Segir Jón Baldvin „haga sér eins og rándýr sem velur bráð sína af kostgæfni“

Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar segir að Íslendingar eigi „mjög erfitt með að horfast í augu við að flottir karlar misbeiti valdi sínu gagnvart ungum konum og körlum.“ Það þurfi hins vegar að horfast í augu við að þeir geri það.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Auglýsing

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar og utan­rík­is­ráð­herra í rík­is­stjórn­inni sem sat á árunum 2007 til 2009, segir Jón Bald­vin Hanni­bals­son, fyrr­ver­andi for­mann Alþýðu­flokks­ins og fjár­mála- og utan­rík­is­ráð­herra á árunum 1987 til 1995, „haga sér eins og rán­dýr sem velur bráð sína af af kost­gæfn­i“. Fyrir val­inu verði oftar en ekki ein­stak­lingur sem er ekki með sterkt bak­land og Jón Bald­vin sæki svo að henni „með skipu­lögðum hætti, sýnir henni áhuga, jafn­vel trún­að, ving­ast við hana og vinnur traust henn­ar. Þegar traustið er komið er eft­ir­leik­ur­inn auð­veld­ur. Þetta er lýs­ing á ótrú­lega ljótum og ójöfnum leik þar sem kenn­ar­inn, skóla­meist­ar­inn, ráð­herr­ann og sendi­herr­ann mis­beitir valdi sínu og sækir að ung­lings­stúlk­um.“

Jón Bald­vin Hanni­bals­son ekki meir, ekki meir, hugs­aði ég þegar ég frétti af þessu máli í síð­ustu viku og beitti mig...

Posted by Ingi­björg Sól­rún Gísla­dóttir on Sunday, Oct­o­ber 2, 2022

Þetta kemur fram í Face­book-­færslu sem Ingi­björg Sól­rún birti í gær­kvöldi. Til­efnið er opin­berun Stund­ar­innar á dag­bók­ar­færslum Þóru Hreins­dótt­ur, sem var 15 ára nem­andi Jóns Bald­vins þegar hann kenndi við Haga­skóla árið 1970. Í dag­­bók­inni lýsir Þóra, sem er lát­in, sam­­skiptum þeirra, að Jón Bald­vin hafi beðið hana að hitta sig eftir skóla, að hann hafi hjálpað henni á prófum og að sam­­band þeirra hafi verið kyn­­ferð­is­­legt. Dóttir kon­unnar afhenti Stund­inni dag­­bók­ina og fann einnig bréf í dán­­ar­­búi móður sinnar frá Jóni Bald­vini. Í bréf­inu segir hann hjarta sitt slá örar og blóðið renna hraðar þegar hann hugsi um hana. „Þarna sérðu hvað feg­­urð æsk­unnar er drottn­andi afl í til­­ver­unni. – Hvað það er und­­ar­­legt að vera ung­­ur. Þú hefur minnt mig á það aft­­ur,“ skrif­aði Jón Bald­vin.

Ingi­björg Sól­rún segir dag­bók­ar­færslur Þóru vera ótrú­lega merki­lega heim­ild um aðferðir Jóns Bald­vins við að ná tökum á henni og hvaða afleið­ingar það hafi fyrir hug­ar­á­stand henn­ar. „Í fram­hald­inu ákvað ég að lesa aftur allar þær 23 sögur sem safnað hefur verið saman af kyn­ferð­is­brotum og áreiti JBH á ára­tuga tíma­bili og í ljós kom ákveðið munstur sem gengur eins og rauður þráður í gegnum allt hans atferli.

Bað Jón Bald­vin um að víkja úr heið­urs­sæti

Ingi­björg Sól­rún segir að hún hafi fengið vit­neskju um eitt þessar mála árið 2007 þegar hún var for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar og það varð til þess að hún ræddi í trún­aði við Jón Bald­vin og bað hann að segja sig frá heið­urs­sæti á lista Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík fyrir þing­kosn­ing­arnar vorið 2007. „Hann varð við þess­ari ósk minni en í stað þess að láta þar við sitja og sýna svolitla iðrun og hug­ar­angur vegna fram­ferðis síns fór hann rak­leiðis í Silfur Egils og vældi yfir því að ég hefði hafnað honum í heið­urs­sætið á póli­tískum for­send­um. Þetta gerði hann vit­andi að ég gæti aldrei sagt opin­ber­lega hver var hin raun­veru­lega ástæða fyrir því að ég vildi hann ekki í heið­urs­sæt­ið. Það var svo ekki fyrr en 5 árum síð­ar, þegar Guð­rún Harð­ar­dóttir steig fram, sem ástæðan varð heyr­in­kunn.“

Auglýsing
Guðrún er syst­­ur­dóttir Bryn­­dísar Schram, eig­in­­konu Jóns Bald­vins. Árið 2012 steig hún fram í umfjöllun í Nýju lífi og sagði frá bréfum sem Jón Bald­vin sendi henni þegar hún var barn að aldri. Bréfin voru af kyn­ferð­is­legum toga.

Þurfum að horfast í augu við að „flottir karl­ar“ mis­beiti valdi sínu

Ingi­björg Sól­rún segir ástæðu þess að hún sé að skrifa um málið nú sé sú að Jón Bald­vin hafi aldrei við­ur­kennt mis­gjörðir sínar og enn láti margir þær sér í léttu rúmi liggja af því þeim finnst Jón Bald­vin hafa lagt svo margt að mörkum í íslenskri póli­tík. „Það kemur þessu máli hins vegar ekk­ert við og menn kom­ast aldrei fram­hjá þeirri stað­reynd að þann orðstír sem JBH ávann sér á hinum póli­tíska vett­vangi hefur hann sjálfur lít­ils­virt með því að mis­beita því valdi sem honum var falið gagn­vart fjöl­mörgum ung­lings­stúlkum og kon­um. Þar er ekki öðrum um að kenna.“

Jón Baldvin Hannibalsson.

Hún seg­ist líka skrifa færsl­una vegna þess að mál Jóns Bald­vins sé ekki eins­dæmi. „Oft ber­ast sögur af kyn­ferð­is­áreitni og nauð­ung af hálfu karla sem eru vel liðn­ir, hæfi­leik­a­rík­ir, vel metnir og hátt á kvisti í verð­leika­sam­fé­lag­inu. Við eigum mjög erfitt með að horfast í augu við að flottir karlar mis­beiti valdi sínu gagn­vart ungum konum og körl­um. En það ger­ist nú samt og ef við neitum að horfast í augu við það þá er okkur líkt farið og fólki fyrri alda sem þagði yfir eða lét kyrrt liggja að heldri menn og valds­menn mis­not­uðu und­ir­sáta sína. Takk Val­gerður Þor­steins­dóttir fyrir að birta dag­bók­ar­færslu móður þinnar og takk Bjarni Frí­mann Bjarna­son fyrir þinn kjark. Við hin verðum að hafa kjark til að taka á þessum mál­u­m.“

Bjarni Frí­mann steig fram í lok síð­ustu viku og greindi frá kyn­ferð­is­of­beldi sem Árni Heimir Ing­ólfs­son beitti hann þegar Bjarni Frí­mann var 17 ára nem­andi Árna Heim­is, þá 35 ára, í Lista­há­skóla Íslands.

Telur að verið sé að reyna að sverta mann­orð hans

Þóra Hreins­dóttir lýsir í dag­­bók sinni sam­­skiptum við Jón vikum sam­an, bæði í skól­­anum og utan hans. Hún skrif­­ar, svo eitt af mörgum dæmum sé tek­ið, þegar hún hitti Jón Bald­vin í Ing­­ólfs­­stræti eitt sinn vorið 1970 og ræddi stutt­­lega við hann. Þegar þau voru að kveðj­­ast setti hann allt í einu hend­ina „niður und­ir“ bux­­urnar henn­­ar, að kyn­­færum henn­­ar. „Ég kunni því illa og sýndi það með ein­hverjum svip­brigðum og mót­­þró­a,“ skrif­aði hún. Í annarri færslu lýsir hún því að Jón Bald­vin hafi ekið með hana upp að vatni fyrir utan borg­ina og kysst hana í laut. „Hann svo lagð­ist ofan á mig. Það var skíta­­­kuldi. Svo fórum við aftur inn í bíl­inn“. Í sömu ferð hafi hann greint henni frá því sem fram kæmi á ensku prófi stóð fyrir dyr­­um. Hann hafi skrifað „allan stíl­inn“ upp fyrir hana og „sagði svo að ég tældi hann og léti hann segja þetta allt.“

Í sömu dag­­bók­­ar­­færslu skrifar hún að Jón Bald­vin hafi spurt hana hvort hún kynni að keyra bíl. Svo hafi hann bætt við: „Nei, þú ert 15 ára ég gleymdi því að ég er með barn hjá mér.“

Stundin fann marg­vís­­legar stað­­fest­ingar á því sem fram kom í dag­­bók­inni og í bréf­inu, m.a. í gögnum Haga­­skóla sem og í við­­tölum við skóla­­systur hennar frá þessum tíma.

Í ítar­­legri umfjöllun Stund­­ar­innar um málið er m.a. rætt við ekkil Þóru. „Hún sagði mér að um leið og Jón Hann­i­bals­­­son kyssti hana fyrsta koss­inum hefði hann eyð­i­lagt líf henn­­ar.“

Stundin bauð Jóni Bald­vini að bregð­­ast við umfjöllun sinni um mál­ið. Hann sendi í kjöl­farið tölvu­­póst undir yfir­­­skrift­inni „Um mann­orðs­­þjófn­að“ þar sem hann seg­ist geta full­yrt með „góðri sam­visku“ að umrædd stúlka hafi ekki orðið fyrir kyn­­ferð­is­­legri áreitni af sinni hálfu. Hann telur aug­­ljóst að málið sé dregið fram í dags­­ljósið til að sverta mann­orð hans.

Umfjöllun Stund­­ar­innar má lesa hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent