið við allar konunglega skyldur. Sannleikurinn er nú aðgengilegur á Netflix en sitt sýnist hverjum.

Meghan og Harry kynntust á Instagram. Hljómar kannski ekki eins og ævintýri, enda hafa þau sagt skilið við slík, að minnsta kosti konungleg ævintýri.
Meghan og Harry kynntust á Instagram. Hljómar kannski ekki eins og ævintýri, enda hafa þau sagt skilið við slík, að minnsta kosti konungleg ævintýri.
Auglýsing

2,4 millj­ónir horfðu á fyrsta þátt­inn um Harry og Meg­han í nýrri heim­ild­ar­þátta­röð sem sýnd er á Net­flix og kom út í gær, fleiri en horfðu á fyrsta þátt­inn í nýj­ustu Crown-þátta­röð­inni, dag­inn sem fimmta þátta­röðin kom út.

Kon­ungs­sinnar jafnt sem þau sem hafa óbeit á bresku kon­ungs­fjöl­skyld­unni hafa beðið í ofvæni eftir heim­ild­ar­þátt­unum Harry og Meg­han þar sem þau greina frá „sann­leik­anum þeirra“ á öllu því sem átti sér stað frá því að þau kynnt­ust sum­arið 2016 þar til þau sögðu skilið við allar kon­ung­legar skyldur innan bresku kon­ungs­fjöl­skyld­unnar í mars 2020 og fluttu til Kali­forn­íu.

Spennan hefur verið svo mikil að þegar fyrri hluti þáttar­að­ar­inn­ar, sem heitir ein­fald­ega Harry and Meg­han, birt­ist á Net­flix í gær voru bæði BBC og The Guar­dian með beina texta­lýs­ingu á því sem fyrir sjónir bar.

Auglýsing

Fljót­lega fór þó að bera á von­brigðum og gagn­rýnendur virð­ast vera sam­mála um eitt: Þætt­irnir stand­ast ekki þær vænt­ingar sem gerðar voru til þeirra. En. Þetta er bara fyrri helm­ing­ur­inn.

Ekki nógu afhjúp­andi

Helsta gagn­rýnin snýr að því að það kemur í raun og veru ekk­ert fram í þátt­un­um. Við­tal Opruh Win­frey við hjónin hafi verið meira afhjúp­andi en nú þegar þau sjálf fá alfarið að ráða ferð­inni. Eðli­lega kannski?

Í þátt­unum þremur sem eru komnir út fara hjónin yfir hvernig þau kynntu­st, á Instagram. Fyrsti þátt­ur­inn er því ágætis aug­lýs­ing fyrir sam­fé­lags­mið­il­inn. Að auki er rætt við hina og þessa vini hjón­anna sem segja frá upp­lifun sinni af fyrstu kynnum Harrys og Meg­h­an.

Gagn­rýnendur eru sam­mála um að þætt­irnir stand­ast ekki sam­an­burð við afhjúp­andi við­töl sem aðrir úr kon­ungs­fjöl­skyld­unni hafa veitt, til að mynda við­talið við Karl í Dimble­by, við­talið við Díönu í Panorama og hvað þá við­talið við Andrew prins í New­snight þar sem hann var spurður út í tengsl sín við Jef­frey Epstein.

Verra en Kar­dashi­an-­fjöl­skyldan

„Leið­in­legt, fyr­ir­sjá­an­legt, klisju­kennt, algjör­lega smjað­urs­kennt.“ Þannig lýsir fjöl­miðla­mað­ur­inn Piers Morgan, sem virð­ist þurfa að hafa skoðun á öllu þessa dag­ana, þátt­unum og það ætti ekki að koma á óvart að hann er ekk­ert sér­stak­lega hrif­inn. Morgan var, líkt og stærstu bresku miðl­an­ir, með beina texta­lýs­ingu um þætt­ina, en not­aði Twitter þar sem hann er með rúm­lega átta millj­ónir fylgj­enda.

Auglýsing
„Þetta er verra en Keep­ing Up With the Kar­dashi­ans. Eitt­hvað sem ég hélt að væri mann­lega ómögu­leg­t,“ skrif­aði Morgan meðal ann­ars og vís­aði þannig í raun­vera­leika­þætt­ina um Kar­dashi­an-Jenner fjöl­skyld­una.

Morgan sak­aði hjónin einnig um að sýna Elísa­betu Eng­lands­drottn­ingu, ömmu Harrys, óvirð­ingu með því að gera grín að því að hafa þurft að hneigja sig fyrir henni.

Gefur lítið fyrir full­yrð­ingar um kyn­þátta­for­dóma

Morgan segir Harry og Meg­han ein­fald­ega vera leið­in­leg og gaf lítið fyrir full­yrð­ingar þeirra um kyn­þátta­for­dóma í kon­ungs­fjöl­skyld­unni.

Í við­tali við Opruh Win­frey í mars í fyrra greindu Harry og Meg­han frá því að kyn­þátta­­for­­dómar innan kon­ungs­hall­­ar­innar hefðu haft áhrif á ákvörðun þeirra um að segja skilið við kon­ung­un­­legar skyldur sínar og flytja til Kana­da, og síðar Banda­­ríkj­anna.

Í við­tal­inu kemur fram að þegar Meg­han sagði frá kyn­þátta­­for­­dómum sem hún og ófætt barn hennar hefðu orðið fyrir frá fólki í fjöl­­­skyld­unni var því hins vegar mætt með þrúg­andi þögn klukku­­­stundum sam­­­an. Og ekki stakt orð barst frá höll­inni í tvo sól­­­­­ar­hringa um þá höfnun og það afskipta­­­leysi sem Meg­han upp­­­lifði, örvingluð og ótta­s­­leg­in, er hún bað um aðstoð vegna yfir­­­­­þyrm­andi van­líð­un­­­ar.

Harry segir í þátt­unum að hann sé sífellt að læra eitt­hvað nýtt um sjálfan sig, meðal ann­ars hvað varðar kyn­þátta­for­dóma og hvernig þeir lýsa sér. Hann seg­ist vera stoltur af því að börn hans séu af blönd­uðum upp­runa (e. mixed race).

Löngu skipu­lagður sann­leikur

Harry og Meg­han hófu að halda skipu­lagðar mynd­bands­dag­bækur i mars 2020, þegar þau sögðu sig frá öllum kon­ung­legum skyld­um. En það var nokkrum mán­uðum áður en til­kynnt var um samn­ing þeirra við Net­fl­ix, í sept­em­ber sama ár.

Þetta er því þeirra sann­leikur í höndum Net­fl­ix-­reynslu­bolta sem sjá til þess að fram­leiðslan sýni frá­sögn pars sem varð ást­fangið og þurfi að fórna öllu á meðan þau börð­ust við kerf­ið, það er kon­ungs­fjöl­skyld­una, sam­skipta­reglur og kyn­þátta­for­dóma.

En sög­unni er ekki lok­ið. Seinni hluti þáttar­að­ar­inn­ar, þrír þættir til við­bót­ar, kemur út 15. des­em­ber. Í þeim munu Harry og Meg­han fara dýpra í ástæður þess af hverju þau sögðu skilið við kon­ungs­fjöl­skyld­una og hvernig „Megx­it“-­at­burða­rásin var í raun og veru. Hvort það verði jafn hægeldað og fyrri þrír þætt­irnir á eftir að koma í ljós.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent