Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og 1. varaforseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ), skýtur fast á flugfélagið Play í stöðuuppfærslu á Facebook í dag en þar segir hann að framkoma félagsins gagnvart launafólki sé til skammar.
Vísar hann í frétt Fréttablaðsins þar sem fram kemur að samkvæmt kjarasamningi milli Íslenska flugstéttafélagsins og Play varðandi flugmenn nemi byrjunarlaun flugmanna hjá flugfélaginu 309 þúsund krónum.
Kristján Þórður bendir á að laun flugfreyja og þjóna verði 266.500 krónur á mánuði. Þessu til viðbótar sé greitt fyrir akstur og segir hann að 25 þúsund krónum meira fari til flugmanna og spyr hann hvort það sé dýrara fyrir flugmenn að keyra til Keflavíkur en flugfreyjur og þjóna. Innifalið í þessum tölum sé vaktaálag auk þess 15 prósent meiri vinnuskylda en hjá „sambærilegu“ fyrirtæki.
Gagnrýnir hann Play fyrir að reyna „að halda því fram að kostnaður vegna aksturs séu laun en stafsfólk þarf samt að koma sér sjálft til og frá flugvellinum, klárlega ekki laun“.
English below: Lægstu laun flugmanna hjá Play verða 309.000 kr á mánuði. Laun flugfreyja og þjóna verða 266.500 kr....
Posted by Kristján Þórður Snæbjarnarson on Friday, May 28, 2021